Morgunblaðið - 21.02.2009, Side 26

Morgunblaðið - 21.02.2009, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Kaupir þúpasta á 578krónur í 10- 11 þegar þú getur keypt það á 129 krónur í Kasko? Verðmunurinn í verðkönnun ASÍ er sláandi. Á þessum pastaskrúfum er munurinn 348 prósent. Í 23 til- vikum var verðmunur á þeim 40 vörutegundum sem ASÍ kann- aði yfir 100 prósent. Hvergi er hann undir 30 prósentum. Ester Sveinbjarnardóttir, verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ, bendir á að athygli veki hversu lítill verðmunur sé á vörum sem komi verðmerktar frá heildsala í verslanir, s.s. á ostum og ýmsu áleggi. Það get- ur verið ólöglegt að formerkja vörur og því er ekki annað hægt en taka undir með henni að Neytendastofa ætti að taka á þessum vanda vinni hún ekki þegar að því að uppræta hann. Matvörumarkaðurinn hefur á undanförnum árum þróast í átt að fákeppni, samþjöppunin hef- ur verið mikil. Samkeppniseft- irlitinu reiknast til að Hagar hafi ráðið yfir 50% dag- vörumarkaðar árið 2006, Kaupás 22% og Samkaup 15%. Risarnir reka bæði há- og lág- vöruverslanir. Árvekni neyt- enda er lykillinn að því að sam- keppnin skerpist og álagning lækki. Athygli vekur að sem fyrr er verðmunurinn í Bónus og Krón- unni oft ekki nema króna eða í ellefu skipti. Þessi algengi verðmunur sýnir hversu vel keppi- nautarnir fylgjast hvor með öðrum. Þegjandi sam- komulag virðist ríkja um hvor sam- steypan er krónu dýrari; Krónan. Einhverjir kunna að líta á krónumuninn þannig að lágmarksálagning sé á þess- um vöruflokkum, þar sem sam- steypurnar bjóða þessar vörur undantekningarlaust ódýrast. Aðrir gætu túlkað það svo að þegar stórar samsteypur hafi náð að stilla saman strengi sína skapist tækifæri fyrir nýja aðila á markaði. Hver og einn er ábyrgur fyrir matarinnkaupunum sínum og kjósi hann að greiða sömu vör- una þrefalt hærra verði en hann getur er honum það í sjálfsvald sett. En þegar margir eru ómeðvitaðir við matarinnkaupin minnkar áhrifamáttur hinna meðvituðu. Þeir verða undir. Sé landsmönnum annt um að fá sem mest fyrir rýrnandi krónur sínar ættu þeir að horfa í hverja þeirra. Þeir ættu að skoða verðmerkingar sem og verðið miðað við magn og kippa ekki kjúklingabringunum á 40% afslætti úr hillum verslana án þess að ganga úr skugga um hvort afsláttarverðið er í raun lægra en á sambærilegri vöru án afsláttar. Matvörumarkaðurinn getur stökkbreyst á næstu misserum. Það er í höndum neytenda hvert hann stefnir. Sé landsmönnum annt um að fá sem mest fyrir rýrnandi krónur sínar ættu þeir að horfa í hverja þeirra. } Meðvitund í matinn Skólayfirvöldhafa unnið markvisst að því að koma í veg fyr- ir andlegt ofbeldi eins og einelti í skólum. Unn- ið er eftir ákveðnum ferlum sem hjálpar fólki að sjá ein- kenni eineltis og bregðast tímanlega við. Í vikunni hefur Morg- unblaðið sagt frá tveimur lík- amsárásum sem nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurlands urðu fyrir. Erfitt er að alhæfa hvort ofbeldi í skólum á Ís- landi sé að aukast út frá tveimur dæmum. Hins vegar gefur alvara þessara árása tilefni til að kanna hvort það þurfi að vinna skipulegar gegn ofbeldi í skólum. Skólinn er vinnustaður nemenda og kennara. Það er ólíðandi að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt á vinnustað. Það á auðvitað við um alla en sérstaklega unga nemendur. Verði ofbeldi eða hótun um ofbeldi hluti af starfsum- hverfi þeirra getur það haft skaðleg áhrif á sjálfsmynd og vellíðan unglinga. Engir foreldrar og forráðamenn eiga að þurfa að óttast um öryggi barna sinna í skólanum. Komi upp tilvik um ofbeldi verður að taka á þeim af festu þegar í stað. Þrátt fyrir að nær allir skólar landsins séu reknir af ríki og sveit- arfélögum er óviðunandi að skólastjórnendur feli sig