Morgunblaðið - 21.02.2009, Side 36

Morgunblaðið - 21.02.2009, Side 36
36 MessurÁMORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Spádómar               ! "#$   %&' ()*) +++,-$ ,  Ferðalög Til leigu raðhús á Costa Blanca, Spáni. Frábær staðsetning rétt við ströndina, 40 mín. sunnan við Ali- cante. Mjög vel búið hús: þvottavél, uppþvottavél, heimabíó, frábær rúm. Barnvænt, sundlaug, öll þjónusta, þ.m.t. 40 veitingastaðir, í göngufæri, golfvellir. Svefnaðst. fyrir 4+2. Viku- leiga 300-500 evrur (45-75 þús. kr.). Sími 824-5820. S T Y K K I S H Ó L M U R Stresslosandi gæðagisting með heit- um pottum. Helgar- og/eða vikuleiga. orlofsibudir.is gsm: 861 3123. Heilsa Frelsi frá streitu og kvíða hugarfarsbreyting til betra lífs með EFT og sjálfsdáleiðslu. Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur, sérfræðingur í EFT, sími 694 5494, vidar@theta.is, www.theta.is Hljóðfæri PÍANÓ ÓSKAST eða lítill flygill. Má þarfnast stillingar og smáviðgerðar. Verðhugmynd: 50 - 100 þ. Uppl. í síma: 553 5054 897 0003. Húsgögn Vantar borð í veislusal Óskum eftir langborðum og/eða hringborðum í 100 manna veislusal. Uppl. s. 897-5246, 421-4242. Húsnæði í boði Íbúð til leigu Í Salahverfinu er til leigu mjög falleg 90 fm íbúð á jarðhæð. Íbúðin er laus. Leiga kr. 80 þúsund auk húsgjalda og rafmagns. Uppl. í síma 581-1303 eða 894-1816. Atvinnuhúsnæði ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu er atvinnu- og skrifstofuhús- næði á tveimur hæðum, samtals 257 fm á Fiskislóð. Rými á neðri hæð er 132 fm, í salnum er 42 m³ kælir (frystir), húsnæðið uppfyllir kröfur heilbrigðiseftirlits um matvæla- vinnslu, stórar innkeyrsludyr, góð aðkoma, gott plan og leyfi fyrir gámastöðu. Á efri hæð 125 fm, er 8 m³ frystiklefi og annar 7 m³, einnig er á efri hæð loftræstiháfur fyrir stór eldhús (matvælaframleiðslu) ásamt skrifstofuaðstöðu. Frekari uppl. í síma 866 1844. Sumarhús Sælureitur í sveitinni Til sölu sumarhús byggt 2003, stærð 48,5 m², staðsett í fallegu umhverfi við Eyrarvatn í Hvalfjarðarsveit. Ásett verð 14,5 m. eða tilboð. Bátur o.fl. fylgir. Uppl. í síma 896 1422. Sumarhús - orlofshús. Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Frábært, rafrænt námskeið í netviðskiptum. Notaðu áhugamál þitt, kunnáttu og sérþekkingu til að skapa þér góðar og vaxandi tekjur á netinu. Við kennum þér hvernig! Skoðaðu málið á http://www.menntun.com Til sölu Vilt þú frelsi eða öryggi? Endalok Ameríku eftir Naomi Wolf. Frá lýðræði til einræðis í tíu einföldum skrefum. Kr. 2.354, frí heimsending. Pantið á bendill.com eða í síma 695-8918. Tékkneskar og slóvenskar handslípaðar kristalljósakrónur til sölu. Gott úrval. Gott verð. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Til sölu Tveir þýskir gæða nuddbekkir frá Schupp. Einnig Thermala- tor Whitehall vatnshitari. Uppl. í síma: 895 9404. Bókhald Bókhald, vsk.