Morgunblaðið - 12.02.2009, Page 44

Morgunblaðið - 12.02.2009, Page 44
FÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009 Fólk Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÖNNUR hver búð við Laugaveginn stendur auð, verslunarmenn horfa fram á gríðarlegan samdrátt en þrátt fyrir fyrirsjáanlegar hörmungar virðist ekki hægt að drepa rokkið niður. Ef eitthvað er virðist þeim sem því tengjast hlaupa kapp í kinn við að standa fram fyrir þessum voveiflegu fram- tíðarhorfum. Þannig hefur Record Records ehf., ís- lenskt útgáfu-, innflutnings- og dreifingarfyr- irtæki, hafið stórfelldan innflutning á plötum allra helstu útgáfufyrirtækja harðkjarna og þunga- rokks. Haraldur Leví Gunnarsson, talsmaður Re- cord Records, segir að eftirspurn sé mikil og fjár- hagsleg áhætta sé því lítil. Hyggst hann selja titlana í gegnum öfluga vefverslun á www.record- records.com en svo verður titlum dreift í almenna plötubúðir einnig. „Ég er í tengslum við heildsala sem hefur yfir öllum þessum helstu merkjum að ráða. Þetta lækk- ar kostnaðinn til muna hjá þeim sem hafa verið að panta í gegnum Amazon til dæmis.“ Haraldur segist vilja auðvelda aðgengi áhuga- manna að þessu efni og gera það sýnilegra, fólk hafi t.d. verið að selja titla í stofunni heima hjá sér og það geti hentað illa fyrir feimið og óframfærið fólk. „Fólk sem er fyrir svona tónlist styður mikið við böndin sín og er lítið að hala niður af netinu og ger- ir sér far um að kaupa það efni sem uppáhalds- sveitirnar láta frá sér.“ Kominn heim Plötur með Jacob Bannon og félögum í Converge eru loks fáanlegar á skerinu.  Kjartan Ólafsson, tónskáld og formaður Tónskáldafélags Íslands (TÍ), tjáði sig í Morgunblaðinu í gær um punktakerfið umdeilda sem ráðgert er að breyta innan STEFs. Kerfið mismunar tónverkum ís- lenskra tónsmiða eftir lengd og um- fangi sem þýðir að verk af „klass- ískum“ toga fá alla jafna meira greitt fyrir hverja mínútu í útvarpi en verk popptónlistarmanna. Kjart- an gerir lítið úr ágreiningnum í við- talinu, segir punktakerfið vera bón- uskerfi og að þó að tiltekið tónverk sé metið til fleiri punkta og þ.a.l. hærri greiðslna þýði það ekki að greiðslur fyrir önnur tónverk skerðist. Bíðum nú við. Getur verið að innan STEFs gildi önnur stærð- fræðilögmál en þau sem við hin þekkjum? Hvernig getur aukinn hlutur eins ekki komið niður á hlut annars? Jú, Kjartan útskýrir þetta síðar í sama viðtali: „[Í] því sam- bandi skiptir máli hvernig greiðslur skiptast á milli íslenskra og erlendra tónskálda.“ Sem sagt. STEF dregur hluta af réttmætum greiðslum til erlendra tónlistar- manna og færir hann íslenskum tónskáldum í formi bónusgreiðslna. Er hægt að skilja þetta öðruvísi? hoskuldur@mbl.is Vita erlendir rétt- hafar af þessu?  Breska leikkonan Kate Winslet hefur sópað að sér verðlaununum að undanförnu fyrir túlkun sína í kvikmyndnni The Reader. Myndin er tilnefnd til fimm Óskars- verðlauna og veðja margir á að Winslet fari þar einnig með sigur af hólmi. Það er hins vegar ekki á jafnmargra vitorði að Íslandsvin- urinn Nico Muhly á heiðurinn af tónlistinni í kvikmyndinni. Muhly er á mála hjá íslenska útgáfufyr- irtækinu Bedroom Community sem Valgeir Sigurðsson, tónlistarmaður og upptökustjóri, stofnaði ekki alls fyrir löngu. Muhly hefur margoft komið fram á tónleikum hér á landi, nú síðast í janúar þar sem hann kom fram á sérstöku BC-kvöldi á Kaffibarnum. Nico Muhly með tón- listina í The Reader Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „MÁTTURINN við að vera lista- maður er að geta töfrað smá og það er pælingin, að koma með birtu á dimmri vetrarnóttu á krepputímum,“ segir sjónlistamað- urinn Óskar Ericsson um verk sitt Þakgluggi sem verður til sýnis í Listasafni Reykjavíkur á Safna- nótt, annað kvöld. „Þetta er vídeóinnsetning, ég varpa bláum himni og hvítum skýj- um á tjaldið sem er strengt yfir port Hafnarhússins, bý til þak- glugga. Hugmyndina að verkinu hef ég gengið með í mörg ár og upprunalega átti það að vera mikið stærra og útivið en svo kom kreppa og ég ákvað að minnka það aðeins.