Morgunblaðið - 12.02.2009, Síða 33

Morgunblaðið - 12.02.2009, Síða 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009 Í mörg ár málaði hún olíumálverk sem hanga uppi á mörgum heimilum en seinni ár stundaði hún postulíns- málun og silkimálun. Hún lærði harðangur og klaustur og gaf t.d. til kapellunnar á Drangsnesi altarisdúk í minningu foreldra sinna. Síðustu ár málaði hún á dúka og perlaði dúka og glasamottur, málaði litlar akrílmynd- ir til að hafa ofan af fyrir sér á hjúkr- unarheimilinu Eir er heilsan bauð ekki til frekari verka. Starfsfólkið þar sagði henni stundum að hún þyrfti ekki lengur að vinna fullan vinnudag. Flest barnabarnabörn hennar eiga eftir hana jólasokk sem hún saumaði af natni. Í minningum mínum um ömmu var hún mikill kar- akter, eljusöm og dugleg. Vann alltaf utan heimilis og öðru eins vildi hún koma í verk eftir að heim kom. Ég held að henni hafi leiðst sjónvarpsgláp. Vildi heldur fé- lagsskap, spilamennsku eða hún var að hanna eitthvert nýtt verk. Hún var alltaf vel til fara, klæddi sig upp og puntaði sig hvort sem hún var að fara út eða bara fram í matsal. Hún og afi kvöddust líka alltaf með kossi. Það er skrýtið, amma mín, að hafa þig ekki áfram, þig sem alltaf hefur verið til staðar. Ég veit að vel var tekið á móti þér og þið afi gangið saman á ný. Ég kveð þig með söknuði og geymi allar góðar minningar um þig og afa. Hvílið í friði, þess óskar yndið hennar ömmu og gullið hans afa. Díana Dröfn. Elsku amma. Á þessum tímamót- um lít ég til baka og hugsa um allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Sú tilhugsun er notaleg og yljar mér um hjartarætur því þar geymi ég minninguna um þig. Þau voru ófá skiptin sem við sátum og ræddum allt milli himins og jarðar og þá sérstaklega um gamla tíma, sögu ykkar afa og ættfræðina sem var þér svo kær. Þar varst þú á heimavelli. Annað sem var þér svo kært var listin. Þú hafðir alltaf svo gaman af því að gera eitthvað í hönd- unum. Það var sama hvort það var að mála, sauma eða föndra, þú varst alltaf að fram á síðasta dag. Ég á nokkra hluti eftir þig sem munu minna mig á þig um ókomin ár. Elsku amma, ég vona að þér líði betur núna og að þú sért búin að hitta afa aftur sem þú hefur saknað svo sárt síðan hann fór. Við áttum langt og gott samtal stuttu áður en þú kvaddir okkur. Þar komst þú inn á það að þú værir orðin svo lúin og leið. Þú nefndir að hvíldin hlyti að koma fljót- lega. En þetta gerðist síðan svo hratt að ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en ég settist niður til að skrifa nokkur orð til þín. Þú sást að þetta var að koma. Elsku amma, ég á eftir að sakna þín mikið og samtala okkar. Megir þú hvíla í friði og takk fyrir sam- veruna og allt sem þú gafst mér. Guð geymi þig elsku amma mín. Þórður Bjarnason. Ég var svo lánsöm fyrir 16 árum að kynnast honum Helga mínum, þá bara 18 ára sveitastelpa. Það leið ekki langur tími þar til hann kynnti mig fyrir ömmu sinni, þér elsku Gugga mín. Við urðum fljótlega góð- ar vinkonur, við höfðum ekki alltaf sömu skoðanir á hlutunum, en það var allt í lagi. Þú hefur verið stór partur af lífi okkar fjölskyldunnar og er ég þakklát fyrir það. Þú varst merkileg kona með ákveðnar skoðanir og er ég ríkari að hafa fengið að vera hluti af lífi þínu. Birna Sigurðardóttir. Elsku langamma mín. Ég er mjög þakklát fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég sakna þín mjög og mun halda fast í þær minningar sem ég á um þig. Ég mun ávallt hugsa til þín þegar ég tek upp spilastokk, það var okkar. Ég veit að þú og langafi eruð sam- einuð aftur á ný og það yljar mér um hjartarætur. Ég kveð þig með þessum línum elsku langamma. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Hvíl í friði. Þín Snædís Góa. 3. sept. 1979. Þessi dagur var tvö- faldur happadagur fyrir mig. Fyrsti vinnudagurinn á nýjum stað, sjáv- arafurðadeild Sambandsins, og Guðbjörg Einarsdóttir kom inn í líf mitt. Guðbjörg var með þeim fyrstu sem tóku á móti mér í sjávarafurða- deildinni og með okkur tókst vinátta sem hefur haldist í tæp 30 ár. Frá þessum fyrsta degi átti Guðbjörg í mér hvert bein. Hún varð mér eins og fósturmóðir og hún tók mig undir sinn verndarvæng. Aldrei bar skugga á vináttu okkar og seinna gróf Guðbjörg það svo upp að við værum frænkur og það var nú ekki verra. Þennan fyrsta vinnudag minn tók vinkona mín undir handlegginn á mér og leiddi mig um allt Sam- bandshúsið og kynnti mig fyrir fólki í hinum ýmsu deildum Sambands- ins. Guðbjörg var röggsöm og vinnusöm kona, hún gekk í hlutina strax og vann af alúð það sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var kank- vís og glettin og gat alltaf séð spaugilegu hliðarnar á málunum. Hún fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu og það var gaman að tala við hana um lífið og tilveruna. Þótt líkaminn væri farinn að gefa sig undir það síðasta var kollurinn alltaf í lagi. Guðbjörgu var ýmislegt til lista lagt. Hún málaði myndir og hafði sérstakt dálæti á olíumálun, alls konar föndri og útsaumi. Eftir Guð- björgu liggja mörg verk og stórt málverk eftir vinkonu mína prýðir heimili mitt, mér og öðrum til augnayndis. Ég gat alltaf leitað til Guðbjargar hvenær sem var og ef Guðbjörgu brá fyrir í draumum mínum þá vissi ég að það boðaði gott. Ég vona svo sannarlega að hún haldi áfram að skjóta upp kollinum í draumum mínum. Nú er Guðbjörg komin til Hadda síns og hann hefur örugglega tekið á móti henni með opnum örmum. Ég sakna vinkonu minnar og það verð- ur skrítið að fara ekki oftar í heim- sókn til hennar upp á Eir. Ég minn- ist vinkonu minnar með virðingu. Elsku Guðbjörg mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég votta börnum Guðbjargar og tengdabörnum, svo og allri stórfjölskyldunni, mína dýpstu samúð. Þín vinkona, Guðný Þóra. hús. Ég minnist líka margra sumar- leyfa þegar við hjónin dvöldumst með Ólafi og Jóhönnu ásamt börnunum okkar. Orlofshús voru leigð víðs veg- ar um landið og nutu þau hjón þess að slaka á og leika sér við barnabörnin. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og tengjast þannig hinni frægu Króksætt. Blessuð sé minning þín og hafðu þökk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Fjóla Guðmundsdóttir. Hvernig í ósköpunum þekkir þú nöfn allra togara, kvað gamall tog- arajaxl er við ókum eftirlitsferð um höfnina fyrir tæpum tuttugu árum. Jú, sem barn hafði ég farið með afa í ótal gönguferðir um gömlu höfnina þar sem við fórum yfir nöfn, gerð og útgerðaraðila þeirra togara sem voru bundnir við bryggju þá stundina. Sem barni fannst mér hann vera stærsti og sterkasti maður í veröld- inni sem réði öllu, a.m.k. stigagang- inum og rólunum í garðinum á Kapló og til er minning er ég útskýrði þess- ar staðreyndir fyrir yfirlögregluþjón- inum á hæðinni fyrir neðan. Síðar kynntist ég honum sem harðdugleg- um, réttsýnum, nægjusömum manni sem þótti afar vænt um sína nánustu. Afi að stinga upp kartöflugarðinn, hengja upp hákarlabeitur eða á svarta reiðhjólinu sínu einhvers stað- ar í vesturbænum eru myndir sem koma upp í hugann er maður minnist hans. „Pizzur og pöstur“ voru ekki matur í hans augum og hann ræktaði kartöflugarðinn við Umferðarmið- stöðina svo lengi sem hann mátti. Með afa mínum er farinn maður sem geymdi þann karakter sem þjóð- félagið þarfnast hvað mest um þessar mundir. En við sem söknum hans huggum okkur við að honum líður betur þar sem hann er núna, kominn í fangið hennar ömmu Jóhönnu. Guð blessi þig afi minn. Ásgeir Þór. Elsku afi minn. Ég á eftir að sakna þín. Ein af mín- um fyrstu bernskuminningum er frá því að ég var um fimm ára gamall. Ég