Morgunblaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 44
44 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009
Fólk
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@mbl.is
ÞÝSKI plötusnúðurinn Stephan Bodzin starfar
af mikilli nákvæmni og gerir gífurlegar kröfur
þegar kemur að hljóð-, ljósa- og skjákerfi á tón-
leikum hans. Bodzin, sem spilar á NASA í kvöld
á vegum PartyZone, var með þvílíkar tæknikröf-
ur til aðstandenda að þeim varð ljóst að tækja-
búnaður NASA var ekki nægilega fullkominn til
þess að uppfylla sett skilyrði.
„Við þurfum að leigja allt upp á nýtt, hljóð-
kerfi og allt draslið,“ segir Helgi Már Bjarnason,
annar helmingur PartyZone-tvíeykisins. „Hann
setur líka voða kröfur er kemur að öllu öðru.
Hann vill bara gista á Hótel 101, bara borða á
Fiskmarkaðnum og drekkur aðeins sérstaka teg-
und af kampavíni. Hann er svolítill töffari. Það
eru til nýstirni sem poppa upp og eru nöfn í
stuttan tíma. Svo eru kappar eins og hann, sem
eru alltaf hluti af senunni.“
Þetta verður í annað skipti sem Stephan Bodz-
in heimsækir Íslendinga en hann spilaði í lokuðu
einkapartíi CCP á Nasa fyrir um tveimur árum.
„Þá var hann með afskaplega líflega sviðs-
framkomu. Sveiflaði einhverjum analóg-
hljóðtöfrasprota um loftið eins og hann væri að
stjórna hljómsveit. Úr þessu komu einhver rosa-
lega skrítin teknóhljóð. Hann er líka með vídeó-
listaverk í gangi allan tímann sem hann spilar.“
Biggi Veira og Oculus hita upp á NASA í
kvöld.
Tækjabúnaður NASA uppfyllti ekki kröfurnar
Stephan Bodzin Mjög víraður plötusnúður sem
spilar „bodzin, bodzin, bodzin“-tónlist.
Listinn yfir vinsælustu lög lands-
ins sem birtist í Morgunblaðinu á
fimmtudag vakti töluverða athygli
því mörgum til mikillar undrunar
reyndist lagið „Got No Love“ með
stúlknasveitinni Elektru mun vin-
sælla en sigurlag Söngvakeppn-
innar, „Is It True“ með Jóhönnu
Guðrúnu. Hvernig gat þetta stað-
ist? spurðu margir sig og í kjölfarið
fóru samsæriskenningarnar á
kreik.
Mikið var bloggað við fréttina og
virtust sumir bloggarar harðir á
því að þarna væri komin sönnun
þess að það hefðu verið mistök hjá
þjóðinni að velja Jóhönnu Guðrúnu
út til Rússlands í maí.
Málið er þó ekki svo einfalt – því
miður – því Lagalistinn sem birtist
síðasta fimmtudag tekur í raun yfir
spilun á útvarpsstöðvum landsins
vikuna fyrir Söngvakeppni Sjón-
varspsins (nánar tiltekið mánud. 9.
feb - sunnud. 15. feb) og því ekki
skrýtið að fjölmiðlafárið í kringum
Elektru skyldi smitast inn í út-
varpsspilunina.
Á hinn bóginn leiðir þetta mann
að þeirri spurningu hvort plögg-
meistarinn Valli Sport hafi látið
Elektru toppa of snemma og þjóðin
hafi einfaldlega verið komin með
nóg af stúlknarokkinu þegar á
hólminn var komið.
Lagalistinn: Toppaði
Elektra of snemma?
Hinn 6. mars nk. verður stutt-
mynd Braga Þórs Hinrikssonar,
„Aldrei stríð á Íslandi“, frumsýnd
og verður hún sýnd á undan frum-
sýningu nýjustu og jafnframt síð-
ustu kvikmyndar Clints Eastwood
sem leikara, Gran Torino. Nauð-
synlegt var að fá samþykki hjá-
Eastwood sjálfum til þess að fá að
sýna myndina á undan Gran Tor-
ino.
Logs.is spáir því að myndin muni
þ.a.l. fá mun betri dreifingu hér-
lendis en stuttmyndir almennt og
því verði forvitnilegt að sjá hvort
framhald verði á því að sýna stutt-
myndir á undan lengri myndum.
Fékk leyfi hjá sjálfum
Clint Eastwood
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
TRAUSTATAK það sem hljóm-
sveitin Dúndurfréttir hefur á önd-
vegisverkum Pink Floyd hefur
vakið aðdáun margra og er svo
komið að Floyd-þyrstir utan land-
steina hafa sælst eftir þessum
kröftum. Þannig er hljómsveitin
nú stödd hjá bræðrum vorum og
systrum í Færeyjum og mun
flytja The Wall á þrennum tón-
leikum í Norræna húsinu. Pétur
Örn Guðmundsson söngvari, „Pét-
ur Jesú“, var hinn kátasti þegar
blaðamaður sló á þráðinn til hans
og var auðheyranlega kominn í
mikinn Færeyjagír, ástand sem
margir Frónbúar þekkja vel.
„Þetta er dásamlegt,“ segir
hrærður Pétur. „Við erum að
koma hingað í fyrsta skipti og er-
um satt að segja snortnir. Verst
að við komumst ekki fyrr út en við
lendum á þriðjudag.“
Villtust á hringtorgi
Meðlimir búa í miðbæ Þórs-
hafnar og fór fríður flokkurinn á
flandur um nærsveitir á öðrum
degi. Ekki vildi þó betur til en svo
að hersingin villtist á einu hring-
torginu og lenti í einhverjum afdal
sem þykir lítil túrhestaprýði.
