Morgunblaðið - 12.02.2009, Page 24
24 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009
ALLT bendir til að
boðað verði til stjórn-
lagaþings um heildar-
endurskoðun stjórn-
arskrárinnar. Aðeins
einu sinni hefur verið
boðað til stjórnlaga-
þings áður, þ.e. árið
1851, en þjóðfundinum,
eins og slíkt þing nefnd-
ist á íslensku, var slitið
af erindreka dönsku stjórnarinnar
strax og ljóst var að Íslendingar ætl-
uðu ekki að fara að tillögum hennar.
Þessu ber að taka fagnandi, enda
sýnir saga stjórnarskrárinnar að ekki
hefur gefist vel að láta Alþingi um að
endurskoða hana í heild sinni. Það er
því sjálfsagt að fela það þjóðfundi og
þjóðinni sem greiði sjálf atkvæði um
nýtt stjórnarskrárfrumvarp án frek-
ari atbeina Alþingis.
Í þessari grein drep ég á þær fjór-
ar meginspurningar eða verkefni sem
ég tel að blasi við þjóðfundi um nýja
stjórnarskrá. Á allra næstu dögum er
þó þýðingarmest að frumvarp um
þjóðfundinn komi sem fyrst fram.
Það er nauðsynlegt lýðræðinu að sem
flestir fái að sjá slíkt frumvarp og geti
tjáð sig um það. Það má alls ekki láta
þingflokkana einráða um að semja
reglur um þjóðfund sín í milli. Það er
þjóðin sem er stjórnarskrárgjafinn
og rétt hennar verður að virða til að
hafa um málið að segja.
Endurskoðun eða
nýja stjórnarskrá
Á þjóðfundi yrði fyrsta lykilspurn-
ingin líklega sú hvort semja eigi nýja
stjórnarskrá frá grunni eða reyna að
lappa upp á þá gömlu.
Sjálfur tel ég ekki þörf á því að
taka upp alla kafla stjórnarskrár-
innar á sama hátt. Mannréttinda-
kaflinn er að mestu vel viðunandi,
sem og kaflinn um Alþingi. Ef til vill
mætti laga kaflann um kosningafyr-
irkomulag til að ná fram afdrátt-
arlausari atkvæðajöfnuði milli kjör-
dæma. Þá gæti þurft að breyta
kaflanum um Alþingi til jafnvægis við
aðrar breytingar á stjórnskipuninni.
Það er einkum 2. kafli
stjórnarskrárinnar sem
er gagnslaus að því leyti
að hann lýsir ekki með
skýrum hætti hverjar
eru valdheimildir hinna
ýmsu þátta stjórnkerf-
isins og hvar mörk
þeirra liggja. Ýmsar
reglur hafa aldrei verið
nýttar og fullkomin
óvissa um hvernig
standa eigi að málum
komi til þess. Óskýrleiki
er líka mikill um marg-
ar reglur sem þó hefur
verið beitt.
Auk þessa gæti verið nauðsynlegt
að setja ný ákvæði um rétt þjóð-
arinnar hvað varðar beint lýðræði
eins og vikið verður að hér á eftir.
Loks er eðlilegt í samræmi við nú-
tímasjónarmið að láta mannréttinda-
ákvæðin standa fremst í skjalinu.
Valdajafnvægið
Önnur spurningin er hvernig megi
ná fram jafnvægi milli hinna þriggja
þátta ríkisvaldsins, þannig að leiðrétt
verði það ófremdarástand sem ég
lýsti í grein minni í Morgunblaðinu þ.
28. janúar sl. Þessi þáttur varðar að-
allega endurskoðun 2. kafla stjórn-
arskrárinnar.
Það er lykilatriði að tryggja sjálf-
stæði stjórnsýslunnar og réttarkerf-
isins gagnvart stjórnmálastéttinni, en
jafnframt tryggja eðlilegt eftirlit
kjörinna fulltrúa með stjórnvalds-
aðgerðum og að stefnumótun verði
jafnan í höndum þjóðkjörinna manna
og kvenna.
