Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 28
28 Fermingar Er góða veislu gjöra skal er mikilvægt að gestirnir viti hvert og hvenær þeir eiga að mæta til veislunnar. Einnig að tekið sé fram hver kirkjan er fyrir þá sem vilja vera viðstaddir ferm- inguna. Vinsælt er að senda persónulegt boðskort með mynd af fermingarbarninu, en sumir vilja frekar senda látlaus kort. Nóg er til af slíkum kortum og mörg fyrirtæki starfrækt þar sem hægt er að panta kort eftir smekk og hentugleika hvers og eins. Víða getur fólk valið hvort það setur sjálft upp kortið á netinu eða kemur á staðinn. Skemmtileg Hjá Gallerí Lind bjóðast ýmsar út- gáfur af persónulegum boðskortum. Fjölbreytt boðskort Finnur Eiríksson hjá Frum segir einnig orðið vinsælt að láta gera nafnspjöld fyrir gestina til að leggja við disk hvers og eins þegar raðað er til borðs. Í sumum tilfellum séu þá hafðir málshættir eða einhver góð spakmæli í kortunum sem ef til vill séu lesin upp við borðhaldið. Þetta geti verið skemmtilegt og fyndið ef vel takist til með val á texta fyrir viðkomandi per- sónu. Slíkt sé góð leið fyrir veislugesti til að brjóta ísinn og taka þátt í veisluhaldinu. Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Þ að getur verið töluverð vinna að útbúa veitingar fyrir ferm- ingarveislu en vel mögulegt sé byrjað snemma að huga að veislunni. Guðrún Jóhanns- dóttir, matgæðingur og höfundur mat- reiðslubókanna Hollt og ódýrt og Hollt og fljótlegt, hélt fermingarveislu fyrir átta árum og hvetur fólk til þess að huga snemma að veitingunum. „Löngu áður er í raun hægt að hanna matseð- ilinn, finna skreytingar og viða að sér hugmyndum. Svona tveimur vikum áð- ur má gera þá rétti sem þola frost og tveimur til þremur dögum áður er hægt að baka það sem þarf að baka. Aðalvinnudagarnir eru dagurinn fyrir ferminguna og kvöldið áður og ég mæli því endilega með að fá vini og vanda- menn til að hjálpa. Það sem skiptir mestu máli er að vera afslappaður, glaður og stressa sig ekki um of.“ Ódýrt í bland við dýrt Guðrún talar líka um að hægt sé að gera góðan veislumat úr ódýru hráefni. „Gott hráefni skiptir öllu máli en það þarf ekkert endilega að vera dýrt. Þá skiptir máli að vera svo útsjónarsamur að finna góðan og ódýran mat og þó að allur matur hafi hækkað í verði þá er sumt ódýrara en annað. Það er til dæmis mjög sniðugt að blanda saman glæsilegri réttum ásamt einfaldari og ódýrari réttum. Til að auðvelda sér vinnuna er líka tilvalið að hafa rétti sem einfalt er að útbúa í bland við flóknari rétti. Það má til dæmis baka alls kyns brauð, til að mynda ávaxta- brauð, ólífubrauð og fleiri. Þá má gera salöt, fyllingar og kæfur til að hafa með. Brauð er mjög bragðgott og fyll- andi sem er sniðugt að hafa með ein- hverjum öðrum og íburðarmeiri rétt- um. Ostapinnar eru líka að koma aftur í tísku en þeir eru einfaldir og góðir. Svo má líka nefna fyllt egg sem eru bæði saðsöm og ódýr.“ Skipulagt á veisluborðið Það getur verið erfitt að áætla hve mikinn mat þarf fyrir ákveðinn fjölda gesta og sjálfsagt eru einhverjar reglur um hvernig er best að áætla mat, að sögn Guðrúnar. „Ein leiðin er að áætla hvað maður sjálfur myndi borða mikið í svona veislu og margfalda út frá því. Sumir borða náttúrlega minna og aðrir meira og því ætti magnið að nægja. Upp á aðrar veislur í framtíðinni er mjög sniðugt að skrifa hvað var borðað í veislunni og hvað var í afgang því þá verður mun auðveldara að áætla mat- inn í næstu veislur. Svo má líka hringja í veisluþjónustur og spyrja hvað sé gert ráð fyrir mörgum bitum á mann og reyna að áætla út frá því. Annað sem mér finnst gott að gera fyrir veisl- ur er að teikna upp veisluborðið, hvernig ég ætla að hafa borðið og raða á það. Þannig er auðvelt að sjá þetta fyrir sér,“ segir Guðrún sem lætur fylgja með þrjár uppskriftir sem eiga heima á veisluborðinu. Brauð með grilluðu grænmeti Brauð eftir eigin vali Rauð paprika Rauður laukur (skorinn í fleyga) Sveppir (skornir í sneiðar) Kúrbítur (skorinn í sneiðar) Fetaostur Ólífuolía Hunangs-dijonsinnep Grænt blaðkrydd til skreytingar Aðferð: Skerið grænmetið niður og setj- ið botnfylli af því á bökunarpappír í ofnskúffu. Bakið við 200 gráður þar til grænmetið verður meyrt en ekki of mjúkt og hefur kolast örlítið eða um 20-30 mínútur. Saltið og piprið græn- metið þegar það hefur bakast og dreypið dálitlu af ólífuolíu yfir. Skerið brauðið í snittur og penslið sneiðarnar með ólífuolíu (má nudda þær með hvítlauk) og ristið þær aðeins í ofni. Smyrjið sneiðarnar þá aftur með hunangssinnepi og raðið grænmetinu ofan á. Setjið litla bita af fetaosti eða mozzarellaosti ofan á og skreytið síðan að lokum með einhverju grænu blað- kryddi, til dæmis steinselju, ferskum kóríander eða vatnakarsa. Frískleg flatkökupítsa með hangikjöti Flatkökur Hangiálegg Mangó Rauð paprika (má vera fersk en er Góður undirbúningur Það þarf útsjónarsemi og vinnusemi að útbúa veitingar í stóra fermingarveislu en það er vel mögulegt sé hugað snemma að veitingunum. Þá er tilvalið að blanda saman rétt- um sem fljótlegt er að útbúa og réttum sem eru flóknari. Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðrún Jóhannsdóttir matgæðingur Gott hráefni skiptir öllu máli en það þarf ekk- ert endilega að vera dýrt. Eins er hægt að blanda dýrari og ódýrari réttum saman. Fermingar- myndir Svipmyndir Hverfisgötu 50 Sími 552 2690 www.svipmyndir.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.