Morgunblaðið - 12.02.2009, Page 35
Minningar 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009
minningarnar sem ég á um þig? Ég
hafði mikla þörf fyrir að vera með
þér og eiga þig að. Þú talaðir alltaf
svo fallega um öll börnin þín og kall-
aðir okkur auðæfin þín. Það var al-
veg sama hver sagði það eða af
hverju peningar voru í umræðunni
alltaf sagðir þú að menn væru ekki
ríkir nema eiga góða að. Þú varst og
verður alltaf fyrirmyndin mín. Tím-
inn framundan verður erfiður. Það
er skrítið að hugsa til þess að
skreppa upp á Sólvallagötu og þú ert
ekki þar.
Ég er svo þakklát fyrir það að ég
hafi fengið að kveðja þig á spítalan-
um eftir að þú varst búin að kveðja
okkur. Þú varst svo friðsæll og laus
við verki. Ég vona að bænin sem við
systurnar fórum með og loforðin
sem við gáfum þér munu alltaf lifa
með okkur. Við munum passa hver
upp á aðra og fjölskylduna okkar og
meta hana eins og þú gerðir við auð-
æfin þín. Þú kenndir okkur svo
margt og ég ætla að kenna börnun-
um mínum slíkt hið sama. Ef það var
eitthvað sem þú gast gert fyrir auð-
æfin þín þá gerðir þú það stoltur og
glaður.
Meðan tárin streyma niður kemur
sú hugsun að ég ætla að reyna að
beina athyglinni að mikilvægustu
stund lífsins sem er líðandi stund.
Gera mitt besta í að gera betur í dag,
vera jákvæð og hugsa um það hve
lánsöm ég er að hafa átt þig að og hve
góðir vinir við vorum. Þú ert og verð-
ur alltaf fyrirmyndin mín. Ég elska
þig og sakna þín og kveð með trega
en þú munt alltaf eiga stóran stað í
hjarta mínu.
Knús og kremja,
þín jarðýta
Hólmfríður.
Við andlátsfregn þína allt stöðvast í tímans
ranni.
Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með
sanni,
að ósk mín um bata þinn tjáð var í bæn-
unum mínum,
en guð vildi fá þig og hafa með englunum
sínum.
Við getum ei breytt því, sem frelsarinn hef-
ur að segja,
um hver fær að lifa, og hver á svo næstur
að deyja.
Þau örlög, sem við höfum hlotið, það verð-
ur að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð við lútum að frels-
arans vilja.
Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að
una,
við verðum að skilja og alltaf við verðum að
muna,
að guð, hann er góður og veit hvað er best
fyrir sína.
Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina
þína.
Þótt farin þú sért og horfin burt þessum
heimi.
Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér
geymi.
Ástvini þína ég bið síðan guð minn að
styðja,
og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim
biðja.
(Bryndís Jónsdóttir)
Guð geymi þig langafi okkar.
Sóley og Þröstur.
Elsku afi Gulli.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Við söknum þín elsku langafi.
Elvar Ingi, Steinunn Rúna
og Hreiðar Máni.
Nú þegar ég sest niður til að skrifa
minningargrein um einn besta vin
minn og félaga, Gunnlaug Karlsson,
veit ég varla hvar á að byrja. Við vor-
um búnir að starfa saman í yfir 30 ár í
Frímúrarareglunni hér í Keflavík.
Vinátta okkar hefur alltaf verið sú
sama fram á hans hinsta dag. Gulli,
eins og hann vildi láta kalla sig, var
sæmdur heiðursmerki Frímúrara-
reglunnar fyrir sitt frábæra starf
innan hennar.
Eitt af áhugamálum Gulla var
söngur Karlakórs Keflavíkur og fóru
þau hjónin í mörg söngferðalög með
okkur kórfélögum, bæði innanlands
og eins til útlanda. Hann hafði sjálfur
verið búinn að nefna ýmsar óskir um
útför sína og ein af þeim var sú að
Karlakór Keflavíkur mundi syngja.
