Morgunblaðið - 21.02.2009, Qupperneq 23
nokkrum frambjóðendum Samfylk-
ingarinnar lið fyrir síðustu kosn-
ingar en enginn úr forystu Sam-
fylkingarinnar hefur átt orðastað
við mig eftir kosningar.“
Hvernig meturðu Ingibjörgu
Sólrúnu sem stjórnmálamann?
„Ég hef ekkert nema gott um
hana að segja. Ég studdi hana sem
formann Samfylkingarinnar á sín-
um tíma vegna þess að hún hafði
sameinað sundurleita hjörð vinstri-
manna í Reykjavíkurlistanum og
hélt þeim meirihluta þrátt fyrir
harðar atlögur valdakjarna Sjálf-
stæðisflokksins. Það er hennar
stóra afrek. Síðan fór hún í lands-
málapólitíkina og þar tókst ekki
betur til en svona. Staðreyndin er
sú að á hennar vakt hrundi þetta
allt saman. Og pólitíkin er harður
húsbóndi.“
Af hverju ertu viss um að Ingi-
björg Sólrún dragi sig í hlé og
hleypi Jóhönnu að?
„Ég sagðist ekki vera viss um
það, ég sagðist ganga út frá því
sem gefnu. Ingibjörg Sólrún hefur
á ferli sínum lagt áherslu á að hún
sé ekki venjulegur valdstreitu-
pólitíkus sem keppi að völdum
valdanna vegna og sitji á valdastóli
hvað sem í hefur skorist. Stundum
hefur hún lagt áherslu á að konur
í stjórnmálum séu öðruvísi en
karlmenn og ég held að það sé al-
veg rétt hjá henni að konur hafa
ríkulegri ábyrgðartilfinningu en
karlmenn. Alla vega á það við um
þær konur sem ég þekki.“
Hefurðu talað við Jóhönnu Sig-
urðardóttur nýlega?
„Nei.“
Ætlar þú í prófkjör fyrir Sam-
fylkinguna eða einhvern annan
flokk?
„Ég veit ekkert hvernig Sam-
fylkingin ætlar að haga sínum
framboðsmálum. Ef hún gerir það
með prófkjöri innan flokks þá úti-
loka ég það ekki. Og ef efnd verða
loforð um að breyta kosn-
ingalögum á þann veg að kjósand-
inn fái loks þann lýðræðislega rétt
að velja sér einstaklinga, með öðr-
um orðum að persónukjör verði
leyft, þá finnst mér framboð vel
koma til greina. En það hugnast
mér ekki að fara í prófkjörsbar-
áttu með auglýsingamennsku,
glimmer og skrípalátum. Ég er
vaxinn upp úr því.“
En þú stefnir aftur í pólitík?
„Ég hitti Hjörleif Guttormsson á
götu um daginn. Hann sagði: „Sá
maður sem sækist eftir því að fara
í pólitík núna er náttúrlega ekki
með öllum mjalla. Er það ekki
rétt, Jón Baldvin?“ Ég svaraði:
„Jú, mikið rétt, Hjörleifur, en leit-
ar ekki klárinn þangað sem hann
er kvaldastur. Og getum við horft
upp á þetta ógrátandi?““
Hverjir voru skúrkarnir?
Ýmsir telja að þú getir ekki
skorast undan því að bera ábyrgð
á því hvernig komið er þar sem þú
stofnaðir til Viðeyjarstjórnarinnar
og komst þar með Davíð Oddssyni
til valda.
„Viðeyjarstjórnin var mynduð
um eitt stórt mál, EES-samning-
inn. Fyrir kosningarnar 1991 gerð-
ist það undur að samstarfsflokkar
mínir, Framsóknarflokkur og Al-
þýðubandalag, hlupust brott frá
ábyrgð sinni á þessum samningi
og notuðu kosningabaráttuna til að
afflytja hann og saka mig nánast
um landráð og gengu sumir svo
langt að það var engin leið að
treysta því að þeir myndu greiða
EES-samningnum atkvæði eftir
það sem þeir höfðu um hann sagt.
Til að tryggja þessum samningi
framgang átti ég ekki annarra
kosta völ en að spyrja Davíð Odds-
son hvort hann væri tilbúinn að
falla frá andstöðu við samninginn
og tryggja honum framgang. Um
það var stjórnin mynduð. Það var
bráðnauðsynlegt á þeim tíma að
mínu mati.
Nú heyrast raddir sem segja að
EES-samningurinn hafi verið upp-
hafið að hruninu. Menn eru á
harðahlaupum við að finna skýr-
ingar annars staðar en þar sem
skýringar er að finna. EES-
samningurinn breytti öllu. Ég tek
alla ábyrgð á því. EES-samning-
urinn er örugga hraðbrautin með
margar akreinar sem við byggðum
til grannlanda okkar. Hann bein-
tengdi okkur við innri markað
Evrópusambandsins og við tókum
upp alla löggjöf Evrópusambands-
ins á sviði viðskipta með vörur og
þjónustu og fleira.
