Morgunblaðið - 12.02.2009, Síða 9

Morgunblaðið - 12.02.2009, Síða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009 Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÉG er mjög ánægður með þetta, því þetta er mikill heiður,“ segir Kristinn R. Þórisson, dósent við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, en deildinni hefur verið úthlutað um 300 milljóna króna styrk úr 7. rammaáætlun Evrópu- sambandsins til þess að leiða þriggja ára rannsóknarverkefni um gervi- greind. „Ég er auðvitað ekki einn í þesssu verkefni, því ég er með gífurlega öfl- ugan hóp að baki mér inni á Gervi- greindarsetri HR,“ segir Kristinn, en setrið stofnaði hann ásamt Yngva Björnssyni árið 2005. Kristinn lauk doktorsprófi frá MIT árið 1996 þar sem hann var brautryðjandi í þróun sýndarvélmenna með sjálfstæða hugsun. Í frétt frá HR kemur fram að fyrrnefndur styrkur sé sá langhæsti sem veittur hefur verið íslenskum aðilum til rannsókna í tölv- unarfræðum og jafnframt hæsti rannsóknarstyrkur sem veittur hef- ur verið vísindamönnum við HR. Verkefnið verður unnið í samstarfi við breskt fyrirtæki og fjóra evr- ópska háskóla, undir leiðsögn Krist- ins sem er í senn hugmyndasmiður og upphafsmaður rannsóknarinnar. „Þetta eru grunnrannsóknir í gervigreind, sem er svið sem stend- ur föstum fótum í tölvunarfræði,“ segir Kristinn og bendir á að þótt flestir kannist við gervigreind úr bíómyndum þá séu menn ekki alveg jafnlangt komnir í raunveruleik- anum. „Á næstu þremur árum ætl- um við að leggja grunn að nýrri nálgun við þetta stóra og merkilega vandamál. Við reiknum með því að eftir þetta verkefni munum við skilja mun betur hvernig hægt er að búa til flóknari og öflugri gervigreind en gert hefur verið hingað til,“ segir Kristinn. Bendir hann á að eitt markmiða rannsóknarinnar sé að hægt verði að kenna tölvum á auð- veldari hátt ýmis þau verkefni sem mannfólkið þarf að vinna. „Í stað þess að kalla alltaf til for- ritara þegar minnstu breytinga er þörf, þá munum við geta kennt tölv- unni eins og þegar við kennum hvert öðru eða barni. Þegar verkefninu lýkur á þessi hugbúnaður þannig að geta fylgst með manneskju vinna verkefni, hermt eftir henni og þann- ig lært eins og barn sem er að læra.“ Grunnrannsókn í gervigreind Háskólinn í Reykjavík hlýtur 300 millj- óna króna styrk frá Evrópusambandinu Ánægður Kristinn R. Þórisson er hugmyndasmiður rannsóknarinnar. Hverjir eru samstarfsaðilar rannsóknarinnar? Samstarfsskólar HR í gervigreind- arrannsókninni eru Scuola Uni- versitaria Professionale Della Svizzera Italiana í Sviss, Univer- sità degli Studi di Palermo og National Research Council á Ítalíu og Universidad Politécnica de Ma- drid á Spáni. Einnig kemur breska fyrirtækið Communicative Mach- ines Limited að verkefninu. Hversu hár er styrkurinn? Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík hefur verið úthlutað 2 milljóna evra styrk úr 7. ramma- áætlun Evrópusambandsins að andvirði um 300 milljóna ís- lenskra króna til gervigreindar- rannsókna. S&S Glæsileg silki- og ullarnærföt Notaleg í kuldanum Litir: svart og hvítt Póstsendum Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 60-80% afsl. af öllum vörum www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Brjáluð útsala NÝTT KORTATÍMABIL Enn meiri verðlækkun Slár 500-1000-2000 Str. 38-56 Orðsending til skilanefnda og lögmanna. Önnumst fjármálaþýðingar · Afar snör handtök. Tilboð í öll verkefni · bafþýðingaþjónusta.is. PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 • Sími 562 3614 ÚTSÖLU lýkur á laugardag Síðumúla 3 · Reykjavík · 553 7355 Opið kl. 11-18 virka daga og 11-15 laugardaga. ÚTSALA Síðustu dagar 30-50% afsláttur af völdum vörum Sérverslun með GLÆSIBÆ S: 553 7060 ÚTSALA SÍÐUSTU DAGAR ÚTSALA SÍÐUSTU DAGAR FRÁBÆR BUXNASNIÐ AFSLÁTTUR MÖRG SNIÐ, BREIÐARI OG GRENNRI MJAÐMIR (SLIM STYLE), 2 SÍDDIR. 15% Hentar undir matvæli Mynd, sem birt var með pistli Mat- vælastofnunar á bls. 17 í Morg- unblaðinu sl. þriðjudag, tengist ekki efni pistilsins. Samkvæmt upplýs- ingum frá versluninni Kokku, þar sem myndin var tekin, er þar einungis selt postulín sem hentar undir matvæli. Stjarna féll niður Röng stjörnugjöf birtist við grein Jón- asar Sen tónlistargagnrýnanda um tónleika í Salnum í Kópavogi sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Jónas gaf tónleikunum tvær og hálfa stjörnu af fimm mögulegum. Áttu ekki tölurnar Í frétt Morgunblaðsins í gær um þjófnaði kom fram að bráðabirgðatöl- ur fyrir síðasta mánuð væru frá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hið rétta er að embætti ríkislög- reglustjóra sér um afbrotatölfræði og eru tölurnar þaðan komnar. LEIÐRÉTT KOLBRÚN Hall- dórsdóttir umhverf- isráðherra ítrekaði andstöðu sína við frekari uppbyggingu álvera við umræður á Alþingi í gær. Ut- andagskrárumræða fór fram um álver á Bakka og miklar umræður urðu í framhaldi af fyr- irspurn um Helguvíkurálverið. Kol- brún sagði ríkisstjórnina bundna af gjörðum fyrri ríkisstjórna. Í gildi væri viljayfirlýsing um álver á Bakka, sem rennur út í september. „Þessi rík- isstjórn kemur til með að afhenda sitt umboð nýrri ríkisstjórn eftir næstu kosningar. Það er löngu áður en vilja- yfirlýsingin rennur út.“ omfr@mbl.is Yfirlýsing lifir stjórnina Kolbrún Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.