Morgunblaðið - 12.02.2009, Qupperneq 27
Umræðan 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009
KONUR eru menn
og við konur erum al-
vanar að vinna verkin,
ef ekki sýnilega þá á
bak við tjöldin. Það
hefur komið karlkyn-
inu til góða en saman
byggja kynin eitt þjóð-
félag. Þjóðfélag þar
sem sannarlega skyldi
ríkja jöfnuður en gerir það ekki, því
miður, vegna þess að það fyr-
irkomulag sem gengið hefur áfram
hefur ekki skilað því hinu sama til
kynslóðanna.
Við Íslendingar höfum nefnilega
verið nokkuð duglegir að finna okk-
ur foringja og safnast saman um þá
með alls konar fámennum klíkum
hér og þar í stjórnmálaflokkum, í
fyrirtækjum, og það hefur aftur litað
landstjórnina.
Við höfum sett lög á lög ofan í
aldaraðir og reglugerðir við þau hin
sömu lög, svo mjög að ekki hefst
undan að reyna að feta gegnum
þann frumskóg sem sjaldnast hefur
lotið endurskoðun gegnum árin öll.
Þótt eitthvað hafi færst til bóta á
undanförnum árum er þar enn mik-
inn garð að gresja við framkvæmd
alla í þrjú hundruð þúsund manna
samfélagi sem þarf ekki allt þetta
lagabákn sér til handa.
Stofnanabákn hins opinbera
Hið opinbera hefur á sínum veg-
um hinar ýmsu stofnanir sem þjóna
eiga Alþingi sem framkvæmdarvald.
Eigi að síður er það svo að sitjandi
alþingismenn hafa vart yfirsýn yfir
þá stofnanavæðingu sem orðið hefur
til í einu þjóðfélagi, þ.e. tengsl þings-
ins við framkvæmdarvaldið eru lítil
orðin í raun. Endalaus útþensla hins
opinbera á allan mögulegan máta
hefur orðið að viðtekinni venju frem-
ur en hitt, því miður.
Sýndarmennska á erlendri grund
og utanríkisþjónusta hefur þanist út
með sendiherrum hér og þar um
víða veröld á sama tíma og velferð-
armál eru ekki sem skyldi innan-
lands, s.s. kostnaður við löggæslu.
Einhvern tímann hefði verið sagt að
áður en menn hleyptu heimdrag-
anum skyldi litið í eigin barm. Sam-
félagsþjónustan hefur farið síversn-
andi við meinta einkavæðingu
samfélagsins, þar sem allt skyldi
lúta „hagræðingarformúlum“, jafn-
vel óveiddur fiskur úr sjó, veðsettur
í fjármálafyrirtækjum, óveiddur.
Slíkar ráðstafanir hlutu að ganga
sér til húðar sem þær hafa gert en
landsmenn borga brúsann, því mið-
ur, eins og fyrri daginn.
Laun í landinu og skattar
Verkalýðshreyfing þessa lands er
meira og minna samsek varðandi
það skipulag mála sem hrundi til
grunna sl. haust – það atriði að
standa vörð um hagsmuni launa-
mannsins. Steinþegjandi hafa verka-
lýðsforkólfar sest í stjórnir fyr-
irtækja gegnum lífeyrissjóði
landsmanna og frekar átt þátt í
launalækkun en hitt.
Varðstaða um kaupmátt verka-
mannsins hefur ekki verið til hér á
landi allt frá 1983 er bráðabirgðalög
voru sett á laun.
Ofurskattar hins opinbera sam-
hliða litlum sem engum kaupmætti
hafa orsakað þjóðfélag vinnubrjál-
æðis sem og stéttskiptingar, sem
ekki hefur haft tíma til þess að ala
upp börn eða hugsa um aldraða. Þeir
hópar hafa því orðið afgangsstærð
og öll þeirra kjör, því miður.
