Morgunblaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 42
42 Menning MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009 LISTASTOFNANIR í Bandaríkj- unum fagna því að helsti styrkt- arsjóður listanna þar í landi, The National Endowment for the Arts, NEA, fær þrátt fyrir allt brot af 787 milljarða dala stuðningi rík- isstjórnar Baracks Obama við at- vinnulífið. NEA fær 50 milljónir dala og Smithsonian-safnið í Wash- ington fær að auki 25 milljónir dala, vegna viðhalds og endurbygg- ingar. Þegar lögin fóru gegnum full- trúadeild þingsins, var gert ráð fyr- ir því að NEA fengi 50 milljónir dala í sinn hlut. Í meðförum öld- ungadeildarinnar var sá styrkur hinsvegar afnuminn með öllu. Að auki var bætt við séráliti öld- ungadeildarþingmannsins Toms Coburn, þar sem tekið var fram að söfn, leikhús og listamiðstöðvar ættu ekki að fá neina styrki, og voru þau flokkuð með verkefnum sem teljast „sóandi“, eins og spila- vítum og hreinsun hraðbrauta. NEA útskýrði hvað gera ætti við féð og fyrir tilstilli demókrata var styrkurinn settur aftur inn í lögin í lokaumræðunni. Listirnar njóta líka stuðnings NEA fær 50 milljónir og Smithsonian 25 The Smithsonian Höfuðstöðvar safnsins í Washington. FÉLAG um átjándu aldar fræði heldur í dag, laugardag, málþing í tilefni þess að liðnar eru tvær aldir frá valdaskeiði Jörundar hundadagakonungs. Málþingið er í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu, 2. hæð, og hefst kl. 13.30. Flutt verða fjögur erindi. Sigurður Líndal fjallar um réttarstöðu Íslands árið 1809, Jörundur í Íslandssögunni nefnist erindi Braga Þorgríms Ólafssonar, Sveinn Einarsson fjallar um Jörund í skáldskap og erindi Önnu Agnarsdóttur nefnist „Stjórnleysis- og kúg- unarástand“. Endurmat á byltingunni 1809. Fræðaþing Jörundarþing í Þjóðarbókhlöðunni Jörundur hunda- dagakonungur SUNNA Gunnlaugs djasspían- isti er að senda frá sér nýjan disk með New York-kvartett sínum, þeim sama og lék á disknum Mindful. Nýi disk- urinn ber heitið Songs (from Iceland) og á honum eru fimm íslensk þjóðlög í búningi og flutningi Sunnu, sem leikur ásamt Tony Malaby á saxófón, Drew Gress á bassa og Scott McLemore á trommur. Sunna leikur þessi lög ásamt eigin tónsmíðum á Tíbrártónleikum í Salnum í kvöld, kl. 20. Með henni leika Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore, eiginmaður Sunnu, á trommur. Tónlist Tríó Sunnu Gunn- laugs í Salnum Sunna Gunnlaugs KRÖKKUM á öllum aldri er boðið í Gerðuberg á morgun, sunnudag, á milli 14 og 16. Þar á að kenna gestum að búa til ekta öskupoka og bolluvendi. Þeir siðir tíðkuðust til skamms tíma að flengja for- eldrana að morgni bolludags með bolluvendi og segja „bolla, bolla“ og fá jafnmargar bollur að launum. Einnig var vinsælt að hengja öskupoka aftan á bak einhvers, án þess að hann yrði þess var. Gerðuberg býður upp á þetta námskeið í sam- starfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands. Allt efni er á staðnum og aðgangur ókeypis. Handverk Búið til öskupoka og bolluvendi Öskupoki hengdur á vegfaranda. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞÆR eru fjórar og sprækar og ann- að kvöld kl. 20 koma þær fram sem einsöngvarar með Gradualekór Langholtskirkju. Þær Guðrún Matt- hildur Sigurbergsdóttir, Kristín Einarsdóttir Mäntylä, Kristín Sveinsdóttir og Sigrún Ósk Jóhann- esdóttir syngja einsöng í verkinu Håb eftir John Høybye. Það er Guðrún sem svarar í sím- ann: „Það er mjög djassað og létt,“ segir hún aðspurð um stóra verkið. Hún segir mér að þær stelpurnar séu flestar búnar að syngja saman frá því þær voru sex ára í Krútta- kórnum. „Við erum bestu vinkonur – mjög, mjög góðar. Við höfum oft „hittinga“ og þá gerum við ekkert annað en að syngja. Þá syngjum við oftast ættjarðarlög, því það er svo gaman að syngja þau, og líka aðrar flottar melódíur.“ Og hvað er nú það skemmtileg- asta við það að syngja í kór? Guðrún nefnir góðan félagsskap. „Það er al- veg pottþétt að maður kynnist frá- bæru fólki í kór. Það er líka frábær tónlist og gaman að vinna að því að búa til svona flotta tónlist, það eru algjör forréttindi. Hmmm … það sem stendur uppúr? Ætli það sé ekki þetta verk, af því það er í léttari kantinum og svolítið poppað; bíddu ég ætla að spyrja hinar …“ og úr símanum hljóma kappsfullar raddir: „Það er bara svo skemmtilegt; og frjálslegt; mjög lifandi, og á dönsku – fyndið að bera hana fram!