Morgunblaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009
✝ Anna Fríða Wint-her Ottósdóttir
fæddist á Akureyri
25. ágúst 1946. Hún
lést á líknardeild
Landspítala – Há-
skólasjúkrahúss 17.
febrúar síðastliðinn
þar sem hún naut ein-
staklega góðrar
umönnunar.
Foreldrar hennar
voru Ottó Winther
Magnússon, umboðs-
maður á Seyðisfirði. f.
8.6. 1910. d. 6.9. 1999
og Valdís Guðmundsdóttir, hús-
móðir, f. 20.9. 1903. d. 26.1. 1955.
Eiginmaður Önnu Fríðu var Vil-
hjálmur Ingvarsson, fram-
kvæmdastjóri, f. 27.4. 1940, d. 18.8.
1988. Foreldar hans voru Ingvar
Vilhjálmsson, útgerðarmaður, f . 26.
október 1899. d. 24.12. 1992 og Ás-
laug Jónsdóttir, húsmóðir, f. 26.5.
1904. d. 24.12. 1968. Sonur Önnu
Fríðu er Ottó Valur Winther, f. 27.3.
1966, viðskiptafræðingur, kvæntur
Ellen Hrefnu Haraldsdóttur. Sonur
Ottós er Bjarni Steinar. Börn Ottós
Önnu Fríðu þrjár dætur, Klöru,
Sigríði og Kim. Á fermingaraldri
tók Anna Fríða upp samskipti við
móðurfólk sitt á Akureyri og hélt
hún ávallt góðu sambandi við þau.
Á Seyðisfirði vann hún m.a. í
verslun og fiskvinnslu. Þegar hún
var á 20. aldursári sótti hún einn
vetur húsmæðraskóla í Danmörku.
Anna Fríða og Vilhjálmur kynnt-
ust á Seyðisfirði og gengu í hjóna-
band 19. október árið 1968. Á
árinu 1963 stofnaði Vilhjálmur
síldarsöltunarstöðina Sunnuver hf.
á Seyðisfirði sem hann rak um ára-
bil. Þar bjuggu þau sitt fyrsta bú-
skaparár ásamt Ottó syni Önnu,
sem Vilhjálmur gekk í föðurstað. Í
byrjun árs 1969 fluttu þau suður og
bjuggu á Seltjarnarnesi, fyrst á
Unnarbraut en síðar reistu þau
framtíðarheimili sitt að Sæbraut
11 þar sem Anna Fríða bjó til ævi-
loka.
Anna Fríða var heimavinnandi
öll sín hjúskaparár. Þegar börn
hennar uxu úr grasi og eftir fráfall
Vilhjálms starfaði hún um tíma í
verslun og síðar sem skólaliði í
Mýrarhúsaskóla. Anna Fríða tók
um árabil virkan þátt í starfsemi
Lionshreyfingarinnar.
Anna Fríða greindist með
krabbamein vorið 2008 og háði
harða baráttu fram til dauðadags.
Útför Önnu Fríðu fer fram í dag
í Seltjarnarneskirkju kl 13.
og Ellenar eru: Anna
Andrea og Tómas
Harry. Börn Önnu
Fríðu og Vilhjálms
eru: a) Valdís Vil-
hjálmsdóttir, f. 5.2.
1969, rekstarfræð-
ingur, gift Þóri M.
Sigurðssyni. Sonur
Valdísar og Kristjáns
Garðarssonar er
Garðar. b) Ingvar Vil-
hjálmsson, f. 16.1.
1973, viðskiptafræð-
ingur, kvæntur Helgu
Maríu Garðarsdóttur.
Börn þeirra eru: Þóra Birna, Anna
Fríða og Vilhjálmur.
Ottó og Valdís ættleiddu Önnu
Fríðu aðeins nokkurra daga gamla
og ólst hún upp hjá þeim á Seyð-
isfirði. Valdís veiktist þegar Anna
Fríða var á unga aldri og lést
nokkrum árum síðar. Ottó stóð einn
að uppeldi Önnu Fríðu með góðum
stuðningi systur Valdísar, Guð-
rúnar og fjölskyldu hennar. Sam-
band þeirra feðgina var mjög náið.
Raunmóðir Önnu Fríðu er Magn-
úsína S. Sorning. Hún eignaðist auk
Það er með miklum söknuði sem
ég kveð ástkæra tengdamóður mína
og vinkonu, Önnu Fríðu. Það er þó
huggun harmi gegn að vita að þján-
ingum hennar í erfiðum veikindum
er lokið og hefur sál hennar fengið
frelsi á nýjum og betri stað. Minn-
ing um yndislega konu og þakklæti
fyrir að hafa fengið að njóta sam-
veru við Önnu Fríðu situr eftir í
huga mínum. Anna Fríða var ein-
stök kona, falleg að utan sem innan.
