Morgunblaðið - 21.02.2009, Side 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
„MEÐ versnandi efnahag grípa
fleiri til þess óyndisúrræðis að
stela úr verslunum,“ sagði Andrés
Magnússon, framkvæmdastjóri
Samtaka verslunar, á fundi um
þjófnað úr verslunum. Hann segir
að nauðsynlegt sé að lögum verði
breytt til að hægt sé að taka á
þessu vandamáli.
Áætlað hefur verið að árlega
hafi verið stolið úr verslunum fyrir
5-6 milljarða á ári undanfarin ár.
Andrés segir flest benda til að
þessi upphæð hafa verið að hækka
umtalsvert að undanförnu. Tölur
lögreglunnar um tilkynnta þjófnaði
á höfuðborgarsvæðinu benda til að
kostnaður verslunarinnar vegna
þjófnaða úr búðum sé að aukast. Á
árinu 2007 voru tilkynntir 200-400
þjófnaðir að jafnaði í hverjum
mánuði. Flestar þessar tilkynn-
ingar eru vegna þjófnaða úr versl-
unum. Um mitt síðasta ár fór þess-
um tilkynningum að fjölga og í
desember voru tilkynntir 684
þjófnaðir en í sama mánuði árið á
undan 264 þjófnaðir. Tölur um
fjölda innbrota sýna sömu þróun.
Tilkynnt voru 284 innbrot í desem-
ber en 119 í desember 2007.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri
á höfuðborgarsvæðinu, segir að
það eigi að vera sameiginlegt verk-
efni lögreglunnar og verslunar-
innar í landinu að takast á við
þennan vanda.
Auðvelt að stela á Íslandi
Stefán segir að það orðspor fari
af verslunum á Íslandi að þar sé
auðvelt að stela. Starfsmenn séu
almennt ungir og hafi ekki kunn-
áttu til að verjast þjófnuðum.
Vægt sé tekið á þjófnuðum hér á
landi. Eyþór Víðisson, öryggis-
fræðingur hjá VSI, hefur sömu
sögu að segja. Sama fólkið sé tekið
aftur og aftur, einnig sé það oft
komið úr landi áður en takist að
stöðva það.
Stefán segir ljóst að hluti af
þessum þjófnaði sé til kominn
vegna skipulagðrar glæpastarf-
semi. Lögreglan hafi í samvinnu
við Póstinn og tollyfirvöld, lagt
hald á nokkur tonn af þýfi sem var
á leið úr landi.
Persónuvernd gerði
athugasemdir
Samtök atvinnulífsins hafa í
tæplega tvö ár unnið að verkefni
sem kallast „Endurheimt verð-
mæta“. Verkefnið miðar að því að
þeir sem stela úr verslunum og eru
gripnir greiði verðmæti þess hlut-
ar sem stolið er og að auki upphæð
sem hugsuð er sem greiðsla á
kostnaði sem verslunin ber við ör-
yggiseftirlit og öryggiskerfi. Guð-
rún Björk Bjarnadóttir, lögmaður
SA, segir sanngjarnt að þjófarnir,
frekar en heiðarlegir við-
skiptavinir, greiði eitthvað af þeim
kostnaði sem verslunin ber vegna
aðgerða sem miða að því að koma í
veg fyrir þjófnaði.
Guðrún Björk segir að núver-
andi ástand í þessum málum sé
óviðunandi. Mörg þjófnaðarmál
séu felld niður þó að sök sé sönn-
uð. Viðurlög séu lítil og almennum
sektum sé ekki beitt. Guðrún
Björk segir að fyrirmynd að verk-
efninu „Endurheimt verðmæta“ sé
sótt til Bretlands, Hollands,
Bandaríkjanna, Kanada og Ástr-
alíu. Verkefnið gengur út á að sá
sem staðinn er að þjófnaði gangi
frá samningi við verslunina um að
greiða til baka það sem stolið er,
auk upphæðar sem felur í sér
kostnað við öryggisgæslu. Ekki er
gert ráð fyrir að málinu sé vísað til
lögreglu nema um háar upphæðir
sé að ræða eða viðkomandi hafni
því að greiða sektina. Miðað er við
að greitt sé á staðnum, en hægt
verði að semja um greiðslufrest.
Persónuvernd hefur gert at-
hugasemdir við verkefnið og telur
Guðrún að þess vegna sé óhjá-
kvæmilegt að styrkja lagagrund-
völl með lagabreytingu áður en því
er hrundið í framkvæmd. Málið
hefur verið rætt við nýjan dóms-
málaráðherra sem hefur heitið því
að skoða vandlega hugmyndir SA.
Morgunblaðið/RAX
Þjófur Áætlað er að stolið verði úr verslunum fyrir 7,2 milljarða á Íslandi á þessu ári og kostnaður við öryggisgæslu er áætlaður 2 milljarðar.
