Morgunblaðið - 12.02.2009, Side 26
26 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009
Á UNDANFÖRNUM
árum hefur átt sér stað
stórbylting í upplýsinga-
og tölvuvinnslu svo sem
alkunna er. Þessi bylting
hefur haft gríðarlegar
breytingar á verktækni,
framleiðslu og sam-
skiptum í för með sér og
vænta má enn meiri
breytinga í framtíðinni.
Meðal þess sem búast má við
breytingum á er hvers kyns samn-
ingar, þar á meðal samningar sem
kveða á um eignarrétt og ráðstöf-
unarrétt, enda getur tölvubyltingin
haft í för með sér að kostnaður við
viðskipti, eftirlit og hvers kyns um-
sýslu snarminnki. Tölvubyltingin get-
ur einnig haft áhrif á hagkvæmni ým-
iss konar eignarhalds á auðlindum:
Fyrirkomulag, sem til þessa hefur
verið óhugsandi vegna þess hversu
tafsamt og fyrirhafnarsamt það hefur
verið, er nú í reynd orðið hagkvæmt
og þægilegt viðureignar.
Á undanförnum árum hafa umræð-
ur um þjóðareign stundum vaknað á
opinberum vettvangi. Sumir lögspek-
ingar hafa haldið því fram að orðið
þjóðareign sé innihaldslaust: að þjóð-
ir geti ekki í reynd átt neitt eða ráð-
stafað nokkrum hlut. Þegar talað sé
um þjóðareign geti ekki verið um
annað að ræða en ríkiseignir, enda
eigi ríkisvaldið margvíslegar eigur og
geti ráðstafað þeim, til dæmis gefið
þær, selt eða leigt.
Ég hef lengi haft í huga eina mögu-
lega útfærslu á þjóðareign sem mér
virðist fela í sér raunveruleg eign-
arréttindi um leið og hún hafi til að
bera margvíslega þá kosti sem tals-
menn þjóðareignar virðast hafa haft í
huga. Þessi útfærsla felur það einnig í
sér að ýmsir kostir sem tengdir eru
frjálsum viðskiptum haldast. Í kjölfar
atburðanna sem átt hafa sér stað í ís-
lensku efnahagslífi að undanförnu
hafa þessar hugleiðingar orðið áleitn-
ari. Hugmyndin er einfaldlega sú að í
sumum tilvikum geti verið heppilegt
að koma eignarhaldi á
verðmætum á borð við
aflakvóta, orkuauð-
lindir og hugsanlegar
olíuauðlindir úti fyrir
ströndum landsins
þannig fyrir, að þær
verði ávallt í sameig-
inlegri eigu íslenskra
ríkisborgara, þeirra
sem á lífi eru hverju
sinni, og þannig að all-
ir ríkisborgararnir eigi
jafnan hlut í þeim.
Með öðrum orðum
verði eignarhald einstakra borgara á
þjóðareignum óaðskiljanlegt frá rík-
isborgararétti þeirra. Þeir gætu ekki
selt þessar eigur, en þeir gætu hins
vegar leigt afnot þeirra til tiltekins
tíma. Við andlát einstakra borgara
erfi því allir ríkisborgarar hinn látna
jafnt. Eignin væri þannig bundin lífi
ríkisborgaranna, væri lífstíðareign.
Hlutur í þjóðareigninni kviknaði við
fæðingu en félli niður við andlát.
Barnmargar fjölskyldur ættu því
meiri hlut í þjóðareigninni en barnfá-
ar fjölskyldur og einhleypingar.
