Morgunblaðið - 21.02.2009, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 21.02.2009, Qupperneq 25
Daglegt líf 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009 Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is É g á þá ósk heitasta að hér sé upprætt mein sem er falið og við- gengst í samfélaginu,“ segir móðir sem lifað hefur þá martröð að barnið hennar hefur orðið fyrir einelti árum saman í grunnskóla á Selfossi. Hún segir jafnframt að meinið hafi verið fyrir hendi í bænum í gegnum árin. „Kerf- ið sem á að vera til staðar virkar ekki,“ segir hún. „Olweus-áætlunin virkar ekki, enda er ekki unnið eftir henni, hún er bara plagg á veggjum skólans.“ Móðirin segir kerfið einblína á þol- endur en gerendur sleppi alveg. „Það er viðhorfið að eitthvað sé að þolanda, hann er svona og hann er hinsegin, og fjölskyldan hans líka.“ Hún segir þol- andanum gert að fara til sálfræðings, „… það hljóti að vera eitthvað að hon- um!“ en varla sé rætt við gerendur og þeirra aðstandendur. „En það er mín skoðun að þetta þurfi að breytast og að unnið sé með gerendur, því það er eitthvað mikið að hjá þeim sem haga sér með þessum hætti. Ég fagna um- ræðu um þessi mál því áður en hægt er að bregðast við þarf að viðurkenna ástandið, svo hægt sé að huga að því að laga það, og það er tími til kom- inn,“ segir móðirin og bætir við að óþolandi sé að fólk þurfi að flýja stað- inn vegna „veikra einstaklinga“ sem líðst að níðast á börnum og fjöl- skyldum þeirra. „Þetta er árás á það sem er manni heilagast; barnið manns. Það þekkir enginn nema sá sem hefur reynt það hversu sárt það er fyrir þolanda og aðstandendur að vera í þeim sporum. Það myndast sár á sálinni sem gróa seint,“ segir móð- irin. Hún treysti sér ekki til að koma fram undir nafni þar sem aðeins hef- ur dregið úr eineltinu gagnvart barninu hennar og hún vill ekki hætta á að martröð undangenginna ára hefjist að nýju. Ábyrgð hvílir á skólastjórnendum Ábyrgð í eineltismálum er í hönd- um skólastjórnenda. Í grunn- skólalögum er fjallað um velferð nemenda og gert ráð fyrir því að skólar viðhafi forvarnar- og við- bragðsáætlanir, m.a. til að vinna gegn einelti og skýrt kemur fram að skól- inn á að vera griðastaður fyrir börn. „Það er lögbundið í grunnskólalög- unum að börn eiga að njóta bernsku sinnar,“ segir Guðni Olgeirsson, sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu. Skólastjóri ber ábyrgð á því að framfylgja nám- skránni en ekki er haft eftirlit með framfylgninni. Starfsháttaviðmiðun í eineltismálum hefur verið í aðal- námskrá í 10 ár. Undanfarin ár hefur verið í boði fyrir grunnskóla að undirgangast Ol- weus-áætlunina. „En það er aldrei hægt að leysa svona mál í eitt skipti fyrir öll. Það þarf alltaf að vinna að þeim markvisst. Einelti er aldrei átaksmál,“ segir Guðni. Þegar foreldrar eru í þeim sporum að þeim finnst þeir ekki fá andsvar við umkvörtunum sínum í einelt- ismálum geta þeir snúið sér til sér- fræðiþjónustu viðkomandi skóla. „Það eiga allir skólar að hafa eitt- hvert svoleiðis bakland innan síns sveitarfélags,“ segir Guðni. Jafnframt leita margir foreldrar til samtakanna Heimilis og skóla og Þorlákur Helgason, framkvæmda- stjóri Olweus-verkefnisins, hefur einnig fengið mörg mál inn á sitt borð. „Það hefur komið til okkar sú ábending að það þyrfti að vera til ráð- gjafarskrifstofa á landsvísu, en svo er bara ekki,“ segir Guðni. „Við heyrum það hins vegar úr öllum áttum að menn vilji að það sé tekið á þessum málum á samræmdari hátt,“ segir hann og bætir við að ekki sé hægt að líða að ekki sé brugðist við. „Þetta er svo alvarlegt,“ segir hann. Skólafulltrúi í minni sveitarfélögum Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, formaður Skólastjórafélags Íslands, segir að þegar foreldrar fái ekki við- brögð innan skólans taki sveitarfélag- ið við. „Ef við tökum stærsta sveitar- félagið, Reykjavík, þá er