Morgunblaðið - 21.02.2009, Page 43
Rauði þráðurinn í listaverkunum
er hið svarta blý en veigamesti hluti
sýningarinnar er blýantsteikningar
á pappír. Helgi notar blýið einnig á
lágmyndir og skúlptúra. Viðfangs-
efnið er maðurinn, oft í samhengi við
þau verkfæri sem hann hefur skapað
til að mæla og kortleggja tilvist sína.
Eintal listamannsins
Listamaðurinn sjálfur mun ganga
með gestum um sýninguna hinn 15.
mars en þá fá gestir tækifæri til að
ræða verkin við Helga. „Listsköpun
er alltaf eintal listamannsins við
verk sín, þess vegna sýnir maður
verkin, til að fá viðbrögð og umræðu.
Öll umræða um þau er jákvæð. Þetta
verður samtal þriggja, milli mín,
gestanna og listaverksins.“ Hluti
sýningarinnar er tengdur hug-
myndavinnu, skissum og teikningum
sem eru mikilvægur hluti sköpunar-
innar. Því hefur verið komið upp að-
stöðu fyrir gesti til að teikna og spá í
blýið og eiginleika þess. Sunnudag-
inn 1. mars verður opin listsmiðja
fyrir börn í umsjón safnsins.
Sýningin Verund stendur yfir til
29. mars í Hafnarborg.
Eftir Ingibjörgu Rósu Björnsdóttur
Nemi í blaða- og fréttamennsku
Í HAFNARBORG verður opnuð í
dag sýning á verkum Helga Gísla-
sonar myndhöggvara undir heitinu
Verund. Orðið er í raun samheiti yfir
grunneiginleika og kjarna tilver-
unnar. „Það má segja að þetta orð
skapi umgjörð um verkin, vísi veg-
inn,“ segir Helgi en bætir við að
hann velji titla og nöfn á verk og
sýningar eftir á, þegar sköpuninni er
lokið og listamaðurinn fær yfirsýn
yfir það sem hann hefur gert og
hyggst sýna.
Verkin á sýningunni hafi því ekki
verið unnin með þeim formerkjum
að þau eigi að sýna tilveruna í
ákveðnu ljósi heldur einfaldlega lýsi
þau tilvist mannsins sem er lista-
manninum hugleikin.
Samtal milli þriggja
Helgi Gíslason
opnar sýningu á
verkum sínum í
Hafnarborg
Helgi Gíslason „Listsköpun er alltaf eintal listamannsins við verk sín.“
Morgunblaðið/Heiddi
Menning 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009
Morgunblaðið/Ásdís
Atli Ingólfsson „Það einkenndist af dramatískri andstæðu vélrænna tón-
hendinga og lífræns hljómamisturs,“ segir m.a. um Is Anybody There?
Listasafn Íslands
Myrkir músíkdagar
– kammertónleikar bbbnn
Verk eftir Zemek, Stochl, Graham, Jón-
as Tómasson og Atla Ingólfsson. Flytj-
andi: Kammersveit Reykjavíkur ásamt
einleikurum. Stjórnandi: Bernharður
Wilkinson. Sunnudagur 8. febrúar.
JÓNAS
SEN
TÓNLIST
ÉG er hissa á því að enginn fékk
hjartaáfall á tónleikum Kamm-
ersveitar Reykjavíkur á Myrkum
músíkdögum sunnudagskvöldið 8.
febrúar. Eitt verkanna á efnis-
skránni, kammerkantata eftir Peter
Graham, hófst með ofsafengnum
slagverksleik og manni snarbrá.
Frank Aarnink barði þar stóra
bassatrommu og hljóðin voru svo
ægileg að ég skimaði yfir salinn til
að sjá hvort einhver tónleikagesta
væri í krampaflogum. Sem betur fer
reyndist það ekki vera.
Kammerkantatan er samin við
texta úr bréfi eftir Kafka, en þar er
að finna ljóðið Í kvöldsólarskininu,
sennilega fyrsta ljóð höfundarins.
Ljóðið er þrungið trega, og lág-
stemmd tónlistin, sem tók við eftir
fimbulhöggin, var angurvær, en
með angistarfullri undiröldu. Ingi-
björg Guðjónsdóttir söng ljóðið og
gerði það einkar fallega, söngurinn
var hófstilltur og gæddur fínlega
mótuðum blæbrigðum sársauka og
eftirsjár.