Til þess að tryggja að kostir einka-
framtaksins næðu fram að ganga við
ráðstöfun þjóðareigna þyrfti að koma
á fót leigumarkaði með þær, hverja
fyrir sig. Þannig gæti til að mynda
virkjanafyrirtæki í eigu ríkisins orðið
að virkjanafyrirtæki í eigu þjóð-
arinnar með þeim hætti, að ríkisborg-
ararnir eignuðust sinn lífstíðarhlut í
virkjanafyrirtækinu, sem þeir gætu
svo leigt út til fjárfesta og framtaks-
manna í landinu, sem tækju til við að
fjárnýta fyrirtækið og greiddu leigu-
gjald fyrir þann rétt. Upplýsinga- og
tölvutæknin kæmi við sögu í þessu
máli með þeim hætti, að einkafyr-
irtæki, t.d. fiskmarkaðir eða bankar,
tækju að sér að sjá um milligöngu
með leiguréttindin. Vel mætti hugsa
sér að einstaklingar leigðu út sinn
hlut til tíu eða tuttugu ára í senn með
milligöngu þessara stofnana til að
draga úr kostnaði sem fylgir þessum
leiguviðskiptum. Kaupendur tækju á
sig þá áhættu sem felst í því, að þegar
eigendur réttindanna deyja, falla
réttindin niður. Sú áhætta myndi
endurspeglast í leiguverðinu. Huga
þyrfti vel að viðskiptakostnaði við út-
færslu þessarar hugmyndar.
Hugmyndin hefur að mínu viti
þann augljósa kost að ýmsar verð-
mætar eigur ríkisins gætu verið í
eigu þjóðarinnar með þessum hætti –
en jafnframt þyrfti ekki að láta rík-
isvaldið um að ráðstafa þeim, heldur
væri að nokkru leyti unnt að nýta
kosti einkaframtaksins. Auk þess
hefur hugmyndin þann kost að jafna
tekjur fólks og leiða til þess að arður
af viðkomandi auðlind rennur aug-
sýnilega til allra þegnanna. Samband
almennings við þessar auðlindir
myndi aukast, t.d. má ætla að al-
menningur fylgdist betur en ella með
góðri meðferð þeirra og nýtingu.
Loks má ætla að með þessu verði
unnt að gera markaði um auðlinda-
nýtinguna gagnsærri en nú er.
Tæknileg hlið málsins ætti að vera
auðveld í landi einkabankanna en á
hinn bóginn þarf að útfæra hugmynd-
ina nánar fyrir þær auðlindir, sem til
álita koma í þessu sambandi. Þannig
virðist t.d. unnt að útbúa tiltölulega
sveigjanlegt kerfi fyrir aflakvóta.
Slíkt fyrirkomulag gæti falið í sér
nánast fullan ráðstöfunarrétt hvers
einstaklings á sinni hlutdeild í kvót-
anum. En í öðrum tilvikum, s.s. í til-
viki jarðhitaauðlinda, væri e.t.v. ekki
unnt að búa til svo sveigjanlegt kerfi.
Til hliðsjónar við útfærslu á þessum
hugmyndum mætti hafa sambæri-
legar lausnir sem notaðar hafa verið
erlendis, s.s. olíusjóðinn í Alaska.
Hugmyndinni er varpað fram hér í
ljósi opinberrar umræðu um þjóð-
areign og í ljósi umræðna um við-
brögð við svonefndu þjóðargjald-
þroti.
Þjóðareign á eftir
efnahagshruni
Þorbergur Þórsson
leggur til að ýmsar
auðlindir verði í
þjóðareign
»Hér er lýst hugmynd
um útfærslu á þjóð-
areign ýmissa auðlinda
sem þó hefur í sér
fólgna kosti einkaeign-
arréttar að því er varðar
frjáls viðskipti.
Þorbergur Þórsson
Höfundur er hagfræðingur.
MEGINÞORRI landsmanna er
tryggður vegna slysa í frítíma í gegn-
um fjölskyldutryggingar. Fáir vita
um þá ríku tilkynningarskyldu sem
gildir í framkvæmd og veldur því að
fólk fær í auknum mæli tjón sitt ekki
bætt úr fjölskyldutryggingum sem
og öðrum tryggingum. Þessi stað-
reynd gengur gegn einu af tilefnum
þess að gömlu vátryggingasamn-
ingalögin voru endurskoðuð. Auknar
kröfur um neytendavernd voru m.a.
