Morgunblaðið - 21.02.2009, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009
MARGRÉT Guð-
mundsdóttir, for-
stjóri Icepharma,
var kjörin for-
maður Félags ís-
lenskra stór-
kaupmanna (FÍS)
á aðalfundi fé-
lagsins í á
fimmtudaginn
síðastliðinn.
Margrét á
langan feril að baki í stjórn-
unarstörfum og hefur haft umsjón
með samruna stórfyrirtækja eins
og Q8 og BP í Danmörku, Aust-
urbakka, Icepharma og Ismed á Ís-
landi.
Margrét nýr for-
maður FÍS
Margrét Guð-
mundsdóttir
GEÐHJÁLP stendur fyrir fyr-
irlestrum í dag, laugardag, í húsa-
kynnum sínum á Túngötu 7. Fyr-
irlestrarnir, sem byrja kl. 13, fjalla
um að taka ábyrgð á eigin lífi sem
aðstandandi fólks með geðraskanir.
Gunnhildur Bragadóttir, umsjón-
armaður stuðningshóps aðstand-
anda með geðraskanir, flytur er-
indið „Þegar ljúflingurinn
veiktist“. Birgir Ásgeirsson, prest-
ur í Hallgrímskirkju, mun tala um
sorgina þegar fólk veikist á geði og
Sigríður Jónsdóttir, aðstandi barns
með geðröskun og starfsmaður
Geðhjálpar, flytur erindi sem hún
kallar: „Settu öndunargrímuna
fyrst á þig …“
Í lokin leiðir Sesselja, móðir
barns með geðröskun, starf Sjálfs-
hjálparhópsins. Allir velkomnir.
„Þegar ljúfling-
urinn veiktist“
Í GÆR fór fram í Háskólabíói hin
árlega hönnunarkeppni véla- og
iðnaðarverkfræðinema Háskóla Ís-
lands. Rétt eins og í fyrra unnu
nemendur í vél- og orkutæknifræði
við Háskólann í Reykjavík.
Vinningshafarnir, Kristján Finn-
ur Sæmundsson og Hjörtur Már
Gestsson, nemendur í vél- og orku-
tæknifræði við HR, smíðuðu tækið
og unnu keppnina. Aðstoðarmaður
þeirra var Pétur Halldórsson, nem-
andi í líffræði við Háskóla Íslands.
HR-ingar unnu
hönnunarkeppni
GUNNAR Páll Pálsson, formaður
VR, segir það ekki rétt sem haft
var eftir framkvæmdastjóra
Starfsgreinasambandsins í frétta-
skýringu í gær um markaðslaun
og kauptaxta, að VR hafi valið þá
leið að vera eingöngu með tvo
launataxta. Verslunarmenn séu
með sömu taxtana og áður, auk
fjölmargra fyrirtækjasamninga.
Það eina sem hafi breyst í samn-
ingum árið 2000 sé að inn kom ný
grein um að félagsmenn ættu rétt
á viðtali einu sinni á ári um sín
störf og hugsanlega breytingu á
launum.
Í fréttaskýringunni misritaðist
nafn Gunnars Páls á einum stað
og er beðist velvirðingar á því.
VR með sömu
launataxta og áður
Ekki fyrstu Íslend-
ingarnir í hunda-
sleðakeppni
Í frétt um hundasleðakeppni í
Alaska í Morgunblaðinu var fullyrt
að þetta væri í fyrsta sinn sem Ís-
lendingar tækju þátt í keppninni.
Þetta er ekki rétt því að Aron Freyr
Guðmundsson tók þátt í hundasleða-
keppni á árinu 2001.
Ekki hagfræðingur
Þau leiðu mistök urðu í blaðinu 19.
febrúar að Vilhjálmur Árnason, sem
boðið hefur sig fram í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Suður-
kjördæmi, var sagður með viðskipta-
og hagfræðipróf, en það rétta er að
hann er með stúdentspróf af við-
skipta- og hagfræðibraut. Beðist er
velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
TILLAGA að nýju deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar
liggur nú fyrir og bærinn býður af því tilefni til kynn-
ingar og samráðs um hugmyndir sem mótaðar hafa
verið í framhaldi hugmyndasamkeppninnar Akureyri í
öndvegi. Enn er gert ráð fyrir síkinu margumtalaða
sem hér sést; hér er horft til vesturs, upp að Hafnar-
stræti. Bæjarstjórinn á Akureyri, formaður bæjarráðs,
skipulagsstjóri og hönnuðir frá arkitektafyrirtæki
Graeme Massie í Skotlandi, kynna hugmyndirnar í dag
á Amtsbókasafninu frá kl. 14.00 til 15.30 og svara
spurningum. Tillögurnar verða svo til sýnis á vegg-
spjöldum á safninu til. 4. mars.
Kynna tillögur að breyttum miðbæ
LANDSBANKINN hefur nú fetaði í
fótspor hinna ríkisbankanna og
býður tímabundinn afslátt af upp-
greiðslugjaldi vegna íbúðalána
bankans og innborgunar á höf-
uðstól. Veittur er 50% afsláttur af
uppgreiðslugjaldinu á lánum sem
eru með fasta vexti út lánstímann,
og verður það 1% í stað 2% áður. Þá
veitir bankinn 100% afslátt af upp-
greiðslugjaldinu á lánum sem eru
með endurskoðun vaxta á 5 ára
fresti sé lánið greitt upp utan þess
tímabils er vaxtaendurskoðun á sér
stað, samkvæmt tilkynningu.
Banki býður breytt
kjör við greiðslu lána
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
Síðasti dagur lagersölu
90% afsláttur
,
Smáralind, sími 554 3960 • Kringlunni, sími 533 4533
Tax-free-bomba
Fríhafnarverð
Verið velkomi
n
Fríhafnarverð á öllum vörum
í verslunum okkar þessa helgi
fimmtudag til sunnudags
LAGERSALA LÍN DESIGN
www.lindesign.is/lagersala
Úrval rúmteppa, púða, dúka, rúmfatnaðar ásamt ýmsu öðru.
Sýniseintök og lítillega útlitsgallaðar vörur með allt að
80% afslætti.
Lagersalan er á Malarhöfða 8, í brekkunni fyrir aftan Ingvar
Helgason. Opið föstudag 16–20 & laugardag 10–14.
AÐEINS ÞESSA EINU HELGI.
www.feminin.is • feminin@feminin.is
Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
Nýjar vörur frá
Str. 42-56
Bæjarlind 6 sími 554 7030
Opið í dag 10-16
NÝJAR VÖRUR
Kjólar
v/leggings-buxur
Óska eftir olíumálverki í fallegum litum eftir Kjarval.
Tilboð óskast send á box@mbl.is merktar: ,,K - 22175".
Kjarval óskast