Morgunblaðið - 21.02.2009, Síða 22

Morgunblaðið - 21.02.2009, Síða 22
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is Þ að vakti mikla athygli þegar Jón Baldvin Hannibalsson lýsti því yfir að hann myndi bjóða sig fram til for- manns Samfylkingar viki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ekki úr sæti for- manns. Þegar Jón Baldvin er spurður hvort hann standi enn við þessa yfirlýsingu sína svarar hann: „Við skulum ræða um foringja og ábyrgð og alvöru málsins. Ég heimsótti son minn til Afríku síð- astliðið sumar og fór með honum í þorp á þurrkasvæðum. Þar hitti ég særingameistara sem á að hafa ítök hið efra til að sjá um að nógu mikið rigni úr himinhvolfinu til að koma í veg fyrir að jörðin skrælni, uppskeran bregðist, búsmalinn falli og hungursneyð verði í land- inu. Þarna hafa verið miklir þurrk- ar í tvö ár og ég sá í augum hans að hann óttaðist það að ef ekki færi að rigna þá myndi hann ekki kemba hærurnar sem trún- aðarmaður fólksins. Svona er ábyrgðin í frumstæðum þjóð- félögum og svona er ábyrgðin í lýðræðinu hjá okkur. Þeir sem sækjast eftir umboði fólks til að stjórna eiga að bera ábyrgð. Ef þeir vinna verk sín vel svo fólki vegni vel þá geta þeir gert sér vonir um endurkjör. En ef þeim mistekst, ég tala ekki um þeim mistekst hrapallega, þá eru þeir eru ekki á vetur setjandi. Sástu Hard Talk um daginn? Þar var reyndur, aðgangsharður og nokkuð skarpskyggn spyrjandi sem spurði fyrrverandi forsætis- ráðherra Íslands spurningar sem hann þurfti að endurtaka út allt samtalið en fékk aldrei svar við: „Hvað gerðir þú, herra forsætis- ráðherra, til að koma í veg fyrir það að Ísland, sem var í hópi rík- ustu þjóða heims, yrði bónbjarg- arríki eins og það er í dag?“ For- sætisráðherra Íslands var eins og hengdur upp á þráð, fór undan í flæmingi og talaði eins og steríll embættismaður um að þetta væri Evrópusambandinu að kenna. Þarna var ekki pólitískur foringi sem tók ábyrgð. Nú erum við að tala um býsna alvarlega hluti. Viðskilnaður fyrr- verandi ríkisstjórnar er svo svaka- legur að helst er að líkja því við ástand sem getur hlotist af hern- aðarátökum. Það er búið að leggja þjóðfélagið í rúst og það er bók- staflega enginn sem viðurkennir að bera ábyrgð á því. Auðvitað vit- um við að ábyrgð Sjálfstæð- isflokksins er sýnu mest, hann var við völd í átján ár samfellt en Samfylkingin bara í átján mánuði. Hugtakið ábyrgð er hins vegar þess eðlis að það er mjög erfitt að deila því niður í prósentureikningi. Hrunið varð ekki bara á vakt Sjálfstæðisflokksins heldur líka á vakt Samfylkingarinnar. Formenn eru valdamestir í ríkisstjórnum á Íslandi. Ég hef varpað fram einni samviskuspurningu og hún er þessi: Ef við gerum réttilega þá kröfu til annarra stjórnmálaleið- toga að þeir viðurkenni mistök sín og víki, eigum við þá ekki að gera sömu kröfu til okkar sjálfra? Ég held að það liggi í augum uppi hvert svarið við þeirri spurningu er.“ Vanur maður Ef þú býður þig fram til for- manns Samfylkingar, áttu þá von á að ná þeim árangri sem þú sækist eftir? „Það eru ekki miklar líkur á að á það reyni. Ég geng út frá því nánast sem gefnu að annaðhvort fyrir landsfund eða á landsfundi muni formaður Samfylkingar svara samviskuspurningunni og víkja. Ef það gerist þá er kona sem er hinn raunverulegi foringi Samfylking- arinnar og situr í embætti for- sætisráðherra: Heilög Jóhanna. Ég er ánægður með að hafa gefið Jóhönnu þessa heiðursnafnbót. Hún fer henni vel. Flokkar eru þeirrar náttúru að þeir rísa ekki gegn sitjandi for- sætisráðherra úr sínum röðum í aðdraganda kosninga þannig að það yrði sjálfgefið að Jóhanna tæki við undir því kjörorði að hennar tími væri kominn. Þá verð- ur spurningin um forystu Samfylk- ingarinnar fyrst og fremst spurn- ingin um hver taki við varaformannssætinu og þá vænt- anlega forystu flokksins á næsta kjörtímabili. Ef Ingibjörg Sólrún heldur til streitu kröfu sinni um forystuna og víkur ekki þá mun ég bjóða mig fram. Ég hef engu að tapa en allt að vinna. Samfylkingin hefur líka allt að vinna.“ Af hverju ætti samfylkingarfólk að kjósa þig til forystu? „Samfylkingin tók í arf frá Al- þýðuflokknum þá stefnu að Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu og taka upp evru. Ég hef verið að hamra á því að und- anförnu að við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu með upptöku nothæfs gjaldmiðils og grið hvað varðar skuldirnar. Spurning um Evrópusambands- aðild er þess vegna hluti af lausn á bráðavandanum. Hún er ekki framtíðarmúsík sem við eigum að dansa eftir einhvern tímann seinna. Á næsta kjörtímabili er stóra verkefnið að ganga í Evrópu- sambandið og tryggja Íslandi aðild að gjaldmiðilsvörnum Evrópusam- bandsins sem myndi gerbreyta kjörum almennings á Íslandi. Það væri ekki svo vitlaust að kalla á vanan mann sem kann til verka við það.“ Útiloka ekki framboð Hefurðu rætt við Ingibjörgu Sólrúnu eftir að þú lýstir yfir að þú myndir fara í formannsframboð ef hún viki ekki? „Nei. Ingibjörg hefur ekki verið í stjórnmálasambandi við mig eftir að hún steig í dansinn við Geir eft- ir kosningarnar 2007. Ég lagði » Ég veit ekkert hvernig Samfylkingin ætlarað haga sínum framboðsmálum. Ef hún gerir það með prófkjöri innan flokks þá útiloka ég það ekki. Og ef efnd verða loforð um að breyta kosn- ingalögum á þann veg að kjósandinn fái loks þann lýðræðislega rétt að velja sér einstaklinga, með öðrum orðum að persónukjör verði leyft, þá finnst mér framboð vel koma til greina. Ég hef engu að tapa 22 Daglegt lífVIÐTALIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.