á bak við stjórnsýslulög þegar slík tilvik koma upp. Ef opinberum aðilum er treyst fyrir umsjón barna verður að vera kristaltært að kerfið sé í stakk búið til að taka ákveðið á öllum árekstr- um í skólanum. Ákveðið meðalhóf er nauð- synlegt og allir eiga rétt á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Það er samt óþol- andi tilhugsun að barn eða unglingur þurfi að horfast í augu við kvalara sína daginn eftir barsmíðar. Mikilvægt er í þessum málum eins og öðr- um ofbeldismálum að refsa ekki fórnarlambinu. Mikilvægt að refsa ekki fórnarlambinu.}Ofbeldi í skólum Í vikunni fór fram umræða um heil- brigðismál á Alþingi. Viðfangsefnið var niðurskurður. Hvernig spara ætti þúsundir milljóna í heilbrigðiskerfi sem þegar hefur verið tálgað inn að beini. Allir sem til máls tóku voru sammála um að ekki ættum við annarra kosta völ en að herða ólarnar – líka að heilbrigðiskerfinu. Ýmislegt varð mér umhugsunarefni, en ekki síst setning sem við höfum öll oftsinnis heyrt. Það var þegar sagt var um áform fyrrverandi heilbrigðisráðherra – áform sem nú hafa verið slegin af – að stundum þyrfti að grípa til óvin- sælla aðgerða. En hvað er vinsælt og hvað óvinsælt á tím- um sem þessum, og hvað rétt og rangt? Getur það jafnvel farið saman, það sem er rétt og sanngjarnt, og það sem er vinsælt? Ég held að einmitt núna sé vinsæla leiðin hjá þjóðinni aðeins ein: að sjá glitta í réttlæti og eygja von. Ég held að fólk sé tilbúið til að leggja mikið á sig, mjög mikið, til að komast í gegnum þetta allt saman ef það veit og trúir að einhvers konar sanngirni sé höfð að leiðarljósi í úrvinnslu erfiðleikanna. Eða skiptir það ekki máli á sjúkrahúsi, svo við komum aftur að heilbrigðisþjónustu, hvort byrjað er á að skerða kjör lægstlaunaða ræstingafólksins eða verktaka- greiðslur þeirra sem mest hafa? Skiptir ekki máli hvern- ig landsbyggðarfólk sér mesta hagræðingu við skipu- lagningu heilbrigðisþjónustu í sínu héraði? Í vikunni fengum við að heyra að sums staðar vill fólk efla sjálfstæði þeirra stofnana sem eru fyrir hendi en jafnframt leita samlegðaráhrifa í frjálsu samstarfi. Annars staðar er vilji til sameiningar. Á ekki að hlusta á þessi sjón- armið? Er slíkt kannski í senn rétt, sann- gjarnt og vinsælt þótt það snúi að óvinsælum, erfiðum aðstæðum? Skiptir ekki einmitt lyk- ilmáli hvort starfað er samkvæmt einhliða valdboði eða leitað samráðs? Sameiginlega verða bestu lausnirnar til, og aðeins þannig vinnum við okkur út úr þeim hrikalega vanda sem við stöndum frammi fyrir. Starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar um allt land hefur sýnt ótrúlega þrautseigju, útsjónarsemi og þolinmæði við alltof erfiðar aðstæður og nið- urskurð til langs tíma. Nú er fólk enn á ný tilbúið til að taka á sig byrðar, en aðeins ef rétta leiðin er farin, leið samræðna og samráðs, og leið sanngirni en ekki valdboðs. Vinsæla leiðin. Þá er fólk jafnvel tilbúið í launaskerðingu, ef það veit að leið réttlætis er valin. Staðreyndin er nefnilega sú að það er ekki bara inni á Alþingi sem fólk gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að fara vel með, beita útsjónarsemi, ná niður kostnaði. Allir vilja vera með. Öll þjóðin vill vinna sig út úr kreppunni. Rétta leiðin og já, jafnvel vinsæla leiðin, er að leita sann- gjarnra lausna – og komast þannig sem heilust í gegnum þessa óvinsælu tíma sem við lifum. liljagretars@gmail.com Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Pistill Förum vinsælu leiðina Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þ etta er mjög fornfáleg löggjöf frá árinu 1949 og alls ekki í samræmi við þær kröfur sem við ger- um í dag til löggjafar af þessum toga. Hvað sem okkur ann- ars finnst um hvalveiðar. Ef menn vilja á annað borð stunda hvalveiðar