ástæða þess að lög um vátrygginga-
samninga voru tekin til endurskoð-
unar árið 1999 sem leiddi af sér lög
nr. 30/2004. Lögin áttu m.a. að
tryggja betur en gömlu lögin lág-
marksréttindi vátryggðs. Í eldri lög-
um var ekki um almennan tilkynning-
arfrest í persónutryggingum að ræða
heldur var miðað við almennar fyrn-
ingarreglur (u.þ.b. fjögur ár). Gilti
þetta m.a. um slys í frítíma sem bætt
er úr fjölskyldutryggingum.
Tilkynningarfrestur eitt ár!
Kveðið er á um tilkynningarfrest í
persónutryggingum í 1. mgr. 124. gr.
laga nr. 30/2004 og er ákvæðið svo-
hljóðandi:
124. gr. Frestur til að tilkynna um
vátryggingaratburð í slysa-, sjúkra-
eða heilsutryggingum og til lög-
fræðilegra aðgerða.
Sá sem rétt á til bóta samkvæmt
slysatryggingu, sjúkratryggingu eða
heilsutryggingu með eða án uppsagn-
arréttar glatar þeim rétti ef krafa er
ekki gerð um bætur til félagsins inn-
an árs frá því að hann fékk vitneskju
um þau atvik sem hún er reist á.
Eins og ákvæðinu er beitt af hálfu
tryggingafélaga fyrnist stór hluti
mála á skemmri tíma en fyrning-
arreglur gera ráð fyrir, sem er í flest-
um tilfellum fjögur ár. Í dag er fram-
kvæmdin sú að félögin miða
upphafstíma tilkynningarfrests skv.
124. gr. laganna við slysdag. Gildir
þetta um flestallar persónutrygg-
ingar, m.a. slysatryggingu launþega,
slysatryggingu ökumanns og eiganda
og slysatryggingu í frítíma.
Til að lýsa afleiðingum þessarar
túlkunar á hinu nýja ákvæði um til-
kynningarfrest má taka eftirfarandi
dæmi:
Jón Jónsson lendir í
slysi í desember 2005
og slasast á öxl. Hann
er með fjölskyldu-
tryggingu hjá vátrygg-
ingafélagi. Meðhöndl-
andi læknir á
slysadeild telur bata-
horfur góðar og JJ tel-
ur þess vegna allar lík-
ur vera á fullum bata.
Rúmu ári eftir slysið
leitar JJ til bækl-
unarlæknis vegna ein-
kenna frá öxl sem
höfðu farið sívaxandi
eftir slysið. Eftir skoðun bækl-
unarlæknis kemur í ljós að um var-
anlegar afleiðingar er að ræða. Í kjöl-
farið tilkynnir JJ slysið til síns
tryggingafélags. Enginn almennur
tilkynningarfrestur var í gildi á þess-
um tíma skv. lögum heldur giltu al-
mennar fyrningarreglur. Þar sem JJ
tilkynnti tjónið innan þess ramma og
án ástæðulaus dráttar var fallist á
bótaskyldu úr fjölskyldutryggingu.
Ef Jón Jónsson hefði lent í þessu
slysi í desember 2006 hefði trygg-
ingafélagið hafnað bótaskyldu þar
sem tilkynning um slysið barst ekki
innan árs frá slysdegi en lög nr. 30/
2004 tóku gildi 1. janúar 2006. Fram-
kvæmdin í dag er sú að hvert mál er
ekki metið sérstaklega og hugs-
anlegar ástæður fyrir því að slys er
tilkynnt seinna en ári eftir slys ekki
skoðaðar. Félögin horfa eingöngu til
slysdags.
Þú tryggir ekki eftir á?
