Morgunblaðið - 12.02.2009, Síða 18
FULLTRÚAR Reykjavíkurborgar
og Félags eldri borgara (FEB) hafa
undirritað viljayfirlýsingu um kaup
borgarinnar á 12 íbúðum í vænt-
anlegu fjölbýlishúsi í Efra-
Breiðholti af FEB. Á fundi borg-
arráðs þann 8. janúar var FEB út-
hlutað byggingarrétti fyrir 49
íbúðir í fjölbýli í Efra- Breiðholti.
Innangengt verður úr íbúðunum í
þá þjónustu sem Reykjavíkurborg
veitir í þjónustu- og menningar-
miðstöðinni Gerðubergi. Fé-
lagsbústaðir munu eiga og reka
íbúðirnar sem verða í eigu Reykja-
víkurborgar en FEB sér um bygg-
ingu þeirra. Úthlutun íbúðanna
verður á vegum úthlutunarteymis
Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Fleiri þjón-
ustuíbúðir
18 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
ÍSLENSK stjórnvöld hafa ekki gætt
hagsmuna ríkisins í bönkunum nógu
vel í kjölfar bankahrunsins, að mati
sænska bankasérfræðingsins Mats
Josefsson sem leiðir nefnd um endur-
reisn fjármálakerfisins. Josefsson
segir bankana ennfremur þurfa að
átta sig betur á þeirri breyttu efna-
hagsstöðu sem nú sé uppi. Þeir þurfi
að draga úr kostnaði, auka tekjur sín-
ar og skoða mannahald vandlega.
„Þetta er líklega mesta efnahags-
kreppa sem Ísland hefur upplifað,“
sagði Josefsson á blaðamannafundi
nefndar um endurreisn fjármála-
kerfisins í gær. Einn mikilvægasti
liðurinn í því að koma efnahag þjóð-
arinnar á réttan kjöl væri hins vegar
að tryggja eðlilega bankastarfsemi,
því þá væri líklegt að efnahagslífið
tæki við sér á ný.
„Við viljum að bankarnir geti horft
fram á við. Þeir hafa e.t.v. ekki að
fullu lagað sig að nýju umhverfi, því
að þeir þurfa að skoða starfsmanna-
fjölda sinn, draga úr kostnaði og
auka tekjur sínar.“ Stjórnvöld þurfi
að vera leiðbeinandi í þessum efnum,
enda bankarnir nú að nýju í ríkiseigu.
Eins verði stjórnvöld að móta sér
framtíðarstefnu varðandi bankana.
Josefsson segir það valda sér
nokkrum áhyggjum að hafa ekki enn
séð fjárhagsreikninga nýju bankanna
og þekkja þar af leiðandi ekki skulda-
stöðu þeirra. Hann hafi hins vegar
verið fullvissaður um að þær upplýs-
ingar lægju fyrir innan tíðar. Gert er
ráð fyrir að verðmætamat bankanna
liggi fyrir í lok mars og endur-
fjármögnun þeirra með ríkis-
skuldabréfum hefjist í kjölfarið. Þá
mun skýrsla finnska sérfræðingsins
Kaarlo Vilho Jännäri um regluverk
og starfshætti við bankaeftirlit hér á
landi verða tilbúin um svipað leyti.
Eiga að vera gagnsæjar
Hlutverk nefndarinnar er að leita
lausna til framtíðar, ekki að skoða
hvað fór úrskeiðis, en Josefsson segir
stjórnendur bankana þó ekki geta
skorast undan ábyrgð.
Þá aðferðafræði sem nefndin mæl-
ir hins vegar með til að endurreisa
fjármálakerfið segir hann byggjast
að mestu á almennri skynsemi. „Við
erum ekki að reyna að finna upp hjól-
ið, heldur að nota leiðir sem reynst
hafa vel annars staðar. Reglurnar
eiga að vera gagnsæjar, einfaldar og
auðskiljanlegar.“ Nefndin geti hins
vegar bara komið með tillögur. Það
sé stjórnvalda að hrinda þeim í fram-
kvæmd.
