Morgunblaðið - 12.02.2009, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 12.02.2009, Qupperneq 42
42 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009 Mátturinn við að vera listamaður er að geta töfrað smávegis44 » GUÐMUNDUR Oddur Magnússon, prófessor í graf- ískri hönnun við Listaháskóla Íslands fjallar í kvöld um táknmál mótmæla á vegg- spjöldum, ljósmyndum og merkjum á fyrirlestri í Lista- safni Íslands. Hann fer yfir helstu þætti í klassísku mynd- máli mótmæla og ber þá sam- an við það sem er að gerast fyrir framan nefið á okkur þessa dagana í miðbæ Reykjavíkur. Fyrirlestur Guðmundar er hluti af fyrirlestrarröð sem Hönnunarmiðstöð Íslands og Listasafn Reykja- víkur standa saman að og verða reglulega á dag- skrá einu sinni í mánuði. Hönnun Goddur talar um táknmál mótmæla Guðmundur Oddur Magnússon Á MORGUN kl. 17 opnar ljóð- skáldið Kristín Svava Tóm- asdóttir sýningu á listaverkum sem hún valdi úr Artóteki Borgarbókasafns í Grófarhúsi. Verkin eru eftir ólíka myndlist- armenn og unnin á mismun- andi hátt, en má þó greina sameiginlegan þráð í þeim þar sem maðurinn og viðvera hans kemur við sögu. Við opnunina stjórnar Kristín Svava ljóða- gjörningi sem felur í sér flutning á nýjasta verki Orðkestru íslenska lýðveldisins. Allir eru hjart- anlega velkomnir á opnunina. Kristín Svava gaf út ljóðabókina Blótgælur hjá Bjarti haustið 2007 og var hún valin besta ljóðabókin af bóksölum það ár. Myndlist og ljóð Orðkestra íslenska lýðveldisins Kristín á degi íslenskrar tungu. MEÐ heklunál í Hnitbjörgum heitir verk Rósu Sigrúnar Jónsdóttur myndlistarkonu sem sýnt verður í Listasafni Einars Jónssonar á Safnanótt annað kvöld. Þar teflir hún fín- um þráðverkum sínum á móti efnismiklum gifsverkum Ein- ars Jónssonar myndhöggvara. Safnið verður opnað kl 19 og klukkan 21 hefjast þar tón- leikar undir heitinu Úr myrkr- inu yfir í birtuna. Þar flytja þær Anna Jónsdóttir sópran og Sophie Schoonjans hörpuleikari íslensk þjóðlög og sönglög frá ýmsum löndum, sem í sam- einingu eiga að geta leitt huga manns í gegnum myrkrið yfir í ljósið. Myndlist Þráðverk og söngur í Hnitbjörgum Rósa Sigrún Jónsdóttir Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÉG held að það verði gaman að heyra verk þessara ólíku kynslóða saman. Þetta er skemmtilegt yfirlit um það sem hefur breyst og það sem er líkt með kynslóðunum,“ segir Daníel Bjarnason píanóleikari, tón- skáld og hljómsveitarstjóri. Á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Myrkum músíkdögum í Há- skólabíói í kvöld kl. 19.30 flytur hljómsveitin fjögur íslensk verk, þar af munu þrjú heyrast í fyrsta sinn á Íslandi. Eitt verkanna, Píanókons- ert, er eftir Daníel sjálfan, en hann mun jafnframt stjórna hljómsveit- inni í fyrsta sinn opinberlega. „Það er rosalega gaman að vinna með sinfó og bónus að vera með mitt eig- ið verk. Ég hef gaman af því að fá að fylgja verkinu mínu alla leið og þurfa ekki að stíga til hliðar fyrir annan hljómsveitarstjóra á æfinga- tímabilinu. Ég held að það sé líka að vissu leyti gaman fyrir hljómsveitina að hafa tónskáldið á pallinum.“ Nóg að gera hjá Víkingi Víkingur Heiðar Ólafsson er ein- leikari í konsertinum, sem er í þrem- ur þáttum, „millihröðum, hægum og mjög hröðum“, og hann er stór í sniðum. „Það er mikið að gera fyrir píanóleikarann. Víkingur tekur þetta föstum tökum; fær að láta ljós sitt skína og spilar nánast allan tím- ann án þess að stoppa. Hann er frá- bær.“ Daníel segir að Dialogo eftir Hauk Tómasson sé mjög flott verk. „Það er mikill kraftur í því, snerpa og rytmík, en líka ljóðrænir staðir á milli. Ríma eftir Þorkel Sigurbjörns- son er frá 1977 og er íslensk stemma þar sem Þorkell vinnur með rímna- lög. Klarinettukonsertinn hans Jóns Ásgeirssonar er mjög fallegur og gaman að hafa Einar Jóhannesson í einleiknum.“ Blæðandi fegurð Frumraun Daníels Bjarnasonar með Sinfó Morgunblaðið/Valdís Thor Daníel Bjarnason „Ég hef gaman af því að fá að fylgja verkinu mínu alla leið, og þurfa ekki að stíga til hliðar fyrir annan hljómsveitarstjóra.“ Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÞRJÁTÍU myndverk eftir kunna listamenn úr safni Thyssen-Bornemisza Contemporary Art Collections, sem er í eigu Francescu von Habs- burg, verða seld á uppboði hjá Philips & Pury í London í dag. Féð á að nota til að styrkja ís- lenska myndlist og menningu. Í dag verða einnig pallborðsumræður í London, í tengslum við uppboðið. Þar koma fram, auk von Habsburg, sýningastjórinn Hans Ulrich Obrist, forstöðumaður við Ser- pentine Gallery, Nína Magnúsdóttir fram- kvæmdastjóri Nýlistasafnsins, og listamenn- irnir Gabríela Friðriksdóttir, Erling Klingen- berg og Sigtryggur Baldursson. Umræðunum stýrir Daniel Birnbaum, en hann stýrir tvíær- ingnum í Feneyjum í sumar. Samtímaliststofnun von Habsburg, Nýlista- safnið og dánarbú Dieter Roth, kynna sam- tímis hugmyndir um nýja listastofnun í Reykjavík. Hugmyndin er að steypa saman umfangsmiklum listasöfnum þeirra þriggja, auk reynslu og þekkingu þeirra sem koma að málinu, til að móta nýja uppsprettu listrænnar sköpunar, sýningastað og geymslusvæði lista- verka, í „nýju og dýnamísku safnaumhverfi.“ Húsnæðið sem þau renna sjónum til eru hin- ar gömlu höfuðstöðvar Kaffibrennslu Johnson & Kaaber við Sæbraut. Nýja Kaupþing er eig- andi bygginganna, sem í tilkynningu frá stofn- un Francescu von Habsburg eru sagðar afar heppilegar til að hýsa þessi metnaðarfullu verkefni. Í húsinu mættu vera sýningasvæði, listasafn og listaverkageymslur, auk aðstöðu fyrir sérfræðinga, vinnustofur listamanna og fólk sem vinnur að listrænni sköpun og miðlun. Stofnun von Habsburg er reiðubúin að leggja fram eina milljón evra, nær 150 millj- ónir króna, í framkvæmdir í húsinu og að hleypa verkefninu af stokkunum. Til að svo megi verða, er víðtækur stuðningur stofnana og stjórnvalda á Íslandi settur sem skilyrði. „Á erfiðum tímum sem þessum verðum við að vinna saman að því bæta samskiptin við Ís- land,“ segir von Habsburg. „Listasamfélagið á Íslandi er reiðubúið að vera hluti af lausninni – því það var aldrei hluti af vandamálinu, og ég styð það heilshugar.“ Andvirði verkanna sem verða seld á upp- boðinu í dag, verður m.a. notað til að fjár- magna fyrirhugaða listastofnun. Á meðal verk- anna sem seld verða eru stór teikning eftir Robert Longo, ljósmyndaverk eftir Thomas Struth, Gregory Crewdson, Sam Taylor- Wood, og verk eftir Jenny Holzer og Richard Long. Ný listastofnun Francesca von Habsburg, dánarbú Dieter Roth og NÝLÓ hafa augastað á húsi Ó. Johnson & Kaaber Morgunblaðið/Golli Hús Ó. Johnson & Kaaber Svo gæti farið að ný listastofnun verði opnuð í þessu sögufræga húsi. HAGÞENKIR, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, hefur tilkynnt hvaða höfundar og rit eru til- nefnd til Við- urkenningar Hagþenkis fyrir árið 2008. Hag- þenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, náms- gögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Verðlauna- upphæðin er kr. 750.000 sem er sama upphæð og Félag íslenskra bókaútgefenda veitir til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í hvorum flokki fyrir sig. Meðal tilnefndra eru Aðalsteinn Ingólfsson fyrir listaverkabókina Elías B. Halldórsson; Vilhjálmur Árnason fyrir Farsælt líf, réttlátt samfélag - kenningar í siðfræði og Hjörleifur Stefánsson fyrir bókina Andi Reykjavíkur. Nánari upplýs- ingar um tilnefningarnar eru á vef Hagþenkis. Hagþenkir tilnefnir Þorleifur Hauks- son fékk Haþenk- isviðurkenninguna í fyrra. hagthenkir.is RÓSA Gísladóttir myndlist- armaður sýnir nú umhverfislist í Galleria 196 í Róm. Sýningin sem haldin er í boði gallerísins í sam- vinnu við ítalska umboðsfyrirtækið Pegaso og sendiráð Íslands í Róm, ber yfirskriftina Looking at the Overlooked. Ítalska stórblaðið Corriere della Sera birti grein um opnunina og sagði frá umhverf- isþema sýningarinnar (e. ecoarte). Blaðið birti mynd af meginverki sýningarinnar, sem ber heitið The Doubt of Future Foes Exiles My Present Joy og lýsir ótta okkar við áhrif mengunar á framtíð jarð- arinnar. Verkið er þriggja metra há, upplýst súla úr plastflöskum, sem innihalda litað vatn. Litirnir í súlunni endurspegla landslag, him- in og haf. Önnur verk á sýning- unni eru ljósmyndir og þrívídd- arverk sem eru byggð á svipuðum hugmyndum í umhverfislist. Umhverfis- list í Róm „Þetta er appollónskur konsert með ástargyðju-ívafi,“ segir Einar Jóhannesson sem frum- flytur Klarinettukonsert Jóns Ásgeirssonar með hljómsveit- inni á tónleikunum í kvöld. „Þetta er ekta Jón Ásgeirsson. Hann byggir verkið á íslenskri danshefð og svo hefur hann sína lýrísku æð sem er alveg dásamleg og við þekkjum úr sönglögunum hans. Annar kafli konsertsins er ekkert annað en blæðandi fegurð,“ segir Einar. „Ég heyri áhrif frá öðrum tón- skáldum, bæði frá Sjostakovitsj og Gerald Finzi. Fyrst og fremst er þetta þó tónn Jóns, ósvik- inn.“ Jón, ósvikinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.