á Íslandi þá þarf að vera einhvers konar heilsteypt löggjöf um þau mál,“ segir Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, sem kannaði lagalegan grundvöll hvalveiðilöggjaf- arinnar að beiðni Steingríms J. Sig- fússonar, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra. Tilefnið var að Einar K. Guðfinns- son, forveri Steingríms í embætti, heimilaði veiðar á hrefnu og lang- reyði á síðustu dögum sínum í emb- ætti og er Ástráður ekki í nokkrum vafa um að lokinni skoðun sinni á lög- unum að skilgreina þurfi betur ýmis ákvæði um veiðarnar. „Slík löggjöf þarf að uppfylla þau skilyrði sem við setjum um nútíma- lega löggjöf sem fjallar um nýtingu á auðlindum sjávar, hverjir eigi rétt til nýtingar, samanber það sem við höf- um í fiskveiðistjórnunarlögunum, hvernig eigi að úthluta veiðiheimild- unum og hvað eigi að miða við í þess- ari úthlutun. Þarna er það í besta falli mjög óljóst hvernig staðið skuli að þessu. Síðan er öll stjórnsýsla hvalveiða mjög fornfáleg. Hlutverk Fiskistofu er ekki skilgreint hvað þetta varðar og ekkert sagt um til hversu langs tíma leyfin eigi að gilda.“ Sama gildir um hollustukröfur Ástráður segir það sama gilda um kröfur til hvalkjötsvinnslu sem séu mjög illa skilgreindar í lögunum. Núgildandi reglugerð um vinnslu og umbúnað á hvalkjöti sé frá árinu 1949 og uppfylli ekki nútímakröfur með tilliti til þess að stuðla að ráð- stöfunum til að tryggja gæði, holl- ustu og öryggi matvæla. Að mati Ástráðs þarf að svara nokkrum spurningum, svo sem hvort taka eigi veiðigjald, hversu hátt það eigi að vera eða við hvað skuli miðað í því efni. Allt séu þetta atriði sem skorti á í lögunum. „Síðan eru öll nánari stjórntæki Fiskistofu eða ráð- herrans, eða þess aðila sem á að hafa þá stjórnun með höndum, sem og sjálft skipulag og fyrirkomulag veið- anna, illa skilgreind og óljós.“ Hann segir sitt mat það að eðlileg- ast væri að útgáfa veiðileyfa til hval- veiða væri í höndum Fiskistofu. „Af hverju ættum við að taka hval- veiðarnar sérstaklega út úr í þessu samhengi,“ spyr Ástráður. Brýnt sé að sett verði ný lög um veiðarnar ef vilji löggjafans standi til þess að festa hvalveiðar varanlega í sessi sem atvinnugrein á Íslandi. Gagnrýnir vinnubrögðin Ástráður gagnrýnir þau vinnu- brögð sem viðhöfð voru við reglu- gerðarbreytingarnar 27. janúar, þeg- ar tímabundnar hvalveiðar voru leyfðar. Engin minnisblöð hafi verið unnin um málið né lögð fram skrifleg undirbúningsgögn af ráðuneytinu. „Þetta hlýtur að teljast afar óvenjulegt og ber ekki vott um vand- aða stjórnsýslu,“ skrifar Ástráður, sem telur útgáfu veiðheimilda án auglýsingar, þrátt fyrir athuga- semdir umboðsmanns Alþingis, ekki standast „grundvallarsjónarmið um jafnræði og hlutlæga stjórnsýslu“. Inntur eftir því hversu mikla vinnu það muni útheimta að breyta lög- unum segir Ástráður að það þurfi að skrifa frumvarp að nýjum lögum, sem þurfi ekki að vera tímafrekt. Morgunblaðið/Ómar Hitamál Deilt er um þá ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar að heimila veiðar. Greiðfært að semja ný lög um hvalveiðar „Með reglugerð nr. 58 frá 27. jan- úar 2009 um breytingu á reglugerð nr. 163 frá 30. maí 1973 um hval- veiðar með síðari breytingum, ákvað sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra að heimila að nýju hvalveiðar við Ísland,“ rifjar Ást- ráður upp í inngangi álitsins. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Miðað er við ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar í úthlutun tíma- bundins veiðikvóta sem er að há- marki 150 langreyðar og 100 hrefnur, með fyrirvara um breyt- ingar, á hverju ári frá 2009 fram til ársins 2013. Nýr sjávarútvegs- ráðherra hefur boðað endurskoðun á heimildinni. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.