Morgunblaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009 Gunnar A. Júlíusson ✝ Gunnar Júlíussonfæddist í Reykja- vík 28. júní 1936. Hann lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans við Hringbraut 14. febrúar síðastlið- inn. Útför Gunnars var gerð frá Fossvogs- kirkju 25. febrúar sl. Meira: mbl.is/minningar Guðrún Rós- borg Jónsdóttir ✝ Guðrún RósborgJónsdóttir fædd- ist á Flateyri við Ön- undarfjörð 6. janúar 1942. Hún lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi 10. febrúar síðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Grindavíkurkirkju 20. febrúar. Meira: mbl.is/minningar Sigurður Samúelsson ✝ Sigurður Sam-úelsson, prófess- or emeritus, fæddist á Bíldudal við Arn- arfjörð 30. október 1911. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 26. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 3. febrúar. Meira: mbl.is/minningar Sigurður Þórir Hansson ✝ Sigurður ÞórirHansson fæddist í Reykjavík 18. maí 1949. Hann lést af slysförum í Hafn- arfirði 12. febrúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Vídal- ínskirkju í Garðabæ 23. febrúar. Meira: mbl.is/minningar ✝ Vilborg KristínStefánsdóttir fæddist í Hafnarfirði 21. mars 1928. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 19. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Anika Jakobsdóttir, f. 13.11. 1895, d. 5.11. 1960 og Stefán Hannesson, f. 30.10. 1896, d. 31.12. 1996. Systkini Vilborgar eru: Bjargey Hólm- fríður Halldóra, f. 1920, d. 1924, Bjarni Guðmundur Árni, f. 1923, d. 1925, og Bjargey Fjóla, f. 1925. Sammæðra er Kristjana Kristjáns- dóttir, f. 1915, d. 1992. Samfeðra er Jóhanna Rósa, f. 1933, d. 1967. Í arsdóttur. Börn þeirra eru Atli, Guðrún og Agnar. Sonur Sig- þrúðar er Evert Ingjaldsson. 4) Auður, f. 3.11. 1958, gift Ólafi Sigurgeirssyni. Börn þeirra eru: Gerður Björk, Ingólfur Agnar og Aðalsteinn. 5) Helga, f. 15.5. 1966, gift Pétri S. Valtýssyni. Synir þeirra eru Olgeir Frits og Valtýr Ingi. 6) Arna, f. 4.9. 1968, gift Páli Hreinssyni. Börn þeirra eru Guðrún, Hreinn og Anna. Vilborg og Ingólfur eiga níu barna- barnabörn sem eru: Hafsteinn Fannar og Birkir Orri Ragn- arssynir, Ólöf Eiríksdóttir, Rakel Jóna, Kristinn og Lína Rut Ás- björnsbörn, Sædís Birta Stef- ánsdóttir, Óskar Andri og Tristan Dagur Kristjánssynir. Auk húsmóðurstarfa vann Vil- borg lengst af við húsgagnaversl- un þeirra hjóna, Bólstrun Ingólfs, og einnig í mötuneyti Stöðvar 2, mötuneyti Iðnskólans í Reykjavík og Grandaskóla. Útför Vilborgar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13. júní 1946 giftist Vil- borg Ingólfi Agnari Gissurarsyni hús- gagnabólstrara, f. 7.8. 1923, d. 26.3. 2004. Börn þeirra eru: 1) Guðrún, f. 14.3. 1948, gift Har- aldi H. Jónssyni. Syn- ir þeirra eru Ragnar og Ingólfur. 2) Giss- ur Sveinn, f. 20.8. 1950, kvæntist Sól- veigu Aradóttur, þau skildu. Börn þeirra eru Vilborg Arna og Sæmundur Kristinn. Sambýliskona Gissurar er Lovísa Þorleifsdóttir. 3) Sæmundur Kristinn, f. 24.5. 1953, kvæntist Ólöfu Björnsdóttur, þau skildu. Dóttir þeirra er Sig- urborg. Kvæntur Sigþrúði Hilm- Vilborg Stefánsdóttir tengda- móðir mín fæddist í Hafnarfirði 21. mars 1928. Þegar hún var þriggja ára skildu foreldrar henn- ar og flutti hún með móður sinni til Reykjavíkur. Í miðri kreppunni var Anna móðir hennar ein með þrjár dætur og það er erfitt fyrir nútímamenn að ímynda sér þær aðstæður, sem einstæð móðir með þrjú börn bjó við á þessum tíma. Þær bjuggu í einu herbergi með aðgang að eldhúsi sem þær deildu með öðrum. Anna vann myrkranna á milli til að sjá sér og dætrum sínum farborða. Þessar aðstæður höfðu mótandi áhrif á Boggu og alltaf fann maður þetta sterka