Morgunblaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009
Vígalegir Þessir ungu menn voru meðal margra sem fóru um bæinn á Öskudaginn í gervi mótmælenda. Þeir voru með vinsælasta slagorðið á hreinu.
Kristinn
Ómar Ragnarsson | 25. febrúar
Guð láti á gott vita
Efnahagshrunið hefur
valdið umróti í stjórn-
málaflokkunum. Nú virð-
ist loks örla á viðleitni
innan Sjálfstæðisflokks-
ins að taka ýmislegt til
skoðunar þar sem áður
hefði ekki verið talin ástæða til að velta
við steinum.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf hins vegar
lengri tíma á varamannabekknum en
þrjá mánuði til þess að geta komið aftur
inn á og spilað af styrk flokks og fjölda-
hreyfingar, sem hafði kjörorðið: „Gjör
rétt, þol ei órétt!“, – kjörorð sem hefur
ekki heyrst þar á bæ í áratugi.
Ég á mér þann draum að sá tími komi
innan nokkurra ára endurhæfingar og
endurreisnar flokksins að ekki þurfi að
skrifa blaðagreinar til að kvarta yfir spill-
ingu, forsjárhyggju og afskiptasemi hjá
flokki sem á að vera brjóstvörn frelsis,
mannréttinda og heilbrigðs framtaks.
Ef andi endurhæfingar er að vakna
innan flokksins segi ég bara: Guð láti á
gott vita.
Meira: omarragnarsson.blog.is
Axel Jóhann Axelsson | 25. febrúar
Eignaflutningar
Ármann Þorvaldsson seg-
ir að engir „óeðlilegir
eignaflutningar“ hafi átt
sér stað frá Kapþing Sin-
ger & Friedlander til Ís-
lands í aðdraganda
bankahrunsins. Ekki er líklegt að banka-
stjórinn myndi viðurkenna að um óeðli-
lega eignaflutninga hafi verið að ræða.
Myndi hann ekki kalla alla eignaflutninga
milli banka „eðlilega eignaflutninga“,
hvort sem upphæðin væri 400 millj.
punda, 800 millj. punda, eða hvaða önn-
ur upphæð sem væri? Í yfirlýsingu hans
kemur ekkert fram um að engir eigna-
flutningar hafi verið til Íslands, eingöngu
að ekki hafi verið um að ræða „óeðlilega
eignaflutninga“. . . .
Meira: axelaxelsson.blog.is
Dofri Hermannsson | 25. febrúar
Sprotaþingmaður?
Á meðan „gróðærið“ gekk yfir og fjöldinn
allur af fólki og fyrirtækjum vann við að
lána hvert öðru peninga til
að kaupa hvert annað þá
var umhverfið mjög óhag-
stætt fyrir sprotafyr-
irtækin.
Gengið var allt of hátt,
kaupkröfur háar, hörð
samkeppni við bankana um hæft fólk og
vextir svo háir að engum datt í hug að
fjárfesta í sprotafyrirtæki sem var allt eins
líklegt að færi á hausinn! Frekar en að
kaupa hlut í fyrirtæki sem framleiðir eitt-
hvað sjálft var miklu snjallara að setja
peningana á verðtryggðan reikning með
15% vöxtum – nú eða að hefja innflutning
á einhverju.
En nú er staðan breytt. Peningarnir
horfnir og við þurfum að framleiða ein-
hverja vöru eða þjónustu til að skapa
verðmæti og störf. Á margan hátt góð
breyting þótt hún verði erfið. Við eigum
að styðja við nýsköpun og sprotafyrirtæki
eins og hægt er. Þannig sköpum við fjöl-
breytt og sterkt atvinnulíf til frambúðar.
Ef þessi þingmannssproti nær að verða
sprotaþingmaður mun hann beita sér fyr-
ir því.
Meira: dofri.blog.is
KERFISGALLAR eru dragbítur
á evrunni. Evrulöndin eru með
seðlabanka en ekki sameiginlegt
fjármálaráðuneyti og yfirvöld í
hverju landi fyrir sig annast eftirlit
með bankakerfinu. Áhrifa þessara
kerfisgalla er farið að gæta í vax-
andi mæli, þeir magna fjár-
málakreppuna.
