Morgunblaðið - 12.02.2009, Side 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009
Hneyksluð Framkvæmdir krefjast fórna en börnin á leikskólanum Ásborg voru ekki lítið hissa er grafa jafnaði rennibrautarkastalann þeirra við jörðu.
Golli
Ólína Þorvarðardóttir | 11. febrúar
Hver rekur þessa
leyniþjónustu?
Hvernig vissi Birgir Ár-
mannsson stjórnarand-
stöðuþingmaður af bréfi Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins til
forsætisráðherra áður en
það hafði komið fyrir augu
ráðherrans?
Hann var svo handviss um tilvist bréfs-
ins að hann þaut í ræðustól á Alþingi til
þess að heimta upplýsingar um innihald
þess. Ég sá ekki betur en Einar K. Guð-
finnsson væri þarna líka – jafn viss og fé-
lagi hans Birgir – báðir fimbulfambandi
um leynimakk og pukur.
Forsætisráðherra kom af fjöllum og
hafði ekki séð neitt bréf og ég efast ekki
eitt augnablik um að ráðherrann sagði það
satt.
Hver rekur þessa leyniþjónustu sem
nær svo djúpt inn í stjórnsýsluna, að hand-
bendin vita meira en ráðamenn sjálfir? …
Meira: olinathorv.blog.is
Kristinn Pétursson | 11. febrúar
Er hægt að „reikna“ gjald-
þrot heimila í plús, með
hagfræðilegri fílósófíu?
„Ekki hefur verið bent á
trúverðugar ástæður fyrir
því að verðtrygging auki
þennan vanda …“
Er þá hægt að „reikna“
gjaldþrot fjölda heimila í
plús með hagfræðilegri fílósófíu?
Hvernig er það gert? Er það gert með
því að „sameina“ tvær gjaldþrota fjöl-
skyldur – með stærðfræðiaðferðinni
„tveir mínusar gera plús“ – þannig að
tvær fjölskyldur sem skulda mínus 50
milljónir hvor eigi sem sagt sameiginlega
innistæðu á áður óþekktum bankareikn-
ingi – fyrir 100 milljónir?
Hvar er þá mín innistæða geymd?
Ég bara spyr.
Meira: kristinnp.blog.is
UMRÆÐUR um heilbrigðismál
vekja oft heitar tilfinningar. Hugleið-
ingum um aukna þátttöku einkaaðila
í rekstri heilbrigðisþjónustu fylgja
gjarnan andköf. Sumir hafa þannig
ekki mátt heyra minnst á nokkurs
konar einkarekstur í heilbrigðisþjón-
ustu, hvað þá einkavæðingu. Þaðan
af síður hafa þeir viljað ræða hug-
myndir um slíkt. Nýr heilbrigð-
isráðherra er einn þeirra.
Vinstrimenn, sem hafa einsett sér
að vera á móti einkaframtakinu,
hvika ekki frá sannfæringu sinni um kosti rík-
isreksturs í heilbrigðisþjónustu sem annarri
þjónustu. Er þá engin þjónusta innan geirans
undanskilin, hvorki læknisverk né ritaraþjón-
usta. Þessar heitu tilfinningar má í raun rekja
til varðstöðu um hugmyndafræði fremur en
hagsmuni heilbrigðiskerfisins og er lítið gefið
eftir í þeirri baráttu.
Einkarekstur og einkavæðing
Einkarekstur á heilbrigðissviði á sér langa
sögu á Íslandi. Rekja má mörg framfaraskref í
heilbrigðismálum til einkaframtaks. Ein-
staklingar og félagasamtök hafa haft forgöngu
um stofnun og oft rekstur heilbrigðisstofnana
og heilbrigðisþjónustu á ýmsum sviðum. Dval-
arheimili aldraðra, endurhæfingarstöðvar,
þjónusta við blinda og sjónskerta svo og tann-
lækningar eru dæmi um þetta frá fyrri hluta
síðustu aldar að ógleymdum St. Jósefsspítala.
Nýrri dæmi má nefna eins og þjónustu við vægt
sjónskerta, heyrnarþjónustu, sjúkraþjálfun af
ýmsum toga, líknarmeðferð og margvíslegt for-
varnarstarf.