„En annars höfum við bara ver-
ið að æfa þetta með sinfóníusveit-
inni,“ segir Pétur. „Það voru víst
fluttir hingað spilarar frá Dan-
mörku sérstaklega vegna tón-
leikanna þannig að tilstandið er
mikið. Það er gríðarleg stemning
fyrir tónleikunum og allir alveg
óskaplega glaðir með þetta.“
Pétur á þá vart til orð til að
lýsa sjálfu húsinu, en Norræna
húsið í Færeyjum er stórt að vöxt-
um og sérdeilis vel heppnað sem
tónleikahús. Arkitektúrinn sækir
þá á vissan hátt í forna tíma.
„Þetta er nokkurs konar túrbó-
torfkofi,“ segir Pétur og hlær að
sjálfum sér. „Ef fjármálavæðingin
hefði átt sér stað á landnámsöld
en ekki í dag hefðu híbýli forn-
manna litið svona út!“
Grætur karlmannlega
Pétur og Co hafa þá verið sveip-
aðir annálaðri gestrisni Fær-
eyinga síðan þeir stigu frá borði á
flugvellinum í Vági.
„Það er undarlegt að vera í
fyrsta skipti frá stærri þjóð,“ seg-
ir Pétur hugsi. „Maður hefur van-
ist því að vera frá litla Íslandi.
Fólkið hérna er yndislegt, ég verð
bara að segja það. Talar meira að
segja við mann á íslensku ef því er
að skipta. Þeir hafa greinilega
samsamað sig öllu því besta sem
þrífst á Norðurlöndum og sneitt
frá öllum daunillum dreggjum.
Hvað get ég sagt: Hér vil ég
vera!“
Pétur segir blaðamanni að það
sé nokkuð ljóst að þetta verði ekki
síðasta heimsókn sveitarinnar til
eyjanna.
„Við vorum að renna í gegnum
settið í gær og við litum hvor á
annan og lyftum upp handleggj-
unum til að sýna hvor öðrum
gæsahúðina. Þetta er þannig efni
að það er ekki annað hægt. Þegar
við bætist snilldarleg útsetning
Halla (Haraldar Vignis Svein-
björnssonar) og heil sinfóníusveit
er ekki að spyrja að því. Ég græt
karlmannlegum gráti yfir fegurð-
inni – og er stoltur af því!“
Pink Floyd í Færeyjum
Dúndurfréttir flytja The Wall í Færeyjum ásamt sinfóníuhljómsveit eyjanna
Þrennir tónleikar í gerðarlegu Norrænu húsi eyjaskeggja og uppselt á þá alla
„Fínur tónleikur“ Dúndurfréttamenn á æfingu í gær í Norræna húsinu í Þórshöfn, sannkölluðum „túrbó-torfkofa“.
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@mbl.is
TROMMULEIKARINN Björn
Stefánsson hefur ákveðið að flytjast
til Danmerkur í næsta mánuði ásamt
fjölskyldu sinni, þar sem hann stefn-
ir á að fara í nám. Björn hefur verið
afar áberandi í íslensku tónlistarlífi
síðustu ár, gegnt lykilhlutverki í
Mínus, komið fram í gervi Micks
Jaggers í íslenskri heiðrunarsveit
Rolling Stones auk þess að fylla
poppsveitina Motion Boys nýju lífi
eftir mannabreytingar þar.
„Mínus mun halda sínum sessi en
mun ekki starfa eins stíft á meðan ég
er úti en ég segi skilið við Motion
Boys í bili,“ segir Björn sem hefur
trommusettið sitt með sér til Dan-
merkur. „Ég vil hverfa frá því þæg-
indasvæði sem ég hef verið á yfir í
eitthvað sem víkkar hugann aðeins.
Ég þrái eitthvert nýtt verkefni.“
Björn segir það ekki hafa verið
rætt innan Mínuss að skipta um
trommuleikara í fjarveru hans.
Sveitin hefur verið að semja ný lög
upp á síðkastið og hugmyndin er að
hljóðrita hans parta áður en hann
flýgur á brott á vit nýrra ævintýra.
Björn segist vera í óðaönn að ganga
frá lausum endum áður en hann flyt-
ur út. Kona hans og barn hafa búið
þar úti í einhvern tíma og því hafi
það legið í loftinu að hann myndi
fylgja í kjölfarið. Hann ætlar þó að
kveðja klakann með stæl. „Ég kem
fram á Nasa á föstudaginn næsta
með Rolling Stones-bandinu mínu,
sem er hálfgert kveðjupartí fyrir
mig. Þetta er skrítið, ég er alveg
með „mixed emotions“ yfir þessu,
bæði kvíðinn og spenntur,“ segir
Björn að lokum.
Bjössi hættir í Motion Boys
og flytur til Danmerkur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Björn Stefánsson Einn litríkasti trommuleikari landsins er á leiðinni út.
Starfar þó áfram með Mínus, en ekki eins stíft og áður
Dúndurfréttir fluttu fyrst The
Wall á hljómleikum sumarið
2007 en áður höfðu þeir leikið
The Dark Side of the Moon við
góðan orðstír. Pétur segir að þá
hafi alltaf langað til að fara með
Vegginn víðar og Færeyjar hafi
verið eyrnamerktar fyrir slíkt í
október í fyrra. Kreppan setti
strik í þann reikning en það var
svo Bernard Wilkinson, sem
hefur stjórnað verkinu á tón-
leikum, sem greiddi götuna en
hann er með annan fótinn í eyj-
unum.
Þrándur í Götu?