“ Sólbekkir í boði Verkið verður uppi frá kl. 19 til 24 og aðeins sýnt í þetta eina skipti. „Það verða sólbekkir þarna, sem ég fékk að í láni frá Laug- ardalslauginni, svo fólk getur lagt sig á bekkjunum og horft á verk- ið,“ segir Óskar og blaðamaður ímyndar sér að upplifunin á verki Óskars verði svipuð og að fleygja sér kylliflötum á bakið úti í móa á fögrum sumardegi til að horfa á margbreytileika himinsins. „Þetta er kannski pínu væmið verk, sem er reyndar bara gaman. En meiningin er að fólk fái smá yl í hjartað enda er verkið hugsað upphaflega sem meðal við skamm- deginu. Galdurinn við verkið er líka að skilja eitthvað eftir handa ímyndunarafli áhorfandans svo hann geti skapað sína eigin sögu og það verða mörg element í þessu, blanda af bæði tölvu og alvöru heimi.“ Óskar er hrifinn af því að nota vídeólistina til að skapa stemningu í svartasta skammdeginu. „Það er lítið um vídeólist á Íslandi og með verkinu er ég líka að sýna hvað er hægt að gera með þennan miðil. Fólk áttar sig oft ekki á því hvað vídeólistin býður upp á, sérstaklega hér þar sem er myrkur hálft árið.“ Mynstrið í óreiðunni Þegar fyrri verk Óskars eru skoðuð er augljóst að náttúran er honum hugleikin. „Ég er undir áhrifum frá umhverfinu og hef lítið unnið með fólk, aðallega með loft, vatn og jörð. Listin er einskonar töframáttur og þar tengist náttúr- an inn í, náttúruöflin eru miklu öfl- ugri en önnur öfl. Þetta snýst líka um að finna mynstrið í óreiðunni; í skýjunum, vatninu og eldinum.“ Næsta verkefni Óskar er fyrir komandi Menningarnótt en verk hans á seinustu Menningarnótt, Þvottavélakórinn á Skólavörðuholti, er mörgum minnisstætt. „Ég hef grúskað mikið í því undanfarið að skapa minn eigin orkugjafa og hug- myndin er sú að smíða vindmyllu sem knýr áfram sjálfbært raf- magnslistaverk, listaverk sem fer bara í gang þegar það er hvasst.“ Pínu væmið verk  Sjónlistamaðurinn Óskar Ericsson sýnir Þakglugga á Safnanótt  Vill gefa fólki smá yl í hjartað  Smíðar vindmyllu til að knýja áfram rafmagnslistaverk Morgunblaðið/Kristinn Þakgluggi Þeir sem vilja fá örstutta hvíld frá skammdeginu er bent á að kíkja á listaverk Óskars Ericssonar í Hafnarhúsinu, annað kvöld. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is VETRARHÁTÍÐ Norræna hússins fer fram dagana 13. og 14. febrúar, föstudag og laugardag. Viðburðir eru margir og mismunandi; m.a. verður heilmikil draugaráðstefna föstudaginn 13. sem er einkar hæf- andi dagsetning fyrir slíkan gjörn- ing en auk þess verða ráðstefnur, ljósmynda- og myndlistasýningar og margt, margt fleira. Unnið með arfinn Þá verða tvennir rokktónleikar, annars vegar mun íslenska rokk- sveitin Reykjavík! spila plötu sína The Blood í heild á föstudeginum en daginn eftir treður grænlenska sveitin Liima Inui upp. Ber að fagna þessari heimsókn bræðra okkar og systra frá Græn- landi en allt of fátítt er að tónlist- arhópar þaðan geri sig heimakomna. Sveitin nýtur nú um stundir mikilla vinsælda á Grænlandi og spilar til- raunaglatt rokk, þar sem fyrir koma stefnur eins og rapp og reggí, en um leið er tónlistin bundin þjóðlegum tilvísunum. Hræra þessi er fram- reidd á einkar nútímalega vísu og segja má að nýi og gamli tíminn á Grænlandi mætist í einum rokkandi skurðpunkti. Innfæddir Grænlend- ingar skipa sveitina sem var stofnuð árið 1994 og er það bassaleikarinn Georg Olsen sem leiðir sveitina. Söngkonan Randi Broberg er hins vegar í framlínunni og þykir hafa mikla útgeislun. Í hitteðfyrra kom svo platan Pluto út en hún sló í gegn í heimalandinu og hefur nú selst í 3000 eintökum. Hljómsveitin, hlaðin verðlaunapeningum, hefur gert mik- ið af því að kynna sig og sitt land í kjölfar vinsældanna. Tónleikar sveitarinnar ku líka mikið sjónarspil, en að baki sveitinni eru sýndar fram- úrstefnulegar stuttmyndir eftir meðlimi. Helsvalt heimskautareggí Frost og funi Sjálfur heimskautsísinn bráðnar þegar Liima Inui gefur í. Grænlenska rokkhljómsveitin Liima Inui leikur á Vetrarhátíð Norræna hússins næstkomandi laugardag Amiina kemur fram í Ásmund- arsafni á Safnanótt. Kl. 20 leika stelpurnar í hljómsveitinni á alls kyns sérkennileg hljóðfæri sem eru strokin, klingja og hringja. Kl. 21.30 leika þær sér svo að ómnum í Kúlunni, fyrstu vinnustofu Ásmundar. Dagskrá Listasafns Reykja- víkur á Safnanótt er mjög fjöl- breytt og m.a. verða dansarar úr Kramhúsinu með dansatriði í sýningarsölum Hafnarhússins sem tengjast sýningum hússins frá kl. 19 til 24. Annað um að vera 44 Menning Kjarngott rokk á krepputímum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.