Morgunblaðið - 21.02.2009, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 21.02.2009, Qupperneq 41
Velvakandi 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HÆ! ÞÚ ERT EKKI MJÖG ÞUNGUR! MIÐAÐ VIÐ ÞAÐ HVAÐ ÞÚ ERT FEITUR! TAKK KÆRLEGA ÉG VISSI ÞAÐ HVAÐ ERTU AÐ GERA? ÉG ER AÐ BÍÐA EFTIR GRASKERINU MIKLA! JÁ, EN ÞAÐ KEMUR EKKI NÆRRI ÞVÍ STRAX! MÉR ER SAMA... ÞAÐ ER MJÖG FRIÐSÆLT HÉRNA FLESTIR SÁLFRÆÐINGAR ERU SAMMÁLA UM AÐ ÞAÐ SÉ MJÖG HOLLT AÐ SLAPPA AF INNAN UM GRASKER! ÞAÐ ER ÖLLUM SAMA UM MIG! ÞAÐ HUGSAR ENGINN UM MIG OG MÍNAR ÞARFIR! AF HVERJU GETUR FÓLK EKKI BARA SÝNT MÉR SMÁ ATHYGLI?!? ER ÉG KANNSKI AÐ BIÐJA UM OF MIKIÐ?!? VILTU FAÐMA MÖMMU ÞÍNA? ÞAÐ ER ÖLLUM SAMA UM MIG! ÞAÐ ÞYKIR ENGUM VÆNT UM MIG! VILTU GEFA MÉR ÞÚSUND- KALL? HRÓLFUR, MIG LANGAR AÐ RÆÐA VIÐ ÞIG UM EFTIRLAUNIN MÍN... Í DAG NEYÐIST ÉG, LÖGUM SAMKVÆMT, AÐ HÆTTA AÐ VINNA ÉG VEIT HVERNIG VIÐ GETUM ORÐIÐ OKKUR ÚT UM SMÁ AUKAPENING... VIÐ LEIGJUM BARA KÖTTINN ÚT! JÓNA, ÞÚ HEFUR VERIÐ REIÐ ÚT Í MIG Í MARGA MÁNUÐI OG ÉG VISSI EKKI AF ÞVÍ! VIÐ ERUM VINKONUR! ÞÚ HEFÐIR ÁTT AÐ TAKA EFTIR ÞVÍ! FYRST VIÐ ERUM VINKONUR ÞÁ HEFÐIR ÞÚ ÁTT AÐ SEGJA EITTHVAÐ VIÐ MIG! ÞÚ ERT MEÐ SKRÍTNAR HUGMYNDIR UM VINÁTTU! ÉG?!? SHOCKER BÝST EKKI VIÐ ÞVÍ AÐ SJÁ MIG! DRÍFUM OKKUR! KÓNGULÓARMAÐURINN VERÐUR Á UNDAN OKKUR! GOTT AÐ ÉG FER ALDREI ÚT ÚR HÚSI ÁN ÞESS AÐ HAFA LÖGREGLUTALSTÖÐ! OG AUÐVITAÐ ALDREI ÁN MÍN! Í DAG LIGGUR LEIÐIN TIL BEVERLY HILLS... ÞESSAR myndir eru teknar á ár- unum 1941-1945. Myndin af mann- inum er sennilega tekin einhvers staðar á Reykjanesi. Myndin af kon- unni og hestinum er ekki vitað hvar er tekin. Geti einhver borið kennsl á þetta fólk eru allar upplýsingar vel þegnar í síma 553-0717 eða net- fang: icebacom@mmedia.is Gamlar myndir Ferðaþjónusta í björgunarliðinu SÍÐUSTU vikurnar hefur mikið verið rætt um hvernig styrkja mætti atvinnuvegi okk- ar Íslendinga til að koma okkur út úr kreppunni. Meðal ann- ars hefur verið bent á að íslensk ferðaþjón- usta væri hér vaxandi atvinnugrein og gæti því kannski verið í björgunarliðinu. Þetta eru heilmikil tíðindi því að sjaldan hefur verið talað um íslenska ferða- þjónustu sem alvöru atvinnugrein sem gæti gefið af sér tekjur. Allra síð- ustu daga hafa fréttamenn t.d. verið að spyrja hverjir yrðu væntanlegir ráðherrar í hinum ýmsu ráðuneytum s.s. iðnaðarráðuneyti, sjávarútvegs- ráðuneyti, landbúnaðarráðuneyti o.s.frv. Enginn enginn þeirra spurði hver yrði næsti ferðamálaráðherra. Reyndar nefndi fyrrverandi ferða- málaráðherra sjálfur einu sinni hug- takið „ferðamálaráðherra, en það var ekki vegna þess að fréttamenn hefðu spurt hann um það. Eins og við vitum byggist atvinnu- greinin ferðaþjónusta á mörgum þjónustuliðum s.s. gistingu, veit- ingum, hestaferðum, sleðaferðum, gönguferðum, flúðasiglingum, akstri og ferðaleiðsögn svo að eitthvað sé nefnt. En hvaða hagnaði skilar þessi atvinnugrein til þjóðarbúsins? Eða til íslenskra atvinnurekenda og laun- þega í þessari atvinnugrein? Getur verið að stór hluti hagnaðarins fari til erlendra launþega og atvinnurekenda þ.e. erlendra fyrirtækja/aðila sem reka hér ferðaþjónustu? Og getur verið að þessir erlendu aðilar und- irbjóði íslenska aðila? Er það rétt að erlendir ferðarekendur hafi keypt hér hótel svo að þeir þurfi ekki að borga gistingu til íslenskra