Morgunblaðið - 06.03.2009, Síða 32

Morgunblaðið - 06.03.2009, Síða 32
Í þessari skreytingu er fallega vafið um kertið muscaria- laukum, corneus-greinum, ani- mónum og veróniku. „Þetta er frekar hefðbundið dæmi um skreytingu frá okkur, að því leyti að notað er saman kerti og blóm. Í fermingarskreytingar notum við mest lifandi blóm og puntum með þeim, aðallega vorblóm eins og laukblóm, aní- mónur og ranunculus. Það er vinsælt að tvinna svona saman kerti og blóm á fermingarborð og síðan náttúrlega líka að setja blóm í vasa, bæði stök og sam- an,“ segir Berta Björk Heið- arsdóttir hjá Blómagalleríi á Hagamel. Í anda fermingarbarnanna Hún segir björtu fallegu vor- litina vinsælasta og eitthvað sé til af renningum á borð en þeir séu þá kannski meira fyrir stelpur, með fiðrildum og öðru slíku skrauti, þótt eitthvað sé til fyrir strákana líka. Annars sé í versluninni lögð áhersla á kerti og blóm í anda ferming- arbarnanna, sem séu bæði ung og fersk. Fersk blóm og kerti Morgunblaðið/Heiddi 32 Fermingar Fermingarkort hafa breyst þó nokkuð í áranna rás eins og sjá má á eftirfarandi myndum. Kortin voru fengin að láni í Borgarskjalasafni Reykjavíkur þar sem til eru kort allt frá árinu 1920. Skilaboð og ljóð sem rituð eru á elstu kortin þykja ef til vill nokkuð ábúðarfull miðað við það sem nú tíðkast og áhersla lögð á ábyrgð og þunga dagsins. Síðar meir var frek- ar farið að leggja áherslu á þau tímamót sem dag- urinn markar í lífi fólks og farið að sérsníða kortin enn frekar að stúlkum og strákum. Fallegt Skreytt fermingarkort eins og þessi gáfu foreldrar gjarn- an börnum sínum á fermingardag- inn. Á þau voru rituð fæðingar-, skírnar- og fermingardagur barnsins og bænir. Fermingarkort í áranna rás Fallega skreytt veisluborð Veisluborðið í fermingarveislunni er hægt að skreyta á ýmsan hátt. Margir nota ákveðinn lit eða liti sem þema í skreytingum á sal eða í heimahúsi og hafa þá blóm, skraut, kerti og annað í þeim litum og svipuðum stíl. Hægt er að leita til fagfólks eða gera einfaldar skreytingar sjálfur með blómum og hlutum úr blóma- og föndurbúðum. Undir þessari skreytingu er notaður spegill til að móta umgjörð utan um skreytinguna sem í eru gerberur. „Mér finnst gerberur vera skemmtileg fermingarblóm en þær er hægt að fá í mörgum litum, til dæmis nokkr- um bleikum tónum, hvítar og litaðar bláar og grænar fyrir fermingarnar. Þannig er auðvelt að nota þær í samræmi við litaþemað sem valið er í veisluna. Ger- berur hafa verið vinsælar fyrir fermingarveislur enda stór og glaðleg blóm og eitt blóm getur skreytt mikið,“ segir Diljá Einarsdóttir, eigandi Ný-blóma í Kópavogi. Skreytt laufblöð Glerílát er undir skreytingunni en á speglinum eru einnig glersteinar og sandur. Þá notar Diljá ballettskó í skreytinguna sem dæmi um hvernig draga megi fram eitthvað skemmtilegt um fermingarbarnið og tengja við daglegt líf þess. Sjálf á hún son sem æfði júdó og notaði medalíurnar hans í skreytingu á fermingardag- inn. Laufblaðið er strelitziublað sem skrifað er á með penna sem hægt er að kaupa í föndur- eða bókabúðum. Blaðið segir Diljá geta komið í staðinn fyrir að prenta á servíettur eða kerti sem sér finnist vera orðið dálítið úrelt, auk þess sem slíkt spari pening. Gerberur góður kostur „Hugmyndirnar eru óþrjótandi en fyrir ferming- arnar fáum við efni á renningum með nýjum mynstr- um í alls konar litum. Þessa renninga hefur fólk mikið notað á veisluborðið og hægt er að gera fallega og ódýra skreytingu með því að setja ofan á þá kannski tvær gerberur og kerti. Fólk notar líka mikið gler- steina, rósablöð og slíkt en skreytingarnar mega ekki verða of miklar til að pláss sé fyrir matinn. Rósir eru fallegar en geta því miður verið misjafnar og hengt haus. Því myndi ég frekar mæla með að nota gerberur í skreytingar því þá getur þú skreytt salinn kvöldið áð- ur án þess að hafa áhyggjur af því að blómin þorni upp,“ segir Diljá Gerberur tilvaldar í skreytingar Morgunblaðið/Heiddi „Ég valdi að nota rauðar rósir í skreytinguna því mér finnst rauður vera vinsælasti nýi liturinn í ferm- ingarskreytingum í ár. Síðan nota ég stálstrá með rósunum sem glæsilegt er að nota með blómum. Í skreytingunni eru líka svartir skrautfuglar og er mikið til af slík- um fylgihlutum hjá okkur, til að skreyta veisluborðið, lengjur til að leggja á borðið, steinar, fuglar, fiðr- ildi og lítil kertaglös og kerti í öllum litum. Rósir og gerberur eru vin- sælar í fermingarskreytingar ásamt öðrum fallegum blómum. Þá er mjög persónulegt að nota eitt- hvað sem tengist áhugamáli barns- ins á veisluborðið,“ segir Anna J. Júlíusdóttir hjá Blómabúðinni Dögg í Hafnarfirði. Tilvalið að nota það sem til er Anna segir að í tíðaranda eins og nú ætti fólk endilega að líta í kring- um sig heima fyrir og koma með eitthvað eins og vasa, skálar eða stjaka í blómabúðirnar og fá þar falleg blóm, kerti og fylgihluti til að skreyta veisluborðið. Þá sé um að gera að leyfa krökkunum að vera svolítið með í ráðum við undirbún- inginn. Rauður vinsæll í ár Morgunblaðið/RAX Barðastaðir 1-5 112 Reykjavík Sími: 511 4100 Netfang: sala@supersellers.is www.supersellers.is »EURO« GÍNUR DÖMU, LANGUR BÚKUR MEÐ ÞRÍFÆTI ÚR ASKI 13.130,- FERM INGAR - TILBO ÐSVER Ð GÍNUR Á FERMINGARTILBOÐI Sjá meira úrval á www.supersellers.is H JO RT H de si gn + 45 22 31 94 34

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.