Breytinga er þörf
Vilji er allt sem þarf til umbreyt-
inga, nú sem áður og forsenda þess
að þoka málum fram á veg, og
stjórnmálavettvangur þarf nauðsyn-
lega á fólki að halda til starfa í
stjórnmálum, en það höfum við bar-
ist við að reyna að virkja sem flokks-
menn flokka lengi hér á landi í um-
ræðu allri. Flokkarnir eiga að vera
vettvangur fólksins þar sem hver og
einn getur komið sínum sjónarmið-
um á framfæri í þeim málum sem
áhuga vekja hverju sinni. Lýðræðið
byggist á ákvörðun sem flestra um
mál öll, þar sem meirihluti ræður
eftir skoðanaskipti um málin. Þar
þarf ekki að finna upp hjólið heldur
er þátttaka fólks í starfi í stjórnmál-
um forsenda þess að lýðræði virki
sem skyldi, á það hefur skort undan-
farna áratugi hér á landi en vonandi
horfir slíkt til bóta í litrófi íslenskra
stjórnmála sem enn inniheldur fimm
flokka kerfi á Alþingi Íslendinga.
Guðrún María
Óskarsdóttir og
Ásgerður Jóna
Flosadóttir skrifa
um þjóðfélagsmál
Guðrún María
Óskarsdóttir
»Konur eru menn
og við konur erum
alvanar að vinna verkin,
ef ekki sýnilega þá
á bak við tjöldin.
Það hefur komið
karlkyninu til góða.
Höfundar bjóða sig fram til forystu
í Frjálslynda flokknum,
Guðrún María til formanns og
Ásgerður Jóna til varaformanns.
Við þurfum ekki yfirstéttarþjóðfélag Íslendingar
Ásgerður Jóna
Flosadóttir
TÓNLISTAR- og ráðstefnuhúsið
(T&R) ætti að hafa forgang, þegar
rætt er um verklegar framkvæmdir
sem hið opinbera getur hrint í
framkvæmd á því erfiða skeiði, sem
við erum stödd á í dag.
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið er
eitt allra flóknasta mannvirki sem
er í smíðum á Íslandi í dag. Svo
mikill og flókinn tæknibúnaður
verður í húsinu að það flögrar að
manni að líkja því frekar við marg-
brotna verksmiðju en hús.
Helstu rök fyrir því að koma
verkinu í gang aftur eru:
1. Um er að ræða mjög mann-
frekan vinnustað, þar sem allar
stéttir iðnaðar- og verkamanna
munu koma að verki ásamt
tæknimenntuðum mönnum af
öllum sviðum mannvirkjagerðar.
Sýnileg vinna hundraða manna
virkar örvandi á vinnumark-
aðinn.
2. Stöðvun verksins í lengri tíma
mun hafa í för með sér óheyri-
legan kostnað. Flóknir samn-
ingar við erlenda seljendur sér-
hannaðs efnis og framleiðendur
umfangsmikilla verkþátta lenda í
uppnámi og draga á eftir sér há-
ar kröfur. Neyðarfrágangur
vinnustaðarins, verði um stöðvun
að ræða, mun kosta óhemju fé.
Vaxtakostnaður þeirra verðmæta
sem liggja bundin í verkinu
hleypur einnig á stórum upp-
hæðum. Heyrst hefur að samtals
geti þessi stöðvunarkostnaður og
kostnaður við að koma verkinu í
gang aftur, eftir nokkur ár, num-
ið hundruðum milljóna króna.
3. Verk eins og T&R er ekki hægt
að framkvæma án mjög vand-
aðrar áætlanagerðar og flók-
innar verkefnisstjórnunar.
Frestun sú, sem orðin er nú þeg-
ar, er viðráðanleg, en frestun
verksins í nokkur ár setur alla
áætlanir úr skorðum. Erfitt og
kostnaðarsamt er að koma verk-
inu aftur á rétt spor og áhætta
mikil vegna óhjákvæmilegra
mannaskipta í stjórnunarteym-
inu.
4. Verði verkinu frestað um nokkur
ár þarf að ganga frá vinnustaðn-
um þannig að sem minnstar
skemmdir verði á hálfgerðu
verkinu af völdum veðrunar og
skemmdarverka. Hvernig sem
staðið verður að því mun bygg-
ingarstaðurinn verða hryggð-
armynd í umhverfinu og virka
niðurdrepandi á alla sem þar
eiga leið fram hjá. Drífandi
kraftur í uppbyggingu þessa
mikla menningarmannvirkis mun
hins vegar hafa mjög jákvæð
áhrif á alla þjóðina og örva
bjartsýni.