hóteleig- enda og þar með til íslenska þjóð- arbúsins? Getur verið að erlendir ferðaleiðsögumenn, sem jafnvel þekkja lítið til Íslands, kynni landið okkar útlendingunum og fái aðeins 50% af þeim launum sem íslenskur ferðaleiðsögumaður myndi fá fyrir það starf? Í sambandi við hugsanlega inn- göngu Íslands í ESB hefur því verið velt upp hvort Íslendingar myndu (ef svo yrði) missa eignarétt sinn á nátt- úruauðlindum eins og t.d. jarðhita, vatnsorku, olíulindum o.fl. Enginn hefur í þessu sambandi nefnt íslenska ferða- þjónustu. Veist þú, les- andi góður, á hvaða náttúruauðlind íslensk ferðaþjónusta byggir? Og hvað sú atvinnu- grein skilar af sér stórum hluta af heildar- tekjum ríkisins á hverju ári? Og hvað ætli það sé sem dregur erlenda ferðamenn aðallega til Íslands? Eru það kannski stórhýsin og auðu blokkirnar, sem sjá má út um allt? Ætli það sé kynlífsþjónustan í miðborg Reykjavíkur sem er aug- lýst af miklum krafti á erlendum vett- vangi? Hugsaðu málið. Hugsandi eldri borgari. Skammtastærð á lyfinu Toilax Í PISTLI sem birtist í Velvakanda nýlega var verið að kvarta um skammtastærð á lyfinu Toilax þar sem talað er um að viðkomandi hefði þurft að kaupa 24 töflur í pakka en ekki þurft að nota nema 4 töflur. Lyf- ið Toilax er notað, held ég, sér- staklega fyrir ristilspeglanir. Ég hringdi í þrjú apótek, Rima apótek í Grafarvogi – þar getur maður fengið þessar 4 töflur afgreiddar og borgað fyrir þær og sama er í Lyfju á Sel- fossi, aftur á móti í Lyfi og heilsu í Hveragerði þarf að koma með lyfseðil ef maður þarf eingöngu 4 töflur. Í framhaldi af þessu vil ég benda fólki á að athuga málið á fleiri en ein- um stað. Guðrún Magnúsdóttir. Svartur leður-bakpoki SÍÐASTLIÐINN fimmtudag á milli kl. 16 og 17 var brotist inn í bíl við Þverholt og stolið svörtum leður- bakpoka. Búast má við að þjófurinn hafi hent bakpokanum eftir að hafa hirt það sem í honum var. Ef einhver finnur slíkan bakpoka á þessum slóð- um er sá vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 567-1662 eða koma honum til lögreglunnar. Ungbarnaskór í óskilum SKÆRBLEIKUR ungbarnasokka- skór fannst fyrir u.þ.b. mánuði í strætó. Uppl. í síma 772-2413.     Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Félag eldri borgara í Kópavogi | Op- ið hús í Gullsmára í dag kl. 14. Arn- hildur Jónsdóttir les upp og Gunnar Rögnvaldsson staðarhaldari á Löngu- mýri í Skagafirði fer með gamanmál og syngur við undirleik Kjartans Sig- urjónssonar. Kaffiveitingar í boði FEBK. Félagsheimilið Gjábakki | Krumma- kaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Hraunbær 105 | Kynning á þurr- burstun á keramik 25. feb. kl. 13, garðálfar, englar o.fl. Skartgripagerð úr silfurleir, penslað á laufblöð o.fl. Hraunsel | Sparidagar á Hótel Örk eru 8.-13. mars. Skráning og nánari uppl. í s. 555-0142. Sjá febh.is Hæðargarður 31 | Gönghópurinn „Út í bláinn“ gengur kl. 10, teygjuæfingar og vatn. Bókmenntahópur þriðjudag kl. 20-21.30. Kynnt verður vorferð í Borgarfjörð og ljóðadagskrá Hæð- argarðs og Dalbrautar í Landnáms- setrinu í apríl. Fastir liðir eins og venjulega. Uppl. í síma 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snæ- landsskóla v/Víðigrund kl. 9.30-10.30. Uppl. í síma 564-1490 og 554-2780.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.