Þessi þátttaka einkaaðila í heilbrigðisþjón-
ustu hefur í gegnum árin ýmist verið án allrar
aðkomu hins opinbera eða í einhvers konar
samstarfi við þá þjónustu sem hið opinbera veit-
ir, innan eða utan veggja opinberra heilbrigð-
isstofnana. Þessi þjónusta er nánast öll þess eðl-
is að óhætt er að fullyrða að íslenskt
heilbrigðiskerfi væri ekki svipur hjá sjón ef
hennar nyti ekki við. Þegar af þeirri ástæðu er
óþarft að hrökkva við þótt rætt sé um aðkomu
einkaaðila að rekstri í heilbrigðisþjónustu.
Það er ekki rétt sem vinstrimenn hafa linnu-
laust haldið fram að umræða og áform hér á
landi um aukna aðkomu einkaaðila að heilbrigð-
isþjónustu sé í reynd einka-
væðing. Einkarekstur eða
einkaframkvæmd er það kallað
þegar boðin er út til einkaaðila
þjónusta sem áður var nær al-
farið á herðum hins opinbera
og hið opinbera vill áfram
stuðla að eða fjármagna. Með
einkavæðingu er hið opinbera
hins vegar að koma tilteknum
rekstri í hendur einkaaðila án
nokkurra skuldbindinga af
þess hálfu til framtíðar.
Einkavæðing er allra góðra
gjalda verð og verðskuldar
vissulega sess í umræðu um heilbrigðismál. Það
er hins vegar ekki um það að ræða að einkavæð-
ing hafi átt sér stað í nokkrum mæli í heilbrigð-
iskerfinu og ekkert bendir til þess að hún sé fyr-
irhuguð á næstunni. Það er hins vegar
umhugsunarefni.
Af hverju einkarekstur?
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu hefur ver-
ið framkvæmdur með þeim hætti á Íslandi að
einkaaðilar, einn eða fleiri, selja ríkinu þjónustu
sína, oft að undangengnu útboði ellegar eftir
samningum ríkisins við heila starfsstétt.
Það er ekki alls kostar nákvæmt sem stund-
um er haldið fram að einkarekstur sem slíkur
spari hinu opinbera alltaf fé. Að minnsta kosti
ekki til skamms tíma. Erfiðara er að meta það
til lengri tíma. Útgjöld til heilbrigðismála eru
eðli máls samkvæmt ekki föst fjárhæð sem ein-
ungis hækkar í takt við vísitölur launa eða
neyslu. Gríðarlegar tækniframfarir ásamt vax-
andi vitund og auknum kröfum almennings um
bestu mögulegu þjónustu valda því að kostn-
aður af heilbrigðisþjónustu vex umfram önnur
útgjöld.
Í skýrslu Hagstofunnar frá síðasta ári kemur
fram að heildarútgjöld til heilbrigðismála hafa
vaxið verulega síðasta aldarfjórðung, úr ríflega
6,4% af landsframleiðslu árið 1980 í um 9,2% af
landsframleiðslu á síðasta ári. Árið 1980 voru
heilbrigðisútgjöld um 41 milljarður króna á
verðlagi 2007 en ríflega 117 milljarðar árið 2007.
Heilbrigðisþjónustan hefur því nærri þrefaldast
(um 190% vöxtur) á þessu tímabili. Í þessu ljósi
þarf að fjalla um sparnað í heilbrigðiskerfinu.
Einkarekstur hefur það hins vegar umfram
ríkisreksturinn að menn hafa tilhneigingu til
þess að fara betur með eigið fé en annarra.
Þetta á við um heilbrigðisþjónustu sem og önn-
ur svið atvinnulífsins. Þótt vissulega séu til út-
sjónarsamir stjórnendur hjá hinu opinbera er
yfirleitt meiri von til þess að einkaaðilar skili
hagkvæmum rekstri. Þá er rekstur í höndum
einkaaðila líklegri til þess að bregðast fyrr við
nýjum lausnum og breyttum kröfum notenda
þjónustunnar en ríkisreksturinn, einkum ef
samkeppni er til staðar á viðkomandi sviði.
Til lengri tíma litið má því segja að meira fá-
ist fyrir hverja krónu í höndum einkaaðila og
það er jú nokkurs konar sparnaður. Ávinning-
urinn af einkarekstri við þær aðstæður sem við
þekkjum í dag, að ríkið haldi áfram að greiða
fyrir þjónustuna, felst þó einkum í þeim sveigj-
anleika, uppfinningasemi og framkvæmdagleði
sem jafnan einkennir einkaframtakið.
Hvað með einkavæðingu?
Ákvörðun um einkarekstur er sum sé ekki
sjálfkrafa ákvörðun um sparnað. Ef markmiðið
er að draga úr útgjöldum þarf að taka ákvörðun
um nákvæmlega það og það er full ástæða til
þess að gera það, ekki síst nú þegar það blasir
við að þjóðartekjur eru að dragast verulega
saman um leið og skuldir aukast stórkostlega.
