Morgunblaðið - 21.02.2009, Síða 32
32 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009
✝ Guðmundur Óla-son húsasmíða-
meistari fæddist á
Ísafirði 1. september
1927. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Ísafirði 17.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Óli Pétursson fisk-
sali, f. 14.4. 1901, d.
21.10. 1988 og Guð-
rún Ásgeirsdóttir
húsfreyja, f. 31.5.
1902, d. 11.2. 1935.
Systkini Guðmundar
eru Ásgeir Elías Sigurður, f. 26.4.
1925, d. 22.10. 2002, Elín Val-
gerður Jóna, f. 22.10. 1929, d. 1.2.
1996, og Gunnar Pétur, f. 14.12.
1933. Síðari kona Óla var Sveinsína
Vigdís Jakobsdóttir, f. 21.1. 1909,
d. 5.5. 1983. Hálfbræður Guð-
mundar eru: Kristján Þórarinn, f.
15.10. 1937, d. 3.7. 1996, Birgir
Smári, f. 23.11. 1940, og Jakob Jó-
hannes, f. 20.10.46.
Guðmundur kvæntist Ólöfu Finn-
bogadóttur, f. 7.1. 1932, d. 8.10.
Bergmann Magnússon, f. 25.11.
1975, börn Magnús Bergmann, f.
9.10. 1998, Birgitta Saga, f. 12.8.
2002 og Örn Vikar, f. 5.6. 2007. b)
Hrönn, f. 30.3. 1984, sambýlis-
maður Haukur Ísfeld Ragnarsson,
f. 20.8. 1984. c) Salvar Finnbogi
húsasmíðameistari, f. 15.12. 1957,
maki Jóna Þórdís Magnúsdóttir
verslunarmaður, f. 16.5. 1956.
Börn Salvars og Birnu Jennadótt-
ur af fyrra hjónabandi: eru: a)
Heiða, f. 11.10. 1982, dóttir henn-
ar Birta Guðrún, f. 21.5. 2006 og
b) Jenni Ólafur, f. 10.9. 1988. Syn-
ir Jónu eru: a) Ragnar Páll Dyer,
f. 30.3. 1977, maki Ágústa Ahrens
Georgsdóttir, börn þeirra Styrmir
og Andrea, og b) Andri Már Birg-
isson, f. 16.12. 1988. 4) Vignir
húsasmiður, f. 22.6. 1968, maki
Rebekka Rut Rúnarsdóttir nemi,
f. 28.8. 1978, dóttir þeirra er
Björk, f. 4.4. 2004. Börn Vignis og
Önnu Málfríðar Jónsdóttur af
fyrra hjónabandi eru Ólöf, f.
10.12. 1989, sambýlismaður Rútur
Sigurjónsson, f. 17.4. 1985, og
Hildur, f. 18.5. 1994. Sonur Rek-
bekku er Rúnar Örn Jónasson, f.
3.9. 1996.
Útför Guðmundar fer fram frá
Ísafjarðarkirkju í dag kl. 14.
1988. Foreldrar
hennar voru Salvör
Kristjánsdóttir, f.
20.10. 1903, d. 9.8.
1989 og Finnbogi
Björnsson, f.
1.5.1898, d. 11.3.
1978.
Sambýliskona Guð-
mundar eftir lát Ólaf-
ar var Stefanía Sig-
urðardóttir, d. 1.
9.2000. Guðmundur
var síðar í sambúð
með Sigríði Halldórs-
dóttur.
Börn Guðmundar og Ólafar eru:
1) Kristján Bjarni rafvirkjameist-
ari, f. 6.9. 1951, maki Helga Krist-
jana Einarsdóttir heimilis-
fræðikennari, f. 25.11. 1956. Börn
þeirra: Þórólfur, f. 19.1. 1980 og
Salvör, f. 3.2. 1984, sambýlismaður
Jón Þór Gunnarsson, f. 18.11.
1985. 2) Guðrún Ólöf skrif-
stofumaður, f. 10.3. 1954, maki
Örn Sveinbjarnarson múrarameist-
ari, f. 30.9. 1951. Börn þeirra eru:
a) Björk, f. 30.11. 1977, maki Jónas
„Ég legg nú á djúpið.“ – Já, þessi
orð koma mér til hugar þegar ég
hugsa til undanfarinna daga. Góður
vinur hvetur mig til að koma hið
snarasta vestur, þar sem hann taldi
að faðir minn væri á förum.
