Morgunblaðið - 21.02.2009, Síða 29

Morgunblaðið - 21.02.2009, Síða 29
Umræðan 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009 Í MORGUN- BLAÐINU hinn 25. jan. þ.á. er mikil og góð yfirlitsgrein sem nefnist „Þar sem landið brotnar“ eftir Orra Pál Ormarsson og fjallar hún um af- stöðu manna til efn- istöku af hafsbotni í Hvalfirði og er ljóst að mikið ber á milli. Telja landeigendur við Hvalfjörð að sand- og malarnám félagsins Björgunar af botni fjarðarins hafi valdið óbætanlegu landbroti og valdi auk þess skaða á lífríki botnsins. Forsvarsmenn Björg- unar benda hins vegar á, að þarna hafi landbrot löngum átt sér stað og sé þess m.a. getið í Jarðabók Árna Magnússonar. Þótt um 500 þúsund rúmmetrum af efsta botn- laginu – setlaginu – sem botndýrin búa á eða í sé að jafnaði dælt upp árlega úr Hvalfirði telja Björg- unarmenn ekkert benda til þess að þau (þ.e. áhrifin) séu skaðleg. Þó er viðurkennt að engar grunn- rannsóknir séu fyrir hendi. Orri Páll blaðamaður getur þess, að ekki séu allir sammála þessu. Undirritaður birti grein hér í Morgunblaðinu 2. apr. 2008 um áhrif efnistöku af sjávarbotni á líf- ríkið, þegar dæluskipið flettir set- laginu af botninum með öllum þeim smádýrum sem þar búa. Taldi ég líklegt að slíkt brottnám fæðu í miklum mæli hefði áhrif á lífsferil botnfiska. Þar eð ekki er minnst á aðra sjávarlíffræðinga, sem eru á svipaðri skoðun og ég, mætti jafnvel ætla að ég væri einn á báti – án þess að blaðamaðurinn væri á nokkurn hátt að gera því skóna – en það er nú aldeilis ekki. Hættan við stórfellt brottnám smádýra, sem eru aðalfæða botn- fiska, hefur nokkrum sinnum verið gerð að umræðuefni hér í blaðinu á síðast- liðnu ári. Hinn 26. jan. 2008 flytur Morgunblaðið þá frétt, að félagið Björgun hafi samið „matsáætlun vegna efnistöku af hafs- botni … í Kollafirði, Hvalfirði og sunn- anverðum Faxaflóa“. Sótt er um leyfi til töku 25 milljóna rúm- metra efnis af þessu svæði á árunum 2008- 2218. Það sem Björgunarmenn kalla efni er í raun setlagið – efsti hluti botnsins – lífheimur smádýr- anna. Hinn 12. febr. 2008 ritar Einar Falur Ingólfsson blaðamaður frétt í Morgunblaðið frá Fræðaþingi landbúnaðarins, en þar hafði Þór- ólfur Antonsson, fiskifræðingur á Veiðimálastofnun, skýrt frá ólög- legri malartekju í og við árfarvegi í Reyðarfirði, en þar voru hundruð þúsunda rúmmetra af möl fjar- lægð án tilskilinna leyfa. Telur Þórólfur að áhrif malartekju í far- vegi vatnsfalla séu ýmis á lífverur á svæðinu sem og á rennsli ánna. Ber því að sama brunni og hvað snertir malar- og sandtekju af sjávarbotni. „Þetta var algjört barbarí sem viðgekkst“ hefur Ein- ar Falur eftir Þórólfi. Svo kemur stóra fréttin í Morgunblaðinu 6. mars 2008 um rannsóknir á vist- kerfi Mývatns, sem tveir Íslend- ingar tóku þátt í, þeir Arnþór Garðarsson prófessor og dr. Árni Einarsson. Frásögn um þessar rannsóknir birtist í tímaritinu Nature. Meginniðurstaða þessarar rannsóknar var sú, að „orsaka- samhengið milli röskunar á botni Mývatns og átubrests í vatninu liggi nú ljóst fyrir …“ Dæling kís- ilgúrs úr botninum tók fæðuna frá mýlirfunum, bleikjustofninn leið þar með fæðuskort og kís- ilvinnslan gekk af bleikjustofn- inum dauðum. Árni Einarsson tel- ur „vel hugsanlegt að svipuð lögmál komi við sögu í lífríki hafs- ins og nú hafa komið í ljós í Mý- vatni“. Svo hefur líka orðið. Hinn 13. apr. 2008 birti Morg- unblaðið grein sem heitir „Grunn- sævið gulls ígildi?