Morgunblaðið - 12.02.2009, Side 51
Menning 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009
STREPSILS töflur innihalda: Amýlmetakresól 0,6 mg, 2,4 tvíklóróbensýl-
alkóhól 1,2 mg. Strepsils töflur eru látnar renna í munni og leysast þar
hægt upp. Þannig nást fram staðbundin sótthreinsandi áhrif í munni og
koki. Auk þess hafa bragðefnin væg kælandi áhrif sem slá á ertingu.
Venjulega er ein tafla látin leysast hægt upp í munni á 2-3 klst. fresti.
Einnig má leysa upp 1-2 töflur í heitu vatni og drekka sem heitan drykk.
Lyfið þarf venjulega að nota í 3-4 daga og stundum í allt í eina viku.
Notkun lyfsins hefur engin áhrif á önnur lyf sem notuð eru samtímis.
Ofnæmi eða ofnæmislík viðbrögð geta komið fyrir en eru afar sjaldgæf.
Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar
sem börn hvorki ná til né sjá.
Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare.
Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Strepsils inniheldur tvö bakteríudrepandi og
sótthreinsandi efni sem hafa staðbundna verkun
við meðferð á vægum sýkingum í munni og hálsi,
t.d. kokbólgu, tannholdsbólgu og munnbólgu.
36 stk. í pakka!
Nýtt
ÞRÁTT fyrir að Batman lifi góðu
lífi í heimi kvikmyndanna, eins og
sannaðist á gífurlegum vinsældum
The Dark Knight í fyrra, er hann
ekkert voðalega hress í mynda-
söguheimum. Þannig er nefnilega
mál með vexti að myndasöguhöf-
undurinn Grant Morrison drap
Bruce Wayne á síðum myndasögu-
blaðsins Detective Comics (er birt
hefur hina eilífu framhaldssögu
um Batman í um 70 ár) í nóv-
ember í fyrra.
Endalok Bruce Waynes urðu
þannig að hann var skotinn til
bana af geðsjúkum glæpamanni er
svo reyndist vera faðir hans.
Nú hefur útgáfufélagið DC Co-
mics tilkynnt um arftaka Batmans
sem á að verja saklausa íbúa hinn-
ar myrku Gotham-borgar fyrir
harðsnúnum glæpamönnum. Sá er
ekki alveg eins og flestir höfðu
gert sér í hugarlund, því við Bat-
man tekur lesbísk Leðurblökukona
er heitir Kath Kane. Hún mun
fara með aðalhlutverk í næstu 12
heftum Detective Comics en henni
er lýst sem rauðhærðri djammd-
rottningu er ráfar á milli lesb-
íuklúbba þegar hún er ekki að
verja réttlætið í níðþröngum bún-
ingi Batwoman. Þó svo að persón-
an fari afar leynt með hver hún sé
í raun og veru í nýju sögunum
verður kynhegðun hennar ekkert
leyndarmál.
Út úr skápnum fyrir 3 árum
Skapari hinnar nýju Leð-
urblökukonu er höfundurinn Greg
Rucka er segist hafa beðið með
hana á teikniborðinu í langan
tíma. Fyrsta útgáfa Leðurblöku-
konunnar kom fram árið 1956 og
þá sem kærasta Leðurblöku-
mannsins en síðan þá hafa verið
gerðar fjöldamargar breytingar á
persónunni.
Batwoman kom formlega út úr
skápnum fyrir þremur árum og
hafa samtök samkynhneigðra
fagnað þeirri ákvörðun DC Co-
mics að gera hana að arftaka Bat-
mans í myndasögublöðunum um
ævintýri Gotham-borgar.
Batwoman Arftaki Batmans er af-
ar ólíkur Bruce Wayne … en hefur
þó kannski sama smekk á kvenfólki.
Lesbísk Batwoman tekur völdin
Bruce Wayne er dáinn og arftaki Batmans er lesbísk leðurblökukona
STJARNA leik-
arans Josh Brol-
ins rís og rís eft-
ir leik hans í
myndunum No
Country for Old
Men, Milk og nú
síðast W. Nú
hefur Woody Al-
len ráðið kapp-
ann til þess að
fara með aðalhlutverkið í næstu
mynd sinni en þar mun hann leika
á móti engum öðrum en stórleik-
aranum Anthony Hopkins sem hef-
ur aldrei áður starfað með Allen.
Lítið sem ekkert er vitað um
söguþráð myndarinnar en Allen er
þekktur fyrir það að gefa leikurum
sínum aðeins brot af handriti
myndarinnar. Það gerir hann til
þess að leikararnir smitist ekki af
söguþræði myndarinnar, heldur
leiki sínar senur eins og raunveru-
legt fólk, sem hefur enga hugmynd
um hvað bíður þess handan við
hornið.
Næst sjáum við þá Brolin fara
með aðalhlutverk í kvikmyndinni
Jonah Hex sem gerð er eftir sam-
nefndri teiknimyndasögu og fjallar
um kúreka sem gerir engan grein-
armun á réttu og röngu.
Josh Brolin
vinnur
með Allen
Josh Brolin
SVO gæti farið
að Thom Yorke
verði með nokk-
ur lög í væntan-
legri fjórðu
mynd í Term-
inator-seríu.
Samkvæmt NME
hefur leikstjór-
inn Joseph
„McG“ McGinty
leitað á náðir Radiohead-söngvar-
ans um að mega leita í lagabanka
hans fyrir myndina.
Þá myndi Yorke starfa með tón-
skáldinu Gustavo Santaolalla við
gerð nokkra laga fyrir myndina.
Tónskáldið Danny Elfman hefur
þó verið ráðinn til þess að sjá um
kvikmyndatónlistina.
Mikil eftirvænting ríkir eftir
myndinni en Christian Bale fer með
hlutverk uppreisnarleiðtogans
John Connor er berst við her vél-
menna er hefur yfirtekið jörðina
eftir kjarnorkustríð.
Thom Yorke
Yorke og
Tortímandinn
@Fréttirá SMS