En pabbi dó næstu nótt. Faðir
minn var fæddur inn í kreppuna á
þriðja tug síðustu aldar og ólst því
upp við miskunnarleysi lífsbarátt-
unnar á Vestfjörðum frá blautu
barnsbeini.
Ekki þurfti faðir minn að leita
langt að lífsförunaut, móður mína
fann hann inni á Kirkjubæ, hún þá
nýflutt þangað frá Eyri í Mjóafirði.
Þau hófu sinn búskap að Silfurgötu
7 í lítilli herbergiskytru með að-
gangi að eldhúsi. Um það leyti sem
faðir minn kynnist móður minni
verður hann svo heppinn að fá
skipsrúm á nýsköpunartogaranum
Sólborgu. Úti á hafi var hann að
draga björg í bú, þegar skeyti barst
og honum tilkynnt að sonur hefði
fæðst. Gjarnan legið undir Grænu-
hlíð í brælu, jafnvel þótt gamlárs-
kvöld væri því engan tíma mátti
missa þegar veður lægði að komast
aftur á Halamið. Sem barn minnist
ég helst allra ævintýraferðana um
Ísafjarðardjúp, er faðir minn var
vélstjóri á gamla Djúpbátnum
Fagranesi og stjórnaði þar Millers-
snarvendu. Þegar lagt var úr höfn,
var það einskonar ævintýraheimur
að vera með pabba niðri í vél. Skip-
stjórinn slær á vélasímann á kvart-
ferð áfram og báturinn keyrir í
springinn þannig að hann sígur frá
bryggjunni, haldið skal í enn eina
ferðina í „djúpið“. Það var gaman
fyrir soninn að sitja á bekknum og
horfa á pabbann taka við skipunum
skipstjórans en hann varð algerlega
að reiða sig á fumlaus handtök vél-
stjórans til að koma skipi sínu heilu
að bryggju. Siglt var um alla firði
Ísafjarðardjúps, komið við á hverj-
um bæ þar sem bændur reru fram á
skektum sínum til móts við Fagra-
nesið með afurðir sínar.
Þegar faðir minn var um fertugt,
tók hann sig til og nam húsasmíði.
Það var örugglega ekki auðvelt að
reka stórt heimili, vinna einungis
hálfan daginn og sitja hinn helming
dagsins á skólabekk. Fljótur var
hann að ná tökum á iðngrein sinni
og víða má sjá fallega smíði og
trausta unna af hans höndum.
Í rúm tuttugu ár undi faðir minn
hag sínum vel í nýja starfinu og sér-
staklega að hafa meiri tíma með
móður minni. Þau byggðu sér lítinn
sælureit í Tunguskógi og þess notið
að dvelja í dalnum á fallegum sum-
arkvöldum.
Brátt bar skugga hér á, móðir
mín greindist með alvarlegan sjúk-
dóm og lést árið 1988 aðeins 56 ára
gömul. þetta var föður mínum mikið
áfall, en það var víst ekki hans
sterkasta hlið að tjá tilfinningar sín-
ar. Í dag færð þú þína hvílu við hlið
móður minnar, sem þú hefur sakn-
að svo mjög, en jafnframt trúi ég
því að mikill ferðahugur sé í karli.
Enn skal haldið á djúpið, en nú
skulu kannaðar ókunnar slóðir og
því vil ég trúa, kæri faðir minn, að
þar muni verða endurfundir með
þeirri sem þú annst svo mjög. Við
hin komum á eftir og þá verður oft
þröngt setinn bekkurinn eins og í
Smiðjugötunni forðum og þar mun
húsmóðirin halda utan um stóra
hópinn sinn eins og hún gerði forð-
um.
Góða ferð, kæri faðir, far í guðs
friði.
Þess óskar þinn sonur
Kristján Bjarni.
Það gefur á bátinn við Grænland
og gustar um sigluna kalt,
en togarasjómanni tamast það er
að tala sem minnst um það allt.
En fugli, sem flýgur í austur,
er fylgt yfir hafið með þrá.
Og vestfirskur jökull, sem heilsar við
Horn
í hilling með sólroðna brá,
segir velkominn heim,
segir velkominn heim,
þau verma hin þögulu orð.
Sértu velkominn heim, yfir hafið og heim,
þá er hlegið við störfin um borð.
En geigþungt er brimið við Grænland
og gista það kýs ekki neinn.
Hvern varðar um draum þess og vonir og
þrár,
sem vakir þar hljóður og einn?
