Morgunblaðið - 12.02.2009, Síða 20
Eftir Atla Vigfússon
Þingeyjarsveit | „Það væri gaman ef
hægt væri að viðhalda litunum á ís-
lensku kúnum,“ segir Þórsteinn
Rúnar Þórsteinsson, bóndi í Valla-
koti í Reykjadal, en þar á bæ fæddist
nýlega sægrá kvíga sem gerir mikla
lukku og hefur verið nefnd Þoka.
Þar eins og á sumum öðrum bæjum
hefur gráu litunum fækkað og ekki
hafa fæðst kvígur til þess að end-
urnýja nægilega í gráu litaflórunni.
Svo virðist sem gráir litir séu
mjög á undanhaldi í nautgripastofn-
inum og lítið hefur komið inn af
nautum á stöðina undanfarin ár sem
gefa þessa liti. Hins vegar hafa naut
í hinum aðallitunum komið inn í
ræktunarstarfið og er þá átt við
bröndótt, kolótt, rautt og svart, bæði
einlit naut og með tilheyrandi hvít-
um lit svo sem blesótt, grönótt,
hjálmótt, huppótt, skjöldótt, sokkótt
og stjörnótt.
Munur á gráu og sægráu
Hvað gráu litina varðar þá er
gerður nokkur greinarmunur á
gráu, steingráu og sægráu en Jón
Viðar Jónmundsson, ráðunautur hjá
Bændasamtökum Íslands, segir að
það sé ákaflega mikilvægt að skilja á
milli þess sem við köllum grátt og
hins vegar sægrátt. Erfðafræðilega
segir hann að þetta séu alls óskyldir
litir og er sægráa litinn víða að finna
og getur hann því dúkkað upp öðru
hvoru. Grái liturinn er miklu fáséð-
ari og erfist mun þrengra. Það koma
að vísu naut sem hafa þennan þátt
en það er sjaldgæft. Steingráar kýr
sem eru dekkri en gráu kýrnar eru
orðnar mjög sjaldséðar.
Á kúasýningum á Suðurlandi 1991
voru einungis 1,7% kúnna skráð grá
og tveir þriðju hlutar þeirra voru, að
talið er, sægráir. Þessum litum hafði
þá mjög fækkað því árið 1955 voru
4,6% kúnna grá og sægrá.
1,5% kúa sægrá
Jón Viðar segir að alla síðustu öld
hafi Eyjafjörður og Suður-
Þingeyjarsýsla verið kjörsvæði gráa
litarins í kúastofninum og árið 1992
voru 4,9% kúnna skráð grá og
sægrá. Í dag eru um 6.500 kýr á
þessu svæði en einungis 1% þeirra
er gráar kýr og 1,5% sægráar. Það
þýðir að í sýslunum eru einungis 65
gráar kýr og 100 sægráar. Því er
ljóst að þessi litur á undir högg að
sækja þegar svona er komið.
Þórsteinn Rúnar í Vallakoti segir
að það hafi verið nokkuð erfitt að fá
naut sem gefa grátt í kýrnar frá
nautastöðinni en Jón Viðar segir að
því miður hafi þau gráu naut sem
komið hafi inn ekki öll komið til
notkunar. Hann vonar að fyrr eða
síðar birtist slíkur gripur en búfjár-
ræktarmenn hafa sagt að ekki megi
slaka á í kröfum um byggingu og af-
urðasemi á þeim nautum sem fara
inn í ræktunina.
Á undanförnum árum hafa bænd-
ur verið að nota heimanaut með
þessum litum en þau eru auðvitað
ekki undir sama gæðaeftirliti og allt-
af er æskilegt að vanda valið.
Íslensku kýrnar sýna meiri lita-
fjölbreytni en flest önnur kúakyn og
segist Jón Viðar ekki þekkja neitt
annað kúakyn með þessa eiginleika.
Og þó að grái liturinn sé á talsverðu
undanhaldi þá hefur margt gott
gerst eins og það að á síðustu árum
hefur fjölgað mjög grönóttum og
hryggjóttum kúm sem áður voru
bundnar við ákveðna landshluta.
Þetta gerðist með notkun úrvals-
nauta í þessum litum sem voru á
nautastöðinni.
Þórsteinn Rúnar vonar að þegar
koma á kálfi í Þoku verði komið
grátt eða sægrátt naut á stöðina en
ljóst er að gráu erfðavísarnir eru til
staðar og auðvelt getur verið að
kalla þá fram.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Í regnbogans litum Grá kvíga á jötu ættuð frá Fellshlíð í Reykjadal. Eins og sjá má er fjölbreytileikinn mikill.
Sægrá Þoka gerir lukku í fjósinu
20 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009
Sægrár litur í íslenskum nautgripum er sami litur og finnst í gömlum
norskum kúakynjum. Fá afbrigði eru af litnum en til eru sægrákolóttar
og sægrábröndóttar kýr. Hér á landi erfist sægrái liturinn víkjandi.
Grái liturinn í kúnum er sjaldgæfur í nautgripakynjum. Hann finnst
þó í einu norsku kyni, Fjarðarkúm, sem finnast á vesturlandinu.
Grái liturinn er blanda af hvítum og lituðum hárum. Lituðu hárin
eru yfirleitt svört og skepnan er grá.
