Morgunblaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009
ÁRNI Haraldsson
gefur kost á sér í
2.-4. sæti í forvali
Vinstri grænna í
Reykjavík sem
fram fer 7. mars
nk. Árni er 38 ára
gamall og raf-
magnsiðnfræð-
ingur að mennt.
Hann skráði sig í VG þann 1. febr-
úar sl. en hafði þar áður ekki verið
flokksbundinn. Árni vill að opnað
verði á umræður um Evrópumál og
metið hvort fara skuli til viðræðna
um inngöngu í ESB sem og mynt-
samstarf um evru.
Árni Haraldsson vill
2.-4. sæti fyrir VG
Árni Haraldsson
KRISTJÁN Ketill
Stefánsson gefur
kost á sér í 3.-5.
sæti í forvali
Vinstri grænna í
Reykjavík.
Kristján er með
meistaragráðu í
kennslufræði raun-
greina frá Háskól-
anum í Osló. Hann
er nú aðjúnkt við menntavísinda-
svið HÍ og hefur tekið virkan þátt í
flokksstarfi VG undanfarin ár.
Kristján Ketill sæk-
ist eftir 3.-5. sæti
Kristján Ketill
Stefánsson
BRYNJA Björg
Halldórsdóttir gef-
ur kost á sér í 3.-4.
sæti í prófkjöri VG
í Reykjavík. Hún er
formaður UVG á
höfuðborgarsvæð-
inu og leggur
áherslu á kven-
frelsi, umhverf-
ismál og málefni
ungs fólks.
Brynja Björg sækist
eftir 3.-4. sæti
Brynja Björg
Halldórsdóttir
ÞÓRDÍS Kolbrún
R. Gylfadóttir gef-
ur kost á sér í 6.-7.
sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokks-
ins í Norðvestur-
kjördæmi sem fram
fer þann 21. mars
næstkomandi.
Þórdís Kolbrún
er 21 árs gömul.
Hún útskrifaðist frá Fjölbrauta-
skóla Vesturlands á Akranesi og
stundar nú háskólanám.
Þórdís gefur kost á
sér í 6.-7. sæti
Þórdís Kolbrún
R. Gylfadóttir
INGUNN Snædal
gefur kost á sér í
4.-5. sæti í forvali
Vinstri grænna í
NA-kjördæmi sem
fram fer 28. febr-
úar næstkomandi.
Ingunn er grunn-
skólakennari að
mennt og er nú
komin vel á veg með meistaranám í
íslenskum fræðum við Háskóla Ís-
lands. Hún hefur reynslu af ýmsum
störfum, m.a. sveitastörfum, fisk-
vinnslu og þýðingum. Einnig hefur
hún sinnt ýmsum þjónustu- og
umönnunarstörfum.
Ingunn sækist eftir
4.-5. sæti fyrir VG
Ingunn Snædal
KOLBRÚN Hall-
dórsdóttir alþing-
ismaður gefur kost
á sér í forvali
Vinstri grænna í
Reykjavík þann 7.
mars nk. Í tilkynn-
ingu segist Kolbrún
tilbúin að vera
áfram í forustu-
sveit flokksins og
starfa að þeim málefnum sem
flokkurinn stendur fyrir, þ.e. vernd
náttúru og umhverfis, kvenfrelsi,
jöfnuði og samábyrgð.
Kolbrún sækist
eftir endurkjöri
Kolbrún Hall-
dórsdóttir
SVEINN Halldórs-
son gefur kost á sér
í 2. sæti á lista
Framsóknarflokks-
ins í SV-kjördæmi
fyrir komandi al-
þingiskosningar.
Sveinn er húsa-
smíðameistari að
mennt. Hann er
formaður Fram-
sóknarfélags Hafnarfjarðar og hef-
ur tekið mikinn þátt í málefnavinnu
flokksins, m.a. í tengslum við nýlið-
ið flokksþing.
Hann telur að með stefnu Fram-
sóknarflokksins sé hægt að tryggja
siðbót í íslensku samfélagi.
Sveinn Halldórs-
son vill 2. sæti
Sveinn Halldórs-
son
Samfylking og Vinstri hreyfingin grænt framboð hafa komið sér
saman um að Alþingiskosningar fari fram laugardaginn 25. apríl
næstkomandi. Morgunblaðið mun daglega birta fréttir sem tengjast
framboðum, prófkjörum, kosningafundum o.fl.
Alþingiskosningar 2009
ÁRNI Björn Guð-
jónsson býður sig
fram í 3. sæti í öðru
hvoru Reykjavík-
urkjördæminu fyr-
ir VG í forvali
flokksins. Árni
fæddist 6. apríl
1939. Hann mennt-
aði sig í smíðaiðn
og myndlist og rak
trésmiðju og síðar húsgagnaversl-
un í Reykjavík. Hann var í framboði
fyrir Kristilega lýðræðisflokkinn í
Reykjavík 1995 og 1999.
Árni Björn sækist
eftir 3. sæti
Árni Björn Guð-
jónsson
STUTT
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
STARFSMENN Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins (IMF) komu hingað til
lands í gær og funda með íslenskum
stjórnvöldum um framgang sameig-
inlegrar efnahagsáætlunar fram til
10. mars.
Forsætisráðuneyti Jóhönnu Sig-
urðardóttur fer með málefni Íslands
er varðar samskipti við sjóðinn, þó
að margar stofnanir og ráðuneyti
komi einnig að vinnu við áætlunina.
Öðru fremur ætla starfsmenn
IMF, undir forystu hagfræðingins
Mark Flanagan, að leggja mat á
stöðu efnahagsmála eins og mál
standa nú.
