Morgunblaðið - 12.02.2009, Page 22

Morgunblaðið - 12.02.2009, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Dalai Lamaer sá leið-togi sem nýtur einna mestr- ar virðingar í heiminum á okkar dögum. Þó er hann ekki formlega við völd en hann er andlegur leiðtogi Tíbeta og hefur leitt baráttu þeirra gagnvart kínverskum stjórn- völdum af reisn og virðingu. Árið 1959 flúði Dalai Lama yfir Himalajafjöll ýmist fót- gangandi eða á hestbaki með kínverska herinn á hælunum. Hann fékk hæli á Indlandi og hefur verið í útlegð síðan. Tugþúsundir Tíbeta fylgdu honum í útlegðina. Árið 1989 fékk hann friðarverðlaun Nób- els fyrir þrotlausa baráttu sína. Kínverjar hafa framið hryllilega glæpi gagnvart Tíb- etum og má líkja ofsóknum þeirra á hendur þeim við fjöldamorð Pol Pots og Rauðu khmeranna í Kambódíu á sín- um tíma. Enn reyna Kínverjar að þurrka út tíbeska menn- ingu með því að gera Tíbeta að minnihlutahópi í Tíbet. Dalai Lama hefur reynt að fara leið hóf- stillingar gegn þessum ofsóknum og lagt áherslu á kröfu um sjálf- stjórn í stað sjálf- stæðis í þeirri von að þannig mætti ná árangri, en kín- versk stjórnvöld semja ekki heldur þybbast við. Orðstír Dalai Lama hefur aukist með aldrinum og bar- átta hans nýtur stuðnings um heim allan og víða er að finna skrifstofur og fána velunnara Tíbeta. Vanmáttur hans and- spænis óbilgjörnum kín- verskum ráðamönnum blasir við, en Dalai Lama vex með hverri viðureign, ekki and- stæðingar hans. Dalai Lama er vænt- anlegur til Íslands í byrjun júní. Það er Íslendingum heiður að fá að taka á móti þessum leiðtoga og má margt af honum læra. Kínversk stjórnvöld munu án efa mót- mæla því hástöfum að tekið verði á móti Dalai Lama á Ís- landi. Það er engin ástæða til að hlusta á þau mótmæli. Dalai Lama er sá leiðtogi sem einna mestrar virðingar nýtur í heiminum. } Heiðursgestur á Íslandi HéraðsdómurReykjaness dæmdi föður fyrir ítrekuð, alvarleg kynferðisbrot gagnvart dóttur sinni. Dóttirin var tæplega 2½ árs gömul þegar brotin hóf- ust, en rúmu ári síðar var stúlkan tekin af heimilinu. Allt frá því að litla telpan fæddist höfðu yfirvöld áhyggjur af velferð hennar. Hún var aðeins mánaðar göm- ul þegar sálfræðingur mat forsjárhæfni foreldra hennar og gerði ýmsar alvarlegar at- hugasemdir. En dóttirin var áfram hjá foreldrunum. Heimilið var áfram undir eftirliti og fyrir tveimur árum fór barnaverndarnefnd fram á að foreldrarnir yrðu sviptir forræði. Héraðsdómur taldi ekki skilyrði til þess. Síðastliðið haust var loks gripið í taumana, enda sýndi barnið kynferðislega hegðan. Héraðsdómur Reykjaness taldi ekki öðrum karlmönnum en föðurnum til að dreifa sem gætu hafa brotið gegn stúlk- unni. „Það er því niðurstaða dómsins að brotið hafi verið gegn stúlkunni á alvarlegan hátt og hún ítrekað misnotuð kynferðislega,“ segir Héraðs- dómur á einum stað. Og síðar segir: „Þegar allt fram- angreint er virt í heild þykir það hafið yfir skynsamlegan vafa að [faðirinn] hafi haft önnur kynferðismök við [dótt- ur sína] en samræði.“ Dómstóllinn vísar til ákvæða hegning- arlaga, sem við eiga. Annars vegar ákvæði um að hver sem hafi samræði eða önnur kynferðismök við barn sitt eða annan niðja skuli sæta fangelsi allt að 8 árum og allt að 12 ára fangelsi sé barnið yngra en 16 ára. Hins vegar ákvæði um að hver sem hafi samræði eða önnur kynferð- ismök við barn, yngra en 15 ára, skuli sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Þar að auki vísa dóm- arar til ákvæða, sem ættu að verða til refsiþyngingar. Hvers vegna dómarar töldu hæfilegt að dæma manninn í tveggja ára fangelsi er ráð- gáta. En litla telpan hefði aldrei átt að búa við þessar aðstæður. Búið var að benda á vanhæfni foreldranna og fara fram á forsjársviptingu, en það dugði ekki. Nú hljóta allir hlutaðeigandi að fara ræki- lega yfir hvað brást. Hvað þarf til að bjarga barni? Og hvað þarf mikið til að sá sem brýtur gegn barni fái dóm í samræmi við brot sitt? Al- þingi hækkaði refsimörk vegna brota af þessu tagi fyr- ir ári og í greinargerð var sér- staklega tekið fram að með því væri lögð áhersla á hve al- varleg kynferðisbrot gegn ungum börnum eru. Hefur það álit löggjafans farið framhjá dómurum? Nú hljóta allir að fara yfir hvað brást.