Hún var hlý og jákvæð með ein-
dæmum. Sjálfstæð var hún, dugnað-
arforkur hinn mesti, ósérhlífin og
ávallt tilbúin til að rétta öðrum
hjálparhönd. Hún var einstaklega
gjafmild og ávallt til staðar fyrir
fjölskyldu sína og vini. Hún hugsaði
alltaf fyrst um aðra áður en hún
hugsaði um sjálfa sig.
Mín fyrsta minning um Önnu
Fríðu er þegar ég sem lítil stelpa
kom í bústað hennar og Villa í Litlu-
Hestvík á Þingvöllum ásamt for-
eldrum mínum. Frá fyrstu stundu
geðjaðist mér vel að þessari glað-
beittu, brosmildu og fallegu konu.
Eftir þessa samveru þá mætti mér
alltaf vingjarnlegt bros og kveðja
þegar ég hitti Önnu Fríðu á förnum
vegi.
Þótt tíminn liði og ég stækkaði og
þó við hittumst ekki oft þá þekkti
hún mig alltaf aftur. Þegar við Ingv-
ar hófum samband okkar sem tán-
ingar takast nánari kynni við Önnu
Fríðu. Fyrstu sambúðarárin okkar
Ingvars bjuggum við í íbúð sem hún
lét útbúa fyrir Ingvar á neðri hæð á
Sæbraut. Þar var lagður grunnur að
góðu sambandi okkar Önnu Fríðu.
Anna Fríða var orkumikil og dug-
leg. Öllu sem hún tók sér fyrir
hendur lauk hún af miklum mynd-
arbrag og smekkvísi. Hún hafði
mikla framkvæmdargleði og vílaði
ekki fyrir sér að ráðast í stórfram-
kvæmdir í bústaðnum og heima á
Sæbraut.
Önnu Fríðu var bústaðurinn á
Þingvöllum mjög hjartfólginn. Þar
leið okkur öllum vel saman.
Anna Fríða var mikil laxveiði-
kona, bæði kappsöm og fiskin. Það
voru margar góðar stundir sem við
áttum á bökkum Þverár í Borgar-
firði. Anna Fríða var mikil hann-
yrðakona og eru þær ekki fáar
peysurnar sem hún hefur prjónað á
barnabörnin sín. Einnig lagði hún
um tíma mikla stund á útsaum og
eigum við eftir hana falleg vegg-
teppi og stólaáklæði. Anna Fríða
hafði ánægju af að ferðast. Hún fór
víða og vorum við krakkarnir oftar
en ekki með í för. London var henn-
ar uppáhaldsborg. Þar stóð upp úr
að tölta milli búða og borða góða
pekingönd á Mr. Chow.
Anna Fríða hafði augljóslega af
því mikla ánægju að sjá okkur börn,
tengdabörn og barnabörn njóta
okkar og blómstra. Það fór ekki á
milli mála að við vorum hennar upp-
skera og hennar gleði. Hún var mér
ávallt góð tengdamóðir og ömmu-
hlutverkið lék hún af fingrum fram.
Hún elskaði að hafa barnabörnin
hjá sér og vildi allt fyrir þau gera.
Það er með lotningu sem ég
hugsa til þess hvernig hún tókst á
við erfið veikindi. Hún var trú sín-
um karakter fram á síðustu stund.
Sterk, staðföst og jákvæð.
Anna Fríða var mjög náin okkur
börnum sínum og barnabörnum og
skilur því eftir sig stórt skarð í okk-
ar röðum. Þegar við þerrum tárin
þá eru það góðar minningar sem
ylja okkur og fylla upp í það skarð.
Guð blessi og varðveiti minn-
inguna um kjarnakonuna Önnu
Fríðu.
Helga María Garðarsdóttir.
Í dag verður gerð frá Seltjarnar-
neskirkju útför Önnu Fríðu Wint-
her Ottósdóttur, en hún lést 17.
febrúar sl. Anna Fríða var fædd 25.
ágúst 1946 á Akureyri og því á 63.
aldursári þegar lát hennar bar að.