“ eftir tvo sjáv- arlíffræðinga, Jónas Pál Jónasson og Björn Gunnarsson. Þeir færa rök fyrir því „að grunnu hafsvæðin við Ísland séu ein mikilvægasta auðlind þjóðarinnar“. Þar er vagga fjölmargra nytjastofna og þaðan streyma nýliðarnir út á miðin. Grunnsævið í kringum Ísland (grynnra en 50 m) gegnir veiga- miklu hlutverki sem uppeldisslóð fyrir marga okkar helstu nytja- fiska. Þess má hér geta, að dælu- skip Björgunar dæla eingöngu upp seti af uppeldisslóðinni á grunnsæ- vinu, þar eð búðnaður þeirra getur ekki dælt af dýpra vatni en 40 metra. Einnig dæla þau upp setinu með svokallaðri „holudælingu“ sem reyndist banvæn fyrir bleikj- ustofninn í Mývatni. Þeir Jónas Páll og Björn geta sænskra rann- sókna sem sýna mikilvægi grunn- slóðarinnar sem vöggu nytjafiska. Þar var talið að eins ferkílómetra aukning af sendnum botni á 0-10 m dýpi við vesturströnd Svíþjóðar gæti gefið af sér um 300-360 millj- ónir sænskra króna í aflaverðmæti á um 50 árum. Hvað snertir okkar grunnsævi ber okkur að fara fram af fullri skynsemi og ábyrgð og láta náttúruna njóta vafans þá hætta er á ferð. Er verðmæti grunn- sævis gulls ígildi? Ingvar Hall- grímsson skrifar um efnistöku á hafs- botni »Hvað snertir okkar grunnsævi ber okk- ur að fara fram af fullri skynsemi og ábyrgð og láta náttúruna njóta vaf- ans þá hætta er á ferð. Ingvar Hallgrímsson Höfundur er sjávarlíffræðingur. FYRIRHYGGJULAUS fram- takssemi varð banabiti laxeldis á Íslandi og milljarðar króna töp- uðust í mörgum umferðum. Því hef ég áhyggjur af ákefð Karls Stein- ars Óskarssonar (Mbl. grein 19/2) fyrir þorskeldi og ég fagna því að Brim skuli hafa ákveðið að fara varlega í þessum efnum. Norð- menn byggðu upp sitt laxeldi með því að fórna laxveiðiánum. T.d. eru svæðin í kringum Bergen, Hörða- land og Harðangur svo illa farin að villti laxinn er þar næstum horfinn og á sér ekki viðreisnar von, mest vegna áhrifa sníkjudýra frá laxeld- inu. Fjórar til sex eldiskvíar með um 200.000 eldislaxa hver gefa frá sér svipaðan úrgang og 300.000 manna byggð. Helga Pedersen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, berst nú fyrir sams konar uppbyggingu á þorsk- eldi í Noregi og segir vísindamenn ekkert of góða til að leysa vanda- málin þegar þau koma upp. Það eru líka sníkjudýr og óæskileg efni samfara þorskeldinu. Neytendur vilja frekar villtan þorsk úr sjó sem veiddur er með vistvænum og sjálf- bærum hætti. Já, það er rétt hjá Karli Steinari að neytendur hlusta á náttúruverndarsinna og þeir eru tilbúnir að greiða hátt verð fyrir hágæða villtan og sjálfbæran fisk. Varast ber að fara leið Norð- manna sem taka óþarfa áhættu og gætu þess vegna eyðilagt villta þorskstofna við strendur lands síns. Ég vil gjarnan forða íslensk- um sjómönnum og okkur neyt- endum frá sambærilegri hættu. Ýmislegt gott er að gerast í fiskeldi á Íslandi og má m.a. benda á Fisk- eldi Samherja þar sem bleikja er framleidd í kerum á landi. Fyrr eða seinna held ég að allt fiskeldi í sjó verði bannað í norðurhöfum þar sem ekki er hægt að hafa hemil á menguninni og öðrum óheilla- vænlegum áhrifum af starfsem- inni. Heilbrigðisyfirvöld í Noregi eru nú einnig að átta sig á þessu og ný- lega var umsóknum um tvær nýjar þorskeldisstöðvar á Verdals- og Levanger-svæðunum hafnað. Ég er ósammála Karli Steinari um að ríkisstjórn Íslands eigi að leggja fram aukið fé til rannsóknar og þróunar á fiskeldi. Það hefur hún þegar gert svo nemur mörgum milljörðum króna seinustu tvo ára- tugi eða lengur og dæmið hefur aldrei gengið upp. Nú er komið að því að einkaaðilar sem trúa á þessa framtíð leggi sjálfir fram áhættufé. Orri Vigfússon Þorskeldi með varúð Höfundur er formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna. Í SAMFÉLAGINU leynast víða hættur, sumar hverjar fyr- irsjáanlegar sem auðvelt er að fræða börnin um hvernig beri að varast en aðrar leyndari og þar af leiðandi hættulegri. Kynferðisafbrotamenn fyrirfinnast í okkar sam- félagi. Hversu margir glíma við þann sjúkleika að vilja áreita og misnota börn kynferðislega er ekki vitað. Staðreyndin er að ekki er hægt að fría samfélagið af þessum brota- mönnum fremur en öðrum. Ákveðinn hópur þeirra mun ávallt verða meðal vor í einhverjum mæli. Kynferðisofbeldi getur átt sér stað inni á heimilinu, á heimili ættingja, á heimili vina barnanna, í hverfum og á stöðum þar sem fólk kemur saman til tómstunda og skemmtana. Sundlaug- ar eru t.d. staðir sem sérstaklega eru taldir laða að gerendur kynferðisof- beldis. Í þessum aðstæðum er auðvelt að fela sig bak við nekt og nafnleysi. Einnig er afar erfitt að átta sig á tengslum fullorðins einstaklings sem gefur sig að barni. Um gæti verið að ræða skyldmenni eða ókunnugan að- ila með einbeittan brotavilja. Erfiðast er að komast að og upplýsa málið sé gerandinn nákominn barninu og búi jafnvel á heimili þess. Sé um að ræða aðila sem barnið „treystir“ og þykir vænt um er barnið síður líklegt til að vilja segja frá ofbeldinu. Ákveðinn fjöldi mála af þessu tagi kemur fram í dagsljósið á ári hverju. Rannsóknir sem lúta að árangri með- ferðar á kynferðisafbrotamönnum hafa fram til þessa ekki gefið nægj- anlegt tilefni til bjartsýni. Þess vegna er það á ábyrgð aðstandenda að kenna börnunum að þekkja hættu- merkin og upplýsa þau um hvar mörkin liggja þegar kemur að snert- isamskiptum. Með viðeigandi leið- beiningu má hjálpa börnunum að verða hæfari í að leggja mat á að- stæður og atferli sem kann að vera þeim skaðlegt eða ógna öryggi þeirra. Því miður er ekki hægt að fullyrða að með fræðslu einni saman sé barnið óhult gegn þeirri vá sem hér um ræð- ir. Engin ein leið er í sjálfu sér skotheld. Á þessu vandamáli er eng- in einföld lausn. Ekkert er dýrmætara en börn þessa lands og þess vegna má engin varn- araðferð eða nálgun vera undanskilin. Þau börn sem teljast helst vera í áhættuhópi eru þau sem hafa farið á mis við að vera upplýst um þessi mál með viðeigandi hætti. Önnur börn í áhættu eru t.d. þau sem eru félagslega einöngruð, hafa brotna sjálfsmynd eða eiga við fötlun að stríða. Til að auðvelda fræðsluna þarf að festa ákveðin hugtök og orðaforða í huga barnsins. Hugtakið „einka- staðir“ hefur gjarnan verið notað í þessu samhengi. Börnum er bent á hverjir og hvar þeirra einkastaðir eru og að þá má enginn snerta. „Einka- staðaleikir“ eru ekki leyfðir. Ræða þarf um hugtakið „leyndarmál“ og að ekki sé í boði að eiga leyndarmál sem láta manni líða illa. Skólayfirvöld og foreldrar geta með markvissum hætti sameinast um að byggja upp viðeigandi fræðslu- kerfi. Það má síðan nota til að kenna börnum að bera kennsl á viðvör- unarmerki svo þau eigi betra með að varast einstaklinga sem hafa í huga að skaða þau. Fræðsla sem þessi er þó vandmeðfarin ef hún á ekki að vekja óþarfa áhyggjur hjá barninu. Hyggist skólinn bjóða upp á hana þurfa foreldrar að hafa kynnt sér efn- ið og tímasetningu hennar. Með þeim hætti geta þeir fylgt umræðunni eftir og svarað spurningum sem kunna að vakna í kjölfarið. Hafa skal í huga að ein besta for- vörn gegn ytri vá felst í því að byggja snemma upp innra varnarkerfi barnsins. Kolbrún Bald- ursdóttir skrifar um kynferðisofbeldi » Fræðsla sem þessi er þó vandmeðfarin ef hún á ekki að vekja óþarfa áhyggjur hjá barninu. Höfundur er klínískur sálfræðingur. Kolbrún Baldursdóttir Hvernig verndum við börnin fyrir kynferðis- legu ofbeldi? Hæstaréttarlögmennirnir Ragnar Aðalsteinsson og Sigríð- ur Rut Júlíusdóttir sendu 2. október 2008, Valtý Sigurðssyni ríkissaksóknara, fyrir hönd um- bjóðenda sinna, Björgólfs Guð- mundssonar, Páls Braga Krist- jónssonar, Helgu Thomsen, ekkju Ragnars Kjartanssonar, Þórðar H. Hilmarssonar og Helga Magnússonar, ítarlega rökstudda kröfu um opinbera rannsókn, á grundvelli og með heimild í 4. mgr. 66. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Krafa þessi var sett fram vegna ætlaðra brota dómara við skiptarétt Reykjavíkur, ríkislög- manns, ríkissaksóknara og rann- sóknarlögreglustjóra ríkisins og starfsmanna þeirra gegn ákvæð- um XIV. (brot í opinberu starfi) og XV. kafla (rangur fram- burður og rangar sakargiftir) al- mennra hegningarlaga nr. 19/ 1940, einkum 148. gr., þegar rannsókn fór fram fyrir skipta- rétti Reykjavíkur og þegar ákvörðun var tekin um og fram- kvæmd var rannsókn á ætlaðri refsiverðri háttsemi rannsókn- arbeiðenda og annarra fyrrver- andi forsvarsmanna Hafskips hf. Sakamálarannsókn á hendur fyrrverandi fyrirsvarsmönnum og löggiltum endurskoðanda Hafskips hf. fór fram á grund- velli skýrslu skiptaréttar Reykjavíkur til ríkissaksóknara dagsettri 6. maí 1986, en ofan- greindir voru taldir hafa brotið gegn ákvæðum XVII. (skjalafals og önnur brot er varða sýnileg sönnunargögn) og XXVI. kafla (auðgunarbrot) almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940. Með kröfu Ragnars Að- alsteinssonar og Sigríðar Rutar Júlíusdóttur fylgdi mikill fjöldi nýrra gagna í málinu, sem renna stoðum undir rökstuddan grun um refsiverða háttsemi hinna opinberu starfsmanna eins og að ofan greinir. Með bréfi dags. 8. október féllst ríkissaksóknari á að slík rannsókn skyldi fara fram undir stjórn lögreglustjóra, sem settur yrði til starfsins. Nærfellt fjórum mánuðum síðar, hinn 29. janúar 2009, einmitt þegar ný ríkisstjórn var í und- irbúningi, sneri ríkissaksóknari fyrirvaralaust frá fyrri ákvörðun sinni og gaf út nýja um að rann- sókn færi ekki fram. Í bréfi, sem Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, ritaði rík- issaksóknara um hæl, sagði hann m.a: „Þá verður að telja að hin lauslega skoðun sem farið hefur fram á málinu og birtist í bréfi ríkissaksóknara 29. janúar 2009 sé svo ófullkomin og kæru- leysislega unnin að ekki verður við unað. […] Rannsóknarbeið- endur krefjast þess að rík- issaksóknari nýti heimild 2. tl. 25. gr. stjórnsýslulaga til þess að afturkalla ákvörðunina, þar sem hún telst ógildanleg í ljósi þeirra verulegu annmarka sem nú hefur verið lýst.“ Þessu hefur ríkissaksóknari hafnað með bréfi, dags. 4. febrúar sl. Í fyrrgreindu bréfi Ragnars Aðalsteinssonar segir enn- fremur: „Rannsóknarbeiðendur áskilja sér allan rétt til að kæra ákvörðun ríkissaksóknara til dómsmálaráðherra og eftir at- vikum að krefjast ógildingar hennar fyrir dómi.“ Þá boða rannsóknarbeiðendur að hinum rýra rökstuðningi í bréfi rík- issaksóknara verði svarað efn- islega innan tíðar.“ Þannig stendur málið nú. Liggja því þeir opinberu starfsmenn, sem krafan um opinbera rannnsókn beindist að með rökstuddum hætti og nýjum gögnum, áfram undir grun um refsiverða hátt- semi þar til slík rannsókn hefur farið fram samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála. Páll Bragi Kristjónsson Liggja því þeir … áfram undir grun um refsiverða háttsemi Höfundur var einn stjórnenda Haf- skips hf. 1981-1985.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.