þar sérstakur starfsmaður sem er fulltrúi foreldra. Foreldrar geta snúið sér til hans,“ segir Kristinn og bætir við að hann geri ráð fyrir að svipuð embætti séu í öllum sveitarfélögum. „Þá er kannski sá sem er skólafulltrúi hjá minni sveitarfélögum sá aðili sem fólk ætti að snúa sér til,“ segir Kristinn. Í svæsnum málum, eins og t.d. þegar líkamsárás er gerð, kemur til kasta barnaverndarnefnda. „Það eru þó tiltölulega fá mál sem fara í slíka vinnslu,“ segir hann. Skólamálanefnd er innan Skóla- stjórafélagsins sem tekur fyrir einelt- ismál og á hverju ári er námsstefna innan félagsins þar sem tekin eru fyr- ir ákveðin fagefni. Morgunblaðið/Heiddi Einelti er aldrei átaksmál Vinna þarf markvisst að því að uppræta einelti. Ábyrgðin í eineltismálum hvílir á herðum skólastjóra, hann ber ábyrgð á því að námskrá sé framfylgt. Lögbundið að börn njóti bernskunnar Í 13. grein nýrra grunnskólalaga segir m.a.: „Réttur nemenda. Grunnskóli er vinnustaður nemenda. Allir nemendur grunnskóla eiga rétt á kennslu við sitt hæfi í hvetjandi náms- umhverfi í viðeigandi húsnæði sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan. Grunn- skóli skal í hvívetna haga störf- um sínum þannig að nemendur finni til öryggis og njóti hæfi- leika sinna. Nemendur eiga rétt á því að njóta bernsku sinnar í öllu starfi á vegum skólans. […] Taka skal tillit til sjónarmiða þeirra eins og unnt er. Hver nemandi skal hafa um- sjónarkennara. Umsjónarkenn- ari fylgist náið með námi nem- enda sinna og þroska, líðan og almennri velferð, leiðbeinir þeim í námi og starfi, aðstoðar og ráðleggur þeim um persónu- leg mál og stuðlar að því að efla samstarf skóla og heimila.“ Sjá nánar á slóðinni: ny- menntastefna.is. „Finni til örygg- is og njóti hæfi- leika sinna“ Ótrúleg sértilboð! Moggaklúbburinn, í samstarfi við Heimsferðir, býður áskrifendum frábær tilboð á ferðum til Kanarí í mars. Um er að ræða sértilboð 18. og 25. mars. Ferðin 18. mars er í 18 nætur og ferðin 25. mars er í 11 nætur. Þú velur hvort þú vilt kaupa stökktu tilboð (sértilboð 1) eða gistingu á Club Green Oasis með öllu inniföldu. Club Green Oasis er íbúðagisting sem líkað hefur vel meðal farþega okkar í vetur. Gríptu þetta einstaka tækifæri og smelltu þér í vetrarfrí með Heimsferðum og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað á ótrúlegum kjörum. Þú spa rar allt að 47.800 kr. á ma nn - allt að 191.20 0 kr. m .v. að f jórir fe rðist sa man * 18. mars – 18 nætur25. mars – 11 nætur kr.99.990 – 11 nætur með allt innifalið Kanarí Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði á þessu sértilboði. frá aðeins kr. 79.990 – 11 nætur Þú mætir með miðann sem fylgir Morgunblaðinu í dag til Heimsferða, Skógarhlið 18, eða á einhverja af umboðsskrifstofum þeirra. Einnig er unnt að bóka tilboðið á www.heimsferdir.is Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði á þessu sértilboði. Verð getur hækkað án fyrirvara. B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . 25. mars í 11 nætur 18. mars í 18 nætur Tilboð Alm. verð Tilboð Alm. verð Sértilboð 1 – Hótel- eða íbúðargisting (án fæðis) 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð 79.990 106.390 99.990 126.390 26.400 Sértilboð 2 – Club Green Oasis (m/allt innifalið) 2-4 í íbúð / smáhýsi 99.990 137.790 129.990 177.790 47.800 Innifalið í verði er flug, skattar, gisting í 11 eða 18 nætur (fæði skv. því sem valið er) og fararstjórn. Að lágmarki 4 dögum fyrir brottför er farþegum sem kaupa sértilboð 1 tilkynnt hvar þeir gista. Almennt verð er m.v. sambærilegan gisti- og fæðisvalkost sem er í boði. Aukagjald fyrir einbýli í 11 nætur kr. 25.000. Aukagjald fyrir einbýli í 18 nætur kr. 41.000. *) Sparnaður m.v. við að fjórir ferðist saman. Sértilboð 2 í 18 nætur, brottför 18. mars. Þú sparar allt að E N N E M M / S IA • N M 3 69 3 9

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.