Ýmsar leiðir koma til greina, sem
flestar eru jafngildar en verða vafa-
laust einhverjum að deiluefni. Í þessu
greinarkorni er nægilegt að nefna að
það er klárlega galin stjórnarskrá
sem hefur ítarleg ákvæði um þjóð-
kjörinn æðsta embættismann stjórn-
sýslunnar en tekur svo allt til baka og
lætur ráðherra framkvæma vald
hans. Annaðhvort á að leggja emb-
ættið niður eða finna því alvöru hlut-
verk.
Réttur þjóðarinnar
Þriðja meginspurningin er svo sú
hvaða sess þjóðin sjálf á að hafa í
stjórnskipuninni. Í dag hefur hún
enga aðkomu nema sem viðfang
stjórnmálastéttarinnar og samþykkj-
endur eða synjendur í þjóð-
aratkvæðagreiðslum sem löggjafinn
hefur ekki einu sinni hirt um að setja
lög um. Frumkvæðisrétt þjóðarinnar
þarf að tryggja, þ.e. hún á að geta
farið fram á, með hæfilega mörgum
undirskriftum, að kosningum til
þings, sveitarstjórna eða forsetaemb-
ættis verði flýtt, og að hún fái sjálf að
ákvarða stefnuna um tiltekin álitamál
eða lagafrumvörp með þjóð-
aratkvæði.
Önnur ákvæði
Í fjórða lagi þarf svo þjóðfundur að
taka afstöðu til margra annarra mála
sem komið hafa upp og óskir eru um
að bundin verði í stjórnarskrá. Hér
eru augljóslega efst á blaði við hvaða
kringumstæður Ísland geti gengið í
ríkjasamtök þar sem fullveldinu
verði deilt með öðrum ríkjum,
ákvæði um þjóðareign á auðlindum
og ákvæði um aðskilnað ríkis og
kirkju.
Lokaorð
Stjórnlagaþing verður ekki boðað
nema með hefðbundinni breytingu á
núgildandi stjórnarskrá þess efnis.
Verði boðað til alþingiskosninga í lok
apríl eins og stefnir í, þá er skammur
tími til stefnu til að semja viðunandi
frumvarp um starf og verksvið þjóð-
fundar. Mikilvægt er því að það komi
sem fyrst fram og að öllum lands-
mönnum verði gefinn kostur á því að
fjalla um það og veita Alþingi um-
sögn. Það væri siðlaust ef þingflokk-
arnir lægju á slíku frumvarpi og létu
afgreiða með afbrigðum í skjóli næt-
ur rétt fyrir þingrof.
Verkefni þjóðfundar
Ómar S. Harðarson
skrifar um heildar-
endurskoðun
stjórnarskrárinnar
» Það væri siðlaust ef
þingflokkarnir
lægju á frumvarpi um
þjóðfund fram á síðustu
stundu. Þjóðin er
stjórnarskrárgjafinn og
hefur rétt til umsagnar.
Ómar S.
Harðarsson
Höfundurinn hefur BA-próf í
stjórnmálafræði.
ÍSLENDINGAR
lifa einstaka tíma
breytinga og það er
óhætt að fullyrða að
margt sem taldist til
óhagganlegra viðmiða
reyndist tálsýn ein,
s.s. viðskiptaundrið
Ísland. Nú er nauð-
synlegt að taka fyrri
viðmið og kerfi til
rækilegrar endurskoðunar ef von á
að vera til þess að þjóðin geti
spunnið verðmæti úr breyttum
gildum.
Eitt af því sem fjölmörg stétta-
félög, hagsmunafélög og sveit-
arfélög hafa kallað á er að leyfðar
verði auknar hvalveiðar til að afla
þjóðinni meiri gjaldeyris til að
mögulegt verði að standa skil á
skuldbindingum sem fjár-
glæframenn stofnuðu til í skjóli
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.
Ein helsta röksemd fram-
angreindra aðila fyrir auknum
hvalveiðum er sú að hvalir éti gríð-
arleg býsn af helstu nytjastofnum
þjóðarinnar. Þessi afstaða kemur
óneitanlega á óvart í því ljósi að
margir af fulltrúum fyrrgreindra
samtaka hafa skrifað án at-
hugasemda upp á reiknilíkön Hafró
sem gera ráð fyrir því að árlega
drepist alltaf sama hlutfall, þ.e.