Með henni er gengin góð og gegn
kona sem mikil eftirsjá er að. Anna
Fríða ólst upp á Seyðisfirði en það
var einmitt þar sem þau kynntust
Vilhjálmur bróðir minn og hún, en
hann starfaði þar eystra á árunum
1965–68 sem framkvæmdastjóri
Hafsíldar hf. Þau felldu hugi saman
og tóku upp sambúð á Seyðisfirði
sumarið 1968. Mér er enn í fersku
minni þessi unga og glæsilega
stúlka, sem geislaði af gleði og
hlýju. Þau Anna Fríða og Vilhjálm-
ur gengu í hjónaband haustið 1968.
Þau eignuðust tvö börn, Valdísi, f.
1969 og Ingvar, f. 1973. Anna Fríða
átti son fyrir, Ottó Val Winther, f.
1966 og gekk Vilhjálmur honum í
föður stað. Anna Fríða og Vilhjálm-
ur fluttust í upphafi árs 1969 á Sel-
tjarnarnes þar sem þau leigðu sér
hús, en hófust fljótt handa við að
reisa sér veglegt einbýlishús við
Sæbraut þar sem þau bjuggu alla
tíð síðan. Þar bjó Anna Fríða hon-
um gott og glæsilegt heimili þar
sem gestrisni, höfðingskapur og
hlýja þeirra hjóna fékk vel notið sín.
Smekkvísi þeirra beggja var við
brugðið og var heimilið prýtt fögr-
um málverkum auk glæsilegs bóka-
safns.
Vilhjálmur lést 18. ágúst 1988, að-
eins 48 ára gamall. Það var Önnu
Fríðu og börnum þeirra hjóna
þungbær sorg að missa eiginmann
sinn og föður í blóma lífsins. Eftir
lát Vilhjálms má segja, að Anna
Fríða hafi nær algerlega helgað sig
umönnun og umsjá barna sinna og
föður síns Ottós Winthers, en þau
voru ætíð einstaklega náin. Var það
aðdáunarvert að fylgjast með því
hversu náið samband hennar var við
börnin og síðar barnabörnin og hve
umvafin þau voru umhyggju hennar
og ást. Þá dró Anna Fríða ekki á
neinn hátt úr reisn og skörungskap
sem hafði einkennt heimilishald
þeirra, hennar og Vilhjálms. Vart
verður skilið við Önnu Fríðu án þess
að nefna hennar aðaláhugamál, lax-
veiðina, en sennilega undi hún sér
hvergi betur en við laxveiðar. Hún
var slunginn veiðimaður og yfirleitt
fengsæl. Fjölskyldur okkar ásamt
félögum veiddu saman í áratugi í
Þverá í Borgarfirði, og má með
sanni segja að Anna Fríða hafi verið
þar hrókur alls fagnaðar. Hún var
skemmtilegur veiðifélagi, alltaf kát
og hress og hafði gott skopskyn. En
veiðiferðirnar með Önnu Fríðu
verða ekki fleiri, og verður þar
skarð fyrir skildi.
Á sl.vori greindist Anna Fríða
með illkynja mein. Hún brást við
þessum válegu tíðindum af einstöku
æðruleysi, ákveðin í því að sigrast á
þessum vágesti. En veikindi hennar
ágerðust stöðugt og þegar hún sá
hvert horfði þá var hún lögð inn á
líknardeild þar sem hún lést eftir
erfiða baráttu. Þyngstur harmur er
kveðinn að börnum hennar og
barnabörnum. Andspænis dauðan-
um mega orð sín lítils, en þó er
huggun harmi gegn að minningin
um góða konu mun lifa. Þannig mun
Anna Fríða lifa í minningu ástvina
sinna. Blessuð sé minning hennar.
Jón Ingvarsson
Önnu Fríðu hef ég þekkt alla tíð,
en hún var gift Vilhjálmi föðurbróð-
ur mínum. Það var mikill samgang-
ur á milli fjölskyldna okkar, ekki
síst á milli mín og Valdísar dóttur
þeirra en við erum fæddar sama ár.
Æskuminningar mínar eru því
margar nátengdar góðum stundum
á heimili Önnu og Villa á Sæbraut
og í sumarbústað þeirra í Litlu-
Hestvík við Þingvallavatn. Anna
Fríða var hjartahlý og barngóð
kona og hana munaði ekki um einn
ólátabelg í viðbót, enda var ætíð
mikið líf og fjör á heimilinu.
Anna Fríða missti Valdísi móður
sína þegar hún var aðeins níu ára
gömul og sá Ottó faðir hennar því
einn um uppeldið upp frá því. Sam-
band þeirra feðgina var mjög hlýtt
og náið. Ottó var mikið á heimilinu
og um tíma bjó hann á Sæbraut en
flutti síðar í Tjarnarból skammt frá.