sjálfstæði og það að þiggja ekki af öðrum og einnig mátti hún aldrei neitt aumt sjá án þess að hún vildi gera eitthvað í málinu. Ung að árum kynntist hún Ing- ólfi Agnari Gissurarsyni húsgagna- bólstrara og þau giftu sig í júní 1946. Fyrstu árin bjuggu þau í húsi foreldra Ingólfs á Fjölnisvegi 6, síðan á Bugðulæk 13 og þar á eftir í mörg ár í Melgerði 5. Síð- ustu árin bjuggu þau á Kleppsvegi 34 og eftir að Ingólfur lést 2004 bjó Vilborg á Hjúkrunarheimilinu Eir. Bogga og Ingólfur eignuðust sex börn sem eru: Guðrún, Gissur, Sæmundur, Auður, Helga og Arna. Anna móðir Boggu bjó á heimili þeirra hjóna til dauðadags 1960. Heimili Boggu og Ingólfs var af- ar smekklegt og búið fallegum húsgögnum, þau voru mjög gest- risin, oft mikill gestagangur og mikið líf og fjör. Bogga var afar söngelsk, hafði fallega söngrödd, kunni ógrynni laga og alltaf var sungið þegar fjölskyldan kom saman. Í minn- inguna koma margar góðar stundir á heimili þeirra hjóna og þar sem þessi stóra samhenta fjölskylda fór saman í ferðalög og hélt sína eigin útihátíð. Mikill samgangur og vinátta var á milli heimila Boggu og Bjarg- eyjar systur hennar og segja má að þær hafi hist eða talað saman á hverjum degi. Bogga var mikil hannyrðakona, saumaði föt, prjónaði og eftir hana liggja fjölmörg útsaumsverk sem mörg eru hrein listaverk. Hún tók virkan þátt í kvenfélagi Bústaða- sóknar og átti þar margar ánægju- stundir. Í fjölmörg ár ráku Bogga og Ingólfur saman húsgaganverslun, Bólstrun Ingólfs, sérverslun með rókokkóhúsgögn. Margir þekktir fagurkerar voru fastir viðskipta- vinir þeirra hjóna. Eftir að þau hættu rekstri verslunarinnar vann Bogga m.a. í mötuneyti Stöðvar 2 og mötuneyti Iðnskólans í Reykja- vík og Grandaskóla. Ég kveð með söknuði og virð- ingu ástkæra tengdamóður mína. Með lífsgleði sinni og jákvæðum viðhorfum var hún okkur sönn fyr- irmynd. Haraldur H. Jónsson. Meira: mbl.is/minningar Vilborg Kristín Stefánsdóttir Góður einlægur vin- ur minn og félagi Sig- urgeir Þorvaldsson er fallinn frá. Kynni okk- ar hófust fyrir alvöru þegar Geiri varð fertugur og bauð til veislu um kvöldið. Ég ákvað að mæta og sagði konu minni að ég reiknaði með að stoppa stutt. Þegar leið á kvöldið og flestir gestanna farnir hófum við þrír félagar ásamt Geira að spila lomber. Mikið skemmti ég mér vel og tíminn leið fljótt. Spilamennsk- unni lauk ekki fyrr en á hádegi dag- inn eftir, þegar tvær konur komu að vitja manna sinna. Þessa nótt mynd- uðust tengsl og vinátta, sem óx með árunum og entist ævilangt. Við áttum það sameiginlegt við Geiri að hafa gaman af að grípa í spil og í seinni tíð hittumst við 1-2 í viku til að spila. Við vorum einnig í spila- klúbbi, við félagarnir þar söknum nú Geira en hann var þar aðalhvata- maðurinn og mikill gleðigjafi. Jólakortin frá Geira og Gunnu voru sérstaklega fallega skreytt og þeim fylgdu frumortar vísur því Geiri var vel hagmæltur og gaf út ljóðabækur. Á afmælum færði hann mér gjaf- ir. Ég á tvo fallega tréplatta sem hann færði mér að gjöf. Á öðrum þeirra stendur „Að eignast vin tekur andartak, en að vera vinur tekur alla ævi“ á hinn plattann er letrað „Besta lyfið í lífsins raunum, er tryggur vinur og hamingjustund“. Margar hamingjustundir veitti Geiri mér og fyrir þær vil ég þakka. Dapr- ari dagar eru því framundan hjá mér að fá ekki lengur að njóta nær- veru þessa góða vinar. Vinum hans og vandamönnum sendi ég samúðar- kveðjur og þá sérstaklega henni Gunnu hans Geira, sem eftir langt og farsælt hjónaband hefur misst maka sinn. Megi Geiri vinur minn hvíla í friði. Björn Björnsson. Sigurgeir Þorvaldsson hefur nú gengið götuna á enda. Á þeirri göngu markaði hann dýpri spor en margir