Morgunblaðið - 12.02.2009, Page 11
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
„EINSTAKLINGUR með endurskinsmerki
sést fimm sinnum fyrr í myrkri en sá sem ekki er
merktur,“ segir Karin Erna Elmarsdóttir,
fræðslufulltrúi Umferðarstofu, og vísar til til-
raunar sem þau gerðu í síðustu viku. „Bíl var
ekið á 30 km hraða og þegar barn var með
endurskinsmerki sást það u.þ.b. 21 sekúndu
áður en bíllinn var kominn að því. Þegar
barnið var endurskinsmerkjalaust sást
það hins vegar ekki fyrr en fjórum sek-
úndum áður og þá getur verið of seint að
bregðast við. Sérstaklega þegar snjór og
hálka er úti.“
Foreldrar eru hvattir til að láta börn
sín vera með endurskinsmerki og helst að
hafa þau í ljósum fatnaði sem sést mun bet-
ur en sá dökki. Þeir ættu svo einnig að vera
fyrirmynd barnanna er kemur að notkun
endurskinsmerkja, þó að þeir virðist oft tregari
til. „Það getur verið mjög merkilegt að sjá fólk
labba með börnum sínum í skóla og börnin eru
öll í endurskinsmerkjum en ekki fullorðna fólk-
ið,“ segir Karin Erna.
Vegfarendur sjást illa
Umferðarstofa stendur þessa dagana fyrir
sérstöku átaki til að hvetja til notkunar end-
urskinsmerkja, en að sögn Þóru Magneu
Magnúsdóttur, sem einnig starfar sem
fræðslufulltrúi hjá Umferðarstofu, hringja
margir ökumenn og kvarta yfir að gangandi veg-
farendur sjáist illa í myrkrinu.
„Þú sést ekkert betur í myrkrinu þó að þú sért
einn og áttatíu á hæð,“ segir hún. Gangandi veg-
farendur, hlauparar, hestafólk, hjólreiðamenn og
hundaeigendur ættu að vera duglegri við að nýta
sér endurskinsmerkin.
Athugun á slysum þar sem gangandi vegfar-
endur og hjólandi koma við sögu hafi enda leitt í
ljós að koma hefði mátt í veg fyrir mörg þessara
slysa ef viðkomandi hefði notað endurskins-
merki. „Þetta er ódýrt öryggistæki,“ bætir hún
við en viðbrögðin við herferðinni hafa verið gríð-
arlega góð og þau 30.000 endurskinsmerki sem
Kaupþing bauð upp á eru nú þegar búin. End-
urskinsmerkin leynast þó víðar, t.a.m. í apótek-
um, stórmörkuðum, á bensínstöðvum og jafnvel í
skúffunni heima.
Ódýrt öryggistæki
Koma hefði mátt í veg fyrir slys með notkun endur-
skinsmerkja Foreldrar eiga að vera góðar fyrirmyndir
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„ÞÁ MÁ líka einfaldlega segja að
löggjafinn hafi ekki nýtt sér þau úr-
ræði sem hann þó hefur til þess að
taka þátt í ákvörðunarferli ESB-
gerða sem íslenska ríkið er síðan
skuldbundið til að innleiða hér á
landi eins og hvern annan þjóðrétt-
arsamning [...] Það má þó geta þess
að um þessar mundir er unnið að al-
gerri uppstokkun á þinglegri með-
ferð EES-reglna á Alþingi og það á
vegum Alþingis og utanríkisráðu-
neytisins, þar með talið er verið að
endurskoða þessar reglur sem ég
nefndi áðan sem [...] settar voru árið
1994 og hafa aldrei komist í fram-
kvæmd,“ sagði Björg Thorarensen
lagaprófessor á fjölsóttri málstofu
um löggjafarvald ESB og lýðræðið í
Lögbergi í Háskóla Íslands í gær.
