Morgunblaðið - 12.02.2009, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009
ÞAÐ má vera hverjum manni ljóst,
að neyðarástand ríkir á Íslandi þegar
þessi orð eru rituð og að við gríð-
arstórum hluta þjóðarinnar blasa
skelfilegar hremmingar, hremmingar
sem hægt er að koma í veg fyrir
ennþá, eða öllu heldur stöðva, þar
sem hryllingurinn er þegar hafinn.Við
þingheimi blasa í meginatriðum tvö
verkefni sem hafa forgang fram yfir
allt annað, tvö verkefni sem þing-
heimur allur á að leysa úr. Tvö verk-
efni sem átti að leysa strax. Þing-
heimur verður að gera sér grein fyrir
því, að þegar neyðarástand skapast/
ríkir hjá heilli þjóð, þá skal brugðist
við með setningu neyðarlaga sem
tryggja að allt sem gera þarf verði
geranlegt, ef ekki í krafti gildandi
laga, þá í krafti settra neyðarlaga.
Verkefni 1. Koma í veg fyrir sál-
armorð á tugum þúsunda fjölskyldna
í landinu.
a) Setja öll myntkörfulán (fyr-
irtækja jafnt sem einstaklinga) í þá
gengisvísitölu sem í gildi var þann 1.1.
2008 og breyta í íslenskar krónur. Það
er ljóst, að allt það fé sem lánastofn-
anir „tapa“ með þessum gjörning er
tapað hvort eð er! Það mun enginn
einstaklingur né fyrirtæki geta staðið
undir þessum lánum, það er öllum
ljóst. Athugið að á þúsundum lána í
þessum flokk eru ábyrgðarmenn, svo
sem foreldrar, eigendur smærri fyr-
irtækja ofl. ofl. Vammlaust fólk sem
ábyrgðist kannski 3 milljónir, er nú
krafið um tíu milljónir og þaðan af
meira. Þegar þið reiknið út fjölda ein-
staklinganna sem nú skal aflífa á sál-
ina, þá takið mið af þessu.
b) Afnema verðtryggingu allra
lána, afturvirkt til 1.1. 2008, svo koma
megi í veg fyrir að restin af þjóðinni,
sem er með sín lán í íslenskri mynt,
og verðtryggð, fari sömu leið.
c) Lækka stýrivexti Seðlabanka Ís-
lands strax í þá
sem vexti sem í
gildi voru þann 1.1.
2008 og meta síðan
stöðuna í fram-
haldinu í þá átt að
lækka þá enn meir.
Því það er lítil stoð
í að framkvæma lið
a) og b) , ef gjörn-
ingurinn er að engu gerður með ofur-
stýrivöxtum.
Verkefni 2. Koma lögum yfir þá að-
ila sem þurrausið hafa landið fé og
með því framið landráð.
Hér duga engin vettlingatök, það
má vera þingheimi öllum ljóst, að til-
tekinn hópur manna hefur farið hér
ránshendi og selt þjóð sína í ánauð,
fyrir eigin hag og af hvötum sem að-
eins er hægt að lýsa sem sjúklegri
græðgi sem fór úr böndunum. Þessir
aðilar hafa beitt öllum mögulegum
ráðum og fláráðum til að sefa græðgi
sína. Hafi þeim verið kleift að gera
það án þess að hægt sé að koma lögum
yfir þá fyrir gjörðirnar, þá setur þing-
heimur neyðarlög sem tryggja að það
sé hægt, og að þjóðin sé varin fyrir
árásum sem þessum. Þessir aðilar eru
nefnilega sannir meistarar í að flækja
sannleikann í lyga- og yfirhylm-
ingavef og varpa á jafnt þjóðina sem
og eftirlitsstofnanir sem skjóli fyrir
glæpi sína.
Fjármálaeftirliti og Seðlabanka er
fullkunnugt um hvaða aðilar eru í
þessum hóp, og því er ekki eftir neinu
að bíða. Alla þessa menn ber að hand-
taka, vista í einangrun, og yfirheyra
rétt eins og gert er við alla aðra sem
liggja undir grun um stórfelld afbrot.
Og haldið þar til réttað hefur verið í
málum þeirra. Augljóslega munu
dómstólar forgangs-afgreiða slík mál,
sem tengjast beint allri þjóðinni og af-
komu hennar.
