Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 20
20 Fermingar
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@mbl.is
T
æplega 130 börn fermast borg-
aralega í ár en í gegnum árin
hefur þeim börnum sem kjósa að
láta ferma sig á þennan hátt
fjölgað jafnt og þétt. Það er
Siðmennt sem sér um fermingarund-
irbúning og athöfnina en foreldranefnd
sér að miklu leyti um skipulagningu henn-
ar.
Annar fjölmennasti hópurinn
„Þetta er annar fjölmennasti hópurinn
sem fermst hefur á þennan hátt en þetta
er í 21. skiptið sem borgaraleg ferming er
haldin hér á landi. Þær hófust með þeim
hætti að formaður félagsins, Hope Knúts-
son, var með börn á fermingaraldri og
vissi að slíkar athafnir tíðkuðust erlendis.
Hún skrifaði grein í dagblað þar sem hún
sagði frá þessu og spurði hvort fleiri vildu
vera með, en í fyrsta skiptið létu 16 börn
ferma sig á þennan hátt. Í ár hefur orðið
mikil aukning í þátttakendum utan af
landi en þátttakendur í útlöndum hafa
einnig sótt fræðslu hjá okkur í fjarnámi í
gegnum tölvu,“ segir Jóhann Björnsson,
MA í heimspeki og kennari sem hefur um-
sjón með fermingarnámskeiðum.
Gagn og gaman
Fermingarfræðslan er 12 vikna nám-
skeið þar sem fermingarbörnin læra ým-
islegt sem gagnlegt er fyrir þau að fara í
gegnum fyrir fullorðinsárin. Meðal mark-
miða námskeiðsins er að þátttakendur til-
einki sér gagnrýna hugsun, efli umhugs-
unarvirkni sína og öðlist þekkingu á ýmsu
sem gagnlegt er fyrir fullorðinsárin svo
sem samskiptum kynjanna, skaðsemi
áfengis- og vímuefna, siðfræði og svo
framvegis. Einnig að nemendur læri á eig-
in tilfinningar, jafnt gleði sem sorg og að
þeir læri að treysta eigin dómgreind, bera
ábyrgð á lífi sínu og taka ábyrga afstöðu.
Foreldranefnd skipuleggur
Hápunktur fermingarinnar er virðuleg
lokaathöfn þar sem fermingarbörnum er
frjálst að vera með atriði ef þau vilja, spila
á hljóðfæri, flytja ræðu, lesa upp eða ann-
að slíkt. Skipulagning athafnarinnar er í
höndum foreldra sem sitja í foreldra-
nefnd. Þeir leggja heilmikið til málanna
við umgjörð athafnarinnar og koma með
tillögur að utanaðkomandi ræðumönnum
sem fengnir eru til að ávarpa hópinn.
Fræðsla á tveimur stöðum
„Í fyrsta tímanum þegar krakkarnir
eru að kynnast hef ég varpað fram spurn-
ingunni af hverju þau velja þetta og fæ
mörg og mismunandi svör. Stór hópur
þeirra tilheyrir ekki neinu trúfélagi og síð-
an eru alltaf einhverjir sem tilheyra trú-
félögum þar sem ferming tíðkast ekki, til
að mynda krakkar sem eru í Ásatrúar-
eða Búddistafélaginu. Síðan eru alltaf ein-
hverjir sem koma úr þjóðkirkjunni en
vilja af einhverjum ástæðum ekki vera
með þar eða telja sig ekki alveg tilbúin til
þess að strengja trúarheit. Þá er það
nokkuð oft þannig að börnin sækja bæði
fræðslu hjá okkur og þjóðkirkjunni og það
er alveg frjálst af okkar hálfu,“ segir
Jóhann.
Morgunblaðið/Golli
Fermingarfræðsla Jóhann með fermingarbörnunum sem læra ýmislegt sem gagnlegt er fyrir fullorðinsárin.
Áhersla á gagnrýna hugsun
Virðuleg lokaathöfn Skipulagning er í höndum foreldra sem sitja í foreldranefnd.