En handan við kólguna kalda
býr kona, sem fagnar í nótt
og raular við bláeygan, sofandi son
og systur hans þaggandi hljótt:
Sértu velkominn heim,
sértu velkominn heim.
Að vestan er siglt gegnum ís.
Sértu velkominn heim, yfir hafið og heim.
Og Hornbjarg úr djúpinu rís.
(Kristján frá Djúpalæk.)
Elsku pabbi.
Það er komið að kveðjustund og
mig langar sérstaklega að fá að
kveðja þig með þessu ljóði. Mér er
það sérstaklega minnisstætt hvað
þetta ljóð var þér kært. Þú varst
ekki mikill söngmaður, en ef það
kom til tals að syngja eitthvað, þar
sem fjölskyldan kom saman, þá var
þetta óskalagið þitt og ef þú hefðir
fengið að ráða, þá átti bara að
syngja þetta allt kvöldið.
Það var ekki að ástæðulausu að
þetta var þér efst í huga, þar sem
þú ungur maður stundaðir sjó-
mennsku á Grændlandsmiðum,
nýbúinn að stofna fjölskyldu og
fjarvistir langar og strangar. Já
pabbi, þú sagðir okkur sögur af
þessu ævintýri þegar þú varst á
Sólborginni á Grænlandsmiðum.
Þetta var stærsta og glæsilegasta
skipið í flotanum á þeim tíma og
kom alltaf drekkhlaðið af afla í land.
Þú varst svo stoltur af þessu skipi,
að alla tíð hefur stór og glæsileg
mynd af skipinu verið heimilisprýði
hjá þér, hvar svo sem þú hefur dval-
ið.
Sjómennskan var þér ætíð ofar-
lega í huga, en síðar á lífsleiðinni
kom að því að þú söðlaðir um og
hófst nám í húsasmíði og ekki þurfti
að spyrja að, það átti hug þinn all-
an. Það var sama hvað þurfti að
gera, smíða snúna stiga, glæsilegar
útihurðir, eða hvað annað, allt lék í
höndunum á þér. Það var ekki
slæmt að eiga þig að þegar við hóf-
um að byggja okkar fyrsta hús. Það
var sama hvað þurfti að smíða,
glugga, hurðir, elhúsinnréttingar,
eða bara hvað sem var, þú vildir
gera þetta allt fyrir okkur. Og til að
geta gert þetta á þinn hátt, þá
keyptir þú bara þína eigin tré-
smíðavél og vannst við þetta öllum
stundum. Þegar þú sökum aldurs
hættir að vinna, var þér ómögulegt
að slíta þig frá smíðunum og þú
tókst til við að skera út og renna
allskyns muni, s.s. klukkur, skálar
og penna. Elsku pabbi, í dag veit ég
að þú ert hvíldinni feginn eftir langa
og farsæla ævi.
Megi guð vera hjá þér.
Guðrún Ólöf Guðmundsdóttir.
Örn Sveinbjarnarson.
Elsku afi.
Mér datt ekki í hug að þegar við
hittumst á Ísafirði síðasta sumar
væri það okkar seinasta skipti sam-
an. Þá bjóstu ennþá heima í íbúðinni
þinni á Hlíf, klæddur vesti og skyrtu
eins og alltaf. Svona týpískur afi. Ég
hugsa svo hlýtt til þeirra stunda
sem við áttum saman á Ísafirði.
Í gamla daga hóaðir þú saman öll-
um barnabörnunum í bíltúr um
helgar og við keyrðum öll saman út
úr bænum. Við stoppuðum oft í fjöru
þar sem við gátum leikið okkur og
maður gat alltaf treyst á að fá
smá bland í poka eftir bíltúrinn.
Þegar tími var kominn til að fara
heim og þú keyrðir upp Brautarholt-
ið bentir þú alltaf á húsið mitt og
spurðir hver ætti eiginlega heima
hér. Alltaf sami brandarinn en mér
fannst kjáninn hann afi alltaf jafn
sniðugur.
Það var alltaf gott að koma í
heimsókn til þín hvort sem það var í
Smiðjugötunni eða í sumarhúsinu
inni í skógi. Þar var yfirleitt boðið
upp á pönnukökur með sykri og kók
sem var í miklu uppáhaldi hjá þér.
Þú tókst mér alltaf opnum örmum
og ég er svo þakklát fyrir þann tíma
sem við vorum saman. Mér þykir
vænst um sumarið sem ég fékk að
búa hjá ykkur Stefaníu inni í skógi.