“ Hljóðfæraleikarar eru Einar Val- ur Scheving, Kjartan Valdemarsson, Lára Bryndís Eggertsdóttir, Sig- urður Flosason og Valdimar Kol- beinn Sigurjónsson. Auk Håb flytur kórinn verk eftir baskneska tón- skáldið Javier Busto og þrjú lög úr myndinni Mamma mia!. Stjórnandi er Jón Stefánsson. Fjórar efnilegar stúlkur syngja einsöng með Gradualekór Langholtskirkju Frjálslegt, létt – og á dönsku! Morgunblaðið/Golli Léttar og djassaðar Kristín Einarsdórttir Mäntylä, Guðrún Matthildur Sig- urbergsdóttir, Sigrún Ósk Jóhannesdóttir og Kristín Einarsdóttir. Í HNOTSKURN » Håb eftir John Høybye ersamið fyrir kór, einsöngv- ara, orgel, píanó, altsaxófón, bassa og slagverk. » Verkið er í átta köflum semfjalla um síðustu daga Krists frá ýmsum sjónarhornum. Kom- ið er við í Getsemanegarðinum, á Golgatahæðinni, konunum fylgt að gröfinni sem reynist tóm og upprisunni fagnað. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÉG las Frankenstein eftir Mary Shelly fyrst fyrir um 20 árum og málaði málverk út frá sögunni. Sag- an hafði mikil áhrif á mig,“ segir Didda Hjartardóttir Leaman, en sýning á verkum hennar verður opn- uð í Suðsuðvestur í Keflavík í dag kl. 16. Didda kallar sýninguna „Skynj- un og sköpun skrímslis“ og sýn hennar beinist að innra lífi skrímsl- isins, tilfinningum og skynjun þess, þráhyggju og samvisku Victors Frankensteins. Á sýningunni verða ný málverk, ætir skúlptúrar og ljós- myndir. Didda segir að ímynd Franken- steins í dægurmenningu sé mjög stöðluð. „Það kom mér á óvart hvað skáldsagan fjallar vel um innra líf skrímslisins og líka vísindamannsins sem skapar hann. Þar er tekist á við innri baráttu og þær mórölsku spurningar sem vakna. Núna tutt- ugu árum síðar leita ég aftur í þessa sögu og það sem tengist fortíðinni og hugmyndunum um Frankenstein.“ Didda talar um einmanaleika þeirra beggja, Frankensteins og vís- indamannsins. „Þessar tvær sögu- persónur hafa sömu rödd, sem eru tengdar órjúfanlegum böndum og eru nokkurs konar andhverfir pól- ar.“ Suðsuðvestur er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og eftir sam- komulagi. Didda Hjartardóttir Leaman og Frankenstein í Suðsuðvestur Innra líf skrímslis og móralskar spurningar Húsið í skóginum Mynd eftir Diddu af húsinu þar sem Frankenstein faldi sig, en hann fylgdist með fólkinu sem þar bjó. ER það ekki víst, að allir kunni lagið um Gamla Nóa? Höf- undur lagsins hét Carl Michael Bell- man og var Svíi. Dagskrá tileinkuð söngvaskáldinu góða verður flutt í sal Tónskóla Sig- ursveins D. Krist- inssonar, Engjateigi 1, á morgun kl. 15. Þar verða sungin Bellmanslög úr laga- flokkunum Pistlum og Söngvum Fredmans. Inn í dag- skrána verður fléttað fróðleik um Stokkhólm seint á 18. öld, það svið sem söngljóðin eru sprottin úr. Sagt verður frá útbreiðslu söngva Bellmans um höf og lönd, en meg- ináhersla lögð á kynni Íslendinga af Bellmanssöngvum. Með söngvunum verður brugðið upp myndum af listaverkum sem orðið hafa til und- ir áhrifum af ljóðum Bellmans. Við undirbúning dagskrárinnar hefur Tónskólinn notið að- stoðar annálaðra Belmansmanna, þeirra Árna Björns- sonar og Gunnars Guttormssonar, og eru þeir meðal flytj- enda ásamt þeim Æv- ari Kjartanssyni, Mar- íu Cederborg, Guðna Franzsyni, Þorvaldi Þorvaldssyni, Sigrúnu Valgerði Gestsdóttur, Ásgeiri Böðvarssyni, Sigursveini Magnússyni, Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur og nem- endum hennar. Sigursveinn og John Speight hafa gert nýjar út- setningar við sönglögin. Í upphafi dagskrár verður flutt- ur forleikur sem John Speight hefur samið gagngert af þessu til- efni. Stjórn tónlistarflutningsins er í höndum Guðna Franzsonar. begga@mbl.is Bellman sunginn í Tónskóla Sigursveins Höfundur Gamla Nóa er sígildur og Íslendingar hafa dáð hann lengi Carl Michael Bellman Ég græt karlmann- legum gráti yfir feg- urðinni … 44 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.