Morgunblaðið - 21.02.2009, Qupperneq 19
Fréttir 19VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
gag@mbl.is
NAFNABREYTING á Glitni í Ís-
landsbanka í gær útilokar ekki að
bankinn verði sameinaður öðrum
banka, segir Birna Einarsdóttir
bankastjóri. „Mikilvægt er að gerð
efnahagsreikningar bankanna klárist
áður en við förum í slíkar aðgerðir.
Ég er alveg viss um að það verður
skoðað þegar það er búið.“
Nafnabreytingin og auglýsinga-
kostnaður nemur allt að 20 milljónum
króna sem er um fimm til tíu prósent
af þeirri upphæð sem breytingin
kostaði þegar bankinn hlaut Glitnis-
nafnið fyrir rétt tæpum þremur ár-
um. Bankastjóranum finnst ekki of
geyst farið þó að bankinn hafi aðeins
bráðabirgðaefnahagsreikning.
„Við höfum ekki litið svo á að við
höfum engan efnahagsreikning. Við
vitum hver útlánin og innlánin eru.
Það eina sem er óljóst er verðlagning
á skuldabréfinu við gamla bankann
og endanleg tala á eignatilfærslum
milli gamla og nýja bankans.“ Bank-
inn hafi því unnið sem hann hafi efna-
hagsreikning. „Það þýðir ekkert ann-
að en að horfa fram á veginn og halda
áfram.“
100 starfsmenn bankans völdu
gamla merkið, í Glitnislitnum, sem
einkenni hans. Merkið er þrykkt, límt
og prentað yfir það gamla á kynning-
arvarningi bankans í sparnaðar-
skyni. Einkunnarorð bankans verða
nú: fagleg, jákvæð og framsýn.
Bankastarfsemi ekki stopp
Bankinn hefur frá bankahruninu
fryst 8.000 lán einstaklinga. Birna
segir því rangt að ákvarðanafælni
hrjái bankana. Íslandsbanki hafi ekki
aðeins fryst lán einstaklinga heldur
einnig fyrirtækja. Bankinn hafi svig-
rúm til að lána peninga og það geri
hann. Hins vegar sé eftirspurnin ekki
mikil vegna hárra vaxta.
„Það hefur tekið tólf til fjórtán þús-
und vinnustundir að gera þessar skil-
málabreytingar,“ segir Birna. Bank-
inn hafi einnig brugðist við
efnahagsástandinu, lækkað vexti og
tekið á málum þeirra sem tóku erlend
bílalán svo eitthvað sé nefnt. „Á
næstu átta mánuðum stendur fólki til
boða að borga eingöngu 50% af jan-
úargreiðslu bílasamningsins.“ Bank-
inn gefi ekki mismuninn, heldur
greiðist hann í lok lánstímans. Þetta
rýri veðstöðu bankans. „En við sjáum
að þetta er það mikilvægur hluti að
við verðum að bregðast við með þess-
um hætti.“
Bankinn skoðar nú tvær leiðir til
að leysa vanda þeirra sem tóku er-
lend húsnæðislán. Annars vegar að
festa tölu lánanna í ákveðinni
greiðslu, sem miði til dæmis við þá
upphæð sem þeir greiddu í maí í
fyrra. „[Viðskiptavinir] myndu þá
greiða fasta tölu sem myndi breytast
eftir greiðslujöfnunarvísitölu sem
byrjað var að nota á síðasta ári. Síðan
erum við að skoða aðra leið undir
vinnuheitinu Tímavélin.“ Þá yrði lán-
ið reiknað út eins og það væri innlent
og verðtryggt frá þeim tíma sem það
var tekið í erlendu. „Mismunurinn á
þeim greiðslum sem viðskiptavinur-
inn hefur verið að greiða og þeim
greiðslum sem verðtryggða lánið
byði myndi færast aftur fyrir lánið,“
segir hún.
Mjög mikilvægt sé að jafnræðis sé
gætt á milli þeirra sem tóku verð-
tryggð lán og þeirra sem eru með er-
lendu lánin. Bankinn vænti niður-
stöðu fljótlega.