Ég hafði heyrt í sumar að hann væri
eitthvað veikur og fór til hans. Þá
sagði hann mér að hann hefði greinst
með krabbamein í maga og það væri
komið á það alvarlegt stig að of seint
væri að skera sig upp við því, eitt-
hvað sá hann mér bregða og mér
fannst hann heldur fara að telja í mig
kjark, en ekki öfugt. „Þetta er búið
Jóhann minn, nú verður maður bara
að láta tímann vinna í þessu þangað
til þessu lýkur.“
Gulli var mjög farsæll skipstjóri og
útgerðarmaður í áraraðir. Eftir að
hann hætti sjómennsku reistu þau
hjónin sér fallegan sumarbústað við
Þingvallavatn og dvöldu þar mjög oft
á sumrin. Þar gat hann einnig komist
aðeins í samband við fisk úr vatninu.
Gulli sagði oft að hann væri ríkur
maður og ríkidæmi sitt væri fólgið í
konunni, börnunum og barnabörnum
og öllum hans afkomendum enda var
unun að sjá hann á jólatrésskemmt-
unum með allan hópinn, þá naut
hann sín. Gulli var mikið jólabarn,
hann sá um að skreyta Frímúrara-
húsið fyrir jólin og voru þær skreyt-
ingar til mikillar fyrirmyndar. Eins
var heimili þeirra Gulla og Mundu
ævinlega fagurlega skreytt um
jólahátíðirnar. Ég kom til þeirra
hjóna fyrir nokkrum dögum, líklega
hefur mér orðið litið til lofts í stof-
unni því Gulli sagði: „Jóhann minn,
jólin eru ekki búin hjá mér ennþá, en
það fer að styttast.“
Ég hefði viljað hafa þessa minn-
ingargrein fullkomnari og lengri, en
þær verða nú að vera takmarkaðar
að lengd. Nú kveð ég þennan elsku-
lega vin minn og félaga með miklum
söknuði. Megi guð gefa Mundu,
börnum þeirra og öllum afkomend-
um styrk og blessun sína.
Jóhann Líndal.
Harðjaxl, svipsterkur, glæsimenni
með hlýtt hjarta, fjölfróður um sögu
sjávarútvegsins, sjómaður frá blautu
barnsbeini. Gunnlaugur Karlsson,
skipstjóri í Keflavík, nú Reykja-
nesbæ, var einn af okkar harð-
skeyttu sjósóknurum sem lögðu
grunninn að velferðarkerfi Íslands í
dag. Gulli á Voninni var hann svo oft
kallaður, enda hlutu bátarnir hans
Vonarnafnið og báru með sóma.
Gunnlaugur varð skipstjóri 1946 og
stóð ölduna í áratugi, aflakló og sæk-
inn, enda fer það oftast saman. Hann
var síðast skipstjóri á Voninni sem
hann keypti frá Hollandi, 200 tonna
skipi, en sonur hans Gunnlaugur tók
við skipstjórn á henni þegar sá gamli
hætti.
Gunnlaugur vann um árabil með
okkur áhugamönnum í Bátafélagi
Gríms Karlssonar og lagði þar alltaf
gott til málanna, enda hafsjór af fróð-
leik um allt sem að sjómennsku og
útgerð sneri. Bátasafn Gríms í Duus-
húsum hýsir nú um 100 skipslíkön
Gríms, en safnið er einstakt í heim-
inum bæði vegna fjölbreytni báta,
þverskurðar af íslenskri sjávarút-
vegssögu sl. 100 ár og enginn líkana-
smiður í heiminum hefur smíðað eins
mörg módel og Grímur, eða á þriðja
hundrað. Bátasafn Gríms er eins
konar Snorra-Edda
sjávarútvegssögu Íslendinga frá
1900. Þessi verðmæti kunni Gunn-
laugur að meta og lagði því lið að
koma þeim fyrir almenningsaugu.