Fleiri stela í kreppu
Það orðspor fer af Íslandi að auðvelt sé að stela úr verslunum hér á landi
Starfsfólk sé ungt og tekið sé vægt á brotum ef þjófarnir séu stöðvaðir
! " # $ % ! " # $ %
&
'
()*
+*,-./ 01.
-
ÓTRÚLEGAR litasjónhverfingar,
óvenjulegar gastegundir á sveimi og
sprengingar er meðal þess sem verð-
ur hægt að upplifa í Háskólabíói í
dag klukkan 13.
Þá stendur Sprengjugengið fyrir
efnafræðisýningu á heimsmæli-
kvarða. Sprengjugengið saman-
stendur af efnafræðingum við Há-
skóla Íslands sem hafa lagt nótt við
dag síðustu vikurnar til að skapa
hina fullkomnu efnabrellusýningu
fyrir alla fjölskylduna.
Sýningin er liður í framlagi HÍ til
Háskóladagsins sem er í dag, þar
sem allar námsleiðir í háskólanámi á
Íslandi verða kynntar í HÍ og í Ráð-
húsi Reykjavíkur. Þar kynna sjö há-
skólar námsframboð sitt fyrir næsta
skólaár. jmv@mbl.is
Sprengjur
og brellur
Galdrar? Litasjónhverfingar og
sprengingar verða á dagskrá.
EKKI er hægt að halda fram að
hugsanleg full aðild Íslands að ESB
myndi hafa veruleg áhrif á stöðu
okkar og möguleika varðandi yfir-
ráðarétt og nýtingu jarðrænna auð-
linda. Þetta er niðurstaða Guðna A.
Jóhannessonar orkumálastjóra sem
flutti erindi á aðalfundi Samorku um
íslenskar orkulindir og ESB. Guðni
sagði þó jafnframt að hugsanlegar
viðræður þyrftu að byggjast á ná-
kvæmri greiningu á þeirri aðlögun
að reglum ESB sem þegar hefur ver-
ið samið um og þeim reglum sem eft-
ir er að semja um. Fyrirkomulag
eignarhalds náttúruauðlinda væri
hins vegar ekki viðfangsefni ESB,
heldur alfarið á hendi aðildarríkj-
anna. Fram kom hjá Guðna að á ann-
an tug erlendra fyrirtækja hefur nú
þegar óskað upplýsinga vegna hugs-
anlegrar olíuvinnslu á Drekasvæð-
inu.
Hefur ekki
veruleg áhrif
„ÞETTA eru reyndar sömu bílnúmer og hafa alltaf verið.
Þau eru sett í smelliramma og það er auðveldara að taka
þau úr rammanum en að skrúfa númerin af. Þetta er
fljótlegra. Það hefur alltaf verið svolítið um þetta en hef-
ur ef til vill verið að aukast nýverið enda búið að vekja at-
hygli á þessu. Það gæti verið skýringin á því að fleiri fá
hugmyndina eða heyra af henni,“ segir Karl Sigurðsson,
sviðsstjóri ökutækjasviðs hjá Frumherja, um þjófnaði á
númerum í tengslum við bensínstuld.
Karl bendir aðspurður um tilvik af þessum toga á bíl-
númeraþjófnað við Garðatorg nýverið. Þar hafi kona
uppgötvað að aftara númerið hafði verið tekið af bílnum.
Konan hafi í framhaldinu óskað eftir annarri númera-
plötu og svo í kjölfarið fengið upphringingu þar sem
henni var tjáð að númerið hefði verið notað við bensín-
þjófnað. Hann telur ekki að þjófar noti sömu númerin
ítrekað heldur fari frekar þá leið að notast við ný númer.
Inntur eftir því hvort til greina komi að hætta notkun
ramma af þessum sökum segir Karl að notkun þeirra hafi
hafist fyrir tíu árum, eða fyrir daga upptökuvéla við
bensíndælur. Þeir hafi því litið dagsins ljós áður en bens-
ínþjófnaðir urðu tíðir. Þá velji ökumenn sjálfir hvort
smellt númer séu sett á bifreiðar þeirra.
Lögreglan segir afbrot af þessum toga tíð.
„Það er því miður algengt að númerum sé stolið af
vinnuvélum eða vörubílum í iðnaðarhverfum og þau síðan
notuð við bensínþjófnaði,“ segir Gunnar Hilmarson, aðal-
varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Að hans sögn hefur gengið vel að hafa hendur í hári
bensínþjófa, enda bensínstöðvarnar yfirleitt með góð
myndavélakerfi. Hann hafði aðspurður ekki á hraðbergi
tölur yfir fjölda slíkra brota. baldura@mbl.is
Tíðir númeraþjófnaðir
Morgunblaðið/Þorkell
Númer Myndin tengist fréttinni ekki á nokkurn hátt.