Björn Rúnar Guðmundsson,
deildarstjóri efnahags- og alþjóða-
málaskrifstofu ráðuneytisins, hefur
tekið við keflinu af Bolla Þór Bolla-
syni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra,
sem helsti fulltrúi ráðuneytisins í
samstarfinu við sjóðinn. Björn Rún-
ar segir mikla áherslu verða lagða á
það, í viðræðum við IMF, að kannað
verði ítarlega hvort skilyrði séu fyr-
ir lækkun stýrivaxta sem nú eru 18
prósent. „Heimsóknin er hluti af
fyrirfram ákveðinni áætlun. Farið
verður yfir stöðu mála hér á landi
og hún greind eins vel og kostur er.
Það verður rætt við fjölmarga, emb-
ættismenn, ráðherra og greinendur
hagsmunasamtaka og banka. Við
vonumst auðvitað til þess að geta
sannfært þá [starfsmenn IMF
innsk. blm.] um að hér séu komin
skilyrði fyrir lækkun vaxta,“ segir
Björn Rúnar.
Forgangsatriði í efnahagsáætlun
stjórnvalda og IMF er að koma á
meiri stöðugleika á gjaldeyrismark-
aði og byggja upp bankakerfið að
nýju.
Engin pólitík
Í viðtali við Flanagan um fyr-
irhugaða Íslandsheimsókn, sem
birtist á vefsíðu IMF 24. febrúar sl.,
kemur fram að hann hafi ekki
áhyggjur af nýafstöðun stjórn-
arskiptum hér á landi. Yfirlýsing frá
nýrri ríkisstjórn, um að áætlun IMF
og stjórnvalda verði fylgt áfram, sé
það sem öllu máli skipti. „Margar
þjóðir hafa gengið í gegnum kosn-
ingar, á sama tíma og unnið er eftir
efnahagsáætlun IMF, án þess að
nokkuð hafi gerst. Aðalatriðið er að
IMF styður góðar áherslur. Svo
lengi sem þær eru fyrir hendi mun-
um við styðja þær,“ er haft eftir
Flanagan.
Hann segir að tekist hafi að ná
meginmarkmiðum áætlunarinnar,
litið til skamms tíma. Það hafi öðru
fremur verið að koma í veg fyrir að
gengi krónunnar félli of mikið, með
alvarlegum afleiðingum fyrir ís-
lenskan efnahag. Það hefði getað
komið sér illa fyrir fyrirtæki og
heimili. Þá hefði verðbólga einnig
aukist mikið, jafnvel um tugi pró-
senta, sem hefði hækkað hefðbundin
verðtryggð lán mikið og aukið þann-
ig á skuldabyrði fólks.
Gripið var til þess að setja á
gjaldeyrishöft til að koma í veg fyrir
fjármagnsflótta úr íslensku hag-
kerfi, í kjölfar bankahrunsins.
Bankakerfið komist í gang
Í forgangi er nú að koma banka-
kerfinu í gang, og ljúka við verðmat
á eignum og skuldum gömlu bank-
anna. Stefnt er að því að ljúka þeim
málum fyrir 15. apríl. Upphafleg
áætlun gerði ráð fyrir að þeirri
vinnu gæti lokið um miðjan þennan
mánuð, en eins og greint hefur verið
frá í Morgunblaðinu reyndist vinnan
við matið umfangsmeiri en gert var
ráð fyrir. Þegar verðmatinu lýkur er
fyrst hægt að leggja nýju bönk-
unum til eigið fé sem áætlað er að
verði 385 milljarðar króna, miðað
við a.m.k. 10 prósent eiginfjárhlut-
fall. Þá verður einnig búið að leggja
fram efnahagsreikninga bankanna.
Nokkurrar óvissu gætir þó um
framtíðarskipulag bankakerfisins
þar sem töluverðrar hagræðingar er
þörf. Gylfi Magnússon við-
skiptaráðherra sagði á Alþingi fyrr í
vikunni að nokkuð ljóst væri að rík-
isbankarnir væru of margir og of
stórir, miðað við starfsemi þeirra.
Áætlað er að vextir geti lækkað
hratt frá á næstu vikum eða mán-
uðum, samhliða lækkandi verð-
bólgu.
Morgunblaðið/Kristinn
Málin rædd Poul M. Thomsen, hagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sést hér ræða við Friðrik Má Baldursson.
Farið yfir stöðuna
Starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins koma til landsins
Kannað verður ítarlega hvort lækka má stýrivexti
STARFSMENN Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eiga fund með starfsmönnum í
fjármálaráðuneytinu klukkan níu í dag, þar sem fundaherferð þeirra hefst.
Dagskrá starfsmanna sjóðsins er þétt næstu tvær vikurnar. Eftir dvöl
þeirra hér, og fundi með stjórnvöldum og hagsmunasamtökum, skrifa þeir
skýrslu um horfur í íslensku efnahagslífi. Stjórn sjóðsins tekur svo afstöðu
til hennar og endurskoðar efnahagsáætlun sjóðsins og íslenskra stjórn-
valda ef tilefni þykir til.
Haft er eftir Mark Flanagan, hagfræðingi sjóðsins, á vefsíðu sjóðsins 24.
febrúar að aðstæður hér séu ekki úr takti við það sem áætlunin byggist á.
Líklegt er að fundað verði um heildstæða áætlun stjórnvalda þegar kemur
að ríkisfjármálum, og hvernig fjárlög næstu ára muni líta út.
Byrjað í fjármálaráðuneytinu
Lýsingaráðgjöf
Í febrúar bjóðum við upp á lýsingaráðgjöf og hönnun ....þér að kostnaðarlausu.
Sendu mail á radgjof@lumex.is og við gefum þér tíma hjá ráðgjöfum okkar.
Opið virka daga frá 9 - 18
Lumex
Skipholti 37
Sími 568 8388
www.lumex.is