}Að bjarga barni S tundum er freistandi að grípa til snöggsoðinna lausna til að leysa vanda. En ef vandinn er lang- tímavandi þarf eitthvað annað en skammtímalausnir, sem geta komið manni í koll svo um munar síðar meir. Nú ætla menn að freistast til að aflétta þeirri helgi, sem hvílt hefur á séreignarsparnaði landsmanna. Þessu fé, sem margir hafa kosið að leggja til hliðar, til að tryggja hag sinn betur en hægt er að gera með greiðslum í hefð- bundna sameignarsjóði. Auðvitað hafa margir getað lagt fé í séreign- arsjóði vegna þess að þeir hafa haft góð laun. En því fer fjarri að séreignarsparnaður sé að- eins leið vel stæðra til að tryggja hag sinn í ell- inni. Fjölmargir hafa kosið að leggja eitthvað til hliðar á þennan hátt. Þessir peningar voru öruggir, þá var aðeins hægt að nálgast þegar ákveðnum aldri var náð, ef fólk lifði ekki svo lengi gekk inneignin í arf og ef fólk varð gjaldþrota stóð þetta fé þó alltaf eftir. Þannig voru reglurnar, þegar til sparnaðarins var stofnað. Núna eru fjölmargir að lenda í greiðsluerfiðleikum, enda allar forsendur brostnar fyrir fjárfestingum síðustu ára. Og þá líta menn til séreignarsparnaðarins. Núna er freistandi að nota hann til að létta á tímabundnu erfiðleik- unum. Ýmsar hugmyndir heyrast, t.d. að sparnaðinn mætti nota til að lækka höfuðstól skulda vegna íbúðar- kaupa, sem í mörgum tilvikum myndi aðeins lækka greiðslubyrði lítillega og ekki gagnast þeim sem eiga í erf- iðleikum vegna annarra skulda. Eða að allir ættu að geta tekið þetta út, óháð því af hverju erfiðleikarnir stafa. En hvað verður um sjóðina? Hvað verður um sparnaðinn minn, ef margir taka út sína peninga og sjóðurinn stenst ekki álagið? Hvaða samningsstöðu verða þeir í, sem ákveða að þrauka og hafa þennan sparnað óhreyfðan, en reyna að semja við bankann sinn um aðrar skuldir? Er ekki líklegt að bankinn hvetji þá til að taka sparnaðinn út? Setji það jafnvel sem skilyrði fyrir skuldbreytingu? Núna er ekki hægt að hreyfa við þessum peningum, jafnvel við gjaldþrot, en þrýstingur frá lánardrottnum gæti jafngilt því að þessi inneign væri aðfar- arhæf. Einhverjir gætu tekið þessa peninga út núna, en haft alla burði til að bæta sér þann missi upp á næstu árum. Hvað með þá sem ekki ná því? Ég hef áhyggjur af þessu. Ég hef áhyggjur af að þing- menn einblíni á hver leggi fram hvaða frumvarp um sér- eignarsparnaðinn okkar og gleymi að gæta að raunveru- legu innihaldi frumvarpanna. Ég hef áhyggjur af þeim, sem taka sparnaðinn út, en komast samt ekki hjá gjald- þroti og eru þá búnir að þurrausa þann sjóð, sem annars hefði létt undir með þeim í ellinni. Ég hef áhyggjur af þeim sem ekki taka sparnaðinn út, en sitja uppi með hann í ónýtum sjóðum, af því að margir aðrir tóku sína fjármuni út. En mestar áhyggjur hef ég þó af þeirri tilhneigingu að breyta reglunum eftir á. rsv@mbl.is Ragnhildur Sverrisdóttir Pistill Bjargráð eða bráðræði? Vísindi sem hafa staðist tímans tönn FRÉTTASKÝRING Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is Þ róunarkenning Charles Darwins er kjarni líf- fræðirannsókna nú- tímans og meginhug- myndir þessa vísindamanns, sem lést fyrir rúmri öld, eru enn taldar réttar. Þróun er grundvöllur allrar líf- fræði og svo alltumlykjandi