Þessi þróun hófst fyrir alvöru eft-
ir gjaldþrot Lehman Brothers þeg-
ar fjármálaráðherrar ríkja Evrópu-
sambandsins töldu nauðsynlegt á
fundi 12. október 2008 að fullvissa almenning um
að engin önnur mikilvæg fjármálastofnun yrði
gjaldþrota. Þar sem sambandið er ekki með sam-
eiginlegt fjármálaráðuneyti fengu yfirvöld í aðild-
arlöndunum það verkefni að bjarga bönkunum.
Þetta fyrirkomulag olli þegar í stað alvarlegri
fjármálakreppu í nýju ESB-löndunum sem hafa
ekki enn tekið upp evruna. Á endanum jók það
einnig spennuna innan evrusvæðisins.
Sýnir kosti evrunnar
Lánin í nýju aðildarlöndunum komu að mestu
frá bönkum á evrusvæðinu og skuldir heimilanna
eru að mestu í erlendum gjaldeyri. Þegar bankar
evrusvæðisins reyndu að vernda heimalönd sín
með því að flytja fjármagn þangað aftur urðu
gjaldmiðlar og skuldabréfamarkaðir Austur-
Evrópulandanna fyrir þrýstingi, efnahagur þeirra
dróst saman og bolmagn heimilanna til að standa
skil á lánunum minnkaði. Þetta kom niður á efna-
hagsreikningi banka með mikil umsvif í Austur-
Evrópu.
Efasemdir vöknuðu um bolmagn einstakra að-
ildarlanda til að vernda banka sína og vaxtamun-
urinn milli ríkisskuldabréfa einstakra landa tók að
aukast ískyggilega. Þegar eftirlitsstofnanir hafa
reynt að bjarga bönkum sínum hafa þær tekið
ákvarðanir sem koma óviljandi niður á öðrum að-
ildarlöndum. Allt þetta hefur kynt undir innbyrðis
spennu.
Á sama tíma hefur fjármálakreppan sýnt á
sannfærandi hátt kosti sameiginlegs gjaldmiðils.
Án hans hefðu sum landanna á evrusvæðinu lent í
sömu erfiðleikum og Austur-Evrópulöndin.
Eins og staðan er núna eru áhrif kreppunnar
minni í Grikklandi en Danmörku þótt undirstöð-
urnar séu miklu verri. Evran kann að vera undir
þrýstingi en ljóst er að hún heldur
velli. Veikari aðildarlöndin halda sig
örugglega við hana; ef hættan er ein-
hver kemur hún frá öflugasta aðild-
arríkinu, Þýskalandi.
Þjóðverjar óttast verðbólgu
Afstaða þýskra stjórnvalda til
kreppunnar er í andstöðu við sjón-
armið ráðamanna í flestum öðrum
löndum, en auðvelt er að skilja
ástæðuna. Þjóðverjum svíður enn
sárt minningin um fjórða áratuginn
þegar óðaverðbólga í Weimar-
lýðveldinu leiddi til valdatöku Hit-
lers. Á sama tíma og leiðtogar annarra ríkja við-
urkenna að leiðin til að bregðast við lánsfjárskorti
sé að auka grunnfé bankakerfisins eru Þjóðverjar
enn andvígir hvers konar aðgerðum sem gætu sáð
fræjum verðbólgu. Þótt Þjóðverjar séu eindregnir
stuðningsmenn Evrópusamruna eru þeir skilj-
anlega tregir til að verða að djúpa vasanum sem
fjármagnar björgunaraðgerðir á evrusvæðinu.
Þörf á sameiginlegum
skuldabréfamarkaði
Ástandið kallar þó á umbætur á stofnunum
Evrópusambandsins og Þjóðverjar myndu hagn-
ast jafnmikið á þeim og aðrir. Stofnun sameig-
inlegs ríkisskuldabréfamarkaðar á evrusvæðinu
myndi hafa tafarlausan ávinning í för með sér, auk
þess sem kerfisgalli yrði lagfærður.
Þetta myndi til dæmis auka trú manna á að
hægt yrði að bjarga bankakerfinu og gera sam-
bandinu kleift að auka aðstoðina við nýrri og ber-
skjaldaðri aðildarríki. Þetta yrði einnig leið til að
fjármagna samræmdar aðgerðir til að örva efna-
haginn á samdráttartímum. Verði rétt staðið að
þessu myndi þetta draga úr ótta Þjóðverja við að
önnur lönd seildust í vasa þeirra.
