Morgunblaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 20
20 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009 BRESKA leikkonan Nicolette Sheridan og kaupsýslumaðurinn Richard Lugner skelltu sér á Óperuballið í Vín í gærkvöld. Þess er beðið með eft- irvæntingu hvaða frægu konu Lugner býður með sér á ballið hverju sinni en Óperuballið þykir mikill viðburður í austurríska samkvæmislífinu. Utan dyra mótmælir þó fjöldi fólks þessu borgaralega fyrirbæri. AP Í sínu fínasta pússi ROBERT Mu- gabe, forseti Sim- babve, heldur upp á 85 ára afmæli sitt í dag og verð- ur ekkert til spar- að við hátíðahöld- in þótt hann hafi lagt efnahag landsins í rúst á 29 ára valdatíma sínum. Mugabe naut mikillar virðingar sem frelsishetja þegar hann komst til valda árið 1980 eftir að hafa barist gegn stjórn hvíta minnihlutans í landinu. Simbabve var þá lýst sem matarkistu Afríku vegna mjög blóm- legs landbúnaðar en nú er svo komið að helmingur landsmanna þjáist af vannæringu og er háður matvælaað- stoð hjálparstofnana. Gnótt kræsinga Þrátt fyrir hungursneyðina ætlar Mugabe að halda upp á afmæli sitt með mikilli veislu í landbúnaðarbæn- um Chinhoyi í heimahéraði sínu, Mashonalandi vestra. Ungliðahreyf- ing flokks Mugabe, ZANU-PF, stóð fyrir fjársöfnun fyrr í mánuðinum og söfnuðust þá um 12 milljónir króna til kaupa á veisluföngum. Flokkur- inn lofaði að tvöfalda fjárhæðina og gamlir bandamenn Mugabe hétu því að leggja til 80 nautgripi, 70 geitur, tólf svín, tugi brauðhleifa og fimm tonn af maísmjöli til að metta ráða- mennina og fjölskyldur þeirra í veisl- unni. Breska dagblaðið The Times kvaðst nýlega hafa heimildir fyrir því að bandamenn Mugabe hefðu sett saman lista yfir veisluföng sem safna þyrfti fyrir afmælið. Listinn er í hróplegu ósamræmi við hörmung- arnar sem einræðisherrann hefur leitt yfir þjóðina, en þar var m.a. ósk- að eftir 2.000 flöskum af kampavíni, 8.000 humrum, 100 kg af rækjum, 4.000 skömmtum af kavíar og 3.000 öndum. bogi@mbl.is Mikið um dýrðir í Simbabve Mugabe heldur veislu meðan þjóðin sveltur Robert Mugabe FRÉTTASKÝRING Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is RÍKISSTJÓRN Lettlands lét af störfum í gær eftir að tveir af fjór- um flokkum stjórnarinnar höfðu hvatt forsætisráðherrann, Ivar God- manis, til að segja af sér. Godmanis er annar evrópski forsætisráð- herrann sem segir af sér í kjölfar efnahagskreppu heims, á eftir þeim íslenska. Godmanis mun áfram fara fyrir ríkisstjórninni þar til ný hefur verið mynduð. Valdis Zatler, forseti Lett- lands, segir að stjórnarmynd- unarviðræður hefjist strax í næstu viku. Úr hröðum vexti í samdrátt Efnahagsundur Eystrasaltsríkj- anna þriggja, Eistlands, Lettlands og Litháens, hefur nú breyst í mar- tröð og er því spáð að efnahagur ríkjanna muni dragast saman um 10% á árinu. Lettland á nú í mestum erf- iðleikum af ríkjunum þremur en ár- ið 2006 hafði landsframleiðsla Lett- lands vaxið hve hraðast innan Evrópusambandsins, eða um 12,2%. Í desember síðastliðnum þurftu lettnesk stjórnvöld hins vegar að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins (IMF) og fengu 7,5 milljarða evra lán frá sjóðnum og öðrum lán- veitendum eftir að annar stærsti banki landsins, Parex, hafði verið tekinn yfir af ríkinu. Fulltrúar IMF eru nú í heimsókn í Lettlandi en að sögn Godmanis mun fráfarandi rík- isstjórn ekki geta skrifað undir fleiri skuldbindandi samninga við sjóðinn. Góðærið hefur breyst í martröð Forsætisráðherra Lettlands hefur sagt af sér í kjölfar efnahagskreppunnar Reuters Markaður Bændur selja nú vörur sínar milliliðalaust til tekjuauka. HÆTTUM að bjóða út velferðarþjónustuna og spörum stórfé. Sú er niðurstaðan í nýrri skýrslu frá dönsku verkalýðssamtökunum FOA, Fag og Arbejde. Því er haldið fram, að sveitarfélögin 98 í Danmörku geti sparað sér mikið fé með því að annast velferðarþjón- ustuna að öllu leyti sjálf en bjóða hana ekki út á meðal einkafyrirtækja. Er sú niðurstaða byggð á tölum frá danska velferðarráðuneytinu og Landssambandi