Þeir sem nú segja, eins og Geir
Haarde og Björn Bjarnason, að öll
þessi ósköp hafi byrjað með EES-
samningnum réttlættu það áður að
Ísland þyrfti ekki að ganga í Evr-
ópusambandið með því að segja:
„EES-samningurinn er svo góður
að við þurfum ekki að ganga í
Evrópusambandið.“ Er samning-
urinn allt í einu orðinn svo vondur
að hann orsaki hrun þjóðfélagsins
fimmtán árum seinna? Ef EES-
samningurinn orsakaði þetta hrun,
hvernig stendur þá á því að ekkert
land á Evrópska efnahagssvæðinu
er hrunið, nema Ísland? Þarna eru
menn hlaupandi um víðan völl,
segja eitt í gær og annað í dag,
leitandi að skýringum aftur í for-
tíð. Hvar ætli þeir staðnæmist á
flóttanum? Við lýðveldistökuna
1944 eða við landnámið 874?
Ef það verða slys á hraðbraut
vegna ölvunaraksturs eða ofsa-
aksturs eins og gerðist hjá mönn-
unum sem áttu og stýrðu bönk-
unum, er þá sá sem lagði veginn
dreginn fyrir dóm og dæmdur?
Ekki í réttarríkjum. Lögreglan
hefur sitt hlutverk, í þessu tilviki
Seðlabankinn og eftirlitsstofn-
anirnar, og á að handsama þá sem
brjóta reglur. Það er ekki EES-
samningurinn sem gaf mönnum
frelsi með ábyrgð sem er söku-
dólgur eða undirrót. Það er fjar-
stæða að halda því fram. Það eru
íslenskar stofnanir sem brugðust.
Þar var ekki farið að reglum.
Tökum Icesave-málið. Lyk-
ilspurningin þar er hver er skúrk-
urinn og hver er fórnarlambið?
Hverjir voru skúrkarnir? Það voru
eigendur og bankastjórar Lands-
bankans sem gerðu það sem þeir
gerðu vitandi vits um að ábyrgðin
myndi að lokum lenda á íslensku
þjóðinni. Hverjir voru féflettir?
Það voru sparifjáreigendur í Bret-
landi og Hollandi og að lokum
skattgreiðendur á Íslandi. Svo
koma þessir menn og segja: „Þetta
var allt reglugerðum frá Evrópu-
sambandinu að kenna.“ Þvílíkir
eymingjar, þeir ættu að skammast
sín!“
Þú fagnar sjötugsafmæli þínu
klukkan tvö í dag með málþingi í
Iðnó. Umræðuefnin þar eru Nor-
ræna velferðarríkið og óvinir þess
og Endurreisn í anda jafn-
aðarstefnu. Af hverju þetta efni?
„Ég mátti velja efnið og valdi
mín hjartans mál. Hafi einhvern
tíma verið ástæða til umræðu um
norræna velferðarríkið sem fyr-
irmynd og sameiginlega framtíð
okkar Evrópu þá er það núna. Við
þurfum að hafna skrípamyndinni
af amerískum kapítalisma sem nú
er hvort eð er hruninn á Íslandi en
óð hér uppi árum saman. Stjórn-
málamenn þurfa að fá að ræða við
þjóðina í rólegheitum og með rök-
um um það hvers vegna Evrópa er
ekki óvinur heldur sameiginlegur
vettvangur lýðræðisríkja þar sem
við eigum að skipa okkur í sveit til
framtíðar. Þetta eru málin sem við
eigum að ræða í kosningabarátt-
unni.“
» Ef Ingibjörg Sól-rún heldur til
streitu kröfu sinni um
forystuna og víkur ekki
þá mun ég bjóða mig
fram. Ég hef engu að
tapa en allt að vinna.
Samfylkingin hefur líka
allt að vinna.
Morgunblaðið/RAX
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009
Í fermingarblaði Morgunblaðsins er fjallað um allt
sem tengist fermingunni og fermingarundirbún-
ingnum ásamt því hvernig þessum tímamótum í lífi
fjölskyldunnar er fagnað. Blaðið í ár verður sérlega
glæsilegt og efnismikið.
Meðal efnis:
• Veitingar í veisluna – heimatilbúnar eða keyptar
• Mismunandi fermingar
• Skreytingar í veisluna
• Veisluföng og tertur
• Fermingartíska, stelpur og strákar
• Fermingarförðun og hárgreiðsla
• Fermingarmyndatakan
• Fermingargjafir – hvað er vinsælast?
• Hvað breytist við þessi tímamót í lífi barnanna?
• Hvað merkir fermingin?
• Viðtöl við fermingarbörn
• Fermingarskeytin
• Ásamt fullt af spennandi fróðleiksmolum
Fermingarblaðið verður borið út á hvert
einasta heimili á höfuðborgarsvæðinu
ásamt nágrannabyggðum.
Allar nánari upplýsingar veitir Katrín
Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða
kata@mbl.is Tekið er við auglýsingapönt-
unum til kl. 16.00, mánudaginn 2. mars.
fermingar
kemur út föstudaginn 6. mars
Efnismikið sérblað Morgunblaðsins um
– meira fyrir auglýsendur
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift