Morgunblaðið - 12.02.2009, Síða 34

Morgunblaðið - 12.02.2009, Síða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009 ✝ GunnlaugurKarlsson fæddist í Keflavík 17. febrúar 1923. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtu- daginn 5. febrúar sl. Foreldrar Gunn- laugs voru Karl Eyj- ólfsson, útvegsbóndi og verkstjóri, og Hólmfríður Ein- arsdóttir húsmóðir. Gunnlaugur var þriðji í röð fimm systkina. Elst var Hulda María, látin. Guðbjörg, lést ung, Fríður, er látin og eftirlifandi er Eyja Guð- björg. Einnig ólu þau hjón upp Karl G. Sævar og var hann alla tíð talinn eitt af systkinunum. Gunnlaugur kvæntist Guðmundu Sumarliðadóttur, f. 12. ágúst 1922, hinn 30. desember 1944. Þau eign- uðust fimm börn sem eru: Jósebína, í sambúð með Sigtryggi Maríussyni. aðnjótandi sem skipstjóri. Hans mesta gæfa var að bjarga 19 manns úr sjávarháska og fékk hann heiðursmerki Slysavarna- félags Íslands fyrir það afrek. Gunnlaugur var einnig mikill frumkvöðull sem skipstjóri. Hann var sá fyrsti sem tók upp loðnu- veiðar til bræðslu árið 1963. Hann var einnig fyrsti skipstjórinn á Ís- landi sem sleppti nótabátnum og tók nótina um borð árið 1958. Þá leigði hann Vonina til úthafs- rækjuveiða fyrst skipa. Gunnlaugur var félagi í Skip- stjórafélaginu Vísi á Suðurnesjum og var gerður að heiðursfélagi 1986. Hann sat í hafnarstjórn Keflavík og Njarðvík, í stjórn Fiskideildar Keflavíkur, sat á mörgum fiskiþingum og var í stjórn LÍÚ. Hann var formaður Út- vegsmannafélags Suðurnesja í tvö kjörtímabil. Gunnlaugur var félagi í Frímúrarareglunni á Íslandi og gegndi þar mörgum trún- aðarstörfum. Hann var sæmdur heiðursmerki reglunnar árið 1999. Þá var hann sæmdur heiðursmerki sjómanna á sjómannadaginn 1999. Gunnlaugur verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. Gunnlaugur, giftur Kristjönu Sigurð- ardóttur. Hafdís, gift Róberti Sædal Svav- arssyni. Karl Hólm, giftur Sigurveigu Þorsteinsdóttur. Sæv- ar, giftur Selmu Kristjánsdóttur. Barnabörnin voru nítján, eitt er látið. Barnabarnabörnin eru orðin 38 og fyrsta langalangafabarnið fæddist í janúar. Gunnlaugur Karls- son byrjaði 12 ára gamall á trillu með föður sínum og fór í Stýri- mannaskólann á Ísafirði 1944. Hann tók við bátnum Bjarna Ólafs- syni 1946. Gunnlaugur byrjaði með Vonina 1953 sem hann eignaðist síðar. Árið 1961 keypti hann Pálínu SK 2 og skírði hana Vonin KE 2. Gunnlaugur hætti í útgerð 1989. Gunnlaugur varð mikillar gæfu Í dag kveðjum við pabba, tengda- pabba, afa og langafa. Afi Gulli, eins og hann var alltaf kallaður, hefur verið stór hluti af okk- ar lífi. Við bjuggum alla tíð í sama bæjarfélagi og áttum sumarbústaði á sama stað við Þingvallavatn í yfir 30 ár. Við eigum eftir að sakna þess að horfa niður að vatninu, sem var þér svo kært, og sjá þig ekki þar í þínum appelsínugula galla að brasa eitthvað við bátinn Feit eða netin. Yngstu fjölskyldumeðlimirnir upp- lifðu ævintýrastundir með þér. Börn- in fengu að fara með þér út á bát og leggja net. Þú kenndir þeim að róa og lánaðir þeim litla bátinn Bala. Börnin hlupu til þín í sumarbústaðinn Upp- sali með bilaðar veiðistangir eða fisk sem þurfti að flaka. Þú liðsinntir þeim alltaf af alúð og leystir hvern vanda. Þau litu upp til þín og vissu að þú gast allt. Eftir því sem aldurinn færðist yfir höfum við notið þess að hafa ykkur ömmu hjá okkur í mat í okkar bústað þegar þið hafið verð ein á Uppsölum. Þegar þú komst lumaðir þú oft á góð- gæti fyrir yngstu börnin. Þetta voru yndislegar kvöldstundir þar sem oft var skipst á skoðunum um allt á