Gunnlaugur var fastur fyrir ef því
var að skipta, harðsækinn en heilla-
góður. Hann tók veðrum vel og þeg-
ar hann blindaðist á öðru auga fyrir
mörgum árum þá horfði hann þeim
mun fastar með því sjáandi, en kvart-
aði aldrei. Gunnlaugur var stakur
reglumaður alla ævi og sjálfstæðis-
maður fram í fingurgóma. Hans er
sárt saknað af okkur félögum í Báta-
félagi Gríms, en við höldum stefnunni
í anda hans, setjum kóssinn á miðið
og keyrum fast. Eiginkonu hans,
Guðmundu Sumarliðadóttur, og
börnum þeirra, Jósebínu, Gunnlaugi,
Hafdísi, Karli og Sævari, og fjöl-
skyldunni allri eru sendar innilegar
samúðarkveðjur. Það fer ekkert á
milli mála að eftir verður tekið á
háum himins boga þegar harðjaxlinn,
hið svipsterka glæsimenni, kemur í
hlað á Voninni.
Árni Johnsen.
Hið fyrsta, sem flaug í hug mér
þegar hringt var í mig og tjáð lát
Gunnlaugs Karlssonar úr Keflavík,
var að nú væri genginn mikill höfð-
ingi, maður, sem slíka nafnbót bar
með óumdeildri rentu.
Hann var glæsilegur á velli,
óvenjulegur skapfestumaður og um
leið góðgjarn og hjálpfús og einstak-
ur vinur vina sinna. Maður framfara
og framþróunar, sem jafnframt stóð
föstum fótum í gömlum og grónum
gildum mannvits og kristilegrar sið-
fræði, maður, sem var ávinningur að
kynnast og upplifun að vera samvist-
um við.
Gunnlaugur fæddist í Keflavík 17.
febrúar 1923, en kynni okkar hófust
1970. Þau fóru rólega af stað, en uxu
fljótt og efldust þaðan af og til hans
síðustu daga og eins og ég hygg að
margir fleiri vina hans hafi mátt
reyna hélt hann gengi vina sinn mjög
fram og vildi veg þeirra sem mestan,
en lét oft næsta lítið af eigin gerðum
og var þó oftast mikill ef ekki oft
mestur gerandi þeirra atburða og at-
vika, sem urðu eða fóru fram í hans
næsta nágrenni. Það var oft gaman
og fróðlegt að sjá hvað þessi einarði
maður gat fylgt málum vel eftir á
næsta hógværan og átakalausan
hátt.
Gunnlaugur var mikill Keflvíking-
ur og lifði alla tíð sem slíkur hvað sem
nafnabreytingum svæða leið. Hann
byrjaði barnungur (fyrst níu ára) að
stunda sjó með föður sínum, en rak
eigin útgerð og stjórnaði báti sínum
alla sína manndómstíð, en öll var
þessi útgerðarsaga og skipstjórn
saga skipulegrar forsjár og farsællar
stjórnunar yfirvegaðs og þar með
happasæls og kappsams fyrirhyggju-
og forystumanns.
Það veit ég að eitt sitt mesta happ
taldi Gunnlaugur er þau gengu í
hjónaband hinn 30. desember 1944
hann og Guðmunda Sumarliðadóttir,
sem var Ísfirðingur og lifir nú mann
sinn, en alla sína búskapartíð bjuggu
þau í Keflavík. Þeim varð fimm barna
auðið, sem öll lifa föður sinn og eru í
anda foreldra sinna mikið úrvalsfólk.
Samhent fjölskylda og stolt Gunn-
laugs til hinsta dags.
Þau Guðmunda og Gunnlaugur
voru samhent og samstiga, t.d. studdi
Guðmunda starf bónda síns fyrir
stúku frímúrara í Keflavík með ráð-
um og dáð og er henni hér og nú
þökkuð ómæld vinsemd og hjálp frá
fyrsta degi þeirrar stúku.