18%, af þorskstofninum af nátt-
úrulegum orsökum, þ.e. öðrum or-
sökum en veiðum. Með öðrum orð-
um hefur einu gilt hvort hvalirnir á
miðunum eru hundrað eða hundruð
þúsunda, alltaf hefur verið reiknað
með því að sama hlutfallið drepist
af náttúrulegum orsökum. Upp á
þetta hefur verið skrifað þó svo að
útreikningar sem byggðir eru al-
farið á forsendum Hafró bendi ein-
dregið til þess að hrefnan ein éti
tvöfalt meira en fastinn gerir ráð
fyrir.
Þetta gefur auðvitað til kynna að
eitthvað sé meira en lítið bogið við
reiknilíkönin sem
stuðst hefur verið við
og undirstrikar að
gagnrýni líffræðinga á
forsendur Hafró eiga
fullan rétt á sér.
Grundvallaratriði í
reikningunum eru ein-
faldlega líffræðilegt
bull, enda ekki gert ráð
fyrir að einn stærsti líf-
massinn, þ.e. fiskarnir
sjálfir, hafi áhrif á lífs-
afkomu sína heldur er
horft á veiðar manns-
ins sem hinn eina ráðandi þátt
varðandi vöxt og viðgang fiski-
stofna. Ef einhver samfella og vott-
ur af rökhugsun væri fyrir hendi
væri strax sett vinna í að endur-
skoða núverandi reiknilíkön sem
notuð eru til að ákvarða veiðiheim-
ildir.
Til að hugga þá enn frekar sem
hafa miklar áhyggjur af því að hval-
ir éti of mikið af þorski er rétt að
minna á að vöxtur þorsksins er ná-
lægt sögulegu lágmarki sem gefur
til kynna að of margir fiskar séu
um þá fæðu sem er fyrir hendi og
að hrefnan hafi ekki tekið nægj-
anlega vel til matar síns eða þá að
hvalir hafi afétið þorskinn af fæðu
sinni. Eitt blasir þó við þegar heild-
armyndin er skoðuð, óhætt er að
veiða talsvert meira af þorski enda
eru núverandi veiðar við sögulegt
lágmark. Veiðum bæði hval og
þorsk.
Hvalræðis-
reikningarnir
Veiðum bæði hval
og þorsk
segir Sigurjón
Þórðarson
Sigurjón
Þórðarson
» Þetta gefur auðvit-
að til kynna að eitt-
hvað sé meira en lítið
bogið við reiknilíkönin
sem stuðst hefur verið
við og undirstrikar að
gagnrýni líffræðinga á
forsendur Hafró eiga
fullan rétt á sér.
Höfundur er líffræðingur.
ÞANN 9. janúar voru
heilsíðuauglýsingar í
Fréttablaði og Morgun-
blaðinu undir yfirskrift-
inni Hefjum hvalveiðar.
Þessi yfirlýsing er und-
irrituð af Félagi áhuga-
manna um skynsam-
lega nýtingu náttúru-
auðlinda og undir
hvatningarorðin skrifa fjölmargir að-
ilar. Þann 29. janúar eru svo aftur
heilsíðuauglýsingar í blöðunum frá
sömu aðilum; Sjávarnytjar, Félag
áhugamanna um skynsamlega nýt-
ingu náttúruauðlinda, þakka stuðn-
inginn. Þarna er væntanlega verið að
þakka fráfarandi sjávarútvegsráð-
herra fyrir að ákveða að hvalveiðar
skyldu hefjast að nýju. Þetta ákvað
hann svona nánast á leið sinni út úr
ráðuneytinu og hefur mikið verið
rætt, enda ansi umdeilt.
Meðal þeirra sem undirrita yfirlýs-
inguna í blöðunum er Kópavogsbær!
Kópavogsbær hefur sem sagt tekið
afstöðu til hvalveiða. Ég veit reyndar
ekki til þess að hvalveiðar hafi verið
stundaðar, né séu fyrirætlaðar frá
Kópavogi, en það er aldrei að vita. Þá
yrði nú líf og fjör á Kársnesinu!