milli himins og jarðar. Þú varst góður vinur. Við fullorðna fólkið leituðum til þín með margt og þú varst einn besti vinur Róberts tengdasonar þíns. Það leið varla sá dagur að hann heyrði ekki í þér eða hitti þig. Dóttir þín Hafdís minnist þess sérstaklega þegar hún fékk að fara með þér á síld árið 1963 og upp- lifa með þér að sjá eyjuna Surtsey koma upp úr hafinu með sína eld- glugga. Fjölskyldan skipti þig miklu máli og þú sagðir alltaf að ríkidæmi þitt væri fjölskyldan og varst mjög stoltur af því hversu samheldin við erum. Þú varst alltaf ánægður þegar þú vissir að við værum að hittast hvort sem það var með þér á Uppsölum, á Sól- vallagötunni eða þegar við unga fólkið fórum í útilegu saman. Þú gerðir þér oft ferð til að kíkja á okkur í frænd- systkinaútilegunni og komst alltaf með prins póló og lést börnin raða sér upp til að fá súkkulaði hjá afa Gulla. Þegar við barnabörnin vorum að alast upp varstu mjög stríðinn og það breyttist ekkert þegar barnabarna- börnin komu í heiminn. Sumir áttu þó erfiðara en aðrir með að taka stríðn- inni þinni. Eftir því sem við stækk- uðum fórum við að stríða þér til baka og fannst þér það ekki leiðinlegt. Margir hlutir í okkar daglega lífi eins og saltpillur, spil og frímerki eiga eft- ir að minna okkur á þig. Þú hafðir miklar áhyggjur af ömmu Mundu síðasta árið enda varstu búinn að hugsa um hana í mörg ár. Við munum taka við af þér og halda áfram að hugsa um ömmu. Hún á eftir að sakna þín sárt eins og við. Takk fyrir allt og allt. Hafdís, Róbert, Sigurbjörg, Guðmunda, Reynir Þór og fjölskyldur. Elsku pabbi og kæri bróðir. Það er mikið skrítið að vera að skrifa minn- ingargrein um þig. Ég hélt alltaf að þú yrðir hjá okkur alla tíð. Þú varst alltaf svo sterkur og mikill í augum okkar allra. Mér á eftir að þykja mjög skrítið að hringja ekki til þín og spyrja hvort við ættum að skella okkur á fund saman. Það eru liðin tæp 24 ár síðan ég kom til þín og bað þig að mæla með mér inn í Frímúr- araregluna, þú spurðir hvort ég væri alveg ákveðinn og ég sagði já og þú tókst utan um mig og sagðir: „Það verður gaman að fá þig inn og fara með þér á fundi.“ Þegar við fórum á fundi í Reykjavík var ég mjög hissa hvað allir þurftu að faðma þig og heilsa sem einhverjum stórhöfð- ingja. Síðar þegar ég var búinn að vera nokkur ár þá skildi ég af hverju bræðurnir gerðu þetta, þeir sem þekktu þig vissu hvern mann þú hafðir að geyma og virtu þig sam- kvæmt því. Annan eins frímúrara er varla hægt að finna. Það var ekki aðeins í Reglunni sem við vorum saman. Þú varst í út- gerð og ég var á sjó með þér sem skipstjóra og þótti mér það góður skóli. Síðan starfaði ég sem verk- stjóri hjá þér í saltfiskverkun í nokk- ur ár eða þar til þú hættir útgerð. Það var enn meiri skóli. Það var alveg sama hvar við vor- um saman, það var alltaf gott að vera með þér. Við Sirrý eigum þér mikið að þakka og vildum að við gætum staðið okkur eins vel við uppeldi á okkar börnum og þið mamma hafið staðið ykkur í lífinu við að ala okkur öll upp í hreinskilni og sannleika. Okkur langar til að þakka þér fyrir allt en engin orð geta sagt hvað okk- ur þykir vænt um þig og skýrt frá þeirri virðingu sem við bárum fyrir þér. Við munum, eins og allir í fjöl- skyldunni, sjá til þess að mömmu líði sem allra best. Um leið og þú greind- ist með þennan illvíga sjúkdóm fórstu strax að hafa áhyggjur af því hvað yrði um mömmu. Þú hafðir engar áhyggjur af þér sjálfum, að- eins mömmu. Þér leið mjög illa yfir því að geta ekki verið hér lengur og séð um hana eins og þú hefur gert síðan mamma missti sjónina. Þú sagðir alltaf að þú kviðir ekkert fyrir því að hverfa til Austursins eilífa, þú kviðir bara fyrir því að þurfa að skilja hana eftir. Mikill maður er genginn á vit feðra okkar og með honum mikil vitneskja um fyrri tíma sem ekki all- ir geta sagt frá en að spyrja þig var eins og að opna alfræðibók, þú mundir allt, alveg eins og þú værir með yfirstærð af minniskubbi í höfð- inu. Elsku pabbi og tengdapabbi, gangi þér vel á því ferðalagi sem þú ert lagður af stað í og megi Hinn hæsti höfuðsmiður himins og jarðar vernda þig og taka vel á móti þér. Elsku mamma, við skulum gera allt sem í okkar valdi er til að hjálpa þér að sigrast á sorginni þar sem við vitum að þú saknar pabba mikið eftir að hafa haft hann sem förunaut í rúm- lega 65 ár. Þinn sonur og tengdadóttir Karl Hólm og Sigurveig. „Þetta er bara svona“ var orðatil- tæki sem tengdafaðir minn notaði oft og það gerði hann einnig þegar hann sagði mér frá krabbameininu sem hafði þá heltekið hann. Hann var ákveðinn í að berjast allt fram á síð- asta dag, og það gerði hann þótt erfitt hafi verið að sjá hann kveljast og ekk- ert hægt að gera. Þegar ég kynntist honum tók hann mér afar vel, hann leit á mig eins og ég hefði verið í fjölskyldunni til margra ára og virkaði það svolítið óþægilega á mig, en vandist því fljótt. Við áttum mörg góð símtöl um allt mögulegt, fjölskyldumál, daginn og veginn og ekki má gleyma pólitíkinni sem við ræddum mikið um. Þessi harði gamli skipstjóri sem hafði stað- ið vaktina má segja alla sína starfsævi og verið farsæll skipstjóri og bjargað 19 mannslífum en það vildi hann sem minnst tala um. Sjósókn og sjó- mennska var honum afar hjartfólgin og fylgdist hann vel með fjölskyldu- meðlimum sem stunda sjóinn enn í dag. Hann hafði verið stjórnandi og vildi helst vera það, gat verið harður og ákveðinn í máli, en meyr inn við beinið. Hann var stoltur af sinni stóru fjöl- skyldu og sparaði ekki orðin þar um enda alveg óþarfi því börnin eru öll dugleg og hafa staðið sig vel eins og faðir þeirra. Stoltastur var hann af sinni elskulegu eiginkonu Mundu sem hann kynntist þegar hann var í Stýri- mannaskólanum á Ísafirði. Hún var þjónustustúlka á matsölustaðnum Uppsölum þar sem ungu mennirnir borðuðu og var það ást við fyrstu sýn hjá þeim báðum. Fyrir jólin það ár bað Gulli Mundu að koma með sér að velja jólagjafir fyrir frænku sín í Keflavík, það áttu helst að vera skór og náttkjóll (sem hún hafði séð í glugga). Þetta valdi hún af kostgæfni. Þegar að aðfangadagskvöldi kom var þetta svo í pakkanum ásamt fallegum krossi. Hann talaði alltaf um að hann hefði bjargað henni af klakanum og benti ég honum á það, að ef hann hefði ekki komið vestur ætti hann kannski ekki svona glæsilega fjöl- skyldu. Við hjónin fórum nokkrum sinnum með þeim keyrandi um landið og sat þá Munda í framsætinu og við Gulli aftur í. Þegar við komum að hinum ýmsu stöðum sem hann og síðar þeir feðgar komu að á síldarárunum eins og t.d. Siglufirði og Raufarhöfn þá klappaði hann á bakið á henni og sagði: „Manstu ástin mín þegar þú komst keyrandi að heimsækja mig í landlegu og ég horfði á þig í landi en komst ekki að vegna veðurs, það var erfitt.“ Þetta var dýrmætur tími fyrir okkur hjónin að vera þátttakendur í þessum ferðum. Það sannaðist best þá og hefur allt- af verið að ást og virðing í garð sína nánustu er öllum til heilla í lífsgæða- kapphlaupi nútímans. Það var líka yndislegt að sjá þau faðmast á 65 ára trúlofunarafmælinu, þau liggjandi bæði sjúk á sömu stofu á sjúkrahús- inu. Ég kveð þig nú kæri vinur og takk fyrir allt of fá ár sem við áttum saman. Far þú í guðs friði. Fjölmargar ferðaleiðir fyrnast kannski og gleymast lífið og tíminn líður en ljúfar minningar geymast. Seint gleymist sagan ljúfa er sorgin og gleðin mættust. Minning um daginn dýra er draumar okkar rættust. (Hákon Aðalsteinsson) Þín Kristjana Sigurðar. Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur, og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson) Í dag kveðjum við þig elsku afi Gulli, eftir stutta viðureign við illvígan sjúkdóm. Þú hélst reisn þinni fram á síðusta dag og aldrei kvartaðir þú. Minningarnar hlaðast upp, samveru- stundirnar á Þingvöllum, Hólabraut- inni og Sólvallagötunni, það er svo gott að eiga þær og þær geymum við í hjarta okkar. Þú varst æðstur, hélst svo vel utan um fjölskylduna, hjörðina þína eins og þú nefndir okkur, þú varst svo áægður með þitt fólk. Elsku afi, þakka þér fyrir að vera alltaf svo yndislega góður við okkur, þín er sárt saknað. Hafðu þökk fyrir allt. Ég bið góðan Guð að styrkja ömmu. Mundu og okkur aðstandendur í sorginni. Guð blessi þig og varðveiti, hvíl í friði. Anna, Arngeir, Karen Mist og Rebekka Marín. Elsku afi minn. Það er skrýtin hugsun að þú sért farinn, í mínum augum varstu hrein- lega ódauðlegur. Ég hélt þú yrðir með okkur alltaf, ég veit það hljómar kjánalega en það er bara þannig. Það er skrýtið að ég fái aldrei aftur að heyra þegar þú kallaðir mig og Hófí jarðýturnar þínar. Eða hvernig þú horfðir stoltur á stelpurnar mínar og sagðir við mig og Gumma að þær væru auðæfi. En afi minn, ég er rosalega þakklát fyrir þann tíma sem við fengum að hafa þig. Minningarnar sem ég á um þig munu alltaf lifa. Ég er svo rík af minningum um þig, ég er svo rík af öllu því sem ég hef lært af þér og ég er svo rík af öllum þeim tíma sem þú gafst mér og minni fjölskyldu. Stelp- urnar mínar hafa alltaf dýrkað þig og þær stundir sem við áttum með þér eru ómetanlegar. Þú gafst svo mikið af þér afi minn og baðst aldrei um neitt í staðinn. Elsku afi, þessir erfiðleikatímar hafa hjálpað mér að skilja og sjá hversu óendanlega frábær maður þú varst. Þú varst og verður alltaf stór partur af mér. Þú hefðir orðið 87 ára nú 17. febrúar en þrátt fyrir það varstu tekinn of snemma frá okkur. Í huganum og hjartanu áttirðu meiri tíma eftir þótt líkaminn hafi bugast. Nú ertu farinn, elsku afi minn, en ég mun alltaf vera barnabarn þitt og minninguna um þig tekur enginn frá mér. Elsku amma mín, ég veit að enginn kemur í stað afa en við skulum vera dugleg að passa upp á þig og reyna eftir fremsta megni að fylla upp í þá gjá sem hefur myndast í lífi þínu. Ég vona að Guð styrki okkur öll í þessari miklu sorg. Elsku mamma mín og pabbi minn, ég veit að þetta er ykkur mjög erfiður tími því afi Gulli spilaði stórt og mikið hlutverk í ykkar lífi. Elsku systur mínar, ég skal vera dugleg að knúsa ykkur og gleymum aldrei loforðinu sem við gáfum hver annarri þegar við vorum hjá afa eftir að hann sofnaði. Kæru auðæfi afa, styrkjum hvert annað og höldum hóp- inn, hann hefði svo sannarlega viljað það. Sólveig Silfá, Guðmundur, Kristbjörg Perla og Sig- urveig Sara. Það er svo skrýtið að þótt við viss- um hvert stefndi þá er svo sárt að kveðja, þú sem varst hetjan okkar og við álitum ósigranlegan. Minning- arnar eru margar og við verðum dug- leg að rifja þær upp fyrir börnunum okkar, mestu auðæfunum eins og þú kallaðir öll börnin. Sama hvar þú komst þá varstu alltaf að monta þig af auðæfunum þínum sem var stór- fjölskyldan. Hún var þér allt enda