Skuldabréfamarkaður evrusvæðisins myndi
vera viðbót og ekki koma í stað ríkisskuldabréfa-
markaða einstakra aðildarlanda. Hann yrði undir
stjórn fjármálaráðherra evrusvæðisins. Eftirlitið
með fjármálakerfinu yrði í höndum Seðlabanka
Evrópu en fjármálaráðherrarnir fengju það verk-
efni að ábyrgjast fjármálastofnanir og bjarga
þeim ef þörf krefur.
Þetta myndi leiða til sameinaðs og öflugs fjár-
málakerfis innan evrusvæðisins. Jafnvel Bretland,
sem á í vök að verjast vegna of stórs bankakerfis,
gæti freistast til að taka upp evruna.
Hægt yrði að nota skuldabréf evrusvæðisins til
að aðstoða ný ESB-ríki sem hafa ekki enn tekið
upp evruna. Þau gætu einnig orðið til þess að Evr-
ópusambandið fengi meira bolmagn til að veita lán
utan við núverandi umboð Fjárfestingarbanka
Evrópu og Endurreisnar- og þróunarbanka Evr-
ópu. Evrópusambandið gæti síðan fjármagnað
fjárfestingarverkefni sem sameina það hlutverk
að örva efnahaginn á samdráttartímum og önnur
mikilvæg markmið, svo sem fjárfestingar í raf-
dreifikerfi, gas- og olíuleiðslum, nýjum orkugjöf-
um og opinberum framkvæmdum sem skapa at-
vinnu í Úkraínu.
Allar þessar fjárfestingar myndu hjálpa Evr-
ópusambandinu að losa kverkatakið sem Rússar
hafa náð á því. Þeim andmælum að þetta myndi
taka of langan tíma til að geta örvað efnahaginn á
samdráttartímum er hægt að hafna með þeim
rökum að kreppan sé einnig líkleg til að standa í
langan tíma.
Tilslakanir nauðsynlegar
Leysa þyrfti tvö erfið ágreiningsmál – um
skiptingu skuldabyrðarinnar milli aðildarríkja og
mismunandi atkvæðavægi fjármálaráðherra evru-
svæðisins. Þjóðverjar myndu álíta núverandi for-
dæmi, þ.e. fjárlög Evrópusambandsins og sam-
setningu stjórnar Seðlabanka Evrópu,
ósanngjörn og óviðunandi.
Þótt mörg aðildarríki færist undan því að sam-
þykkja lausn sem breytir valdajafnvæginu innan
Evrópusambandsins þurfa þau að fallast á ein-
hverjar tilslakanir til að fá Þjóðverja til að vera
með í þessu. Venjulega þarf kreppu til að knýja
fram tilslakanir en kreppan er nú þegar skollin á
og því fyrr sem vandinn er leystur því betra.
Eftir George Soros » Stofnun sameiginlegs rík-
isskuldabréfamarkaðar á
evrusvæðinu myndi hafa taf-
arlausan ávinning í för með sér,
auk þess sem kerfisgalli yrði lag-
færður.
George Soros
Höfundur er stjórnarformaður Soros Fund Manage-
ment og nýjasta bók hans heitir Reflections on the
Crash of 2008. © 2008 Project Syndicate. Millifyrir-
sagnir eru Morgunblaðsins.
Tímabært að lagfæra evruna
BLOG.IS
Hallur Magnússon | 25. febrúar
Samþykkir minni-
hlutastjórnin hryðju-
verkalög á Ísland?
Má skilja niðurstöðu
minnihlutastjórnar Ís-
lands þannig að rík-
isstjórnin samþykki
hryðjuverkalögin á Ís-
land? Höfðu bresk stjórn-
völd ástæðu til þess að
setja hryðjuverkalög á Ísland?
Ef svo er krefst ég að fá þær upplýs-
ingar upp á borðið.
Ef ekki – þá mæli ég með að Fram-
sóknarflokkurinn hætti að verja ríkis-
stjórnina falli!
Meira: hallurmagg.blog.is