Það var aðdáunarvert að fylgjast
með hversu vel Anna Fríða annaðist
föður sinn alla tíð og ekki síst þegar
hann tók að reskjast en hann lést
árið 1999.
Það urðu kaflaskipti í lífi Önnu
Fríðu þegar hún varð ekkja aðeins
42 ára að aldri. Það var henni þung-
bært að missa Villa en með aðdáun-
arverðum styrk tókst henni að lifa
með sorginni og aðlaga sig breytt-
um veruleika. Karakter hennar kom
þá sterkt í ljós þar sem sjálfstæði og
mikill kraftur drifu hana áfram –
hún var hörkutól. Anna undi sér vel
í sumarbústaðnum og var iðin við að
fara austur hvort sem var í dagsferð
eða til lengri dvalar. Hún vílaði ekki
fyrir sér að skjótast austur með
fulla kerru af ýmsum varningi,
hvort heldur sem það var grill, hús-
gögn eða smærri hlutir. Hún var
dugleg að bjarga sér.
Á síðustu árum var það orðinn
fastur liður hjá mér og fjölskyldu
minni að heimsækja Önnu Fríðu og
Valdísi um verslunarmannahelgina í
Litlu-Hestvík. Önnu var ávallt um-
hugað um að öllum liði vel og að all-
ir fengju að njóta þess að vera í bú-
staðnum. Hún var dugleg að
endurnýja leikföng fyrir börnin og
gætti þess að allir hefðu eitthvað við
sitt hæfi. Hún var einstaklega góð
móðir og amma og það var unun að
fylgjast með því hversu gott og náið
samband var á milli hennar og
barnanna og ekki síður barna-
barnanna sem hændust að henni.
Anna Fríða hafði gaman af því að
ferðast og varð London oftar en
ekki fyrir valinu. Hún naut sín vel í
stórborginni. Ég var svo lánsöm að
vera með henni, Valdísi, Ingvari og
Helgu Maríu í London fyrir nokkr-
um árum. Hún bauð okkur út að
borða eitt kvöldið og yfir matnum
barst í tal að ég hafði aldrei komið
niður að Thames. Hún tók þá ekki
annað í mál en að fara með mig í
skoðunarferð í leigubíl eftir matinn.
Þetta var ógleymanleg ferð og með
þeim skemmtilegri sem ég hef farið
í, enda var Anna Fríða ávallt hress
og skemmtileg og orðheppin með
eindæmum. Það var iðulega hlegið
mikið í návist hennar.
Í apríl á síðasta ári greindist
Anna Fríða með illvígan sjúkdóm.
Hún tókst á við þessi erfiðu veikindi
með miklu æðruleysi, jákvæðu hug-
arfari og ólýsanlegum krafti. Aldrei
heyrði ég hana kvarta. Hún var
staðráðin í að komast í gegnum
þetta verkefni eins og öll önnur.
En því miður varð hún að lúta í
lægra haldi fyrir sjúkdómnum. Nú
þegar komið er að leiðarlokum er ég
þakklát fyrir allar dýrmætu minn-
ingarnar um Önnu Fríðu sem var
mér alltaf svo góð, minningar sem
munu lifa um ókomna tíð.
Unnur Ingibjörg Jónsdóttir.
Anna Fríða hefur kvatt okkur eft-
ir hetjulega baráttu við illvígan
sjúkdóm. Sárt er að sjá á bak svo
kröftugum og heilsteyptum einstak-
lingi sem enn naut að fullu lífsins og
ástvina sinna og átti svo margt
ógert áður en vágestinn bar að
garði. Anna Fríða vann hin síðari
árin stöðugt að því að búa betur í
haginn fyrir sig og afkomendur sína
en náði því miður ekki að njóta af-
raksturs allra þeirra athafna sem
skyldi. Kallið var alls ekki tímabært
en enginn má sköpum renna.
Hugurinn hvarflar aftur um ára-
tugi þegar við kynnumst fyrst Önnu
Fríðu sem eiginkonu Vilhjálms, fjöl-
skylduvinar til margra ára. Með
þeim áttum við góðar og eftirminn-
anlegar ánægjustundir t.d. í góðum
félagsskap við Kjarrá og í sumar-
húsi þeirra við Litlu Hestvík. Sum-
arhúsinu höfðum við tengst þegar
Vilhjálmur fékk arkitektinn til þess
að teikna stækkun og breytingu á
innfluttu sumarhúsi þeirra. Var það
ánægjulegt verk og áttum við ein-
staklega góð samskipti í tengslum
við þá framkvæmd og það gladdi
okkur að þau nutu sumarhússins
enn betur að afloknum breytingum.
