Morgunblaðið - 06.03.2009, Side 33
Fermingar 33
Ábúðarfullt Með þessari
fermingarkveðju er barninu
bent á hina þungu ábyrgð
sem nú hvílir á því.
Skrautlegt Kort þar sem ferming-
arstúlkan sprettur upp úr miðju þess.
Kortið er frá árinu 1969.
Fermingaróskir Litríkt kort með hug-
heilum óskum og ákveðnum undirtóni.
Ferskleiki og
bjartir litir
Morgunblaðið/Heiddi
„Skreyting í svona háum vasa er frábær á
veisluborðið því hún vekur alltaf athygli.
Þessa skreytingu getum við gert fyrir fólk
eða kennt því að gera hana sjálft en við
seljum allt efni sem til þarf í skreyt-
inguna. Í botninum eru klakasteinar sem
við festum vír í og setjum í rósirnar, síðan
notum við steina sem við köllum daggar-
dropa með, sem sumir sökkva og aðrir
fljóta eða sitja ofan á rósunum og mynda
þannig þetta tæra útlit,“ segir María Más-
dóttir, eigandi Blómahönnunar í Listhús-
inu.
Diskókúlur og rósir
Þegar keypt eru blóm í versluninni er
hægt að fá lánaða vasa af ýmsum stærð-
um og gerðum auk þess sem hægt er að
leigja vasa. Með stórum vösum segir
María að fólk geti útbúið fallega hlað-
borðsskreytingu með nokkrum rósum og
fylgihlutum til að dreifa á borðið. „Við eig-
um til skraut til að dreifa á borðið fyrir
hvaða þema sem er, litlar diskókúlur í
fjórum litum, fíngerða steina í ýmsum lit-
um og daggardropana sem er líka hægt að
nota í kringum skreytinguna, svo og perl-
ur, kuðunga og fjaðrir. Í ár eru bjartir litir
vinsælir og íslensk blóm en þessa skreyt-
ingu má gera með flestum blómum. Í anda
árstíðarinnar finnst mér flott að skapa
ferskleika, til dæmis með því að nota sam-
an bleikt, appelsínugult og límónugrænt á
fermingarborðið,“ segir María.
Orkedíur í skreytingar
Hún segir mikla vakningu hafa orðið í
íslenskum blómum, til dæmis rósum í alls
konar litum en einnig noti hún orkídeur í
skreytingar. Eina grein sé hægt að nota í
tvær, þrjár skreytingar og eins sé hægt að
klippa knúppana niður og dreifa á veislu-
borðið þar sem þær þoli að vera án vatns í
þó nokkurn tíma. Þá séu oft gerðar per-
sónulegar skreytingar sem festar séu við
fótboltaskó, tennisspaða eða annað sem
tengist fermingarbarninu. maria@mbl.is
Íþróttamiðstöðinni í Laugardal sími 588 9900 fyrirspurn@itferdir.is www.itferdir.is
Falleg gjöf fyrir
fermingarbarnið