Alveg er merkilegt hve mikið er um að vera hér
í dreifbýlinu. Fyrirlestrar og tónleikar og uppi-
stönd og ég veit ekki hvað. Hér er meira að
segja sett upp leikrit stöku sinnum. Enda skilst
mér að hingað streymi fólk að sunnan og megn-
ið af gistiplássi sé upppantað fram yfir páska.
Það er kannski bara til að sjá hvað við erum fal-
leg …
Akureyri sker sig úr öðrum höfuðborgum að
mörgu leyti. Ég veit ekki með lögreglu-
samþykktir; þekki þær ekki annars staðar, en í
þeirri nýsamþykktu hér nyrðra stendur m.a. að
þegar fjölmenni safnast saman á almannafæri
„svo sem í eða við biðstöðvar almenningsvagna
og leigubifreiða, miðasölur, banka, veit-
ingastaði, verslanir eða aðra afgreiðslustaði,
skal mynda röð þannig að þeir sem fyrstir koma
fái fyrstir afgreiðslu“.
Varla þarf að taka fram að hér fyrir norðan fara
alltaf allir eftir lögreglusamþykktinni.
Mér finnst ólíklegt að leiðinlegt verði á Græna
hattinum annað kvöld. Þar verða Borgfirðing-
urinn Gísli Einarsson og Rögnvaldur gáfaði úr
Eyjafirði með uppistand.
Rætt var um það á fundi framkvæmdaráðs bæj-
arins á dögunum hvort leggja ætti gras á Ráð-
hústorgi í sumar. Kaupmaður í miðbænum
klæddi torgið í slíkan sparibúning í skjóli nætur
í sumar sem leið, við góðar undirtektir.
Finnur Friðriksson, meðlimur í akureyrska Út-
svarsliðinu og nýútskrifaður doktor, heldur
áhugaverðan fyrirlestur í dag. Finnur kallar er-
indið „Maður er bara ekki Íslendingur ef maður
beygir ekki rétt“ og hefur mál sitt kl. 16.30 í
húsnæði HA við Þingvallastræti.
FAAS-AN, sem er félag áhugafólks og aðstand-
enda Alzheimerssjúkra og heilabilaðra á Norð-
urlandi, hefur formlega verið lagt niður. Þegar
það gerðist var ákveðið að peningaeign fé-
lagsina rynni til dvalarheimila og stofnana við
Eyjafjörð sem annast heilabilaða og var féð af-
hent við athöfn á dvalarheimilinu Hlíð í vikunni.
Litlir strákar halda stórtónleika í Glerárkirkju á
sunnudaginn. Það er 6. flokkur Þórs í fótbolta
sem stendur fyrir samkomunni en strákarnir
eru að safna fyrir ferð á Shellmótið í Vest-
mannaeyjum í sumar. Gamanið hefst kl. 16 og
fram koma m.a. Regína Ósk og Óskar Pét-
ursson.
Það er gaman að sjá að kraftur er í fólkinu í
verkalýðsfélaginu Einingu-Iðju. Um daginn var
auglýst tíu daga ferð til Þýskalands og Tékk-
lands í sumar, 50 komast með og í gær voru að-
eins sjö sæti laus.
Stofnaður hefur verið hópur á Facebook þar
sem hvatt er til þess að hætt verði við bæj-
arstjóraskipti á Akureyri í vor, en skv. mál-
efnasamningi Samfylkingarinnar og Sjálfstæð-
isflokksins fær fyrrnefndi flokkurinn þá
bæjarstjórastólinn. Hermann Jón Tómasson,
formaður bæjarráðs, tekur í vor við sem bæj-
arstjóri af Sigrúnu Björk Jakobsdóttur.
Mér er sagt að Gerður Jónsdóttir, varabæj-
arfulltrúi Framsóknarflokks, hafi stofnað þenn-
an hóp á Facebook en fleiri framsóknarmenn
hafa lýst þeirri skoðun að bæjarstjóraskipti séu
ekki heppileg.
Úrslit ráðast í árlegu æfingamóti í fótbolta í
Boganum annað kvöld. Þá mætast Þór og KA í
Soccarade-mótinu sem svo er nefnt. Flautað
verður til leiks kl. 19.45.
Stefnt er að því að efla millilandaflug til og frá
Akureyri, en lenging flugbrautarinnar auðveld-
ar það auk þess sem stefnt er að stækkun flug-
stöðvarinnar. Hópur á vegum Markaðs-
skrifstofu ferðamála á Norðurlandi vinnur nú að
þessu verkefni í samstarfi við fleiri.
AKUREYRI
Skapti Hallgrímsson
Morgunblaðið/Skapti Hallǵrimsson
Bæjarstjórarnir Hermann Jón Tómasson og Sigrún Björk Jakobsdóttir á borgarafundi í vetur.
úr bæjarlífinu
Best Þórsteinn
Rúnar í Vallakoti
með kvíguna Þoku
sem er í uppáhaldi.
Þær eru ekki margar
gráu kýrnar í fjósum
landsins nú um stundir.
Greinarmunur er gerður
á þremur gráum litaaf-
brigðum og hefur sægráa
kvígan hans Þórsteins í
Vallakoti vakið athygli.
Blesótt, grönótt, hjálmótt,
huppótt, skjöldótt, sokk-
ótt og stjörnótt.