-skil, skattframtal og kærur fyrir einstaklinga með rekstur og félög. Aðstoðum við kærur, stofnun ehf. og léna og gerð heima- síðna. Áralöng reynsla. Dignus ehf. - dignus.is - s: 699-5023. Þjónusta Gullskartgripir - gull Kaupum til bræðslu allar tegundir gullskartgripa, gamla, nýlega, ónýta, gegn staðgreiðslu. demantar.is Pósthússtræti 13, sími: 699-8000. Ýmislegt Vantar þig peninga? Gullskartgripir sem liggja í skúffum og skrínum og fólk er hætt að nota er nú hægt að selja. Kaupum til bræðslu allar tegundir gullskartgripa, gamla, nýlega, ónýta, gegn staðgreiðslu. demantar.is Pósthússtræti 13, sími: 699-8000. Tískuverslunin Smart, Grímsbæ/Bústaðavegi Nýkomið – Stuttbuxur Litir: Mosagrænn, drapp, hvítt. St. S – XXXL. Verð kr. 5.990,- Sími 588 8050. TILBOÐ Herrainniskór á tilboðsverði Tvö verð 900 og 1900 Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18. laugard. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Teg. 77660 - BH létt fylltur í BC skálum úr mjúku microfiber á kr. 3.850,- boxer buxur í stíl í S,M,L,XL á kr. 1.950,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Nautakjöt beint frá bónda. Nánari upplýsingar á www.njalunaut.is Mjúkir og þægilegir götuskór úr leðri, skinnfóðraðir og með gúmmísóla. Litir: svart og rautt. Stærðir: 36 - 42. Verð: 11.900. Léttir og þægilegir uppháir leðurskór með flísfóðri. Mjúkur gúmmísóli, litir: svart og rautt. Stærðir: 36 - 41. Verð: 14.400. Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18. laugard. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Lífsorka. Frábærir hitabakstrar Betra líf, s. 581 1380, Kringlunni. Gigtarfélag Íslands, s. 530 3600, Umboðsm. Hellu, Sólveig sími 863 7273. www.lifsorka.com Bátar Terhi-bátur Vil kaupa Terhi-bát, stærri gerð. Helst með vagni og mótor. Staðgreiðsla. Sími 565-6401 eða 618-5401. Bílar Volvo XC70 Til sölu Volvo XC70 árg. 2008. 2,4 diesel, ssk., 4x4, ekinn 44 þús. km. Bíllinn er sem nýr utan sem innan, hlaðinn búnaði, leður og fl. Ekkert áhvílandi. Uppl. s. 869-8836. Dodge Caravan, árg. ‘97 til sölu. Ekinn 200 þús. Þarfnast lagfæringar. Upplýsingar í síma 864 1619. Hópbílar Sportrútan ehf. Vel útbúnir hópferðabílar bæði á Akureyri og Reykjavík. Uppl. í síma 820 0980 eða sportruta@internet.is Bílaþjónusta Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Öruggur í vetraraksturinn. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla . 8921451/5574975.Visa/Euro. Húsviðhald Þarftu að breyta eða bæta heima hjá þér? Eða þarftu aðstoð í nýbyggingunni? Við erum til í að aðstoða þig við alls- konar breytingar. Við erum til í að brjóta niður veggi og byggja upp nýja, breyta lögnum, flísaleggja eða parketleggja og fl. Bjóðum mikla reynslu og góð vinnubrögð. Upplýsingar í síma 899 9825. Stigahúsateppi Strönd ehf. Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík. Sími 533-5800. Skipti um rennur og bárujárn á þökum, einnig smávægilegar múrviðgerðir og ýmislegt fl. Þjónum landsbyggðinni einnig. Upplýsingar í síma 659-3598. Bílar aukahlutir Óskast keypt Gírkassi í Skoda Octavia árg. 1999 óskast keyptur. Nánari uppl. í síma 669-1262. Hreingerningar Heimilisþrif Tek að mér að koma heim, vikulega eða sjaldnar og þrífa. Góð meðmæli ef óskað er. 100% trúnaður. Upplýsingar í síma 659 6158. Óska eftir Ljósritunarvél óskast Nýleg og lítil. Upplýsingar: bjorneh@simnet.is ina upp í mitti. Það var alltaf nóg að gera í sveitinni og þú stýrðir verkum með styrkri hendi. Þegar þú hættir búskap og fluttir um tíma til okkar í Lerkilundinn, áður en þú fluttir á Grenilund, fengum við