„Ég tel að stærsta verkefnið fram-
undan sé að endurreisa Alþingi sem
raunverulegt og leiðandi afl í stjórn-
skipulaginu og leiðrétta þann lýð-
ræðishalla sem íslenska stjórnkerfið
stendur sjálft frammi fyrir.“
Fari fram að lokinni endurreisn
Að hennar mati er rétt að umræð-
an um hvort Íslandi beri að fram-
selja hluta fullveldis síns fari fram
eftir að tekist hafi að endurreisa Al-
þingi, í lýðveldi „þar sem lýðræðis-
legt umboð, ábyrgð stjórnvalda og
skýr valdmörk handhafa ríkisvalds-
ins verða raunhæf og virk“.
„Fyrst þegar því marki er náð er
tímabært að þjóðin taki yfirvegaða
afstöðu til þess hvort rétt sé að
framselja löggjafarvald til yfirþjóð-
legrar stofnunar.“
Ber að huga að grunngerð ESB
Stefán Már Stefánsson, prófessor
í lögfræði við Háskóla Íslands,
ræddi meintan lýðræðishalla ESB í
samhengi við grunngerð sambands-
ins.
„Það verður að hafa í huga að Evr-
ópusambandið er ekki ríki, það er
eitthvert kerfi sem er alveg sérstaks
eðlis, með sínum sérstöku reglum.
Ég veit ekki hvort það er sann-
gjarnt að segja að það verði að vera
lýðræði eða fullt lýðræði í slíku kerfi.
Ég held þó að aðalatriðið sé að
menn vilji að þetta kerfi sé mjög lýð-
ræðislegt.“
Stefán Már vék að valdsviði ESB
og minnti á að úrsögn úr því væri
enn möguleg fyrir aðildarríkin.
Jafnvel þótt stjórnarskrá ESB,
sem franskir og hollenskir kjósend-
ur höfnuðu, hefði verið samþykkt
yrðu margvísleg atriði enn eftir, sem
að sögn Stefáns Más „kannski sýnir
að valdið er þá enn þá hjá aðildar-
ríkjunum að verulegu leyti“.
Hann vísaði einnig til úrskurðar
þýska stjórnlagadómstólsins, æðsta
dómstigs í Þýskalandi, frá árinu
1993 um Maastricht-samkomulagið,
þar sem sagði að dómurinn myndi
„ekki hlíta framsali til evrópskra
kerfa nema löggjafarsamþykkt hafi
samþykkt viðkomandi lög, það er að
segja lög Evrópusambandsins“.
Leiðrétta þarf lýð-
ræðishallann heima
Unnið að uppstokkun á þinglegri meðferð EES-reglna
Í HNOTSKURN
»Að mati Stefáns Más Stef-ánssonar prófessors er
spurningin um hvort Evrópu-
sambandið sé ríki langsótt ef
völd aðildarríkjanna gagnvart
því eru metin.
Björg
Thorarensen
Stefán Már
Stefánsson
Meira á mbl.is
Til þess að endurskinsmerkin nýtist sem best er gott að
koma þeim fyrir neðarlega á úlpunni og framan á ermum
líkt og sjá má á fötum fyrirsætunnar sem hér er notuð,
Tómasi Geir Elmarssyni.
Þá er líka gott að koma endurskinsmerkjum fyrir á
skólatöskunni eins og seinni myndin sýnir, svo að börnin
séu vel sýnileg þegar gengið er í sömu átt og umferðin.
Raunar er nú þegar að finna endurskin á fjölmörgum
skólatöskum. Endurskinsborðar á buxnaskálmum og stíg-
vélum geta þá einnig reynst vel.
„Það er gott að hafa endurskinsmerkin á öllum útlimum,
þegar þeir hreyfast virka þau eins og blikkljós þegar bíl-
ljósin skína á þau,“ segir Karin Erna.
Endurskinsmerki á útlimunum
– þar sem auglýsingin nær til neytenda
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
*annan hvorn miðilinn eða báða, skv.
fjölmiðlakönnun Capacent Gallup á
tímabilinu nóvember 2008 til janúar 2009,
allir landsmenn 12 til 80 ára
92%
þjóðarinnar
lesa
Morgunblaðið
og mbl.is
vikulega*
Þess vegna eru auglýsendur
öruggir um athygli einmitt í
Morgunblaðinu og mbl.is.
Það er gott að vera í miðli
sem þjóðin les.