Morgunblaðið - 06.03.2009, Page 39

Morgunblaðið - 06.03.2009, Page 39
Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is É g vígðist árið 1995 og var prestur í Grafarvogi til ársins 2004. Þar eru fermd mörg börn á hverju ári svo ég öðlaðist reynslu þar af slíkum preststörfum. Það er oft krefj- andi að vinna með þessum aldurshópi því unglingarnir hafa margar spurn- ingar og margt að breytast hjá þeim. Það eru forréttindi að hafa fengið að hitta allt þetta unga fólk og kynnast því,“ segir Sigurður sem auk prests- starfa gegnir störfum fyrir utanríkis- ráðuneytið og tekur á móti sjúklingum sem koma að heiman til lækninga í London. Notast við tölvusamskipti Í London segir Sigurður að stefnt sé að því að ná um fimm klukkutímum saman með börnunum einu sinni í mán- uði sem helgist fyrst og fremst af því að fólk komi mjög víða að. Sumir þurfi að ferðast langar leiðir en inn á milli sé þá notast við tölvu til að gera verkefna- vinnu og heimavinnu með dyggri aðstoð foreldra og forráðamanna. Í fyrra var boðin fræðsla þar sem foreldrar sátu með en hana sá Sigurður um ásamt Friðfinni Þorsteinssyni, sem hefur reynslu af fermingarfræðslu frá Íslandi og er í framhaldsnámi í London. Flestir af unglingunum fermast síðan á Íslandi, en Sigurður fór í fyrsta skipti heim til Íslands í fyrra og fermdi þar nokkra sem höfðu verið í fræðslu hjá honum í London, líkt og íslenski presturinn í Noregi hefur gert nokkrum sinnum. Þá hefur hann líka fermt unglinga í London og víðar í Bretlandi. Í Lúxemborg ganga til spurninga fjögur til fimm börn á ári og þau fá fræðslu nokkrum sinnum yfir árið og síðan á netinu og með tölvu- póstssamskiptum þess á milli. Þau ferm- ast að öllu jöfnu heima á Íslandi en einn til tveir fermast að jafnaði á ári í Lúx- emborg. Hjá sumum fermingarbörn- unum er íslenska ekki fyrsta mál og því er notast við bókina Fylgið Jesú, sem þýdd er af ensku á íslensku. Sum skila þá líka verkefnum á ensku eða þýsku fyrir þau sem fædd eru og uppalin í Lúxemborg, en annars fer öll fræðsla fram á íslensku. Ferðalag til Íslands „Síðastliðin þrjú ár höfum við farið til Íslands á fermingarnámskeið yfir eina helgi í Skálholt og við fengið styrki fyrir mat og uppihaldi, ættingjar og vinir hafa síðan aðstoðað með gistingu á Ís- landi og við hóað okkur saman í bíla til að keyra austur og eitt foreldri fylgt okkur til halds og trausts. Þessar ferðir hafa mikið að segja, meðal annars vegna þess að unglingarnir koma víða að og þekkjast flest ekkert áður en fræðslan hefst að hausti og hafa náð mikilvægum tengslum í þessari ferð og í framhaldi af henni þróast með þeim vinátta og sam- skipti. Sökum aðstæðna í þjóðfélaginu verður ekki hægt að fara í slíka ferð í ár en með vorinu ætlum við að reyna að hittast einn dag fyrir utan London í staðinn,“ segir Sigurður. Morgunblaðið/Kolla Prestur í London Sigurður fermir börn sem búa í Englandi og Lúxemborg. Fermt í London og Lúxemborg Sigurður Arnarson er sendiráðsprestur í London og sér um fermingarfræðslu barna í Bretlandi og Lúxemborg. Sum fermingarbörnin ferðast langar leiðir til að taka þátt í mán- aðarlegri fermingarfræðslu í London. Fermingar 39 Engjateigi 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Skólavörðustíg 7 • 101 Reykjavík • Sími 551 5814 • www.th.is M b l1 09 27 61 Til fermingagjafa FERÐATÖSKUR ÍÞRÓTTATÖSKUR BEAUTYBOX BAKPOKAR SEÐLAVESKI TÖLVUTÖSKUR Komið í miðbæinn og skoðið fermingatilboðin okkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.