Þótt fallast megi á þau rök sem
fram koma í athugasemdum við laga-
frumvarpið, að það megi ætlast til að
einstaklingur hafi sjálfur vara á sér
varðandi tilkynningar um tjón og í
raun sé ekki öðrum til að dreifa, þá
vaknar sú spurning hvenær hann átt-
ar sig á því að hann hafi orðið fyrir
varanlegu tjóni? Það er ekki hægt að
fullyrða að það sé ávallt á slysdegi,
sérstaklega ekki þegar afleiðingar
virðast ekki miklar í fyrstu og við-
komandi heldur í vonina um að ná
fullum bata.
Eins og sést af dæmi JJ að ofan
hefur réttur til bóta úr slysatrygg-
ingum verið skertur á ákveðinn hátt
eftir gildistöku nýju laganna. Lögin
áttu að vera neytendavænni en í
þessu tilfelli hefur reyndin ekki verið
sú vegna túlkunar á ákvæðinu af
hálfu vátryggingafélaganna og nú
Héraðsdóms Reykjavíkur með dómi
nr. E-5431/2008 frá 5. desember 2008.
Túlkunin leiðir til þess að nauðsyn-
legt er fyrir fólk að tryggja sig eftir á
með því að tilkynna allt hugsanlegt
tjón til síns tryggingafélags um leið
og það hefur orðið, jafnvel þótt óvíst
sé hvort viðkomandi hafi orðið fyrir
varanlegu tjóni.
Snúast tryggingar um fólk?
Ákvæði 124. gr. laganna er ekki
nægilega skýrt varðandi þann tíma-
punkt þar sem ársfrestur ætti að
byrja að líða. Orðalagið „innan árs frá
því að hann fékk vitneskju um þau at-
vik sem hún er reist á“ hefur verið
túlkað af vátryggingafélögum og nú
af dómstólum með fyrrgreindum
dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.
Túlkunin er sú að upphaf frestsins
miðist við slysdag óháð því hvenær
hinn slasaði gerir sér grein fyrir því
að hann hafi orðið fyrir tjóni. Grein-
arhöfundar telja fullvíst að löggjafinn
hefði tekið það skýrt fram ef tíma-
markið hefði átt að vera vátrygging-
aratburður, þ.e. slysdagur.
Eftir stendur sú spurning hvernig
eigi að túlka óskýrt lagaákvæði.
Neytendum í hag eða vátrygginga-
félögum? Túlkun tryggingafélaga og
dómstóla í ljósi nýlegs dóms Héraðs-
dóms Reykjavíkur er sú að vátrygg-
ingafélögin njóta vafans við túlkun
ákvæðisins. Er sú túlkun óviðunandi
fyrir neytendur. Fresturinn er allt of
stuttur.
Bergrún Elín Benediktsdóttir
og Bryndís Guðmundsdóttir
skrifa um tryggingabótarétt-
indi
» Túlkunin leiðir til
þess að nauðsynlegt
er fyrir fólk að tryggja
sig eftir á með því að til-
kynna allt hugsanlegt
tjón til síns trygginga-
félags um leið og það
hefur orðið …
Bergrún Elín
Benediktsdóttir,
Höfundar eru lögmenn hjá Fulltingi,
slysa- og skaðabótamálum ehf.
Bryndís
Guðmundsdóttir
Ef þú ert tryggður þá færðu það bætt?