Ein þeirra tillagna snýr að því að
koma á fót Eignaumsýslufélagi,
EFS, sem hafi það hlutverk að styðja
endurreisn stærri fyrirtækja, endur-
skipuleggja félög og bjarga verð-
mætum sem glatast fari félögin í
þrot. Bankastjórnendur séu þó ekki
endilega allir sammála tillögum
nefndarinnar. „Við teljum bankana
hins vegar ekki hafa styrk til að gera
þetta sjálfir,“ segir Josefsson og tel-
ur 10-15 fyrirtæki falla í þennan
flokk.
Móta verði síðan afstöðu til fram-
tíðareignarhalds fjármálastofnan-
anna. „Þar til nú hefur enginn talað
máli stjórnvalda,“ segir Josefsson og
vísar til þess að ráða eigi fjármálasér-
fræðing til að gæta hagsmuna rík-
isins. Til þessa hafi ríkisstjórnin hins
vegar ekki gætt eigin hagsmuna
nógu vel. Því þó að mikilvægt sé að
viðhalda góðu sambandi við erlenda
kröfuhafa, þá sé ekki síður mikilvægt
að tryggja hagsmuni íslensku þjóðar-
innar.
Morgunblaðið/Kristinn
Sérfræðingurinn Mats Josefsson segir að endurbæta verði laga- og framkvæmdaramma varðandi uppgjör gömlu bankanna.
Gættu ekki eigin hags
Tryggja þarf eðlilega bankastarfsemi svo efnahagslífið taki við sér
Eignaumsýslufélagi verði komið á fót sem styðji endurreisn stærri fyrirtækja
FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar var í
fyrsta sæti evrópskra flugstöðva í
könnun alþjóðasamtaka flugvallar-
rekenda fyrir kurteisi og hjálpfýsi
starfsfólks auk ýmissa þæginda.
Stöðin hlaut annað sæti fyrir
notalegt andrúmsloft og þriðja sæti
fyrir öryggistilfinningu farþega.
Könnunin var gerð á fjórða fjórð-
ungi síðasta árs.
Meðal bestu
flugstöðva
LULZIM Basha, utanríkisráðherra
Albaníu, heimsækir Ísland í dag.
Meðan á dvöl hans stendur mun
hann eiga fund með Össuri Skarp-
héðinssyni utanríkis- og iðnaðar-
ráðherra, auk þess sem hann heim-
sækir Alþingi og Landsvirkjun.
Meginefni fundar utanríkisráðherr-
anna verður stækkunarferli Atl-
antshafsbandalagsins.
Fundur Össurar og Basha verður
í utanríkisráðuneytinu í dag og
hefst kl. 9.
Ráðherra
frá Albaníu
STJÓRN Fjár-
málaeftirlitsins
hefur auglýst
starf forstjóra
stofnunarinnar
laust til umsókn-
ar. Hann tekur
við af Jónasi Fr.
Jónssyni, sem
sagði starfinu
lausu. Sam-
kvæmt auglýsingunni skal forstjóri
FME hafa menntun á háskólastigi
og búa yfir víðtækri þekkingu og
starfsreynslu á fjármagnsmarkaði.
Þá er talið æskilegt að forstjóri
FME hafi reynslu af alþjóðlegu
samstarfi, búi yfir mjög góðri kunn-
áttu í ensku og hafi reynslu af
stjórnun.
Umsóknarfrestur er til og með
25. febrúar n.k. og því ljóst að
væntanlegir umsækjendur hafa
ekki langan tíma til að hugsa sig
um. sisi@mbl.is
Starf forstjóra
FME auglýst
Jónas fr. Jónsson
Komið verði á fót Eignaumsýslu-
félagi, sem hafi það hlutverk að
styðja endurreisn stærri fyrirtækja
sem gegna mikilvægu hlutverki í ís-
lensku efnahagslífi, sem og að end-
urskipuleggja félög og bjarga verð-
mætum sem glatast fari félögin í
þrot.