samferðamenn hans. Sigur- Sigurgeir Þorvaldsson ✝ Sigurgeir Þor-valdsson fæddist í Huddersfield á Eng- landi 31. maí 1923. Hann lést á Landspít- alanum 9. febrúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Kefla- víkurkirkju 20. febr- úar. geir var lögreglumað- ur, hagyrðingur, skáld og húmoristi. Sumir menn standa einfald- lega upp úr í minning- unni þegar litið er veginn til baka. Ég kynntist Sigur- geiri vorið 1972 er ég hóf störf í Ríkislög- reglunni á Keflavíkur- flugvelli á vakt Unn- steins Jóhannssonar, en einnig voru á vakt- inni Grétar Finnboga- son, Gústaf Bergmann og Sigurður Björn Jónsson. Grétar og Gústaf eru báðir látnir, blessuð sé minning þeirra. Sigurgeir var þekktastur undir nafninu Sláni. Sigurgeir var hár og grannur maður og þaðan tel ég að nafnið Sláni sé komið. Sigurgeir var líka þekktur undir rithöfundarnafn- inu Kálhaus, en hann gaf út nokkrar ljóðabækur og skáldsögur undir því dulnefni. Sigurgeir var heiðarlegur og góð- ur drengur. Hann var grallari og prakkari hinn mesti og eru til marg- ar góðar sögur því til staðfestu. Það var stutt í gálgahúmorinn og uppá- tæki hans munu seint líða Suður- nesjamönnum úr minni. Sigurgeir var duglegur og góður lögreglumaður og skelfir allra þeirra sem hugðust smygla út af Keflavíkurflugvelli, eða höfðu óhreint mjöl í pokahorninu. Hann var í essinu sínu þegar bílaröðin í hliðinu náði langt upp á Völl. Þetta skilja aðeins þeir sem unnu á Kefla- víkurflugvelli, eða tengdust Vellin- um á einhvern hátt. Sigurgeir var slunginn skákmað- ur og eldklár spilamaður, góðum gáfum gæddur og hafði fallega rit- hönd. Við Geiri, eins og hann var kall- aður á vaktinni, urðum góðir vinir og margar ljúfar minningar sækja á þegar þetta er skrifað. Ég gæti látið gamminn geisa, en nú er mál að linni og með þessum fáu línum kveð ég góðan dreng. Eftirlifandi eiginkonu hans, Guð- rúnu Finnsdóttur, börnum þeirra og barnabörnum, votta ég samúð mína. Óskar Þórmundsson yfirlögregluþjónn. Á þessum umbrótartímum fellur frá Sigurgeir Þorvaldsson fyrrver- andi lögregluþjónn og bæjarskáld 85 ára að aldri. Sigurgeir og Gústav Bergmann faðir minn heitinn voru samstarfsmenn í lögreglunni á Keflavíkurflugvelli í hartnær 40 ár eða þar til Sigurgeir hætti störfum sakir aldurs og má nærri geta, hvort slíkt samstarf hafi ekki átt sinn þátt í að efla sambandið og vináttuna milli fjölskyldanna. Sigurgeir og Guðrún bjuggu fyrstu árin í bragga- hverfi sem herinn átti og kallaðist CampTurner. Þar bjuggu einnig foreldrar mínir Gústav og Svava en með þeim hjónum bundust þau sterkum vináttuböndum. 1962 fluttu Sigurgeir og Guðrún á Mávabraut 8c í Keflavík við hliðina á Máva- brautagenginu á 8d. Til marks um hversu sterk vinátta þeirra var höfð- um við á orði þegar árin tóku að líða og Svava átti orðið erfitt með stig- ana að kannski væri best að skipta um húsnæði og fara á eina hæð. Þetta þótti Svövu alveg fáránleg hugmynd, það að flytja frá Gunnu og Geira kæmi bara ekki til greina. Tíðar voru heimsóknir á milli heim- ila og að fara í kaffiboð til Gunnu og Geira voru gleðistundir, menn með einhverjar fréttir og umræðuefni með sér og Sigurgeir sat við lestur dagblaða og fengum við krakkarnir stundum að koma með og gæða okk- ur á fínu kökunum hennar Gunnu, svo um það leiti þegar einn kúreka- þátturinn var að enda í kanasjón- varpinu var hóað í krakkana á Mávabraut 8,10, og 12 og farið í fót- bolta, kíló, fallin spýta. Sigurgeir og Guðrún lögðu nátt- úrunni lið, voru mikið í garðinum, slá, bera áburð á túnið, rækta garð- inn og dytta að húsinu og hver man ekki eftir kálgarðinum sem innihélt m.a. rófur, radísur, rabbabara og gulrætur í túninu heima við, þetta var okkar