FLOKKSÞING
Framsóknarflokksins
það 30. í röðinni og
með því fjölmennasta
fór fram helgina 16.-
18. janúr sl. Eftir
skelfilegustu hremm-
ingar sem Framsókn-
arflokkurinn hefur
lent í og tapað megn-
inu af sínu fylgi vegna fyrri óstjórn-
ar á flokknum og hann tekið þátt í
hryllilegustu frjálshyggjustjórn á
Íslandi og studdi öll hennar verstu
verk í um 12 ár og tíndi öllum sínum
gömlu stefnumálum, þ.e. fé-
lagshyggju, samvinnuhugsjón og
jöfnuði. Það fór ekki fram hjá nein-
um á þessu þingi að þingfulltrúar
voru komnir til að breyta til, enda
varð niðurstaðan sú t.d. í stjórn-
arkosningu þar sem ungt, þrótt-
mikið og flekklaust fólk var kosið til
forystu. Ungur og bráðefnilegur
maður, Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, var kosinn formaður með
yfirburðum fram yfir frambjóðanda
flokksklíkunnar, Pál Magnússon.
Þá vakti líka athygli að sitjandi
ritari flokksins, Sæunn Stef-
ánsdóttir, sem er fylgismaður
flokksklíkunnar, varð undir í kosn-
ingu ritara með miklum at-
kvæðamun fyrir ungri valkyrju frá
Vestmannaeyjum, Eygló Þóru
Harðardóttur.
Birkir Jón Jónsson hafði betur í
baráttu við Sif Friðleifsdóttur í
kosningu til varaformanns, en skor-
að hafði verið á Höskuld Þórhalls-
son, sem tapaði í formannskosningu
fyrir Sigmundi Davíð, að gefa kost á
sér í embætti varaformanns, en
hann gaf ekki kost á því þrátt fyrir
mikinn þrýsting.
Höskuldur er flekklaus maður
innan flokksins, en auðheyrt var á
mörgum þingfulltrúum að þeir töldu
Birki Jón hafa hallað sér um of að
flokksklíkunni, en ef satt er þá er
hann yngstur í stjórninni og ætti að
hugsa um sína framtíð.
Það fór ekki á milli
mála á þinginu að gras-
rótin og meirihluti þing-
fulltrúa var ákveðið í að
breyta allverulega til í
æðstu stjórn Fram-
sóknarflokksins og það
tókst svo sannarlega að
langmestu leyti. Í því
sambandi má minna á
að í skoðanakönnun í
formannstíð Valgerðar
Sverrisdóttur, sem gerð
var í desember var
flokkurinn með tæp 5%, en eftir
stjórnarskiptin í flokknum rauk fylg-
ið upp í um 17%. Gott stökk það og
sýnir að Framsóknarflokkurinn er á
réttri leið með nýju fólki og nú er
bara að sýna þjóðinni að fyrrum
frjálshyggjuþjónkun og önnur
ógæfuspor, sem stigin voru mörg
undangengin ár undir forystu Hall-
dórs Ásgrímssonar í samstarfi við
Sjálfstæðisflokkinn eru að baki. Ný
og heiðarleg framsókn flokksins er í
vændum.
Kosningar í vor
Það er bráðnauðsynlegt fyrir
Framsóknarflokkinn fyrir nk. kosn-
ingar að stilla upp eða koma sér
saman um framboðslista í öllum
kjördæmum með fólki, sem sem
allra minnst hefur komið nálægt
flokkseigendaklíkunni, eða hefur á
annan hátt verið bendlað við of mörg
ógæfusporin í flokknum, mörg síð-
ustu árin eins og getið er um hér að
framan. Ef það tekst mun Fram-
sóknarflokkurinn eiga bjarta og far-
sæla framtíð eins og hann átti hér
fyrr á árum, en nú undir styrkri
stjórn ungs, farsæls og flekklauss
fólks, sem umfram allt verður að
hafa í heiðri gömlu gildin á nýjum
tímum þ.e. félagshyggju, samvinnu
og jöfnuð, og lenda ekki hægra meg-
in við miðjuna.
Hjörleifur Hall-
gríms fjallar um
stöðu Framsókn-
arflokksins
»Ný og heiðarleg
framsókn
í vændum ...
Höfundur er fyrrv. ritstjóri
Hjörleifur Hallgríms
Að loknu fjölmennu
framsóknarþingi