Morgunblaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009 Í fermingarblaði Morgunblaðsins er fjallað um allt sem tengist fermingunni og fermingarundirbún- ingnum ásamt því hvernig þessum tímamótum í lífi fjölskyldunnar er fagnað. Blaðið í ár verður sérlega glæsilegt og efnismikið. Meðal efnis: • Veitingar í veisluna – heimatilbúnar eða keyptar • Mismunandi fermingar • Skreytingar í veisluna • Veisluföng og tertur • Fermingartíska, stelpur og strákar • Fermingarförðun og hárgreiðsla • Fermingarmyndatakan • Fermingargjafir – hvað er vinsælast? • Hvað breytist við þessi tímamót í lífi barnanna? • Hvað merkir fermingin? • Viðtöl við fermingarbörn • Fermingarskeytin • Ásamt fullt af spennandi fróðleiksmolum Fermingarblaðið verður borið út á hvert einasta heimili á höfuðborgarsvæðinu ásamt nágrannabyggðum. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Tekið er við auglýsingapönt- unum til kl. 16.00, mánudaginn 2. mars. fermingar kemur út föstudaginn 6. mars Efnismikið sérblað Morgunblaðsins um – meira fyrir auglýsendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is VERÐANDI, leikfélag Fjölbrauta- skólans í Garðabæ, frumsýnir í dag revíuleikritið Chicago í sal skólans. „Verkið gerist á góðæristímum þriðja áratugarins í Bandaríkj- unum. Góðærið er alveg að springa út, allar persónurnar eru mjög sið- lausar, athyglissjúkar og gráðugar, og kreppan bíður rétt við hornið,“ segir Tómas Oddur Eiríksson, for- maður Verðanda, og bætir við að verkið hafi óneitanlega skírskotun til Íslands í dag á tímum kreppu og samfélagslegrar endurskoðunar. Söngleikurinn segir frá Roxy Hart, ungri mey sem þráir ekkert meira en að verða kabarettstjarna en gengur lítið að láta draum sinn rætast þar til hún kemst í kast við lögin eftir að hafa myrt viðhaldið sitt. Í steininum kynnist hún fyr- irmynd sinni, Velmu Kelly kabar- ettsöngkonu. Meðan á réttarhöld- unum stendur leikur Billy Flynn, lögmaður Roxy, sér að rétt- arkerfinu og notfærir sér fjöl- miðlana til þess að markaðssetja Roxy sem saklausa unga stúlku og fá þannig sem mestan pening út úr henni og að sjálfsögðu auglýsa sjálfan sig svolítið í leiðinni. Tómas fer með eitt aðal- hlutverkið, lögfræðinginn Billy Flynn sem Richard Gere lék í sam- nefndri kvikmynd sem var valin besta myndin á Óskarsverðlaun- unum árið 2003. „Verkið er byggt á þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar sem hann gerði fyrir Borgarleikhúsið á sínum tíma. En við völdum að hafa kvik- myndina sem fyrirmynd,“ segir Tómas. Mikill listaskóli Leiklistarhefðin í Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ er mjög sterk að sögn Tómasar og koma yfir hundrað nemendur að uppsetning- unni á Chicago. „Vinnan við verkið fer öll fram utan skóla og fá þeir nemendur sem taka þátt þrjár ein- ingar fyrir þátttökuna. FG er mikill listaskóli, með öfl- uga myndlistar- og textílbraut og virkt leikfélag sem verður sterkara með hverju árinu. Þetta er áttunda uppfærsla skólans í röð. Við erum búin að setja upp Hárið, Rocky Horror, Litlu hryllingsbúðina, Sis- ter Act, Öskubusku, Moulin Rouge, en sú uppfærsla var keypt af Loft- kastalanum til áframhaldandi sýn- ingar, og í fyrra settum við upp Birdcage,“ segir Tómas. Þau höfðu fyrst hugsað sér að að vinna spuna- leikrit þetta árið en ákváðu að stór- sýning eins og Chicago væri eitt- hvað sem þau vildu frekar ráðast í. Leikstjóri verksins er Bjarni Sæ- björnsson, danshöfundur er Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og um tónlistar- stjórn sér Hallur Ingólfsson. Frumsýning á Chicago verður í hádeginu í dag í Urðarbrunni, há- tíðarsal FG. Næstu sýningar verða svo 4. og 5. mars. Sýningum lýkur 22. mars. Siðleysi, athyglis- sýki og græðgi  Nemendur Fjölbrautaskólans í Garðabæ frumsýna söng- leikinn Chicago í dag  Yfir hundrað nemendur taka þátt Þriðji áratugurinn „Góðærið er alveg að springa út, allar persónurnar eru mjög siðlausar, athyglissjúkar og gráð- ugar, og kreppan bíður rétt við hornið,“ segir Tómas Oddur Eiríksson, formaður Verðanda, um Chicago. Söngleikur Kvikmyndin Chicago er fyrirmyndin að uppsetningunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.