Það er ánægjulegt að núverandi
menntamálaráðherra, Katrín Jak-
obsdóttir, hefur tekið jákvæða af-
stöðu í þessu mikilvæga máli. Hún
hefur þar með tekið við kyndlinum
úr hendi forvera síns og nöfnu,
Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur,
sem veitti málinu sinn stuðning í
fyrri ríkisstjórn.
Megi hún bera kyndilinn fram til
sigurs.
GUNNAR TORFASON og
ÁRNI BJÖRN JÓNASSON,
ráðgjafarverkfræðingar
og verkefnisstjórar.
Tónlistar- og ráðstefnuhús – forgangsverkefni
Frá Gunnari Torfasyni og
Árna Birni Jónassyni
ÞRIÐJA febrúar
sl. birtist enn ein
greinin um enda-
lausa deilu varð-
andi lóð á Álfta-
nesi. Orðaval
greinarinnar er
ekki sérlega vin-
samlegt í garð
hlutaðeigandi yfir-
valda og er ljóst að
greinarhöfundur eiga mjög erfitt með
að sætta sig við ákvörðun sveitar-
stjórnar.
Þessi deila á betur heima hjá dóm-
stólum, en alls ekki fjölmiðlum. Hún
kemur venjulegum lesanda Morgun-
blaðsins því bókstaflega ekkert við.
Því er hér um misnotkun á góðum og
vönduðum fjölmiðli að ræða.
Um þessar mundir eru viðfangsefni
líðandi stundar gríðarleg. Við stönd-
um frammi fyrir erfiðleikum sem
verður að vinna á. Við sitjum uppi með
gríðarlegar skuldir vegna útrásarvík-
inganna. Kannski mætti nefna þá
„dekurbörn samfélagsins“. Gríðarlegt
atvinnuleysi er fram undan og erfið-
leikar sem snertir hvern íbúa lands-
ins. Því skiptir ein lóð á sjávarbakka
okkur Íslendinga akkúrat engu máli.
Í fórum Morgunblaðsins bíða birt-
ingar hundruð ef ekki þúsundir greina
sem flestar varða okkur meira en þras
um lóð á einhverju nesi.
Vinsamlegast.
GUÐJÓN JENSSON
Mosfellsbæ.
Misnotkun
á góðum
fjölmiðli
Frá Frá Guðjóni Jenssyni
Guðjón Jensson
FYRRUM heilbrigðisráðherra Guð-
laugur Þór Þórðarson hefur tekið
ákvörðun um að leggja niður St.
Jósefsspítala í núverandi mynd.
Starfsemi meltingarsjúkdóma- og
lyflækningadeilda skuli flutt á
Landspítala (LSH) en skurð-, svæf-
inga- og handlæknisdeilda til Kefla-
víkur. Engin fagleg rök eða trú-
verðug fjárhagsleg rök hafa enn
komið fram. Ekkert samráð var
haft við fagaðila. Á meltingar-
sjúkdómadeild St. Jósefsspítala eru
öflug teymi sérfræðinga bæði á
sviði hjúkrunar og læknisfræði sem
hafa starfað saman í áraraðir. Fag-
legur metnaður og markviss upp-
bygging í langri samvinnu þessara
aðila hefur skapað hagkvæma ein-
ingu með skilvirkri og mikilli fram-
leiðni.
Á deildina voru yfir 6.000 komur
og rannsóknir á sl. ári. Starfsemin
er fjölbreytt; speglanir á melting-
arvegi, holsjárhylkisrannsóknir, líf-
efna- og lífeðlisfræðirannsóknir og
móttaka sérfræðinga. Margar af
þessum rannsóknum eru ekki gerð-
ar annars staðar. Sérstakar skrár
eru yfir þá sem greinast hjá okkur
með sepa í ristli eða frumubreyt-
ingar í vélinda, alls um 3.300 manns
sem eru kallaðir í eftirlit með reglu-
bundnum hætti. Hér er um mikið
forvarnarstarf að ræða.
Sérhæfð móttaka er á meltingar-
sjúkdómadeild fyrir einstaklinga
með þarmabólgusjúkdóma og eru
um 450 skjólstæðingar okkar í þeim
hópi.Vegna eðlis þessara sjúkdóma
er oft þörf á að sinna vandamálum
fljótt, boðleiðir eru stuttar og mikil
áhersla er lögð á gott aðgengi, sam-
vinnu og persónulega þjónustu.