b) Frysta eigur allra þeirra sem að
málinu koma, og setja í gang aðgerð-
ir til að endurheimta þá fjármuni sem
þessir aðilar hafa tekið, úr þeim
skúrka-skjólum sem þeir hafa komið
þeim í, víðsvegar um heiminn, það
má til dæmis gera með því að gefa
dómstólum og ákæruvaldi heimild (í
þá nýsettum neyðarlögum), til að
semja um styttingu afplánunar gegn
skilum á ránsfengnum. Í flestum
löndum heims, vestrænum sem öðr-
um, eru mjög ströng viðurlög við
landráðum, allt frá gríðarlöngum
fangelsisdómum í besta falli til
dauðadóma í versta falli. Séu þeir
hlutir sem þessir menn hafa gert
okkur, og leitt yfir okkur (sjá allt of-
anritað), fyrir sína eigin hagsmuni og
græðgi (sjúklegri) ekki landráð, hvað
þarf þá til? Því segi ég, þingheimur,
vakna þú nú og stöðvaðu þá keðju-
verkun sem komin er í gang og mun
svipta tugi þúsunda landsmanna
heimilum sínum, æru, og trú á yf-
irvöld og mannlegar samskipta-
reglur. Gerið Ísland að því landi sem
það á að vera, landi sannleikans,
heiðarleikans, kærleikans og réttlæt-
isins. Framkvæmd þessara tveggja
verkefna er algjör forsenda þess að
snúa megi vörn í sókn,og þjóðin öll fái
tækifæri og vinnufrið til að stefna
samhent að bjartri framtíð, með full-
vissu þess að þingheimur muni verja
okkur fyrir þessari árás sem og frek-
ari árásum, af hendi samviskulausra
og sjúklega gráðugra aðila, og megi
svo verða um ókomna framtíð. Kæru
þingmenn! Rísið allir sem einn upp
úr dvala óminnisins og bregðist við
núna.
Reykjavík, 25.01.2009.
Opið bréf til þingheims
Baldur Borgþórsson
einkaþjálfari.
Í MIÐJUM
brunarústum
efnahagslífsins er
dapurlegt að
horfa upp á þann
pólitíska veru-
leika sem við
venjulegir Íslend-
ingar þurfum að
horfa upp á. For-
ystumenn stjórnmálaflokka virðast
hafa leyft fámennum en öflugum hópi
að plata sig í að eyða allri sinni orku
og umræðu í hugsanlega aðild að
ESB. Það ætti að vera hverjum manni
ljóst sem nennt hefur að glugga í
þessa dómadagsumræðu um miðstýr-
ingarveldið ESB að aðild okkar er
ekki fræðileg nema eftir nokkur ár.
Upptaka evru enn fleiri ár. Sem leiðir
okkur að þeirri niðurstöðu að umsókn
og aðild leysir ekki þann fjármagns-
vanda sem nú steðjar að hverju heim-
ili og fyrirtæki í landinu.
Ég legg til að við endilega skipum
„enn eina nefndina“ sem fer í það að
skoða hverjir möguleikar okkar eru í
að komast inn í þetta bandalag. Því
fyrr, því betra. Þjóðin mun svo kjósa.
Við það ætti að skapast tækifæri fyrir
forystumenn ríkisstjórnar til að ein-
beita sér að aðsteðjandi efnahags-
vanda, sem nota bene er ekki leystur
með aðild að ESB. Ég kalla því eftir
að menn þori að reisa sig upp úr því
hjólfari sem umræða á Íslandi er kom-
in í. Eignir og fé okkar allra hverfur
fyrir augum okkar og ekkert sem
mark er á takandi er gert til þess að
draga úr því.
Einhliða upptaka annars gjaldmið-
ils er að ég tel raunhæfur möguleiki á
því að draga úr þeim hryllingi sem
blasir við heimilum og fyrirtækjum.
Að minnsta kosti yrði þá ákvörðun
tekin sem við öll myndum finna fyrir
að hefði bein áhrif á persónulegan og
umhverfislegan efnahag okkar. Það
sem virðist vera að hrjá forystusauði
stjórnmálaflokka er ákvarðanafælni
af ótta við persónulegar óvinsældir.
Það er eðlilegt en algerlega óþarft.
Taka þarf stórar ákvarðanir sem eng-
in fordæmi eru fyrir. Enginn vill vera
ábyrgur fyrir því að byggð á eyjunni
okkar góðu leggist af. En með því að
bíða, og taka engar ákvarðanir, er það
óhjákvæmilega það sem mun gerast.
Ísland verður elliheimili á meðan
yngra fólkið fer og leitar tekjumögu-
leika annars staðar. Íslendingar verða
í sömu sporum í öðrum löndum og
okkar aðkeypta vinnuafl í góðærinu
var hjá okkur. Að vera leiðtogi þjóðar
er erfitt og ábyrgðarfullt starf. Leið-
toginn þarf að treysta innsæi sínu og
leita ráða um aðsteðjandi vanda. En
fyrst og fremst þarf hann að þora að
taka ákvarðanir sem hann stendur og
fellur með. Til þess þurfum við leið-
toga, þeir eiga að taka ákvarðanir. Í
dag virðist enginn þora að taka af
skarið af ótta við óvinsældir í næstu
kosningum. Kosningar verða hins
vegar algerlega óþarfar ef ekkert er
að gert til þess að leysa aðsteðjandi
efnahagsvanda. Það verður enginn
hér til þess að kjósa. Ég virði Geir og
Ingibjörgu fyrir það að taka ekki
ákvarðanir í bráðræði en nú er um-
hugsunartíminn liðinn og nauðsyn-
legar upplýsingar liggja fyrir til þess
að taka af skarið. Ég hef hugsað mér
að sækja landsfund Sjálfstæðisflokks-
ins. Ég vonast til þess að umræðan
verði tekin á annað og betra plan. Að
á honum þori sjálfstæðismenn að vera
sjálfstæðir en stýrist ekki af fjöl-
miðlum sem eru með ESB-framtíð-
araðild á heilanum. Að þeir komi með
raunhæfar lausnir á efnahags- og
gjaldeyrismálum þjóðarinnar en eyði
ekki öllu sínu púðri í mögulega upp-
stillingu á aðildarviðræðum að ESB.