að sumir vísindamenn nútímans ganga jafnvel að henni sem gefnum hlut. Í dag er haldið upp á tvöfalt afmæli Darwins víða um heim en 200 ár eru liðin frá fæðingu hans auk þess sem 150 ár eru liðin frá útgáfu hans á rit- inu Um uppruna tegundanna, þar sem hann útlistar byltingarkennda þróunarkenningu sína. Þróunin mótar og skiptir máli „Tvær meginkenningar Darwins, þ.e. kenningarnar um náttúruval og þróunartréð, hafa staðist tímans tönn,“ segir Arnar Pálsson, dósent í erfða- og þróunarfræði við Háskóla Íslands. Arnar segir þróun miðlæga í öllum líffræðirannsóknum: „Það er nokkuð sama hvar þú drepur niður fæti í líffræði, hvort þú skoðar plöntur, gerla eða fugla, áhrif þróun- ar eru alls staðar. Það skiptir því ekki máli hvaða lífvera eða ferli er skoðað, þróunin mótar og skiptir máli fyrir allt sem er að gerast,“ segir Arnar. Vissulega hafði Darwin ekki alltaf rétt fyrir sér, m.a. vegna þess að ýmsir þættir nútímalíffræði voru óþekktir eins og t.d. erfðafræði. „Ein- staka tilgátur Darwins hafa ekki staðist, eins og t.d. spurningar um skyldleika hænsna eða erfðir lífvera. Darwin kom þar með kenningu um erfðir sem er hreinasta bull,“ segir Arnar. Með tilkomu erfðafræði á 20. öld hafi vísindamönnum hins vegar tekist að stoppa í þau göt. Það tók vísindamenn langan tíma að meðtaka og samþykkja kenningar Darwins. Grundvallarhugmyndin í Um uppruna tegundanna varð fyrst að miðlægri kenningu á fjórða áratug síðustu aldar er sýnt hafði verið fram á að genafræði þess tíma samræmd- ist kenningu Darwins um náttúruval. Hugmyndir þess efnis að dýra- og plöntutegundir væru óbreytanlegar og í sinni endanlegu mynd höfðu ver- ið viðteknar og þótti hugmynd Darw- ins um að lífverur jarðar væru afurð ármilljóna langrar þróunar því bylt- ingarkenndar. Það sem flestum sam- tímamönnum Darwins þótti þó erf- iðast að kyngja var sú niðurstaða kenninga hans að menn og apar ættu sameiginlega forfeður. Átök á trúarsviðinu Þróunarkenning Darwins hefur haft djúpstæð áhrif á heim vís- indanna en jafnframt valdið titringi innan hinna ýmsu trúarbragða. Hún þykir af mörgum standa í mótsögn við t.d. kristna og íslamska kenningu um að Guð hafi skapað heiminn. Svo virðist sem kenning Darwins eigi enn undir högg að sækja meðal almennings og er það sérstaklega áberandi í vissum ríkjum Bandaríkj- anna þar sem trúarkenningar virðast vísindakenningum yfirsterkari. Í nýlegri skoðanakönnun sem framkvæmd var af Gallup í Banda- ríkjunum kemur fram að um 14% telja að maðurinn hafi orðið til við þróun. 36% segjast viss um að þróun eigi sér stað en undir umsjón Guðs. Þá segist langstærsti hópurinn, eða 44% aðspurðra, vera þeirrar skoð- unar að almættið hafi skapað mann- inn eins og hann er í dag, fyrir í mesta lagi 10.000 árum síðan. Hugsuður Haldið er upp á 200 ára fæðingarafmæli Darwins víða um heim í dag en 150 ár eru einnig liðin frá því að Um uppruna tegundanna kom út. Darwin rökstuddi kenningu sína sem hann setti fram í Um uppruna tegundanna á ýmsan hátt. Hug- myndir hans um þróunina eru sprottnar af djúpum rótum og þær sótti hann í margar áttir, m.a. með því að rannsaka steingervinga, dýrarækt, landfræðilega dreifingu dýra, líffærafræði og plöntur. Þessi samsetning og nálgun úr mörgum áttum gerði það að verkum að Darwin tók eftir ýmsu sem öðrum hafði yfirsést. Kenningin um náttúruval gefur sér að allar lífverur hafi ákveðið erfðaupplag og að þær sem best eru aðlagaðar umhverfinu á hverjum tíma lifi af. Kenningin um að líf hafi þróast er ein best staðfesta vísindakenn- ing sem sett hefur verið fram en hún er studd af öllum und- irgreinum líffræðinnar auk margra helstu greina jarðfræðinnar. ÞRÓUN LÍFSINS ››

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.