Morgunblaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 18
18 FréttirVIÐSKIPTI/ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009 Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is Í UPPGJÖRI Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, sem birt var í fyrrakvöld kemur fram að bygging nýs álvers í Helguvík sé enn í endur- skoðun. Framkvæmdum á svæðinu sé haldið í lágmarki. Century tapaði 898 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári. Þar af töpuðust 700 milljónir dala á síðasta ársfjórðungi. Stærsti hluti tapsins stafar af skattatilfærslum upp á 742 milljónir dollara. Reksturinn á síð- asta ári skilaði hins vegar 365 millj- ónum dollara fyrir afskriftir og fjár- magnskostnað. Tap ársins jafngildir um 102 millj- örðum íslenskra króna miðað við gengisskráningu Seðlabankans í gær. Erfitt á Íslandi næstu árin Logan W. Kruger, forstjóri Cent- ury, sagði þegar uppgjörið var kynnt greinendum að efnahagslegt og póli- tískt umhverfi á íslandi hefði haft lítil áhrif á starfsemina á Grundartanga. Hins vegar myndi rekstrarumhverf- ið verða erfitt næstu ár vegna minni hagvaxtar, verðbólgu og atvinnu- leysis. Það hefði verið gripið til að- gerða til að endurheimta stöðugleika í hagkerfinu. Það kom skýrt fram í máli for- svarsmanna Century á fundinum að þeir voru mjög ánægðir með þann árangur sem náðst hefur í álverinu á Grundartanga. Framleiðslan hefði farið fram úr áætlunum og þeir væru bjartsýnir á framhaldið þar. Í tilkynningu frá Norðuráli í gær kom fram að áform um byggingu ál- vers í Helguvík hefðu ekki breyst. Hægt hefði verið á framkvæmdum þar síðasta haust þegar íslensku bankarnir lentu í vandræðum og leita þurfti nýrra aðila við fjármögn- un bæði álvers- og orkufram- kvæmda. Áform í mikilli óvissu Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra sagði í samtali við mbl sjónvarp eftir ríkisstjórnarfund í gær að erfiðleikar í áliðnaði þyrftu ekki að koma á óvart. „Ég hef haft þá tilfinningu að öll þessi áförm væru í mikilli óvissu ein- faldlega vegna þess hvernig mark- aðsaðstæður hafa þróast og afkoma fyrirtækjanna,“ sagði Steingrímur. Morgunblaðið/Ómar Stjórinn Logan W. Kruger er bjart- sýnn þrátt fyrir 100 milljarða tap. Álver í Helguvík enn háð óvissu Mikil ánægja með Grundartangaálverið FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is BEINAR peningalegar eignir Ís- lendinga í Hollandi rúmlega áttatíu- földuðust frá árinu 2001, þegar þær voru samtals 5,9 milljarðar króna, til ársloka 2007 þegar þær stóðu í um 483 milljörðum króna, samkvæmt hagtölum Seðlabankans. Mest fé flutt til Hollands Holland er sá staður sem íslenskir aðilar kjósa að flytja langmest af pen- ingunum sínum beint til. Vert er að taka fram að ekki er víst að allir þessir fjármunir séu geymdir í Hollandi því þaðan er hægt að flytja þá áfram hvert sem er án þess að þær upplýsingar komi fram í tölum Seðla- bankans. Á þeim tölum sést að þessi mikla tilfærsla á fé frá Íslandi til Hollands hófst fyrst fyrir alvöru á árinu 2005, en á því ári jukust beinar pen- ingaeignir Íslendinga þar um 143 milljarða króna. Árið eftir voru síðan fluttir þangað rúmlega 50 milljarðar króna til viðbótar. Mestu peningaflutningarnir áttu sér þó stað á árinu 2007 þegar beinar peningalegar eignir í Hollandi jukust úr um 201 milljarði króna í 483 millj- arða króna, eða um 140 prósent. Ís- lenskir aðilar hafa einnig styrkt tengsl sín við Lúxemborg mikið á undanförnum árum. Allir gömlu við- skiptabankarnir: Kaupþing, Lands- banki og Glitnir ráku þar dótturfélög sem unnu náið með íslensku við- skiptalífi. Þau tengsl sjást vel á því að alls stunduðu 398 félög sem skráð voru í Lúxemborg viðskipti á Íslandi samkvæmt upplýsingum frá fyr- irtækjaskrá. Mörg þeirra voru eig- endur stærstu fyrirtækja Íslands. Þau voru nánast undantekning- arlaust í eigu íslenskra aðila. Fé í Lúxemborg áttfaldast Íslendingar áttu samtals um 131 milljarð króna í beinum peninga- legum eignum þar í landi í árslok 2007. Þær áttfölduðust frá árinu 2001. Líkt og kom fram í Morgunblaðinu á fimmtudag þá komu um 82,5 pró- sent af allri beinni peningalegri fjár- festingu erlendra aðila á Íslandi frá Hollandi og Lúxemborg, eða samtals um 749 milljarðar króna í árslok 2007. Þorri félaganna frá þessum tveimur löndum sem voru að fjárfesta á Ís- landi voru, og eru, í eigu íslenskra að- ila. Því er líklegt að um hringrás sama fjármagns sé að ræða. Íslenskir peningar flæddu í miklu magni til Hollands Peningalegar eignir Íslendinga í Hollandi rúmlega áttatíufölduðust á sex árum 2' 3*.