Ferill Gunnlaugs innan Frímúr-
arareglunnar á Íslandi var glæsileg-
ur enda var honum veitt heiðurs-
merki Reglunnar 1999. Við leiðarlok
nú flyt ég í nafni stjórnar Reglunnar
br. Gunnlaugi Karlssyni þakkir Regl-
unnar fyrir öll hans mikilvægu störf í
hennar þágu liðin rétt tæp 40 ár og
óska honum alls velfarnaðar á nýjum
brautum.
Gunnlaugur var þungavigtarmað-
ur um alla framför og eindrægni í
stúku sinni og meðal bræðra frá upp-
hafi og stjórnaði henni síðan mest-
allan síðasta áratug liðinnar aldar og
gat að lokum samglaðst stúkubræðr-
um sínum yfir unnum sigrum og
bjartri framtíð.
Við leiðarlok er að þakka, að hafa
mátt vera vinur Gunnlaugs og njóta
samvista við hann og þau hjón bæði
og gildir það fyrir okkur bæði Jó-
hönnu konu mína og mig, en Guð-
mundu og öðrum ástvinum Gunn-
laugs sendum við einlægar
samúðarkveðjur. Honum óskum við
allrar farsældar í samræmi við trú
okkar allra.
Einar B. Birnir.
Meira: mbl.is/minningar
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birtist
valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur birt-
ing dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu
ekki lengri en 3.000 slög (stafir
með bilum - mælt í Tools/Word
Count). Ekki er unnt að senda
lengri grein. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU,
5-15 línur, og votta þeim sem
kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein.
Ekki er unnt að tengja viðhengi
við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli, sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá, sem fjallað er um, fæddist,
hvar og hvenær hann lést, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins fram
í formálanum, sem er feitletraður,
en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Minningargreinar
✝
Hjartans þakkir til hinna fjölmörgu sem sýndu
okkur vináttu, virðingu og samúð við andlát
ástkærrar dóttur minnar, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GUÐNÝJAR ALBERTU HAMMER
frá Brekkum,
Lækjarbraut 2,
Rauðalæk.
Herdís Albertsdóttir,
Kristjana Sigurðardóttir, Gunnlaugur Gunnlaugsson,
Herdís R. Þorgeirsdóttir, Davíð B. Sigurðsson,
Sigríður S. Jónasdóttir,
Ragnheiður Jónasdóttir,
Sigurður Jónasson, Ásdís G. Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar,
fósturmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HELGU JÓNÍNU GUNNÞÓRSDÓTTUR,
áður til heimilis í Grænumörk 5,
Selfossi.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Ljósheima
Selfossi fyrir góða umönnun.
Vilborg Magnúsdóttir,
Charlotta Halldórsdóttir, Valur Andrésson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
hlýhug, vináttu og samúð við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR SVEINSDÓTTUR,
Múlasíðu 24,
Akureyri.
Þökkum af alhug starfsfólki heimahlynningar
á Akureyri og starfsfólki FSA fyrir frábæra umönnun, alúð og umhyggju.
Júlíus Björgvinsson,
Anna Óðinsdóttir, Hafsteinn Hinriksson,
Rúnar Júlíusson, Olga Sigurðardóttir,
Aníta Júlíusdóttir, Hjalti Gestsson,
Gréta Júlíusdóttir, Tómas Karl Karlsson,
Viðar Júlíusson, Margrét Ösp Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Elskuleg móðir okkar,
GUÐRÚN JÓNA GUNNARSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Engjaseli 9,
Reykjavík,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans 11-E við
Hringbraut mánudagskvöldið 9. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 16. febrúar kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á menntunarsjóð Hafsteins
og Katrínar, banki 166 -hb. 15 - nr. 630063, kt. 040587-3069.
Hafsteinn Daníel Þorsteinsson,
Katrín Björg Hannesdóttir.