Það var mér mikils virði að fá að
verja síðasta sumri mínu á Ísafirði
með ykkur og kynnast ykkur á alveg
nýjan hátt. Við elduðum saman, spil-
uðum og tíndum ber uppi í fjalli. Þú
varst algjör berjakarl og varst orð-
inn sérfræðingur í hvar og hvenær
væri best að leita uppi bestu berin.
Elsku afi, ég veit að þú ert á betri
stað núna og ert sæll með að fá að
hvílast í faðmi fjalla blárra við hlið
Lufu ömmu. Þó að það sé sárt að
kveðja þá veit ég að Lufa og Stef-
anía taka vel á móti þér. Hvíldu í
friði.
Þitt barnabarn,
Hrönn.
Með þessum fátæklegu orðum
langar mig að kveðja mág minn og
góðan vin, Guðmund Ólason. Í nær
fjóra áratugi hafa leiðir okkar legið
saman og aldrei borið skugga á.
Fjölskyldur okkar hafa alla tíð verið
nánar og deilt mörgum stundum
bæði í gleði og sorg. Gummi bróðir
eða Gummi frændi, eins og hann var
oftast kallaður á okkar heimili, var
með ólíkindum traustur og góður
vinur sem tók öllu með miklu jafn-
aðargeði. Hann fékk þó að reyna
mikil áföll í sínu lífi. Móður sína
missti hann barn að aldri og þurfti
að sjá á bak tveimur lífsförunautum;
fyrst Lufu og síðar Stefaníu. Bless-
uð sé minning þeirra. Ég held að
Gummi hafi tekið þennan missi nær
sér en hann lét nokkru sinni uppi.
Þegar ég lít til baka og rifja upp
minningar líðandi ára sem tengjast
mági mínum, kemur ótalmargt upp í
huga minn. Má þar nefna ferðina
okkar norður á Strandir 1978, þar
sem stórfjölskyldan skemmti sér
saman. Önnur eftirminnileg ferð var
farin að Látrabjargi fyrir um það bil
25 árum. Ég minnist þess líka þegar
Kobbi og Össi, tengdasonur
Gumma, tóku upp á því að sjá um
sameiginlegar matarveislur fyrir
fjölskyldurnar á gamlárskvöld ár
hvert, þrátt fyrir reynsluleysi á því
sviði. Þá leist Gumma ekki meir en
svo á blikuna. Hann taldi að það
færi betur á að konurnar sæju um
matinn eins og hefð var fyrir. En
þeim tókst með árunum að fá við-
urkenningu frá Gumma, þó hann
hafi stundum fengið að smakka
ýmsa furðurétti.
Við Kobbi, börn okkar og barna-
börn vottum fjölskyldu Guðmundar;
börnum, tengdabörnum, barnabörn-
um og Sigríði sambýliskonu hans
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Megi þessi góða sál hvíla í friði.
Eygló Eymundsdóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Guðmundur Ólason
✝ Halldóra Jóns-dóttir fæddist á
Grýtu í Öng-
ulsstaðahreppi 10.
apríl 1926. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga 13. febr-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Jón Þorleifsson bóndi
á Grýtu og kona hans
Rósa Jónasdóttir.
Halldóra var yngst
sex barna þeirra
hjóna en eldri systk-
ini hennar voru Lúð-
vík, Þóra, Jón, Eiður og Jónas. Þau
eru öll látin.
Á gamlársdag 1958 giftist Hall-
dóra Eysteini Sigurðssyni, bónda á
Arnarvatni í Mývatnssveit, f. 6.10.
1931, d. 16.1. 2004. Foreldrar hans
voru Sigurður Jónsson skáld á Arn-
arvatni og síðari kona hans, Hólm-
fríður Pétursdóttir. Halldóra og Ey-
steinn eignuðust tvær dætur,
sveit og öðrum sveitum auk þess
að sauma ýmislegt fyrir hina og
þessa. Hún tók virkan þátt í bú-
skapnum með eiginmanni sínum,
vann öll almenn störf og sá um bú-
ið þegar Eysteinn þurfti að ferðast
um landið og fara á fundi. Hall-
dóra hafði oft marga menn í fæði á
þeim árum þegar Eysteinn vann
við vegagerð og eins var oft gest-
kvæmt á Arnarvatni í tengslum við
störf Eysteins í þágu nátt-
úruverndar og félagsmála.
