Morgunblaðið - 12.02.2009, Page 32
32 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009
✝ Guðbjörg Ein-arsdóttir fiskmats-
maður fæddist á Sand-
nesi, Kaldrananesshr.
27. ágúst 1922. Hún
andaðist á hjúkr-
unarheimilinu Eir að-
faranótt mánudagsins
2. febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Helga Soffía
Bjarnadóttir, ljósmóðir
á Drangsnesi, f. 24.5.
1896, d. 28.5. 1979, og
Einar Sigvaldason,
skipstjóri á Drangs-
nesi, f. 31.10. 1896, d. 9.5. 1962. Systur
Guðbjargar voru Bjarnfríður, Ingunn
og Jóhanna, allar látnar. Guðbjörg
giftist 27.7. 1942 Hallfreði Guðbirni
Bjarnasyni bifvélavirkja, f. 18.1. 1917,
d. 14.12. 1990. Börn þeirra eru: 1)
Halldóra Sigríður Hallfreðsdóttir, f.
27.1. 1941. Maki Gunnar Ingiberg
Guðmundsson, f. 30.7. 1937. Barn
hennar 1a) Díana Dröfn Ólafsdóttir, f.
11.2. 1960.
Maki Guðmundur Karl Reynisson,
f. 1.1. 1960. Þau eiga þrjú börn.
Börn þeirra 1b) Heimir Logi Gunn-
arsson, f. 13. 9. 1963. Hann á einn son.
1c) Guðlaug Harpa Gunnadóttir, f.
2.5. 1972. Maki Guðmundur Tryggvi
Ólafsson, f. 11.7. 1970. Þau eiga þrjú
3.6. 1975. Þau eiga tvo syni. Börn
þeirra 4b) Þórður Bjarnason, f. 11.3.
1973. Maki Dýrley Dan Sigurð-
ardóttir, f. 23.10. 1978. Þau eiga tvö
börn. 4c) Linda Mjöll Bjarnadóttir, f.
18.2. 1978. Maki Kristján Sigvalda-
son, f. 27.7. 1977. Þau eiga fjögur
börn.
Guðbjörg fór á Akureyri 1938 að
læra að sauma og eignaðist sína
fyrstu saumavél og saumaði allt til
dauðadags. Guðbjörg stofnaði heim-
ili með manni sínum á Drangsnesi
1940 og bjó þar til 1954 er þau fluttu
í Stykkishólm en fluttu til Reykjavík-
ur 1957. 1959 varð hún löggiltur fisk-
matsmaður.
Guðbjörg vann ýmis störf utan
heimilis lengst af fiskmatsmaður hjá
sjávarafurðadeild SÍS en þar starfaði
hún til sjötugs.
Hún ferðaðist um land allt vegna
starfa sinna oft með eiginmanni sín-
um og þau notuðu þá tímann til að
skoða sig um. Lengi bjuggu þau hjón
í Hörgatúni í Garðabæ og höfðu garð
sem Guðbjörg hafði mikið yndi af og
ræktaði af alúð. Hannyrðir og fönd-
ur ýmiskonar áttu hug hennar allan.
1986 fluttu hjónin í Hvassaleiti 58 og
hún tók þátt í flestu því sem þar var í
boði. 1996 gaf hún kapellunni á
Drangsnesi altarisdúk með harð-
angri og klaustri í minningu foreldra
sinna. Síðustu ár dvaldi hún á hjúkr-
unarheimilinu Eir.
Útförin fer fram frá Fossvogs-
kirkju í dag kl.13.
börn. 2) Hanna Hall-
gerður Hallfreðsdóttir,
f. 29.6. 1944. Maki
Hjálmar Ólafur Har-
aldsson, f. 20.8. 1943.
Barn hennar 2a) Har-
aldur Þröstur, f. 10.2.
1962, d. 16.7. 1962.
Barn þeirra 2b) Helgi
Þór Hjálmarsson, f.
8.9. 1973. Maki Birna
Sigurðardóttir, f. 7.4.