„Við förum ekki af stað fyrr en við
getum lagt lausnir fyrir fólk og það
getur valið og tekið upplýstar
ákvarðanir,“ segir hún og leggur til
að enginn afsláttur verði gefinn af
lánunum. „Ég tel að það skapi óróa í
samfélaginu auk þess sem það kostar
gríðarlega peninga og lendir á skatt-
greiðendum.“
Útilokar ekki sameiningu
Þrátt fyrir að Glitni hafi aftur verið breytt í Íslandsbanka telur bankastjórinn að sam-
eining við annan banka verði skoðuð þegar nýi efnahagsreikningurinn liggur fyrir
Morgunblaðið/Golli
Nýr banki? Birna Einarsdóttir bankastjóri kynnti í gær að Glitnir hefði nú
aftur hlotið nafnið Íslandsbanki. Bankinn bar Glitnisnafnið í þrjú ár.
Í HNOTSKURN
» Nafnabreytingin kostarallt að tuttugu milljónir.
»Viðskiptavinir geta notaðGlitniskredit- og debet-
kortin út gildistímann.
»Bankinn einblínir enn ásjávarútveg og orkugeir-
ann og telur orðspor þeirra
ekki hafa skaðast þrátt fyrir
ástandið.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri
Íslandsbanka, blæs á gagnrýn-
israddir um að fjársterkir aðilar
komist ekki að kjötkötlunum í
bönkunum. Ekki sé komið að
því að selja fyrirtæki í rekstr-
arvanda, utan Árvakurs útgáfu-
félags Morgunblaðsins. Önnur
fyrirtæki séu ekki í opnu sölu-
ferli.
„Við erum enn að reyna að
leysa málin með viðskiptavin-
um okkar. Að sjálfsögðu veit ég
að það kemur að þeim tíma-
punkti að við þurfum að leysa
til okkar fyrirtæki. En sem bet-
ur fer er ekki komið að því enn
en það fer að gerast í ein-
hverjum tilvikum,“ segir hún.
„Þá þurfum við samkvæmt lög-
um um fjármálafyrirtæki að
flytja þau fyrirtæki í eignaum-
sýslufélag og megum ekki
halda þeim hlut nema í átján
mánuði.“
Birna segir að miklu máli skipti
að ferli við sölu fyrirtækja sé
opið og hún finni að það skipti
máli í samfélaginu. „Hér innan-
húss ætlum við að gera þetta
eins vel og við mögulega getum
og eins faglega og hægt er.“
Skuldbindandi tilboð í Árvakur
voru opnuð í gær. Þrjú tilboð
bárust og á starfsmannafundi
kom fram að tvö þeirra þyki
vert að skoða nánar. Á mbl.is
kom fram að Almenningshluta-
félag, undir forystu Vilhjálms
Bjarnasonar og fleiri, skilaði til-
boði, sem og hópur sem Óskar
Magnússon hæstaréttar-
lögmaður leiðir auk þess sem
tilboð frá ástralska fjárfest-
inum Steve Cosser barst.
Fyrirtæki til sölu
AÐALFUNDUR
ICELANDAIR GROUP HF. 2009
DAGSKRÁ:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á síðastliðnu starfsári
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu
endurskoðenda lagður fram til staðfestingar
3. Ákvörðun um ráðstöfun tekjuafgangs félagsins, þ.m.t. greiðslu arðs
4. Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin hlutabréf
5. Ákvörðun um þóknun til stjórnar
6. Kosning stjórnar félagsins
7. Kjör endurskoðenda (endurskoðunarfyrirtækis)
8. Starfskjarastefna
9. Önnur mál löglega fram borin
Framboð til stjórnar skal tilkynna skriflega til stjórnar félagsins, aðalskrifstofu á
Reykjavíkurflugvelli, skemmst fimm dögum fyrir aðalfundinn. Í tilkynningunni skal
greina nafn frambjóðanda, kennitölu, heimilisfang, upplýsingar um aðalstarf,
önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu, hagsmunatengsl
við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem
eiga meira en 10% í félaginu.
Óski hluthafi eftir að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á fundinum skal ósk hans
komið skriflega til aðalskrifstofu félagsins sjö dögum fyrir aðalfund.