Góð samvinna hafði heppnast.
Það var síðar mjög sárt fyrir okk-
ur vinina að horfa á eftir Vilhjálmi
langt um aldur fram og óvænt var
ábyrgð ungu ekkjunnar Önnu Fríðu
að standa ein uppi með ung börn.
Hún þurfti nú ein að annast rekstur
bús og uppeldi barnanna. Við það
komu mannkostir Önnu Fríðu enn
sterkar í ljós. Hún leysti þetta
breytta hlutverk sitt af kostgæfni
en þar fór saman alúð og festa.
Anna Fríða hugsaði ávallt um vel-
ferð barna sinna og síðar barna-
barna. Hún hlúði að og var ávallt að
gefa í eiginlegri sem óeiginlegri
merkingu. Hún hafði þann góða eig-
inleika að geta gefið ríkulega af
sjálfri sér.
Lopapeysur sem hún prjónaði á
barnabörnin eru m.a. lýsandi vottur
um umhyggju hennar og kærleika
um leið og hún fékk útrás fyrir
sköpunarþörf. Peysurnar, listrænar,
gullfallegar í litum og mynstri, já
smekkurinn leyndi sér ekki í því
handverki sem og öðrum hannyrð-
um sem hún fékkst við. Fyrir tæp-
um 10 árum nutum við þeirrar
ánægju og þess hátíðisdags að
Helga María dóttir okkar og Ingvar
sonur Önnu Fríðu og Vilhjálms
giftu sig. Góð vinkona okkar var því
orðin tengdamóðir dóttur okkar og
varð síðar amma sameiginlegra
barnabarna. Samskiptin og vináttan
óx og samverustundirnar urðu æ
fleiri. Gestrisni hennar var með
þeim höfðingsskap að eftirminnan-
legt er. Pekingönd á heimilinu á Sæ-
braut, grillað nautakjöt eða humar í
sumarbústaðnum eða osta-hlaðborð
á skottloki jeppans í síðdegisdrykk
við Þverá. Allt lék þetta í höndum
hennar og útgeislun Önnu Fríðu í
ábæti.
Minningarnar eru óteljandi og
upp úr stendur góð nærvera, sterk
útgeislun, kraftur og framkvæmda-
gleði. Ávallt var hún að bæta og
fegra umhverfi sitt og umhverfi
þeirra sem hún bar fyrir brjósti. Við
kveðjum í dag samferðakonu sem
var okkur mjög kær. Við biðjum
börnum hennar og barnabörnum
huggunar og blessunar. Við þökkum
samfylgdina og þær góðu minningar
sem greyptar eru í huga okkar.
Blessuð sé minningin um Önnu
Fríðu.
Birna og Garðar.
Elsku Anna mín. Það verður erf-
itt að átta sig á því að þú ert ekki
lengur hjá okkur. Við höfum allan
okkar aldur verið vinkonur og leik-
félagar frá bernsku, brölluðum
margt saman, skautuðum á Fjarð-
aránni, sigldum á kajak, fórum í
fjallgöngur, og söltuðum síld eins og
aðrir unglingar gerðu á Seyðisfirði.
Þó langt væri á milli okkar þegar
við urðum fullorðnar, þú fyrir sunn-
an og ég fyrir vestan, þá var hugur
okkar hvorrar hjá annarri. Mér
þykir vænt um stundirnar sem ég
fékk, að vera með þér og Valdísi,
þegar þú varst komin á líknardeild-
ina, og þú varst létt og gerðir grín
með alla þá byrði í hjarta, vitandi að
þú varst að kveðja öll litlu ömmu-
börnin þín. Elsku æskuvinkona mín,
ég hugga mig við að þér líður betur
hjá guði eins og komið var. Elsku
Ottó, Valdís og Yngvar. Ég mun
Anna Fríða Winther
Ottósdóttir
✝
Elskuleg móðir okkar,
HULDA H. GUÐMUNDSSON,
áður Bárugötu 17,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn
23. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn
3. mars kl. 15.00.
Ingibjörg Jóhannesdóttir,
Kristín Hulda Jóhannesdóttir,
Guðmundur Kristinn Jóhannesson,
Sveinn Jóhannesson,
Markús Jóhannesson.