Graham heitir réttu nafni Jar-
oslav Stastny-Pokorn og mun vera
tékkneskur. Fyrir utan nokkur ís-
lensk verk á dagskránni voru tón-
leikarnir helgaðir tékkneskri nú-
tímatónlist. Í heildina var hún hin
skemmtilegasta. The Way to the
Common Language eftir Ondrej
Stochl var túlkuð af sannfærandi
innileika af Hrafnkatli Orra Egils-
syni sellóleikara. Verra var að spila-
mennska annarra strengjaleikara
Kammersveitarinnar var ögn ósam-
stæð, sem var fremur áberandi á
tímabili.
Svipaða sögu er að segja um
Hommage to Lord Jesus eftir Pavel
Zemek. Einleikur Matthíasar Nar-
deau á enskt horn var glettilega fók-
useraður og tær. Guðrún Edda
Gunnarsdóttir söng líka stuttan
einsöngskafla í lokin og gerði vel, en
hefði kannski mátt vera skýrmælt-
ari. Hljómsveitarleikurinn var auk
þess fullsterkur á köflum fyrir söng-
inn.
Tvær íslenskar tónsmíðar voru á
efnisskránni. Sú fyrri, Diaphane eft-
ir Jónas Tómasson skartaði einleik
Áshildar Haraldsdóttur flautuleik-
ara. Þrátt fyrir góðan flautuleik náði
tónlistin aldrei flugi. Verkið var ein-
kennileg samsuða hálfkaraðra lag-
lína og groddalegs slagverksleiks,
sem virtist ekki hafa neinn tilgang
og samsvaraði sér illa. Útkoman var
hálfgerður óskapnaður.
Verk Atla Ingólfssonar, Is Any-
body There? var mun athyglisverð-
ara. Það einkenndist af dramatískri
andstæðu vélrænna tónhendinga og
lífræns hljómamisturs. Þessar tvær
hliðar tókust á og sköpuðu skýrt
mótaða framvindu sem var marg-
brotin og spennandi. Einleikur Rún-
ars Óskarssonar á bassett klarin-
ettu var að vísu hrjúfur og dálítið
flausturslegur, en svei mér ef það
fór ekki tónlistinni vel. Tónninn í
klarinettunni var á köflum and-
styggilegur, en mjúkur strengja-
leikurinn skapaði skemmtilegt mót-
vægi við ljótleikann, hampaði
honum og gerði hann undarlega
fagran. Já, fegurðin er svo sann-
arlega afstæð.
Hjartveikum ögrað
EINU sinni, áður en tók að tínast
sitthvað misdægurt úr ferli fyrrum
byltingarhetju 68-kynslóðar, Maós
Zedong, þóttu tilvitnandi orð hans
um að „láta þúsund hríslur
blómstra“ – s.s. að fjölbreytni ætti
að ríkja í sem flestu. En ætli verði
samt ekki að hrósa Myrkum mús-
íkdögum fyrir hve fjölbreytnin hefur
á síðari árum átt æ greiðari aðgang
að þessari aðalhátíð íslenzkrar nú-
tímatónlistar – hjá því sem áður var
þegar aðeins reyndustu fram-
úrstefnuhöfundar komust á pall.
A.m.k. hvað varðar nýgræðinga með
fortíð úr poppi eða enn afmarkaðri
utangarðsgrein á við kvikmynda-
músík, eins og átti við fulltrúa sl.
laugardagskvölds.
Reyndar hafði hvor þeirra þegar
skapað sér talsvert nafn á sínu sviði
og hefðu því e.t.v. mátt sanka að
fleiri hlustendum en þeim liðlega 70
sem skipuðu sæti Salarins – er þætti
að vísu ágæt aðsókn að nútíma-
tónleikum hjá mun fjölmennari ná-
grannaþjóðum. Allt um það bar sitt-
hvað forvitnilegt á hlusthimnur, og
undirtektir voru að sama skapi
ágætar.
Hvor höfunda átti hér þrjú verk.
Hin fyrri voru fyrir hlé, öll eftir
Ragnhildi Gísladóttur og fyrir ofan-
greinda „uppmækaða“ áhöfn. C-iss
og Gullfoss [6’; 2009] var þeirra
sparneytnast og sagði mér líka
minnst, enda á mörkum þess að geta
staðið sjálfstætt utan hlutverks
hljóðtalda við náttúrulífskvikmynd.
Hávaðinn í sólinni [17’; 2008] við ljóð
Kristínar Ómarsdóttur af lífs-
upplifun heyrnarlauss barns frá
fæðingu var í fyrstu álíka tilhöfð-
unarsnautt í þurri effektaveröld
sinni. Eða allt þar til við tóku barns-
hljóð og að lokum kórkafli, að virtist
„yfirdöbbaðar“ og ögn tölvubreyttar
upptökur af söng Ragnhildar sjálfr-
ar, er upphóf fötlun barnsins í æðra
og heiðríkara vitundarstig. Að minni
hyggju fór hér kannski mest
heillandi framlag kvöldsins, enda
þótt sumt úr kyrrstöðusíhreyfi flug-
unnar í Túnfífli [5’; 2005] við kín-
verskt fornljóð Hanns Jujs (d. 824)
gæti einnig sperrt eyru hlustandans.