1974. Þau eiga tvö
börn. 3) Einar Helgi
Hallfreðsson, f. 14.5.
1946. Maki Margrét
Sigríður Ingólfsdóttir, f. 13.1. 1945.
Barn hennar 3a) Sæþór Ívarsson, f.
24.4. 1967. Maki Linda Sörenssen, f.
6.6. 1968. Þau eiga þrjú börn. Barn
hans 3b) Freyr Einarsson, f. 10.10.
1969. Maki Ellý Ingunn Ármanns-
dóttir, f. 13.5. 1970. Hann á þrjár
stúlkur. Börn þeirra 3c) Guðbjörg
Einarsdóttir, f. 9.5. 1971. Maki Hall-
dór Hólm Harðarson, f. 3.5. 1967. Þau
eiga tvö börn. 3d) Hlynur Einarsson,
f. 9.5. 1983. Maki Helena Þóra Sig-
urbjörnsdóttir, f. 9.8. 1987. Þau eiga
eitt barn. 4) Bjarni Bjarkan Hall-
freðsson, f. 19.10. 1947. Maki Gerður
Þórðardóttir, f. 3.9. 1948. Barn hans
4a) Hallfreður Guðbjörn, f. 16. 9.
1969. Maki Þórdís Þórarinsdóttir, f.
Elsku amma.
Þegar ég hugsa til baka man ég
fyrst eftir þér í Hörgatúninu. Það
voru jól og við vorum í jólaboði hjá
þér. Þú leiddir mig inn í herbergið
þitt og þar var bunki af laufabrauði
sem þú varst búin að baka. Þú bauðst
mér að smakka en ég, matvanda
stelpan vildi alls ekki smakka. Þú
sagðir mér að ég vissi ekki af hverju
ég væri að missa. Mér var alveg
sama, ég ætlaði sko ekki að smakka,
ég man ekki hvað ég var gömul en ég
hef örugglega verið í kringum 5-6
ára.
Það var alltaf gaman að koma til
þín og afa í Hörgatúnið. Á sumrin
var garðurinn alltaf svo fallegur og
mikið af blómum. Það næsta sem ég
man var þegar þið fluttuð í Hvassa-
leitið, lítil sæt íbúð, nóg fyrir ykkur
tvö. Þangað kom ég oft með mömmu
og pabba, ég lá svo oft uppi í rúminu
þínu og horfði á vegginn með mynd-
unum af öllum barnabörnunum þín-
um. Vel raðað og skipulagt. Þú varst
einstaklega lagin í höndunum og eig-
um við, ég og börnin mín, mikið af
föndri eftir þig, jólasokka úr pallíett-
um, handmálaða lampa og margt
margt fleira.
Það var sko ekki vandamál þegar
ég bað þig að sauma á mig síðkjól
fyrir eitt þorrablót, og þú varst sko
ekki lengi að því. Þú hjálpaðir
mömmu að sauma danspilsið mitt,
sem heppnaðist alveg einstaklega
vel. Það var svo flott. Stutt að fram-
an og síðara að aftan með fjöðrum
allan hringinn. Þú áttir alltaf eitt-
hvað gott til að gleðja lítil hjörtu, nóg
af kökum og kræsingum.
Þegar ég varð eldri og flutti aust-
ur á Stokkseyri fækkaði heimsókn-
um mínum til þín og var þá síminn
tekinn upp og hringt. Þú hafðir
stundum svo mikið að segja og
stundum ekki neitt, vildir oft bara
heyra í mér. Þegar við Kristján
skírðum tvíburana okkar giftum við
okkur í leiðinni í laumi, þér fannst
það svo æðislegt og ég er svo fegin
að þú upplifðir það með okkur. Þér
fannst þetta svo sniðugt.