-' &  4 5  % '*   4 26)7 '/ $ - "0238. 9:;- 48', 3 < - * "'5  )                                                                                                                             Amsterdam Íslenskir aðilar flytja peningana sína helst til Hollands. #= #=       > > #= 4=       > > %?  $       > > A"B % =       > > #= #=       > > SKULDIR heimilanna hafa aukist hratt undanfarin ár og mun hrað- ar en ráðstöfunartekjur sam- kvæmt fréttabréfi greiningar Ís- landsbanka. Skuldir heimilanna voru þannig um 2.017 milljarðar króna samkvæmt áætlun grein- ingar Íslandsbanka í lok síðastlið- ins árs. Ráðstöfunartekjur heim- ilanna á síðasta ári námu um 741 milljarði króna. Skuldir sem hlut- fall af ráðstöfunartekjum stóðu þá í 272% en til samanburðar var þetta hlutfall 178% árið 2000 og hefur því hækkað um 94 prósentu- stig síðan. Þetta hlutfall er að meðaltali 134% í Bandaríkjunum, 180% á Ír- landi, 140% á Spáni svo einhver lönd séu nefnd. Um 18% af skuldum heimilanna eru gengisbundin og því til við- bótar eru áhrif gengisins talsverð óbeint. 2.017 millj- arða skuld Um 18% skulda gengisbundin SAMKOMULAG hefur orðið um að Ingólfur V. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Byrs verðbréfa, láti af störfum hjá fyrirtækinu frá og með deginum í gær. Samkomulagið er gert í fullri sátt á milli aðila, að því er segir í tilkynn- ingu frá Byr. Mjöll Flosadóttir sem er for- stöðumaður innri endurskoðunar hjá Byr mun tímabundið stýra Byr verðbréfum og á sama tíma mun Björn Steinar Pálmason tímabundið stýra innri endurskoðun Byrs. Stjórnandi í Byr hættur Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is SKILANEFND Landsbankans reiknar með því að um 72 milljarðar króna muni falla á íslenska skatt- greiðendur vegna Icesave-reikninga bankans í Bretlandi og Hollandi. Eignir bankans eftir afskriftir eru taldar nema 1.195 milljörðum króna en forgangskröfur, sem eru skuld- bindingar vegna Icesave, eru 1.338 milljörðum króna. Munurinn er 144 milljarðar króna og reiknar skila- nefndin með því að um helmingur þeirrar upphæðar lendi á íslenska ríkinu. Lárus Finnbogason, formaður skilanefndar Landsbankans, segist reikna með því að það taki þrjú til sjö ár að fá inn fyrir öllum eignum. „Mjög stór hluti eignanna er lána- söfn. Við gerum ráð fyrir því að lán- in greiðist upp á lánstímanum. Ef það verður eitthvað lítið eftir mun- um við reyna að selja lánin. Aðrir kröfuhafar fá ekkert Aðrir kröfuhafar munu ekki fá neitt upp í kröfur sínar. Meðal þeirra eru allir eigendur skulda- bréfa sem útgefin voru af bank- anum, en þar á meðal eru margir ís- lenskir lífeyrissjóðir. Alls mun tap íslenskra aðila vegna verðbréfaút- gáfu og annarra lána Landsbankans nema 1.381 milljarði króna. Skila- nefndin áætlar að Landsbankinn þurfi að afskrifa 1.452 milljarða króna að lokinni skuldajöfnun og er mestur hluti þeirra afskrifta vegna tapaðra útlána til viðskiptavina bankans og krafna á önnur fjár- málafyrirtæki. Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsbankinn Afskriftir eftir skuldajöfnun nema 1.452 milljörðum króna. Icesave kostar um 72 milljarða Hilmar Ragnarsson, og Þórhallur Guðlaugsson, sem Samkeppniseft- irlitið skipaði í stjórn Teymis í byrjun febrúar, sendu á miðvikudag bréf til Teymis þar sem þeir harma birtingu annars bréfs frá þeim í fjölmiðlum. Í fyrra bréfinu var Teymi meðal ann- ars sakað um viðskiptasóðaskap. Þeir sögðu sig úr stjórn Teymis eftir að hafa setið þar í fjóra daga. Hilmar og Þórhallur segja að fjöl- miðlar hafi ruglað hugtakinu við- skiptasóðaskapur saman við „önnur hugtök sem koma málinu ekkert við, s.s. eins og viðskiptaóreiðu. Það er rangt og byggt á misskilningi […] Efnisatriði deilunnar, hver svo sem sökin er, eru með þeim hætti að við kusum að nota umrætt hugtak um reynslu okkar og treystum okkur ekki til að starfa áfram í stjórninni.“ Hilmar og Þórhallur segjast eftir sem áður hafa ýmislegt við framkomu Teymis að athuga. Meðal annars hafi Teymi sett fram mjög alvarlegar ásakanir á hendur öðrum þeirra í bréfi og þeir hafi ekki séð aðra leið en að hætta í stjórninni. thordur@mbl.is Morgunblaðið/Heiddi Tal Deilurnar snúast um setu í stjórn Tals, sem Teymi á hlut í. Birting á bréfi hörmuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.