sveitar- félaga og gengur þvert á þá viðteknu skoðun, að einkafyr- irtæki geti boðið velferðarþjónustuna á miklu hagstæð- ara verði en sveitarfélögunum sé unnt. Rannsókn FOA sýnir raunar, að því meira, sem boðið er út af þessari þjónustu, því dýrari verður hún. Samkvæmt skýrslunni kostar það um 163 dkr. á hvern aldraðan í dæmigerðu, dönsku sveitarfélagi með 50.000 íbúa ef yfirvöld ákveða að auka þjónustuhlutfall einkafyr- irtækjanna um eitt prósent. Ákveði þau hins vegar að minnka hlut einkafyrirtækja í þjónustu við aldraða, til dæmis úr 25 í 20%, geti þau sparað sér um sex milljónir dkr. Vill að samningur sveitarfélaganna og ríkisins um aðkomu einkafyrirtækja verði tekinn upp Formaður FOA, Dennis Kristensen, segir, að niður- staða rannsóknarinnar sé mjög afgerandi og í ljósi henn- ar ætti að endurskoða fyrirliggjandi samning milli stjórn- valda og Landssambands sveitarfélaganna. Samkvæmt honum er stefnt að því, að 26,5% af velferðarþjónustu sveitarfélaganna verði boðin út á næsta ári, 2010. „Árum saman hefur það glumið í eyrum okkar, að sveitarfélögin geti sparað með því að hleypa einkafyr- irtækjunum að opinberri þjónustu. Þegar hagfræðingar okkar hafa komist að þveröfugri niðurstöðu ættu sveit- arfélögin og stjórnvöld að staldra við og skoða hvort þau séu í þann veginn að kasta peningum skattborgaranna á glæ,“ segir Kristensen. Venstre-maðurinn Erik Fabrin, borgarstjóri í Ruders- dal og formaður Landssambands sveitarfélaganna, gagn- rýnir skýrsluna frá FOA og segir, að í rannsókninni hafi ekki verið tekið neitt tillit til þjónustustigsins. Hans Kristian Skibby, þingmaður fyrir Danska þjóð- arflokkinn og formaður þeirrar þingnefndar, sem fjallar um málefni sveitarfélaganna, segir að mörg dæmi séu um, að útboð hafi gefist illa en leggur þó ekki til, að þeim, verði hætt. svs@mbl.is Best að sveitarfélög sjái um sína þjónustu Morgunblaðið/Arnaldur Þjónusta Það skiptir miklu og er mælikvarði á hvert samfélag, að aðstoð við aldraða sé í góðu lagi. DAUÐSFÖLLUM af völdum slysa í farþegaþotum, smíðuðum á Vesturlönd- um, fækkaði úr 692 á árinu 2007 í 502 á síðasta ári, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Alþjóðasambands flugfélaga (IATA). Þótt dauðsföllunum hafi fækkað fjölgaði flugslysunum. Um 109 flugslys voru skráð á síðasta ári en 100 árið áður. Banaslysunum fjölgaði úr 23 í 20, að sögn alþjóðasambandsins. bogi@mbl.is Heimild: IATA * Í þessum heimshluta eru notaðar tiltölulega fáar þotur smíðaðar á Vesturlöndum. Yfir 500 manns fórust á síðasta ári í slysum í þotum sem smíðaðar voru á Vesturlöndum og brotalamir í öryggismálum flugfélaga stuðluðu að þriðjungi flugslysanna, að sögn Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Heims- meðaltal 0,81 Mið-Austurlönd og Norður-Afríka Rómanska Ameríka Afríka Norður- Ameríka 0,58 Evrópa 0,42 Asía 0,58 Fjöldi alvarlegra flugslysa á hverja milljón flugferða árið 2008, eftir heimshlutum Heildarfjöldi slysa Fjöldi banaslysa Fjöldi dauðsfalla 2005 111 26 1,035 2006 77 20 855 2007 100 20 692 2008 109 23 502 6,43* Fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna 2,55 2,12 1,89 Dauðsföllunum fækkaði úr 692 árið 2007 í 502 í fyrra þótt slysunum fjölgaði. FLUGSLYS Í HEIMINUM Dauðsföllum fækkaði Mikil óánægja gerði fljótt vart við sig meðal almennings í Lettlandi í kjölfar ört dýpkandi efnahags- kreppu. Talið er að óeirðirnar sem brut- ust út séu þær mestu frá því að landið hlaut sjálfstæði árið 1991. Mótmælin náðu hámarki hinn 13. janúar þegar hundruð mótmæl- enda hópuðust saman á götum höfuðborgarinnar Riga, þar sem þeim lenti saman við óeirða- lögreglu. Fréttaskýrendur telja líklegt að stjórnarflokkarnir sem hvöttu for- sætisráðherrann til afsagnar vilji nú aðgreina sig frá óvinsælli rík- isstjórninni. Ekki síst í ljósi þess að kosningar eru áætlaðar í júní og mikill niðurskurður og sparnaðar- aðgerðir stjórnarinnar hafa valdið óánægju meðal landsmanna. Mestu óeirðir í sögu sjálfstæðisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.