Þú fluttir á Eir fyrir 3-4 árum og
varst bara nokkuð ánægð. Fallegt
herbergi með handavinnuborði og
hillusamstæðan sem var troðin af
myndum af fjölskyldunni. Eitt er
víst að þér þótti mjög vænt um fjöl-
skylduna þína og talaðir mikið um
hana þegar ég hitti þig. Ég kom til
þín rétt fyrir jólin með fjölskylduna
mína og þú varst svo kát að sjá okk-
ur, krökkunum fannst alltaf svo
gaman að koma til þín því þau vissu
að þú lumaðir á góðgæti í ísskápnum.
Ég spjallaði við þig í símann milli
jóla og nýárs og við fórum að tala um
það að ég væri að fara að flytja til
Danmerkur. Þér leist nú ekki mjög
vel á það, þú talaðir um að þú kæmist
nú ekki þangað til mín, en eftir smá-
tíma sagðirðu: „Jú, líklega kem ég,
en ég kem ekki í flugvél. Ég svíf sjálf
til þín af himnum og kíki á þig.“
Nú ertu komin til afa og þið hafið
örugglega mikið að tala um. Horfið
niður á okkur hin og sjáið hvað þið
hafið afrekað með börnunum ykkar,
barnabörnum og barnabarnabörn-
um.
Elsku amma, þú munt alltaf eiga
stað í hjarta mér. Ég kveð þig með
þessum orðum og bið góðan guð að
geyma þig.
Ég elska þig alltaf.
Þín,
Linda.
Elsku amma mín, núna ertu búin
að fá hvíldina. Ég á fullt af góðum
minningum um þig sem ég geymi
fyrir mig og börnin mín. Síðustu árin
ertu búin að vera veik og var það ekki
þinn stíll. Þú vildi alltaf hafa eitthvað
fyrir stafni og gera eitthvað í hönd-
unum en sem betur fer gastu það
mjög lengi. Heimilið okkar Birnu er
skreytt mörgum listaverkum eftir
þig. Krakkarnir mínir sakna þín mik-
ið, Fanney Lára er þakklát fyrir að
hafa getað kvatt þig en Hjálmar litli
skilur ekki af hverju við getum ekki
bara heimsótt þig til Guðs eins og við
gátum heimsótt þig á Eir og fengið
súkkulaði, ég ætla að vera duglegur
að segja honum frá þér.
Takk fyrir allt elsku amma mín.
Þinn
Helgi Þór.
Elsku amma mín.
Ég er þakklát fyrir að hafa fengið
að kynnast þér og átt þig að svona
lengi. Ég er þakklát fyrir að hafa ver-
ið vinkona þín amma mín, og getað
komið til þín og spjallað við þig í síma
hvenær sem var.
Það verður tómlegt án þín. Þú hef-
ur alltaf verið til staðar.
En þú ert komin á góðan stað og
þér líður vel, það er ég viss um.
Ég verð að eilífu þakklát fyrir að
hafa komið til þín síðasta föstudags-
kvöld. Þá gátum við aðeins talað
saman. Við kysstum hvor aðra og
buðum góða nótt. Ég held að innst
inni höfum við báðar vitað að þetta
var síðasta skiptið sem við buðum
hvor annarri góða nótt.
Ég sakna þín elsku amma mín.
Guð geymi þig.
Þín
Guðlaug Harpa.
Amma ólst upp elst fjögurra
systra í Bælinu og svo á Drangsnesi
þar sem foreldrar hennar byggðu
fyrsta steinhúsið.
Á þeim tíma störfuðu börnin með
foreldrum sínum og þótti sjálfsagt að
vaska fisk og sitja yfir sængurkonum
eða annað það sem þurfti að gera. 1938,
16 ára, fór amma til Akureyrar og
lærði að sauma og keypti sína fyrstu
saumavél. Árið 1939 festi hún ráð sitt
með unnusta sínum Hallfreði afa en
þau gengu í hjónaband 27. júní 1942.
Þau stofnuðu heimili á Drangsnesi
1940 og byggðu sér þar hús, bjuggu
þar til 1954 er þau fluttu í Stykkis-
hólm. 1957 fluttu þau til Reykjavíkur.
Þau bjuggu lengi í Hörgatúninu og
okkur vinkonum fannst gaman að
skreppa til ömmu og spila og gekk
oft á ýmsu. Amma hafði þar garð og
hafði mikla ánægju af að rækta hann.