stór og samheldin fjölskylda. Það sást best síðustu verslunarmanna- helgi þegar við vorum öll samankom- in á uppáhaldsstaðnum ykkar ömmu, Uppsölum við Þingvallavatn. Þar höfum við átt margar góðar stundir með ykkur ömmu. Síðustu ár hefur þú alltaf verið brennustjórinn um verslunarmannahelgina og tókst ekki annað í mál en að halda því starfi í fyrra þótt heilsan væri ekki góð. Og þegar við vorum að sussa á börnin til að hlífa þér þá skammaðir þú okkur foreldrana því það átti að heyrast í börnunum, það sýndi bara hversu dugleg þau voru. Þú varst alltaf svo stoltur af börnunum okkar og lagðir þig fram við að fylgjast með öllu því sem þau tóku sér fyrir hend- ur. Þú komst oft og horfðir á strák- ana okkar spila körfu- og fótbolta- leiki og mættir á ömmu- og afadaga á leikskólanum og í skólanum. Það var svo gaman fyrir Hilmi Karl þegar þú komst í skólann og talaðir við krakk- ana þegar þau voru að læra um hafið, sýndir þeim heiðursmerkið þitt og sagðir þeim sögur af sjómennskunni. Þau sátu öll, um sextíu talsins, og hlustuðu af athygli, heyrðist ekki í neinum. Þú hafðir svo skemmtilegan frásagnarstíl og frá svo mörgu að segja. Þú hafðir líka sterkar skoðanir á svo mörgu og það var gaman að sitja með þér við eldhúsborðið á Sól- vallagötunni og spjalla því þú varst óþrjótandi viskubrunnur. Frímúrarareglunni helgaðir þú líf þitt og tíminn þinn og störf þín þar verða öðrum bræðrum til fyrirmynd- ar, eftirbreytni og gott veganesti út í lífið. Við viljum þakka ykkur ömmu þær stundir sem við áttum með ykk- ur á viðburðum tengdum reglunni og sérstaklega systrakvöldunum sem við áttum saman. Það var yndislegt að sjá hversu vel metinn þú varst í reglunni og hve margir litu upp til þín. Það gerði okkur svo stolt. Elsku afi, megi góður Guð njóta starfskrafta þinna um ókomna tíð. Guðný Björg, Hjörvar Örn, Hilmir Karl, Birgir Örn og Brynja Þórey. Jæja, nú er friðurinn úti … Þetta var yfirleitt það sem að þú sagðir er við hittumst. Frá því að ég var lítil hefur þú ávallt kallað mig jarðýtu. Mér fannst alltaf jafn gaman að heyra þig segja það og jafnvel þegar saga fylgdi með hvað íbúðin hjá ykk- ur var oft undirlögð er við tvíburarn- ir mættum á svæðið þegar við vorum litlar. Það var svo gaman að hitta þig og oftast létum við eins og við værum að rífast og sögðum allt hvort við annað. Fyndnast var þegar fólk hélt að við ættum ekki skap saman eða að við værum að rökræða sem endaði alltaf með að við föðmuðumst þétt- ingsfast og létum hvort annað vita hvað það væri gaman að hittast. Mér þykir svo vænt um öll skiptin sem þú komst í mat til okkar og pöss- uðum við Kiddi vel upp á að það mætti í það mesta líða mánuður á milli matarboða. Þá var fiskur tekinn út og gratíneraður með bernaise- sósu og hrísgrjónum, Afagullafiskur. Og auðvitað var alltaf ís í eftirrétt. Ég er líka ofsalega ánægð þegar ég hugsa um það hvað þú varst þakk- látur fyrir brauðin sem ég bakaði handa þér núna síðustu mánuði eftir að þú fórst að fara fram á nóttunni þegar hungrið sótti að þér. Í kvöld bakaði ég tvö brauð og Mikael Máni spurði hvort ég væri að fara með þau til þín en þegar ég brosti til hans og sagði honum að það væri ekki hægt sagði hann að þá yrðum við að gefa ömmu Mundu brauðið því henni þætti það líka svo gott. Þú varst alltaf að hrósa mér fyrir það hvað ég væri dugleg að hugsa um ykkur og varst svo þakklátur fyrir það að ég skyldi sjá um negl- urnar á ömmu. Veistu, afi, að ég er líka ofsalega ánægð með mig og allar Gunnlaugur Karlsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.