Þegar það tekst skilar það sér í
færri veikindadögum og innlögnum,
auknu öryggi og auknum lífsgæðum
fyrir sjúklingana. Starfsfólk deild-
arinnar hefur staðið fyrir sér-
stökum fræðslunámskeiðum fyrir
þennan hóp, svokölluðum ibd-skóla.
Sambærileg þjónusta fyrir þennan
hóp er ekki til staðar annars staðar
á landinu.
Innan meltingarsjúkdómadeildar
er starfrækt grindarbotnsteymi
sem er það eina á landinu og þó víð-
ar væri leitað. Í þessu þverfaglega
teymi starfa saman melting-
arlæknar, kvensjúkdóma-, skurð-
og röntgenlæknar ásamt sérhæfð-
um hjúkrunarfræðingi . Þetta teymi
skipuleggur og framkvæmir rann-
sóknir og meðferðir sem tengjast
grindarbotnsvandamálum. Hundruð
kvenna hafa þegið hjálp hjá þessu
sérhæfða teymi sem nú á að sundra.
Milli meltingarsjúkdóma- og lyf-
lækningadeildar er mikil og góð
samvinna vegna einstaklinga sem
þar hafa fengið aðstoð við út-
hreinsun fyrir ristilspeglun og
þarmabólgusjúklinga sem fá þar
sérhæfða lyfjameðferð. Ekki sjáum
við hvað verður um þessa sjúklinga-
hópa ef breytingar fyrrverandi ráð-
herra ná fram að ganga.
Við á St. Jósefsspítala teljum
okkur hafa verið að gera góða hluti
sem ekki eru gerðir betur né ódýr-
ar annars staðar. Hvernig í ósköp-
unum er hægt að réttlæta það að
flytja þessa starfsemi og sundra
þessum teymum.
Sú ákvörðun fyrrverandi ráð-
herra að loka St. Jósefsspítala í nú-
verandi mynd er ekki raunhæf.
Hvað kostar að flytja deildir og
breyta húsnæði LSH, St.Jó og
HSS? Hvað kostar að setja starfs-
fólk á biðlaun? Hvað kosta fleiri
bráðainnlagnir og dýrari rann-
sóknir annars staðar? Hvað kostar í
raun að skerða þjónustuna við sjúk-
lingana? Það hefði kannski verið
skynsamlegra að reikna dæmið
lengra í ráðuneytinu áður en
ákvörðunin var tekin.
Er þetta ekki bara blekking í
skjóli kreppu? Sparnaður er það
sem þarf í þjóðfélaginu í dag og
þess vegna teljum við að reka eigi
St. Jósefsspítala áfram í núverandi
mynd. Við kunnum að fara vel með
og starfsfólk er tilbúið að gera jafn-
vel enn betur í sparnaði án þess að
það skerði þjónustu við skjólstæð-
inga okkar.
Nýr ráðherra heilbrigðismála
kemur vonandi til með að endur-
skoða þessa ákvörðun með opnum
huga, skoða hvað hlutirnir kosta í
raun og hlusta bæði á sjúklinga og
fagfólk.
Við á meltingarsjúkdómadeild St.
Jósefsspítala Sólvangs höfum notið
gífurlegs velvilja fjölmargra ein-
staklinga og félagasamtaka bæði
innan Hafnfarfjarðar og utan hvað
varðar stuðning og tækjagjafir og
enn er þetta baráttufólk á ferð og
styður við áframhaldandi starfsemi.
Öllu þessu góða fólki viljum við
þakka frábært og óeigingjarnt
starf.
KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR,
INGIGERÐUR JAKOBSDÓTTIR,
LÁRA BJÖRK MAGNÚSDÓTTIR,
MARGRÉT HINRIKSDÓTTIR,
ODDNÝ JÓNSDÓTTIR OG
ÞÓRANNA TRYGGVADÓTTIR.
Blekking í skjóli kreppu
Frá hjúkrunarfræðingum
meltingarsjúkdómadeildar
St. Jósefsspítala Sólvangs
Morgunblaðið/Árni Sæberg
St. Jósefsspítali „Boðleiðir eru stuttar og mikil áhersla er lögð á gott að-
gengi, samvinnu og persónulega þjónustu,“ segja höfundar greinarinnar.
BRÉF TIL BLAÐSINS