1986 fluttu þau í Hvassaleiti 58. Þar
tók hún þátt bæði í stjórn húsfélags-
ins, spilaði brids, botsía, tók þátt í
spurningakeppni útvarpsins fyrir fé-
lagsmiðstöð eldri borgara ásamt
ýmsu sem í boði var. Henni var annt
um aðra íbúa hússins og aðstoðaði þá
oft á meðan heilsan leyfði.
Þegar afi lést 1990 höfðu þau hald-
ið heimili saman í 50 ár. Eins og áður
sagði lærði amma að sauma ung að
árum og eignaðist saumavél og
saumaði allt til dauðadags. Í Hörga-
túninu átti hún líka prjónavél sem
hún notaði óspart. Margir hafa eign-
ast eftir hana fatnað og ýmiskonar
hannyrðir og föndur áttu hug hennar
allan. Meðal annars saumaði hún
upphluti á stúlkubarnabörnin og eitt
barnabarnabarn.
Guðbjörg Einarsdóttir
Allar stundir okkar hér
er mér ljúft að muna.
Fyllstu þakkir flyt ég þér
fyrir samveruna.
(Har. S. Mag.)
Góða nótt, elsku amma.
Kristófer Dan og Lára Dís.
HINSTA KVEÐJA
✝ Ólafur Guð-mundsson fæddist
í Króki í Ásahreppi
20. mars 1920. Hann
lést á Landakotsspít-
ala 4. febrúar síðast-
liðinn.
Foreldrar hans
voru þau Guðmundur
Ólafsson bóndi, f. í
Króki í Ásahreppi
21.12. 1988, d. 2.5.
1989, og Guðrún
Gísladóttir, f. í Árbæj-
arhelli í Holtum
13.12. 1889, d. 6.9.
1935. Systkini Ólafs eru Guðrún
Lofísa, f. 1915, Viktoría Guðrún, f.
1916, Guðbjartur Gísli, f. 1918, Ey-
rún, f. 1921, Hermann, f. 1922,
Kristín, f. 1923, Dagbjört, f. 1925,
Sigurbjörg, f. 1926, Ingólfur, f.
1927, Valtýr, f. 1928, Ragnheiður, f.
1929, Gísli, f. 1930, og Sigrún, f.
1931. Sjö af systkinunum eru enn á
dóra Lillý Jóhannsdóttir. Pétur á
tvö börn, Ástu og Pétur Ásgeir, og
Halldóra Lillý dótturina Guðrúnu
Lillý; 3) Ólafur Ástþór, sambýlis-
kona hans er Sigríður Dagmar Jó-
hannsdóttir og eiga þau dæturnar
Ingunni Dagmar og Valgerði. 2a)
Guðmundur, f. 18.12. 1953, giftur
Fjólu Guðmundsdóttur. Þau eiga
þrjú börn. 1) Ólafur, unnusta hans
er Sigurlaug Erla Pétursdóttir. 2)
Jóhanna. 3) Fjóla Ósk. Á heimili
þeirra hjóna bjó einnig faðir Ólafs,
Guðmundur, en hann flutti til
þeirra árið 1954. Varð hann aldar
gamall og hafði því dvalið hjá þeim
í 35 ár þegar hann lést árið 1989.
Ólafur ólst upp við ýmis sveita-
störf, en flutti til Reykjavíkur í
stríðslok. Hann gerðist sjómaður í
fyrstu, en starfaði síðan lengst af
sem verkamaður við Togara-
afgreiðsluna, eða í rúm 30 ár. Þá
hóf hann störf hjá Hafskip, en síð-
ustu starfsár sín vann hann hjá
Rekstrarvörum hf.
Útför Ólafs fer fram frá Nes-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
lífi.
Fyrstra vetrardag
1947 kvæntist Ólafur
Jóhönnu Kristjáns-
dóttur, f. í Flatatungu
í Akrahreppi, Skaga-
firði 4.9. 1925, d. 23.2.