Þrátt fyrir miklar kröfur til heilbrigðisþjónustu
er kostnaðarvitund okkar almennt lítil. Hið op-
inbera fjármagnar um 82% útgjaldanna en
einkaaðilar um 18%.
Hér gildir hið fornkveðna að eftirspurn eftir
ókeypis þjónustu er takmarkalaus. Þetta kom
berlega í ljós á síðasta ári þegar hætt var að inn-
heimta komugjald vegna læknisþjónustu við
börn á heilsugæslustöðvum. Við þetta fjölgaði
verulega komum barna á heilsugæslustöðvar,
án nokkurs læknisfræðilegs tilefnis að sögn
heilsugæslulækna. Með einu pennastriki voru
foreldrar barna sviptir þeirri litlu kostnaðarvit-
und sem þeir höfðu haft vegna heilsugæslu
barna sinna. Um leið voru þeir settir í þá stöðu
að verða þess trúlega valdandi að dregið verður
úr þjónustu við aðra sjúklinga, hugsanlega börn
með alvarlega sjúkdóma. Ekki endilega strax
en með tímanum. Það er nefnilega deginum
ljósara að það eru takmörk fyrir því hve miklu
fé þjóðin er tilbúin eða hefur burði til þess að
verja til heilbrigðismála.
Ríkið dregur úr útgjöldum sínum til heil-
brigðismála með því að hætta að greiða fyrir til-
tekna þjónustu. Það þýðir auðvitað ekki að
þjónustan leggist af. Þeim fer fjölgandi sviðum
heilbrigðisþjónustunnar sem tækninnar vegna
er mögulegt að sinna utan veggja spítalanna
eins og við þekkjum þá í dag. Það gefur vissu-
lega færi á auknum einkarekstri eins og áður er
lýst en um leið gefur það ríkinu kost á því að
draga alfarið úr afskiptum sínum af tilteknum
verkum án þess að eiga það á hættu að þjón-
ustan leggist af. En hér þarf að velja og hafna.
Með einkavæðingu, og einnig einkarekstri,
öðlast neytendur þá kostnaðarvitund sem nauð-
synleg er til þess að hafa hemil á útgjaldaaukn-
ingunni.
Vandinn sem virðist blasa við þegar stemma
á stigu við útgjaldaaukningu í heilbrigðiskerfinu
er að menn hafa ekki haft kjark til þess að vega
og meta nauðsynlega þjónustu í samanburði við
aðra. Því miður er nú svo komið fyrir þjóðinni
að þessar vangaveltur geta ekki lengur bara
verið þáttur í rökræðum talsmanna ólíkrar hug-
myndafræði. Við stöndum frammi fyrir því að
þurfa að taka afstöðu til þessara spurninga nú
þegar hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Breytingar í framkvæmd
Það hefur verið erfitt að koma á framfæri
breytingum í heilbrigðismálum. Mörgum
stjórnmálamanninum vex það í augum og því
miður hafa alltof margir þeirra leyft sér að sitja
með hendur í skauti eða í besta falli að hræra til
í þeim vanda sem til staðar er. Það er þó ekki
bara stjórnmálamönnunum um að kenna.
Stjórnendur og sérfræðingar í heilbrigð-
ismálum hafa einnig miklað smávægilegar
breytingar fyrir sér. Í stað þess hvetja til auk-
inna starfstækifæra til handa heilbrigð-
isstéttum hafa margir, t.d. sumir læknar og
hjúkrunarfólk, veigrað sér við að taka þátt í
stefnumótun í þá átt.
Það eru engar tæknilegar hindranir í vegi
breytinga í heilbrigðismálum. Hindranirnar
sem á vegi okkar verða eru allar hugarfars-
legar. Þegar kemur að breytingum í þágu
einkarekstrar og markvissum aðgerðum gegn
útgjaldaaukningu á sá kvölina sem á völina. Það
verða menn að virða við þá sem ákvarðanirnar
taka.
Eftir Sigríði Á. Andersen » Það eru engar tæknilegar
hindranir í vegi breytinga í
heilbrigðismálum. Hindr-
anirnar sem á vegi okkar verða
eru allar hugarfarslegar.
Sigríður Á. Andersen
Höfundur er héraðsdómslögmaður og 1. vara-
þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík-
urkjördæmi norður.
Traustara heilbrigðiskerfi
BLOG.IS