Ég er fulltrúi Samfylkingarinnar í
umhverfisráði Kópavogs. Ráðið á að
vera bæjarstjórn og bæjarráði ráð-
gefandi í öllum þeim
málefnum sem tengjast
náttúruvernd og
umhverfismálum. Öll
slík mál eiga því að fara
fyrir ráðið. Hvalveiðar
eru klárlega eitt slíkra
mála. Ekki hafa hval-
veiðar eða afstaða bæj-
arins til þeirra mála
verið til umræðu í um-
hverfisráði Kópavogs.
Þessi mál hafa heldur
ekki verið rædd í bæj-
arstjórn, né tekin af-
staða til þeirra þar.
Hvernig stendur þá á því að Kópa-
vogsbær hvetur til hvalveiða og aug-
lýsir það með tilheyrandi tilkostnaði
nú á tímum niðurskurðar? Hverjir
eru það innan bæjarfélagsins, sem
hafa tekið þessa afstöðu fyrir hönd
bæjarbúa?
Er þetta opinber stefna bæjarins
og er Kópavogsbær aðili að Félagi
áhugamanna um skynsamlega nýt-
ingu náttúruauðlinda? Eða er þetta
eins og með svo margt annað í Kópa-
vogsbæ, ákvörðun eins manns tekin á
ólýðræðislegan hátt? Hverjir hafa
hagsmuna að gæta?
Þess má geta að Jón Gunnarsson
þingmaður Sjálfstæðisflokksins er
formaður fulltrúaráðs flokksins í
Kópavogi. Jón Gunnarsson hefur
undanfarin ár verið formaður um-
ræddra Sjávarnytja, sem hafa barist
fyrir sjálfbærum hvalveiðum við Ís-
land. Skyldi þetta vera tilviljun?
Í auglýsingunni umræddu er full-
yrt að hvalveiðar stuðli að endurreisn
íslensk efnahagslífs! Þvílík einföldum
og þvílík blekking. Áhöld eru um það
hvort það er þjóðhagslega hagkvæmt
að veiða hvali. Að hefja slíka veiði get-
ur haft það í för með sér að erfitt gæti
orðið að selja fisk í útlöndum, það
gæti haft áhrif á ferðamannaþjón-
ustu, s.s. hvalaskoðun o.fl. Slíkt skal
ekki leitt til lykta hér heldur bent á
þann valdhroka og þá spillingu sem
hér á sér stað.
Þetta litla dæmi sem hér er nefnt
er einungis eitt dæmi af fjölmörum í
Kópavogi. Af nógu er að taka.
Alþýða landsins hefur vaknað og er
búin að gera sér grein fyrir þeirri
spillingu sem hefur viðgengist í land-
inu undanfarin ár. Alþýðan krefst
breytinga. Hvenær ætlar alþýða
Kópavogs að vakna og krefjast breyt-
inga og krefjast þess að hreinsað
verði út úr spillingarbæli bæjarstjór-
ans?
Kópavogur og hvalveiðar
Margrét Júlía
Rafnsdóttir segir
Kópavogsbæ hafa
tekið afstöðu til
hvalveiða
» Af hverju skrifar
Kópavogsbær undir
yfirlýsingu Sjávarnytja,
félags áhugafólks um
skynsamlega nýtingu
náttúruauðlinda? Hver
hefur hagsmuna að
gæta?
Margrét Júlía
Rafnsdóttir
Höfundur er fulltrúi Samfylkingar
í umhverfisráði Kópavogs.
Nýting auðlinda í breyttu samfélagi?
Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands og Þekkingarsetur Þingeyinga boða til morgunfundar
föstudaginn 13. febrúar frá kl. 10:00-12:00. Fundurinn verður haldinn hjá Endurmenntun
Háskóla Íslands við Dunhaga og er öllum opinn.
Framsögumenn eru:
Þórólfur Mattíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands
Samkeppnisstaða Íslands, ný atvinnutækifæri og fjölnýting náttúruauðlinda
Marianne H. Rasmussen, forstöðumaður Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla íslands á Húsavík
Hvalir og hvalarannsóknir í Skjálfandaflóa
Rannveig Guðmundsdóttir, ferðamálafræðingur og
Andri Valur Ívarsson, hagfræðinemi
Efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu og hvalaskoðunar á Húsavík