1993. Þau bjuggu
fyrsta árið í Fax-
askjóli 24. Þaðan
fluttu þau í Barma-
hlíð 5, en árið 1954
fluttu þau að Kapla-
skjólsvegi 37 þar sem
þau bjuggu æ síðan.
Síðastliðið ár dvaldi
hann á Landakotsspítala. Börn
þeirra hjóna eru tvö: 1a) Valgerður,
f. 13.2. 1948, gift Ásgeiri Þormóðs-
syni. Þau eiga þrjá syni. 1) Ásgeir
Þór, sambýliskona hans er Guðrún
Árnadóttir. Eiga þau dæturnar
Þórhildi Elínu og Vigdísi Lóu, fyrir
átti Ásgeir dóttur, Valgerði Ýri; 2)
Pétur, sambýliskona hans er Hall-
Mig langar að minnast elskulegs
tengdaföður míns, Ólafs Guðmunds-
sonar, í nokkrum orðum. Að vera
einn af fjórtán systkinum hlýtur að
móta fólk til frambúðar. Þar gengur
ekki að einhver segi að hann vilji hafa
eitthvað fyrir sig. Þar verða allir að
vinna saman til að komast af. Þetta
markaði menn fyrir lífstíð. Lífið lék
ekki við Guðmund bónda. Eiginkona
hans, Guðrún, lést skömmu eftir fæð-
ingu yngsta barnsins. Hver og einn
getur ímyndað sér hvernig það er að
missa þá manneskju sem allir heim-
ilismenn, bóndinn og barnaskarinn,
treysta á með allt. Jafnvel nýfædd
börn á bænum. Ég sagði einhvertíma
við Valgerði mína að ég héldi að pabbi
hennar hlyti að vera skyggn, svo
naskur var hann á ef hjálpar var þörf.
Lífshlaup Ólafs einkenndist af
mikilli vinnu. Starfaði hjá Togaraaf-
greiðslunni og Hafskipum, en lauk
starfsævi sinni hjá Rekstrarvörum
hf. Alls staðar sama sagan, vera hús-
bændum sínum trúr. Króksmenn
hoppuðu ekki upp í dráttarvélar og
luku heyskap á viku eins og nú er al-
gengt. Allt á höndum. Slegið með orfi
og ljá, rakað með hrífum, heyið bund-
ið upp á hesta og fært í garð. Hjá
Togaraafgreiðslunni vann ég eitt sinn
við að gogga fiska upp í kör sem voru
svo hífuð upp og sturtað á vörubíla.
Þar var maðurinn sem átti eftir að
hafa mikil áhrif á framtíð mína. Þessi
stóri úfni maður, dökkur af útiveru,
stjórnaði öllu. Lúgumaður. Þarna
stóð hann alla daga og stjórnaði.
Ekki var hægt að láta fiskinn bíða
frekar en heyið í sveitinni. Þar var
unnið uns verki lauk. Í mörg ár verk-
aði hann hákarl svo listilega að fólki
fannst hákarlinn hjá honum betri en
hjá öðrum. Hann lagði sálina að veði.
Ólafur kvæntist árið 1947, elsku-
legri tengdamóður minni, Jóhönnu
Kristjánsdóttur. Jóhanna hafði flust
suður árið 1945 til heiðurshjónanna
Ölvis og Kristbjargar í Þjórsártúni,
Ásahreppi í Rangárvallasýslu. For-
eldrar Kristbjargar voru þau Val-
gerður Kristjánsdóttir og Hrólfur
Þorsteinsson á Stekkjarflötum í
Skagafirði. Þau höfðu alið Jóhönnu
upp sem sína eigin dóttur frá árinu
1927. Jóhanna og Kristbjörg voru
alla tíð sem systur. Ólafur og Jó-
hanna bjuggu lengst af á Kapla-
skjólsvegi 37. Eiginkonan útskrifuð
frá húsmæðraskólanum að Löngu-
mýri í Skagafirði sem löggild hús-
móðir og með bréf upp á það. Fyrra
barn þeirra, Valgerður, fæddist árið
1948 og Guðmundur, árið 1953.
