Morgunblaðið - 12.02.2009, Síða 46

Morgunblaðið - 12.02.2009, Síða 46
46 Menning MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009 Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Þegar blaðamaður gengur inn í lista-mannakommúnu á Smiðjustígnumtekur andi sköpunarkraftsins á mótihonum. Andinn angar ekki af bjór og sígarettum eins og ímynd rokks og róls heldur iðjusemi og hugmyndaríki. Í húsinu starfa rúm- lega þrjátíu listamenn sem leggja stund á tón- list, myndlist og fatahönnun. Blaðamaður fær að snuðra um húsið, sem er um 300 fm á tveimur hæðum, í fylgd Kristjáns Freys Halldórssonar, trommara hljómsveit- arinnar Reykjavík!, sem titlast umsjónarmaður þess. „Það var undir lok árs 2007 sem við í hljóm- sveitinni Reykjavík! vorum að leita okkur að húsnæði. Ég hafði samband við fjárfestinga- félagið Festar, sem á nokkra reiti í miðbænum, og þeir redduðu okkur litlum kofa sem er víð- frægur, við Laugaveg 17, sem hýsti áður plötu- búðina Grammið. Þar æfðum við ásamt Skak- kamanage, FM Belfast og Borko. Þegar ákveðið var að rífa Grammið leituðum við aftur á náðir Festa og fengum þá þetta hús sem áður hýsti m.a. plötuútgáfur og lager Japis,“ segir Kristján spurður út í aðdraganda þess að þau fengu aðstöðu þarna. „Húsið er stórt svo ég leit- aði á náðir vina og kunningja til að fylla það en ég vissi að marga vantaði húsnæði undir sköp- un sína. Við erum búin að vera hér í ár núna og það hefur nánast sami kjarninn verið í húsinu þann tíma,“ segir Kristján. Engar svæsnar sögur Tónlistin tekur neðri hæð hússins, en þar æfa ásamt Reykjavík! hljómsveitirnar FM Belfast, Borko og Retro Stefson auk fleiri einyrkja í tónlist og plötuútgáfunnar Kimi Records sem hefur þar sína aðstöðu sunnan heiða. Á efri hæðinni tekur annað við, þar hafa sjö listamenn og fatahönnuðir vinnuaðstöðu og má sjá þar verk upp um alla veggi og vinnuborð þakin efni. Á slíkum vinnustað þarf gott skipulag til að forðast árekstra og segir Kristján litla drama- tík hafa átt sér stað á milli kommúnumeðlima. „Við skiptumst í raun í tvo hópa, hér er fólk að vinna á skrifstofutíma og svo æfa hjómsveit- irnar á milli 17 og 24 en það er bannað að búa til hávaða eftir miðnætti. Til að fólk geti stundað sína sköpun verður að vera skipulag og virðing borin fyrir tíma ann- arra,“ segir Kristján en hefur fátt að segja þeg- ar blaðamaður reynir að draga upp úr honum einhverjar svæsnar sögur. „Fólk lítur á þetta sem vinnustað og virðir það, ég hef því miður engar partísögur. Við höfum fengið að hafa þessa aðstöðu í friði en auðvitað koma stundum vinir okkar við ef þeir vita af okkur á æfingu.“ Á húsfundum er unnið úr ágreiningi komm- únubúa, ef einhver er, og þrifnaðardagar eru svo haldnir reglulega. Undirbúa samkrull Þeir sem leigja aðsöðu í Smiðjunni, eins og húsið er stundum kallað, mega eiga von á því að þurfa að yfirgefa húsið með skömmum fyr- irvara ef eigendur þess ákveða að rífa það. Kristján segir mikla eftirspurn vera hjá lista- mönnum eftir slíku húsnæði í miðbænum og að síminn hjá honum stoppi ekki. Fólk sé stöðugt að reyna að bætast í hóp Smiðjubúa. Fyrir áramót héldu listamennirnir opið hús Hljómsveitaræfing Þónokkrar hljómsveitir æfa í húsinu og fleiri vilja ólmar bætast í hópinn. Skipulagið Allt er í röð og reglu og þrifnaðardagar eru haldnir reglulega. Smiðjan Listakonan Inga María vinnur að list sinni á efri hæðinni ásamt sjö öðrum listamönnum. Morgunblaðið/Heiddi Trommarinn Kristján Freyr Halldórsson er vanari að vera fyrir aftan trommusettið þegar hann slær takt Reykjavíkur! Uppi Myndskreytirinn Myrra vinnur á efri hæðinni innan um fatahönnuði og aðra furðufugla.  Á Smiðjustígnum dvelja um þrjátíu listamenn undir sama þaki  Tónlistarmenn, myndlistarfólk og fatahönnuðir vinna saman í sátt og samlyndi  Mikil eftirspurn hjá listamönnum sem vilja inn Engan hávaða eftir miðnætti! » Það var troðfullt hér nokkr-ar helgar fyrir áramót. Við buðum upp á kakó og pip- arkökur, vorum með bóka- upplestra og tónleika og hönn- uðir og tónlistarmenn sýndu og seldu sitt. fyrir gesti og gangandi sem þeir kölluðu Hasar Basar. „Það var troðfullt hér nokkrar helgar fyrir áramót. Við buðum upp á kakó og pip- arkökur, vorum með bókaupplestra og tónleika og hönnuðir og tónlistarmenn sýndu og seldu sitt. Við erum nú að undirbúa meira samkrull þeirra sem eru með aðstöðu hér, pælingin er að fá ólíka menn hér innanhúss til að vinna eitt- hvað saman. Við fengum smástyrk úr Tónlist- arsjóði nýlega og ætlum að koma frá okkur ein- hverri afurð sem félagsskapur. Hér þarf ekki að leita langt yfir skammt. Við notum krafta hvert annars mikið, nú er t.d. ein myndlist- arkonan á efri hæðinni að búa til myndband fyrir Reykjavík!, við notuðum söngvara Retro Stefson í bakraddir á nýjustu plötu okkar og ef mann langar í fiðlu í eitt lagið sitt er nóg að banka á æfingaherbergið hjá klassísku tónlist- armönnunum,“ segir Kristján og býður blaða- manni upp á kaffi, það er ekki einu sinni bjór í ísskápnum. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.