Halldóra söng í kirkjukór
Skútustaðakirkju í fjölda ára og
sat lengi vel í sóknarnefnd. Einnig
var hún félagi í Ungmennafélag-
inu Mývetningi og tók þátt í leik-
starfi og öðru félagsstarfi á vegum
þess. Að sama skapi tók hún þátt í
starfi Slysavarnadeildarinnar
Hrings og sat í stjórn hennar um
tíma.
Eysteinn lést árið 2004 en Hall-
dóra bjó á Arnarvatni til dán-
ardags ásamt Bergþóru dóttur
sinni.
Útför Halldóru fer fram frá
Skútustaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 14.
Bergþóru, f. 29.5.
1958, og Þórgunni, f.
10.5. 1961, d. 16.1.
1994. Dóttir Þór-
gunnar er Ásta Krist-
ín Benediktsdóttir, f.
18.10. 1982.
Halldóra ólst upp á
Grýtu og bjó þar að
mestu fram undir þrí-
tugt. Hún vann nokk-
ur ár á saumastofum í
Reykjavík og á Ak-
ureyri en árið 1955
hóf hún störf í eldhúsi
Laugaskóla í Reykja-
dal og varð síðar ráðskona þar. Á
Laugum kynntist hún Eysteini sem
var þar bryti og kenndi við skól-
ann. Þau unnu á Laugum í fjóra
vetur eða til ársins 1959 þegar þau
fluttu í Mývatnssveit og stofnuðu
nýbýlið Arnarvatn 4 árið eftir.
Saumaskapur fórst Halldóru
einkar vel úr hendi og hún hélt
saumanámskeið bæði í Mývatns-
Amma mín yndisleg er nú horfin
yfir í annan heim og þótt við
„stúlkurnar hennar“, ég og Berg-
þóra, höfum vitað í mörg ár að
þessi stund gæti verið handan við
hornið er áfallið mikið.
Amma var einstök kona sem öll-
um þótti vænt um. Æskuvinkona
mín og frænka sagði mér um dag-
inn að fyrsta minningin hennar um
ömmu Halldóru væri dillandi hlát-
ur úr eldhúsinu heima á Arnar-
vatni og ég held að margir hafi
svipaða sögu að segja.
Amma var glaðlynd og alltaf var
stutt í hláturinn en einmitt þessi
lífsgleði ásamt ótrúlegri jákvæðni
og æðruleysi held ég hafi gert það
að verkum að hún stóð alltaf upp
aftur eftir hvert veikindakastið á
fætur öðru á undanförnum áratug.
Hún var ekki að fela neitt eða
breiða yfir erfiðleika heldur fann
hún að þetta var besta leiðin til að
takast á við veikindin.
Ég á erfitt með að ímynda mér
ástríkari manneskju en hana
ömmu mína sem ól mig upp að
miklu leyti og gekk mér í móður
stað. Eftir að ég komst til vits man
ég til dæmis aldrei eftir því að
hafa verið skömmuð. Ef ömmu eða
afa mislíkaði það sem ég sagði eða
gerði þögðu þau bara eða sögðu
„Æ, Ásta mín, viltu nokkuð vera
að því?“ og þá gat ég auðvitað ekki
annað en hugsað minn gang. Þau
voru líka ánægð með allt sem ég
gerði eftir að ég varð sjálfráða, í
það minnsta varð ég ekki vör við
annað.
Amma studdi mig í einu og öllu
– jafnvel þótt hún skildi nú ekki
alveg allt sem ég tók mér fyrir
hendur – og var miklu stoltari af
mér en ég sjálf hef nokkurn tím-
ann verið. Sú skilyrðislausa ást og
umhyggja sem hún sýndi mér alla
tíð kom þó kannski best í ljós á
síðasta ári þegar ég sagði frá því
að ég væri komin út úr skápnum.
Amma tók þessum fregnum ekki
aðeins með skilningi heldur raun-
verulegri gleði og áhuga og fyrir
það – sem og allt annað – verð ég
henni alltaf óendanlega þakklát.
Amma var svo sannarlega stoð
mín og stytta og skarð hennar
verður aldrei fyllt. Engu að síður
er minningin um hana full af
hlátri, ást og gleði og með hennar
eigin lífsviðhorf að vopni höldum
við áfram sem eftir sitjum. Amma
mín var ein af þeim manneskjum
sem gera lífið léttara og heiminn
bjartari og ég veit að hún heldur
áfram að hlæja með fólkinu sínu
hinum megin.
Ásta Kristín Benediktsdóttir.
Halldóra Jónsdóttir