Tengdaforeldrar mínir unnu alla tíð
að því einu að gera framtíð barna
sinna sem veglegasta og af þeim
nægtabrunni hef ég þegið síðan vegir
okkar Valgerðar minnar lágu saman.
Síðustu ár hafa verið tengdaföður
mínum erfið vegna veikinda.
Ég get ekki lofað látnum tengda-
föður mínum neinu öðru en að reyna
að vera sú stoð og stytta sem hann
var frá byrjun til enda. Börn sjá á eft-
ir foreldrum sínum, tengdasonur og
dóttir á eftir þeim sem kom ef eitt-
hvað bjátaði á, barnabörn á eftir afa
sínum og barnabarnabörn á eftir
langafa sínum, sem þeim þótti öllum
afar vænt um. Nú er ég elstur í fjöl-
skyldunni og ég get einungis sýnt
minningu tengdaföður míns og
tengdamóður þá virðingu sem þau
eiga skilið með því að reynast öllu
þessu fólki, sem syrgir í dag, eins vel
og mér er framast unnt.
Ásgeir Þormóðsson.
Meira: mbl.is/minningar
Mig langar að minnast tengdaföð-
ur míns, Ólafs, sem lést 4. febrúar
síðastliðinn. Ólafur fæddist á Króki í
Ásahreppi. Þar ólst hann upp ásamt
þrettán systkinum og byrjaði
snemma að hjálpa til við sveitastörf-
in.
Eiginkona Ólafs var Jóhanna, en
hún lést 1993, og voru þau mjög sam-
rýnd. Pabbi Ólafs bjó hjá þeim hjón-
um hátt í fjóra áratugi. Mér finnst
það aðdáunarvert hversu vel Jó-
hanna og Ólafur hugsuðu um hann.
Ólafur var mikill vinnumaður og
vildi helst gera allt strax. Hann tók
snemma á leigu land undir kartöflu-
rækt í Vatnsmýrinni og á vorin varð
að setja niður strax, og síðan á haust-
in varð að taka kartöflurnar upp um
leið og hægt var. Hann tók ekki bíl-
próf en fór lengi allra sinna ferða á
reiðhjóli og hjólaði iðulega í Vatns-
mýrina að huga að kartöflunum. Eft-
ir að hann hætti vinnu hjá Rekstr-
arvörum, rétt að verða áttræður,
einbeitti hann sér að öðrum málum.
Það voru þrjú s sem komu þar við
sögu; sund, strætó og spil. Hann fór
daglega í Vesturbæjarlaugina og var
mættur fljótlega eftir opnun. Síðan
upp úr hádegi tók hann strætó, og fór
nær daglega að spila bæði félagsvist
og bingó.
Þegar ég hugsa um Ólaf koma
margar minningar upp. Ein af þeim
fyrstu er þegar við Ólafur hittumst
fyrst heima á Kapló. Hann heilsaði
mér með þéttu handabandi og horfði
síðan á mig frá toppi til táar. Ég er
viss um að hann hugsaði: „Er þessi
dama virkilega nógu góð fyrir einka-
soninn?“ En sem betur fer breyttist
viðhorf hans og við urðum góðir vinir.
Þegar ég fór svo að venja komur mín-
ar á Kapló skemmdi hákarlinn ekki
fyrir, en hákarl er eitt af því besta
sem ég fæ og var það mjög gott að
hann skyldi verka og selja hákarl því
oft gaukaði hann að mér smástykki.
Þegar við hjónin keyptum fokhelt
húsnæði í Breiðholtinu fór ég ekki
varhluta af vinnusemi hans og dugn-
aði. Ólafur var alltaf tilbúinn að
hjálpa okkur og kom þá beint eftir
sína vinnu að aðstoða okkur. Hann
hafði alltaf mætur á húsinu sem við
áttum í Kleifarselinu og skildi hann
ekkert í okkur að selja þetta góða
Ólafur Guðmundsson