systkinin gott tækifæri til að kynnast þér betur og áttum við oft skemmtilegar samræð- ur. Okkur finnst eins og það hafi orðið öllu léttara yfir þér þegar byrðar bú- skaparins voru ekki lengur á herðum þér. Við hlógum oftar saman og spjöll- uðum meira. Alltaf varstu með á nót- unum varðandi fjölskylduhagi okkar og áhugasamur um hvað við höfðum fyrir stafni hverju sinni. Það er okkur systkinunum mikil huggun að þú skul- ir hafa farið eins snöggt og raunin var, alveg eins og þú óskaðir sjálfur og ekki verið einn þegar kallið kom. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Elsku afi, við kveðjum þig með söknuði. Minningin um þig mun alltaf lifa í hjörtum okkar. Unnur Ósk, Guðbjörg Anna, Snæbjörn Ármann og fjölskyldur. Ég stend til brautar búinn, mín bæn til þín og trúin er hjartans huggun mín, minn veiki vinaskari, ég veit þótt burt ég fari, er, Herra Guð, í hendi þín. (Matthías Jochumson.) Nú er Snæbjörn á Nolli allur. Óhætt er að segja að hann hafi kvatt sína jarðvistardaga saddur lífdaga. Árin voru orðin mörg. Hann var tilbúinn til farar þegar kallið kæmi. Hann vissi svo vel að það nálgaðist að hann lét vita að hann myndi ekki mæta til þeirrar samkomu sem boðuð var að kveldi þess dags sem hann dó. Hann var sannarlega til brautar bú- inn. Snæbjörn tók við búi feðra sinna á Nolli ungur maður. Sama ættin hafði þá búið þar í meira en hálfa aðra öld. Það varð hlutverk Snæbjarnar á Nolli að byggja brú milli hinna fornu búskaparhátta yfir til nútímans og framtíðarinnar. Þetta lánaðist honum vel. Hann var bæði áræðinn og atorkusamur að eðlisfari, en umfram allt þrautseigur. Með þrautseigju byggði hann allt upp á jörðinni, braut nýtt land og ræktaði. Hann var vinnusamur og nýtinn og natinn í senn. Hann kaus líka frekar að hlutirnir gengju nokkuð hratt og örugglega, og var ekki gefinn fyrir að slæpast, né taldi hann það nokkrum manni gott. Líkast til hefði hann getað sagt, rétt eins og systir hans og móðir okkar systkinanna þeg- ar við vorum að snúa: „Hendurnar þurfa ekki að stoppa þó að munnurinn mali.“ Snæbjörn var afar ræktarsamur við Fríðu systur sína í Dal. Nollar- jeppinn sást þar oftar í hlaði en aðrar bifreiðar, ekki síst á þeim árum þegar börnin voru mörg og jeppar fáir. Aldr- ei kom hann svo í Dal að ekki væri eitthvað matarkyns með í för, enda vissi hann að marga munna var að metta og ekki alla ógráðuga. Ekki kunnum við systkinin alltaf að þakka að verðleikum það sem hann gaf. Jafnvel ekki það hráefni sem við vit- um nú að best þykir og dýrast á fín- ustu veitingahúsum vestrænnar menningar! Kálfskjöt. Þegar árin liðu fjölgaði farþegum í Nollarjeppanum en munnum fækkaði í Dal. Þar uxu börnin úr grasi og fóru að heiman, en barnalán fór vaxandi á Nolli. Þess vegna dró úr samskiptum við þennan frænda okkar og einkum þeirra í systkinahópnum sem fluttu lengra burt frá Dal. Þó var að hitta hann alltaf eins og síðast hefði það verið í gær. Og þannig verður það líka um síðir á degi endurfundanna. Við systkinin kveðjum Snæbjörn á Nolli, biðjum honum fararheilla og felum hann Guðs miskunn. Guð blessi fjölskyldu hans og ástvini. Kristján Valur Ingólfsson. Snæbjörn Ármann Björnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.