Morgunblaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009
Myndavélar, mikið úrval
kynntu þér verðin á
fotoval.is
Myndavéla-
viðgerðir
Skiðholti 50B
Sími 553 9200
www.fotoval.is • mail: fotoval@fotoval.is
Skrýtin umræða er komin uppum útfærslu hugmynda núver-
andi ríkisstjórnar um að taka upp
persónukjör í alþingiskosningum.
Með því að gefa kjósendum færiá að raða sjálfir frambjóð-
endum á framboðslistann, sem þeir
kjósa, átti að veita hinum almenna
kjósanda meiri áhrif á skipan Al-
þingis en hann hefur í dag.
Þetta fyrirkomulag krefðist þesst.d. ekki að fólk yrði að vera
félagar í stjórn-
málaflokki til að
hafa áhrif á
hverjir settust á
þing fyrir þann
flokk.
Nú bregður svovið að til
dæmis félags-
málaráðherrann,
Ásta R. Jóhannesdóttir, vantreystir
kjósendum til að raða sjálfir á
listann. Hún vill setja ákvæði um
kynjakvóta í kosningalöggjöfina.
Slíkt telja sérfræðingar ekkistandast stjórnarskrá. Eiríkur
Tómasson lagaprófessor sagði hér
í blaðinu í fyrradag að stjórnar-
skrárbreytingu þyrfti til, ætti hug-
mynd Ástu að komast í fram-
kvæmd.
Og af hverju þessi vantrú á kjós-endum? Ef flokkarnir stilla t.d.
sjálfir upp jafnmörgum fram-
bærilegum konum og körlum fyrir
kjósendur að velja úr, má þá ekki
ganga út frá því að niðurstaðan
verði í anda jafnréttis - sérstaklega
af því að kjósendur skiptast líka
nokkurn veginn jafnt í konur og
karla?
Og hvað ef svo ólíklega vill til aðkjósendur vilja ekki jafnrétti á
þingi - vilja kjósa fleiri konur en
karla eða öfugt? Á að banna þeim
það?
Ásta R.
Jóhannesdóttir
Stýrt persónukjör?
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!"
!"
#
#
!"$ $#
!"
#
#$!#$
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
%
% %
%
%
%
%
%
%
%
%
%
%
%
% %
*$BC
!"#!$
%
&'(
!
$!
*!
$$B *!
&' ($"
$'
$" )"* )
<2
<! <2
<! <2
& "(
# $+ ,$-! #).
CD8-E
*
&
)*!"#
!$
$
+
!
#,!%&
!%
/
&
)*
!"#!$
%
)*%
<7
-
+
%.
#,!
$/0
*
$!%
/0## $$)11
#)"$ $2) !)$+
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
FRAMKVÆMDIR við Landeyjahöfn ganga sam-
kvæmt áætlun. Suðurverk hóf vinnu þar í sept-
ember með uppsetningu vinnubúða og byggingu
námuvegar, en í vor verður hafist handa við brim-
varnargarða. Við verkið starfa nú 89 manns á tólf
tíma vöktum.
Ætlunin er að efnisvinnsla í grjótnámu ljúki í
apríl og þá verði allt efni komið á millilager.
Markarfljótinu, sem nú rennur vestan við lag-
erinn, verður þá veitt austur fyrir og vinna hefst
við flutning á efninu í brimvarnargarða Land-
eyjahafnar.
Við flutning á efni frá millilager í grjótgarða er
áætlað að námubílarnir þurfi að þvera þjóðveginn
154 þúsund sinnum sem myndi valda töfum og
auka slysahættu bæði fyrir verktakann og al-
menna umferð. Suðurverk hefur því ákveðið að
gera undirkeyrslu undir þjóðveginn rétt vestan
við Markarfljótsbrúna og hefur keypt til verksins
stórt stálræsi. Mun undirkeyrslan verða tilbúin til
notkunar þegar flutningar í garða hefjast og verð-
ur hún fjarlægð aftur að verkinu loknu, segir á
sigling.is.
Verktakafyrirtækið Suðurverk hefur fest kaup
á fjórum Komatsu HD465-7EO námutrukkum til
að flytja stórgrýti úr grjótnámu í Eyjafjöllum nið-
ur á Landeyjarsand. Trukkarnir vega tæplega 50
tonn hver og geta borið önnur 50 tonn. aij@mbl.is
89 manns að störfum við Landeyjahöfn
Trukkur Nýju trukkarnir eru engin smásmíði
BANDARÍSKA samgönguörygg-
isráðið (NTSB) hefur gefið út skýrslu
um flugslys N60845 þegar flugvél fórst
um 120 sjómílur suðaustur af Vík í
Mýrdal 21. febrúar í fyrra. Rannsókn-
arnefnd flugslysa hérlendis skipaði
trúnaðarfulltrúa við rannsóknina sem
stýrt var af NTSB. Talið er að flug-
vélin, sem var af gerðinni Piper PA-28-
161, hafi farist yfir opnum sjó um 120
mílur suðaustur af Vík í Mýrdal er
vélin flaug inn í ísingu. Talið er að
flugmaðurinn hafi látist.
Flugmaður Piper-flugvélarinnar
beið í þrjá daga í Reykjavík. Daginn
sem slysið átti sér stað tók flugmað-
urinn ákvörðun um að fljúga til Wick í
Skotlandi. Að því er hermt er lenti
flugmaðurinn í ísingu og hreyfill
missti afl.
Fórst er vél lenti í ísingu