Reikningar félagsins og tillögur liggja frammi á aðalskrifstofu hluthöfum til sýnis
viku fyrir fundinn, en verða síðan afhent ásamt fundargögnum til hluthafa á
fundarstað.
Stjórn Icelandair Group hf.
Aðalfundur Icelandair Group hf. verður haldinn mánudaginn 2. mars 2009
kl. 16.00 á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
C
E
45
26
1
02
/0
9
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
TVEIR menn voru í gær sakfelldir í
Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að
hafa vísvitandi sent hlutafélagaskrá
ranga tilkynningu vegna einka-
hlutafélagsins FS13. Voru þeir
dæmdir til að greiða, hvor um sig,
500 þúsund króna sekt til ríkissjóðs
auk málsvarnarlauna verjenda
sinna.
Snemma árs 2007 leitaði Árni B.
Sigurðsson fjárfestir til fyrirtækja-
sviðs KPMG. Hann sóttist eftir að-
stoð við að stofna einkahlutafélag
og finna fjárfesta til samstarfs um
viðskiptahugmynd sína, rekstur við-
arkurlsverksmiðju í Króatíu. Úr
varð að hann keypti félag af lager
hjá fyrirtækinu CF fyrirtækjasölu,
sem er í eigu KPMG. Félagið sem
Árni keypti heitir FS13 ehf. Til liðs
við hann kom annar fjárfestir.
Brot á einkahlutafélagalögum
Samkvæmt ákæru, útgefinni af
ríkislögreglustjóra á hendur tveim-
ur fyrrverandi starfsmönnum
KPMG, þeim Ágústi Þórhallssyni
héraðsdómslögmanni, sem þá var
lögfræðingur fyrirtækjasviðs
KPMG, og Hirti J. Hjartar, sem þá
var ráðgjafi hjá KPMG, eru þeir
sakaðir um að hafa gert tilraun til
að hafa FS13 af Árna B. Sigurðs-
syni með ólögmætum hætti.
Þeir voru sakfelldir fyrir að hafa
brotið gegn lögum um einkahluta-
félög með því að senda ranga til-
kynningu til fyrirtækjaskrár ríkis-
skattstjóra vegna FS13.
Tilkynningin var um breytingu á
prókúru, stjórn og firmaritun og um
nýjar samþykktir. Í tilkynningunni
kemur fram að breytingarnar á fé-
laginu hafi verið ákveðnar á lögleg-
um hluthafafundi, en þeim Ágústi
og Hirti átti alltaf að vera ljóst að
hann var ólöglegur.
Ágreiningur og tortryggni
Fram kom í málinu að þessar
ráðstafanir voru gerðar í kjölfar
ágreinings og tortryggni milli hlut-
hafanna. Hjörtur og Ágúst báru því
meðal annars við að ráðstafanir
þeirra hefðu verið neyðarréttarverk
til að koma í veg fyrir að Árni drægi
sér fjármuni af bankareikningi kró-
atísks dótturfélags. Dómurinn benti
á að þeim hefði verið í lófa lagið að
neyta annarra úrræða í þeim til-
gangi.
Við ákvörðun refsingar var horft
til þess að ákærðu hafa ekki áður
gerst sekir um refsiverða sáttsemi,
svo vitað sé. Hins vegar var horft til
þess að brotavilji var að mati dóms-
ins einbeittur og brotin beindust
gegn þeim mikilvægu hagsmunum
sem felast í réttri skráningu félaga
hjá hlutafélagaskrá svo að treysta
megi upplýsingum sem skráin
geymir. Loks beindust brot ákærðu
gegn ríkum einkahagsmunum Árna
Benónýs Sigurðssonar en aðgerðir
þeirra miðuðu að því að svipta hann
hlut í einkahlutafélaginu FS13.
Ragnheiður Harðardóttir, settur
héraðsdómari, dæmdi í málinu.
Björn Þorvaldsson aðstoðarsak-
sóknari flutti málið fyrir ákæruvald-
ið en verjendur voru Sigmundur
Hannesson hrl. og Sigurður G. Guð-
jónsson hrl.
Dæmdir fyrir
að senda ranga
tilkynningu
Reyndu að hafa FS13 ehf. af eiganda