kom hjólandi heim til þín og ömmu á „Kapló“ frá Mánagötunni. Amma var ekki heima, en þú gafst mér mjólk og kex og sendir mig einan heim. Þegar amma kom heim skammaði hún þig mikið fyrir að leyfa mér að hjóla ein- um til baka. Afi, þú varst ákaflega duglegur maður og fórst allar þínar ferðir hjól- andi, enda með eindæmum hraustur. Ég heyrði þig aldrei kvarta. Þú varst alltaf til staðar og því gleymi ég aldr- ei. Fjórði febrúar verður ávallt ofar- lega í huga mínum. Þótt erfitt hafi verið að koma og kveðja þig í hinsta sinn, þá var gott að sjá hvað mikill friður var yfir þér, enda löng og erfið veikindi að baki. Kysstu ömmu frá mér, þinn nafni, Ólafur Ástþór. Okkur langar að minnast elskulegs afa okkar, Ólafs Guðmundssonar frá Króki í Ásahreppi. Fyrstu minningar okkar eru um afa liggjandi fyrir fram- an sjónvarpið að horfa á fréttirnar á Kaplaskjólsvegi en það sem kom okk- ur spánskt fyrir sjónir var að hann lá á gólfinu fyrir framan sófann og það endaði gjarnan svo að hann var farinn að hrjóta yfir fréttunum. Þetta eru fyrstu minningar okkar um afa enda vorum við, Óli og Jóhanna, oft í pöss- un hjá Jóhönnu ömmu og kom afi þá dauðþreyttur heim úr vinnunni, borð- aði og lagðist fyrir framan sjónvarpið. Einnig er okkur minnisstæð lyktin af hákarlinum sem afi verkaði, okkur þótti hún ekki góð og lagði lyktina af hákarlinum um alla íbúðina. Molarnir fóru batnandi með aldrinum og þegar afi hætti að verka hákarl þá var gjarnan konfekt á boðstólum hjá hon- um sem okkur þótti betri biti en há- karlinn. Þrátt fyrir að vera á stundum mjög alvörugefinn gat hann verið mjög stríðinn og kom það helst í ljós í spilamennskunni sem við kynntumst smátt og smátt. Þegar afi kom í heim- sókn var alltaf spiluð vist og mátti þá hafa sig allan við að spila rétt því hann var óvæginn að gagnrýna það sem miður fór. Spilamennskan lá mjög vel fyrir honum og hafði hann gaman af því að spila og var alltaf að reyna að klekkja á okkur með öllum brögðum. Þegar spilamennska var annars veg- ar var hann í essinu sínu og munum við sakna þeirra stunda. Við erum þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Minningin um þig mun lifa. Þín afabörn, Ólafur, Jóhanna og Fjóla Ósk.                          ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR EINARSSON frá Hvalnesi í Lóni, Ásvallagötu 17, Reykjavík, sem lést á Landspítala, Landakoti fimmtudaginn 29. janúar, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 13. febrúar kl. 13.00. Guðný Egilsdóttir, dætur, tengdasynir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, HALLDÓRU ERLU TÓMASDÓTTUR, Furugrund 34, Akranesi. Stefán G. Stefánsson og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN GYÐA HANSDÓTTIR, Háaleitisbraut 36, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum, þriðjudaginn 10. febrúar. Hans Wíum Ólafsson, Eyjólfur Ólafsson, Kirstine Ólafsson, Magdalena Margrét Ólafsdóttir, Kristján Ásgeirsson, Guðrún Gyða Ólafsdóttir, Kjartan Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓHANNA MARGRÉT BJÖRGÓLFSDÓTTIR, Sörlaskjóli 94, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Grund, sem lést miðvikudaginn 4. febrúar, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, fimmtu- daginn 12. febrúar kl. 13.00. Hulda Filippusdóttir, Ingirós Filippusdóttir, Sveinn Filippusson, Steinunn Erla Marinósdóttir, María Björg Filippusdóttir, Brynjólfur Jóhannesson, Sigurður Pálsson, Jóhann Filippus Filippusson, Anna Emilía Nikulásdóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, VALGERÐUR SÓLEY ÓLAFSDÓTTIR frá Jörfa, lést á Vífilsstöðum sunnudaginn 8. febrúar. Fyrir hönd ættingja og vina, Sigurður Viggósson, Eiríkur Viggósson, Alda Viggósdóttir, Björg Viggósdóttir, Ólafur Viggósson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.