Ríkisstjórnin taki við hlutverki
eigenda bankanna og láti bankana
vita að viðskipti eigi ekki að ganga
fyrir sig með sama hætti og áður.
Stjórnendur banka geri sér grein
fyrir nýju umhverfi og leggi sitt af
mörkum til að styðja stjórnvöld við
endurreisn efnahagslífsins.
Endurbætur verði gerðar á lögum
og framkvæmdaramma varðandi
uppgjör gömlu bankanna.
Skipting verðmæta sem fást við
sölu gömlu bankanna á milli kröfu-
hafa verði sanngjörn, réttlát og
gagnsæ.
Íhugað verði að setja upp sjálf-
stætt eignarhaldsfélag sem fari
með hlutabréf ríkisins í bönkum og
fjármálastofnunum.
Mótuð verði afstaða til framtíð-
areignarhalds í fjármálastofnunum.
Settar verði reglur og eftirlits-
rammi í samræmi við það sem ger-
ist best alþjóðlega.
Nefndin leggur til að:
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
SÉRSTAKT eignaumsýslufélag í eigu
ríkisins á að vera til staðar til þess að
greiða úr vandræðum stórra fyr-
irtækja í stað þess að hver banki fyrir
sig glími við þau, að því er Steingrímur
J. Sigfússon fjármálaráðherra greinir
frá.
Nefnd um endurreisn fjármálakerf-
isins, undir stjórn sænska banka-
sérfræðingsins Mats Josefsson, hefur
lagt til stofnun slíks félags.
„Þetta er sú leið sem yfirleitt hefur
verið farin annars staðar við sambæri-
legar eða hliðstæðar aðstæður. Þá
hafa menn ásamt öðru búið til svona
tæki sem er þá til staðar til þess að
glíma við tiltekin viðfangsefni,“ segir
fjármálaráðherra.
Að hans sögn geta átt í hlut fyr-
irtæki eða verkefni sem eru það þjóð-
hagslega mikilvæg og stór að menn
vilji tryggja að
ekki verði rof í
starfsemi þeirra.
„Það er bara
fyrirkomulags-
atriði hvort það sé
betri kostur að
bankarnir glími
við þetta hver fyrir
sig eða hvort í
sumum tilvikum
sé betra að sér-
stakt eignaumsýslufyrirtæki, sem
starfar í armslengd frá ríkinu, annist
um endurskipulagningu fyrirtækj-
anna, greiði úr þeirra vandræðum og
komi þeim aftur út í lífið.“
Eignaumsýslufélagið yrði í eigu rík-
isins og á ábyrgð þess, að sögn fjár-
málaráðherra. „Það tekur auðvitað
svolítinn tíma að búa það út. Það þarf
að setja um það lög. Við teljum að það
sé skynsamlegt að eiga þetta úrræði
að grípa til. Svo mun það koma í ljós í
hversu miklum mæli það verður not-
að,“ segir Steingrímur.
Hann getur þess að um verði að
ræða fyrirtæki sem í raun og veru séu
komin í umsjá bankanna vegna mikilla
erfiðleika. „Þau fyrirtæki sem eru
komin í þeirra umsjá eru í eigu rík-
isins. Þetta er einföld yfirfærsla frá
banka til þessa félags. Það breytir
engu um aðkomu ríkisins að málinu.“
Fjármálaráðherrann leggur áherslu
á að markmiðið sé að koma fyrirtækj-
unum aftur út í lífið, eins og hann
orðar það.
„Það er í hvorugu tilvikinu mark-
miðið að ríkið haldi rekstrinum áfram,
hvort sem banki er með málið eða
eignaumsýslufyrirtæki í eigu ríkisins.“
Fyrirtækin fari aftur út í lífið
Eignaumsýslufélag leið sem farin hefur verið annars staðar við sambærilegar
aðstæður Tæki til staðar til þess að glíma við tiltekin viðfangsefni
Steingrímur J.
Sigfússon.
Glíma bankanna Sérstakt eignaumsýslufélag getur annast endurskipu-
lagningu fyrirtækja í stað þess að hver banki fyrir sig glími við vandann.