Samþykkja viðræður strax, en koma
samhliða fram með raunhæfar lausnir
á núverandi efnahagsástandi sem
hægt er að framkvæma á næstu mán-
uðum. Við höfum ekki nokkur ár til
þess að taka á þeirri krísu sem við er-
um í, ákvarðanir þarf að taka núna og
fara í aðgerðir strax. Forystumenn
flokka þurfa að þora án þess að sífellt
vera að meta sitt pólitíska líf. Leggja
þarf flokkslínur til hliðar og vinna
sameiginlega að úrlausnum.
Karen Elísabet Halldórsdóttir,
BA í sálfræði og
MS í mannauðsstjórnun.
Ákvarðanafælni
og pólitísk þvæla
FORSÆTISRÁÐHERRA svaraði Jóni Magnússyni á
Alþingi að enn hefðu engar skýringar fengist frá Bretum
hvers vegna þeir beittu hryðjuverkalögum. Í kastljósi
sagði Ingibjörg Sólrún að hún vissi ekki hvers vegna Bret-
ar beittu hryðjuverkalögum. Nú vakna margar spurn-
ingar. Hvernig stóðu íslensk stjórnvöld að því að krefja
Breta svara? Í svona alvarlegu máli hljóta samskipti að
vera formleg
a) Hver spurði Breta af hálfu Íslands?
b) Hvernig var spurningin orðuð?
c) Hver var spurður í Bretlandi?
d) Hvernig voru svörin orðuð?
Þetta hlýtur að vera til skjalfest. Það er ekki hugsanlegt að íslensk stjórn-
völd hafi ekki krafið Breta svara. Hafi Bretar ekki svarað hljóta Íslendingar
að efna til blaðamannafunda í mörgum löndum og halda ræður á alþjóðavett-
vangi og tilkynna að Bretar hafi beitt okkur, vinaþjóð, hryðjuverkalögum og
engar skýringar gefið á því hátterni. Það er væntanlega engin smáfrétt í
samskiptum vestrænna þjóða.
Hafi Bretar sagt að um hafi verið að ræða stórkostlega fjármagnsflutninga
út úr Bretlandi hljóta íslensk stjórnvöld að krefja svara um hvað sé þar á
ferð. Það verða Bretar að skýra. Þetta mál er ekki cirka. Hryðjuverkalögum
var beitt, bankanum lokað og eignir frystar með hrapallegum afleiðingum
fyrir íslenska þjóð.
Það er ekki nóg að svara okkur að Bretar hafi víðtækar lagaheimildir til
þess arna. Til eru lög um heimildir til að taka menn fasta vegna innbrota en
rökstuðningur eða sannanir verða að liggja fyrir að um brot hafi verið að
ræða. Hafi Bretar heimildir hljóta þeir að skýra af hverju þeir beita slíkum
heimildum. Það er skylda íslenskra stjórnvalda, sem fara með málið fyrir
okkar þjóð, að ganga hart fram í þessu máli.
Okkur er sagt að ekki hafi verið unnt að fá lán frá Alþjóðagjaldeyr-
issjóðnum nema við tækjum á okkur greiðslur vegna Icesave. Nú er haft eftir
mönnum í efnahagsmálanefnd þingsins að hvorki sjóðurinn né EB hafi sett
fram slíka kröfu, heldur einstakar þjóðir. Hvað er nú? Hvernig afgreiddu
stjórnvöld þetta mál? Hvaða þjóðir settu þessar kröfur fram? Stjórnvöld
hljóta að hafa snúið sér að þessum þjóðum og kannað hvort slíkar kröfur hafi
komið fram frá þeim án viðræðna við okkur, á bak við okkur. Stjórnvöld
verða að gera grein fyrir þessu máli, svona atriði hljóta að vera skjalfest,
þetta er allt saman grafalvarlegt mál.
Auðvitað geta menn ekki svarað að þeir hafi hitt einhverja konu með
barnavagn úti á götu sem hafi skýrt fyrir þeim stöðu mála. Hér er um fram-
tíð íslensku þjóðarinnar að tefla og sögusagnir, óformleg símtöl eða óljós
samtöl duga ekki. Við verðum að fá fram hvernig þetta gekk fyrir sig.
Enn um hryðjuverkalög
Guðmundur Þórarinsson verkfræðingur.