bland í poka sem Sigur- geir rétti okkur krökkunum oft yfir girðinguna. Sigurgeir orti og gaf út þó nokkr- ar ljóðabækur. Einhver sagði að Guð hafi snert öxl manna sem eiga gott með að yrkja eitthvað að viti en Guð hefur snert báðar axlir Sigur- geirs. Margar góðar minningar eig- um við um þig sem við varðveitum í hjörtum okkar. Við kveðjum þig með virðingu og þakklæti. Drottinn blessi þig Sigurgeir og fjölskyldu þína. Megi englar alheimsins fylgja þér hvert sem þú ferð Hjalti Gústavsson og fjölskylda. Geiri lögga var á margan hátt óvenjulegur maður. Hann tók eng- um hlut sem sjálfgefnum, en braut allt til mergjar á sinn sérstæða hátt, tók sjálfstæða afstöðu fremur en að berast með straumi almenningsálitsins. Geiri var frum- legur í hugsun og á undan sinn sam- tíð á mörgum sviðum. Mikill karakt- er sem setti sterkan svip á umhverfið. Ég svo lánsamur að alast upp í einu af þremur nýbyggðum raðhús- um við Mávabraut í Keflavík á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Samheldni var mikil meðal íbúa í götunni og bundust þarna vináttubönd sem haldist hafa síðan. Heimili Geira og Gunnu var nánast mitt annað heimili meðan ég var að alast upp, því við Þorri, sonur þeirra urðum snemma nánir vinir og brölluðum margt sam- an, ásamt Gunna Gústavs sem bjó í næsta húsi. Einu atviki man ég vel eftir úr móanum, en það kölluðum við svæð- ið milli götunnar og flugvallargirð- ingarinnar. Þar vorum við strák- arnir eitthvað að bjástra í gömlum kofa sem þar stóð og áttum okkur einskis ills von, þegar kofinn fór allt í einu að skjálfa og nötra af bar- smíðum og drungalegri rödd með þeim afleiðingum að við þustum eins og rakettur út um glugga og glufur á húsinu eins og við ættum lífið að leysa. Þá heyrðum við skellihlátur Geira sem mátti til með að hrella okkur litlu hetjurnar aðeins, þó til- gangur heimsóknarinnar hafi vænt- anlega verið að hóa í kvöldmatinn. Geiri sást stundum skokka um hverfið, en það var óvenjulegt á þeim tíma að menn legðu slíkt fyrir sig. Hann var að styrkja hjartað. Geiri átti lengi Toyota-bíl, löngu áð- ur en þeir bílar urðu vinsælir hér á landi. Stundum fór hann með okkur strákana í bíó og þá gátu nú lítil hjörtu skroppið saman, t.d. þegar hann fór með okkur að sjá Drakúla í Félagsbíói þegar við vorum smá- guttar. Hann hefur efalaust viljað herða okkur og styrkja. Geiri var þrautseigur og þolin- móður, nefni ég sem dæmi gárann Kobba sem Geiri kenndi fleiri orð og setningar en ég hef heyrt úr nokkr- um fuglsgoggi. „Góðan daginn Geiri, ég heiti Kobbi, góðan daginn,“ söng fuglinn. Oft sá maður Geira sitja við skrif- borðið og setja saman sína hugar- smíði, fyrst á ritvél og seinna á litla Macintosh Classic tölvu sem geymir efalaust margan fjársjóðinn. Geiri gaf sjálfur út nokkrar kvæðabækur, en margt er enn óútgefið, þar á með- al sagan um Tómas á Tungufelli sem hann var lengi að fást við. Gunna og Geiri eignuðust sum- arbústað við Þingvallavatn fyrir mörgum árum. Þar var þeirra sum- arparadís og mikill sælureitur. Á sólbjörtum ágústdegi sl. sumar heimsóttum við fjölskyldan, ásamt móður minni, þau í bústaðinn. Geiri var svo stoltur þegar hann gekk um landareignina og sagði frá á sinn hátt. Síðdegisbirtan var falleg þenn- an dag og ég hefði viljað hafa myndavél meðferðis, en ég mun þó alltaf geyma í huganum minningu um þennan hávaxna, hjartahlýja mann sem sannarlega gat horft stoltur yfir uppskeruna af ævistarfi sínu. Missir fjölskyldunnar er mikill og við Jóna Guðrún biðjum góðan Guð að styrkja alla aðstandendur. Sjálf þökkum við fyrir góða samfylgd við Sigurgeir Þorvaldsson. Magnús Valur Pálsson. Nýjar greinar á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.