Morgunblaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009 Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Landsins mesta úrval af íslenskum sófum Patti húsgögn Íslensk framleiðsla - Íslensk hönnun - Íslensk framtíð DÚFURNAR í Laugardalnum fagna án efa snjó- leysinu undanfarna daga því auðveldara er fyrir þær að komast að ýmiskonar matarmolum sem hægt er að hirða upp af gangstéttum og götum. Þótt oft þurfi nokkuð til að raska matarró dúfn- anna hefur eitthvað styggt þær að þessu sinni, hvort sem það er nú ágengni ljósmyndarans eða geltið í hvutta sem mænir á fiðurféð þar sem hann stendur álengdar hjá húsbónda sínum. Morgunblaðið/Ómar Rónni raskað við matarborðið Lífið í Laugardalnum gengur sinn vanagang Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is ENGINN munur er á launum karla og kvenna undir þrítugu. Þetta er meðal niðurstaðna launakönnunar á vegum Samtaka atvinnulífsins, Al- þýðusambands Íslands og ParX sem gerð var í byrjun september í fyrra. Minni mun hjá þessum aldurshópi en öðrum má að einhverju leyti skýra með því að störf eru líkari hjá yngri aldurshópum en eldri, að því er segir í skýrslu um könnunina. Könnunin sýnir að í heildina voru konur með 17 prósentum lægri föst laun en karlar í þeim 37 fyrirtækjum sem tóku þátt en upplýsingarnar eru byggðar á launum rúmlega sex þús- und starfsmanna. Kynferði skýringin Eftir að margvíslegar skýribreyt- ur höfðu verið teknar með í reikn- inginn stóð eftir að konur voru með rúmlega 7 prósentum lægri laun en karlar án þess að aðrar skýringar fengjust á því en kynferði. Rannsakað var hvaða áhrif breyt- urnar kyn, starfsheiti, aldur, starfs- aldur í fyrirtæki, menntun, vinnu- tími og fyrirtæki höfðu á föst laun. Óreglulegar yfirvinnugreiðslur voru ekki teknar með. Í svipaðri könnun í fyrra, byggðri á gögnum frá 2006, reyndust konur í heildina vera með 18 prósentum lægri föst laun en karlar. Eftir að sömu skýristærðir, aðrar en vinnu- tími, höfðu verið teknar með í reikn- inginn reyndist óskýrður launamun- ur vera um 12 prósent. Starfsmenn og fyrirtæki í fyrri könnuninni voru ekki þau sömu. Að þessu sinni voru hlutfallslega fleiri háskólamenntaðir þátttak- endur í rannsókninni, hlutfallslega fleira yngra fólk, fleiri iðnmenntaðir og fleiri stjórnendur. Aðstandendur könnunarinar segja að þess vegna sé ekki hægt að draga þá ályktun að óskýrður launamunur fari minnk- andi. Jafnlaunastaðall þróaður Gera á fleiri launakannanir í ár og þá kemur í ljós hvaða áhrif kreppan hefur á launamun kynjanna. „Ég tel allar líkur á því þegar gögn fara að berast í hús varðandi þróun launa og aðferðafræði sem fyrirtæki beita að launamunur milli kynja minnki. Það er vegna þess að launin eru í meiri mæli lækkuð hjá þeim tekjuhærri, sem eru oftar karl- ar, og líka vegna þess að verið er taka af ofurlaunum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðu- sambands Íslands. Hann tekur það hins vegar fram að hann telji að það sé ekki markmið kvenna að launamunurinn minnki með því að lækka laun karla. Það er með svokölluðum jafn- launastaðli sem á að jafna launin og koma í veg fyrir að launamun- urinn aukist á ný. „Það á að móta staðal sem væri stjórnendum fyr- irtækja til leiðsagnar og starfinu á að ljúka fyrir áramót,“ segir Gylfi. Enginn munur undir þrítugu  Konur með rúmlega 7 prósentum lægri laun en karlar án þess að aðrar skýr- ingar finnist en kynferði  Líkur á að launamunurinn minnki í kreppunni                                         MANNI sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald eftir lát konu sem fannst í dúfnakofa í Kapelluhrauni, sunnan Hafnarfjarðar, að kvöldi 5. febrúar hefur verið sleppt úr haldi. Maðurinn var sambýlismaður hinn- ar látnu konu. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. febrúar en sleppt sl. miðvikudag. Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé talið að það spilli rannsókn máls- ins þótt maðurinn gangi laus. Hann er þó enn grunaður um að hafa átt aðild að dauða konunnar. Friðrik Smári segir að ekki sé enn ljóst hvernig dauða konunnar bar að höndum. Ekki er komin nið- urstaða úr blóðrannsóknum og DNA-rannsóknum sem m.a. eru gerðar í útlöndum. Sambýlis- manni sleppt úr haldi GUÐRÚN Nor- dal, prófessor í íslenskum bók- menntum fyrri alda við Há- skóla Íslands, hefur verið skipuð í emb- ætti forstöðu- manns Stofn- unar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Skipunin er frá 1. mars nk. til fimm ára. Fjórar umsóknir bárust um embættið. Skipaði Katrín Jak- obsdóttir menntamálaráðherra Guðrúnu í stöðuna að fenginni umsögn dómnefndar Árnastofn- unar í íslenskum fræðum um pró- fessorshæfi umsækjenda og stjórnar stofnunarinnar. Forstöðumaður Árnastofnunar Guðrún Nordal Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is ÞRJÚ skuldbindandi tilboð bárust í nýtt hlutafé Árvakurs hf., útgáfu- félags Morgunblaðsins, en frestur til þess rann út í gær. Fyrirtækja- ráðgjöf Íslandsbanka, sem hefur umsjón með söluferlinu, mun áfram vinna með tvö hæstu tilboðin. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins reyndist tilboð almenningshluta- félags undir forystu Vilhjálms Bjarnasonar og fleiri lægst og mun félagið því ekki eignast fyrirtækið. Rétt um þúsund manns skráðu sig fyrir hlutafé í félaginu. Annað af hærri tilboðunum kom frá hópi sem Óskar Magnússon hæstaréttarlögmaður leiðir en hann vill ekki upplýsa hverjir standa að tilboðinu með honum nema því verði tekið. Hitt hærra tilboðið kom frá ástralska fjárfestinum Steve Cos- ser. Upphaflega átti að skila skuld- bindandi tilboðum þriðjudaginn 17. febrúar en fresturinn var tvívegis framlengdur. Fimm félög sendu óskuldbindandi tilboð og voru fjögur þeirra valin til áframhaldandi þátt- töku. Tilboðin þrjú voru opnuð í dag klukkan 14 í viðurvist Margrétar Flóvenz, löggilts endurskoðanda frá KPMG, sem var tilnefnd sem óháð- ur matsaðili og samþykkt af öllum bjóðendum. Tilkynnt verður í næstu viku hver hæstbjóðandi er eftir að fyrirtækja- ráðgjöf Íslandsbanka hefur unnið úr tveimur hæstu tilboðunum og skoð- að forsendur og skilyrði þeirra. Áfram unnið með tvö tilboð í Árvakur af þremur sem bárust EINN var fluttur á slysadeild eftir árekstur rútu, pallbíls og fólks- bifreiðar á Hafnarfjarðarvegi um miðjan dag í gær. Atvikið varð með þeim hætti að pallbíllinn lenti aftan á fólksbifreiðinni þar sem hún beið á aðrein að Hafnarfjarðarveginum. Við það kastaðist fólksbíllinn í veg fyrir rútuna sem ók í suður eftir Hafnarfjarðarveginum, en umferð var þétt á þeim tíma sem slysið varð. Fjórir voru í rútunni en einn í hvorum hinna bílanna tveggja og varð að flytja ökumann annars þeirra á slysadeild. Að sögn lög- reglu voru áverkar hans þó ekki al- varlegir. Loka varð Hafnarfjarð- arvegi í suður í um 40 mínútur milli klukkan þrjú og fjögur vegna at- viksins. ben@mbl.is Þrír bílar í árekstri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.