Morgunblaðið - 06.03.2009, Side 4

Morgunblaðið - 06.03.2009, Side 4
Að nógu er að hyggja fyrir ferminguna og þá skiptir öllu máli að hafa gott skipulag á hlutunum. Sumum finnst nóg að skrifa á minnismiða og merkja inn á dagatalið það sem gera þarf en aðrir fá sér þar tilgerða minnisbók. Síð- an er gott að nota yfirstrikunarpenna til að merkja við það sem er búið. Þann- ig helst gott skipulag á hlutunum og fátt ætti að þurfa að enda í stressi. Ekkert stress 4 Fermingar SKINKA Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is B örn með þroskahömlun fá mjög einstaklingsmiðaða ferm- ingarfræðslu enda er mark- miðið að mæta barninu þar sem það er statt. Guðný Hall- grímsdóttir hefur verið prestur fatlaðra síðan árið 1990 en ferming fyrir börn með fötlun fer alltaf fram á sumardag- inn fyrsta í Langholtskirkju. „Ferming- arfræðsla barna með þroskahömlun er að mörgu leyti öðruvísi uppbyggð en hjá mörgum jafnöldrum þeirra,“ segir Guðný. „Ég er með meira af hjálpar- tækjum, til dæmis stórar, miklar og lit- ríkar myndir og tónlist. Endurtekningin skiptir miklu máli þegar unnið er með börnum með þroskahömlun og ég segi kannski sömu söguna nokkrum sinnum í mismunandi formum, eitt skipti með myndum, annað skipti með því að leika söguna og fá þau til að leika með mér og í þriðja skiptið með því að syngja hana eða nota einhverja hluti til að tákna sög- una.“ Skemmtileg ferming Fermingin hjá börnum með þroska- hömlun er að mörgu leyti öðruvísi en hefðbundin ferming, til dæmis vegna þess að börnin fá að velja sálmana sjálf. Að sögn Guðnýjar liggur munurinn líka í því að þessar fermingar eru miklu skemmtilegri. „Ég fermi 19. árganginn minn í vor og engin ferming er eins vegna þess að hópurinn er mismunandi. Þó ég segi sjálf frá þá er andrúmsloftið mun léttara en í hefðbundnum ferm- ingum. Það þýðir líka ekkert að vera með eitthvað fyrirfram ákveðið vegna þess að oft þarf að breyta því á staðnum því það kemur eitthvað upp á eða þá að ég finn að andinn er þannig í hópnum að ég þarf að gera þetta öðruvísi. Ég þarf því að vera mun sveigjanlegri en ella. En fermingin sjálf er mjög hátíðleg og þetta er stór stund í lífi barnanna því mörg þeirra koma ekki til með að verða stúdentar, gifta sig, skíra börnin sín eða eiga aðrar stórar stundir í kirkjunni. Þetta er þeirra stóra stund og það er al- veg óviðjafnanlegt að horfa á þau þegar þau standa fyrir framan altarið og ætla að vera vinir Jesú alla sína ævi. Í ferm- ingarfræðslunni geng ég út frá vina- hugtakinu, hverjir séu vinir og hvað vin- ir gera því þau skilja vinahugtakið mjög vel. Þetta er mikill siðferðisboðskapur og svo er gengið út frá þessum kærleika að Guð gaf okkur Jesú og Jesús er besti vinur okkar.“ Öll börn velkomin í kirkjuna Guðný samdi sérstakt ferming- arfræðsluefni fyrir börn með þroska- hömlun sem var gefið út á vegum þjóð- kirkjunnar árið 2000 en það er þannig úr garði gert að allir sem annast ferm- ingarfræðslu fyrir fötluð börn eiga að geta nýtt sér það. „Fötluð börn, sama hvar þau búa, geta því nýtt sér þjónustu síns sóknarprests. Ég er öðrum prestum innan handar og aðstoða börn með þroskahömlun við að tengjast sínum sóknarpresti. Það er mikilvægt að öllum börnum sé boðin þessi þátttaka innan kirkjunnar. Svo er þeirra að segja ann- aðhvort af eða á. En ég held að það sé rosalega mikilvægt að kirkjan bjóði öll börn velkomin og með mínu starfi er það gert. Eins er til sérstök námskrá í fermingarfræðum innan kirkjunnar fyrir börn með þroskahömlun sem er ákveðin yfirlýsing,“ segir Guðný sem kennir börnum í Öskjuhlíðarskóla, Safamýrar- skóla og í sérdeildum í grunnskólum. „Þegar krakkar hafa gengið saman alla sína skólagöngu eins og í Öskjuhlíðar- skóla þá er ósköp eðlilegt að þau fermist öll saman, alveg eins og krakkar gera að öllu jöfnu. Það er öðruvísi ef þau hafa alltaf verið í sérdeild í sínum grunnskóla og þá er meiri spurning hvort þau ferm- ist með sínum hópi eða gangi til liðs við minn hóp. En það sem er einkennandi við mitt starf er ofboðslega gott sam- starf og samvinna við foreldrana og sér- kennara barnanna.“ Einstök börn Í vor fermast fimmtán börn hjá Guð- nýju en hún hittir öll börnin reglulega. „Ég hitti þau einu sinni í viku í kennslu og svo hittumst við í kirkjunni einn laugardagsmorgun í mánuði með for- eldrum, ömmum og öfum, frænkum og frændum og fleiri ættingjum sem hafa áhuga á að mæta. Þar myndast góð samvera því þetta gefur fólki mjög mikið þar sem það skiptir svo miklu að fylgja barninu alla leið. Þetta er hluti af því, að koma í kirkjuna einu sinni í mánuði, finna sig heima, vita hvar allt er og vera örugg með staðinn og hvað á að gera,“ segir Guðný sem telur að oft kvíði for- eldrar fermingu barnanna. „Ég held að á margan hátt kvíði allir foreldrar ferm- ingu barna sinna, hvort sem þau eru fötluð eða ekki. Kvíðinn er bara í mis- munandi myndum. Ég held að við kvíð- um alltaf því sem við vitum ekki hvað er. Þá er kannski mitt hlutverk að út- skýra, kenna og draga upp myndir sem eyða þessum kvíða. Ég held að það sé ofsalega mikilvægt að kirkjan gangi fram með það fordæmi að við séum öll velkomin og hvert og eitt okkar er svo einstakt að við getum verið eins og við erum.“ Léttara andrúmsloft Morgunblaðið/Kristinn Guðný Hallgrímsdóttir: „Fermingarfræðsla barna með þroskahömlun er að mörgu leyti öðruvísi uppbyggð en hjá mörgum jafnöldrum þeirra.“ Ferming fyrir fötluð börn fer alltaf fram á sumardaginn fyrsta í Langholtskirkju en það eru oft mun skemmti- legri fermingar, að sögn Guð- nýjar Hallgrímsdóttur, prests fatlaðra. Þó er fermingin álíka hátíðleg enda mjög stór stund í lífi barnanna. Ljósmynd/ Jóhann Kristjánsson Í skemmtilegri fermingu Guðný segir fermingar barna með þroskahömlun oft skemmtilegri og fjörugri en hefðbundnar fermingar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.