Að ekki sé minnzt á glæsilegan „óp-
eru“söng Ásgerðar Júníusdóttur, er
jók vídd verkanna til muna við sam-
stilltan meðleik hópsins.
Áratuga reynsla af nútíma-
tónleikum hefur því miður ekki stælt
langlundargeðið sem skyldi, einkum
gagnvart kyrrstöðu og/eða hjakki,
sem á móti virðist frekar hafa færzt í
tízku heldur en hitt. Sízt ber raunar
að væna eitt reyndasta kvikmynda-
tónskáld okkar um að tolla meðvitað
í henni. Þó var stundum erfitt að
verjast slíkum fordómum í fyrstu
tveim af þrem höfundarkynntum
verkum Hilmars Arnar Hilm-
arssonar, Skjálfta [7’] og Bóreas [7’],
sama hvað maður reyndi að lifa sig
inn í djúpmarrandi flekaskil Reykja-
nesskagans eða kosmískan samhvin
norðurljósa og Kára í jötunmóð.
Það var fyrst eftir frumflutning
verkanna tveggja að hjartað tók
heilnæman kipp í Stemmu [8’;
frumfl. í núv. mynd]. Ekki sízt þökk
sé seiðandi aldaniði af angurværri
kveðandi Steindórs Andersens undir
vikhendum bragarhætti – er að vísu
keyrðist nokkuð í kaf við sam-
anlagðan upptökuundirleik tölvu-
hljóða og strengjasveitar. Fallegt
verk, og spunnið úr dýpstu þjóð-
arrótum.
Morgunblaðið/Kristinn
Ragga Gísla „Að minni hyggju fór hér kannski mest heillandi framlag
kvöldsins,“ segir gagnrýnandi um brot úr verki Ragnhildar Gísladóttur.
Salurinn
Myrkir músíkdagar
– kammertónleikar bbbnn
Ný og eldri verk eftir Ragnhildi Gísla-
dóttur og Hilmar Örn Hilmarsson. Pétur
Grétarsson slagverk, Borgar Magnason
kontrabassi, Ásgerður Júníusdóttir
söngur, Kjartan Óskarsson klarínett, Ív-
ar Ragnarsson hljóðleikur [„sound pro-
duction“]. Ragnhildur Gísladóttir hljóð-
myndir [„soundscapes“] og Steindór
Andersen kvæðamaður. Laugardaginn
7. febrúar kl. 17.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Kyrrstaða tízkunnar
Menningarmálanefnd auglýsir eftir myndlistamönnum sem
óska eftir að bjóða Mosfellsbæ listaverk til kaups á árinu
2009. Menningarmálanefnd setur innkaupum skilyrði hverju
sinni í samræmi við verklagsreglur.
Forsendur listaverkakaupa 2009
1. Myndlistarmenn sem fyrir vali verða skulu uppfylla eitt
eða fleiri af eftirfarandi skilyrðum:
• Hafi lagt skerf til listalífs í Mosfellsbæ
t.a.m. með sýningarhaldi.
• Eigi lögheimili í sveitafélaginu.
• Teljist með einum eða öðrum hætti hafa
með list sinni lagt íslenskri menningu lið.
2. Ljósmynd af verki, ferilskrá listamanns, verð og texti
um verkið skal skila inn á rafrænu formi eigi síðar en
13. mars, 2009. Leyfilegt er að senda inn tvö verk að
hámarki.
3. Umsóknir skulu merktar Menningarsviði Mosfellsbæjar
og skal skilað í Þjónustuver Mosfellsbæjar á geisladiski
eða sent með rafrænum hætti á netfangið: mos@mos.is
4. Nefndin áskilur sér rétt til að hafna umsókn umsækjanda
að hluta eða alfarið.
5. Niðurstöður menningarmálanefndar Mosfellsbæjar
munu liggja fyrir eigi síðar en 16. apríl 2009 og eru háðar
samþykki bæjarstjórnar.
Fræðslu- og menningarsvið Mosfellsbæjar
Þverholti 2, 270 Mosfellsbær
Menningarmálanefnd
Mosfellsbæjar auglýsir eftir
listaverkum til kaups
te
fá
n
/
FÍ
T
S