Morgunblaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is FYRRVERANDI forseti Taívans, Chen Shui- bian, var dreginn fyrir rétt í gær í máli sem hef- ur klofið þjóðina og gæti haft alvarlegar afleið- ingar fyrir lýðræðið í landinu. Chen, eiginkona hans og tólf aðrir eru sökuð um fjárdrátt, mútuþægni og peningaþvætti. Forsetinn fyrrverandi á yfir höfði sér lífstíð- arfangelsisdóm verði hann fundinn sekur. Hann neitar sök og segist vera fórnarlamb „hreinsana ríkisstjórnarinnar“ sem hann sakar um að hafa staðið fyrir saksókninni til að þóknast kínversk- um stjórnvöldum. Chen er 58 ára gamall og varð forseti árið 2000 í sögulegum kosningum þegar endi var bundinn á rúmlega hálfrar aldar valdatíma flokks þjóðernissinna, Kuomintang. Kínversk stjórnvöld höfðu horn í síðu Chens vegna yfirlýs- inga hans um sjálfstæði Taívans og hótuðu inn- rás í landið ef það lýsti yfir fullu sjálfstæði. Sam- skipti Kína og Taívans hafa batnað síðan Ma Ying-jeou, leiðtogi Kuomintang, var kjörinn for- seti fyrir ári. Kuomintang vann einnig mikinn sigur í þing- kosningum í janúar á síðasta ári þegar flokk- urinn og bandamenn hans fengu 86 þingsæti af 113, en flokkur Chens aðeins 27. Taívan aftur eins flokks ríki? Óttast er að Taívan verði aftur að eins flokks ríki og stjórnarandstaðan sakar Kuomintang um að hafa staðið fyrir saksókninni til að ná sér niðri á Chen. Andstæðingar forsetans fyrrverandi segja hins vegar saksóknina skref í þá átt að uppræta spillingu í stjórnkerfinu. „Þetta er áfall fyrir lýðræðið og klýfur taív- anska samfélagið,“ segir Shane Lee, prófessor í stjórnmálafræði á Taívan. Saksóknin gæti einnig komið Kuomintang í koll að mati Kou Chien- wen, aðstoðarprófessors í stjórnmálafræði. „Fjöldamótmæli gætu blossað upp ef stuðnings- menn Chens telja ekki að réttarhöldin hafi verið sanngjörn,“ segir Kou. Hann bætir við að rétt- arhöldin setji flokk Chens í mikinn vanda vegna þess að forsetinn fyrrverandi njóti enn mikils stuðnings í flokknum. „Ef flokkurinn lætur hann róa verða sumir stuðningsmenn flokksins fyrir miklum vonbrigðum.“ Spillingarmál klýfur þjóðina  Saksókn á hendur fyrrverandi forseta gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir lýðræðið á Taívan  Á lífstíðarfangelsisdóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur um spillingu en hann neitar sök Í HNOTSKURN » Chen og eiginkonahans, Wu Shu-chen, eru sökuð um að hafa dregið sér fé úr sérstökum forsetasjóði og lagt það inn á banka- reikninga í Sviss. » Hjónin eru einnig sögðhafa þegið mútur af taí- vönskum kaupsýslumanni og hjálpað honum selja ríkinu land á verði sem var langt yfir markaðsverði. » Wu hefur játað að hafaþegið jafnvirði 260 millj- óna króna af manninum, en það hafi aðeins verið fram- lag í kosningasjóð, ekki mút- ur. Reuters Spilltur? Chen á leið í dómhús í Taipei. Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is ÞEGAR kirsuberjatrén blómgast, þá er vorið komið í Japan. Það kom að þessu sinni sl. laugardag, 21. mars, viku fyrr en til jafnaðar á síð- ustu 30 árum síðustu aldar. Þannig hefur það verið í nokkur ár og ástæð- an er augljóslega sú, að það hefur hlýnað í veðri. Því fer þó fjarri, að allir séu sammála því, að við séum að upplifa verulegar loftslagsbreyting- ar. Það kom vel fram í yfirheyrslum og umræðum á Bandaríkjaþingi í fyrradag. Japanir hafa miklar áhyggjur af þeim breytingum, sem orðið hafa á blómgunar- og laufgunartíma trjánna en ef miðað er við 1. apríl hefur hann færst 200 km í norður á síðustu 40 árum. Um það ætla þeir m.a. að fjalla á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um skógareyðingu í des- ember nk. en ýmsir vísindamenn segja, að yfirstandandi ár geti skorið úr um framtíð skóganna og barátt- una gegn loftslagsbreytingum. Áætlað er, að 20% gróðurhúsaloft- tegunda megi rekja beint til skógar- eyðingar. Skógarnir, sem annars hefðu gleypt í sig koltvísýrings- mengunina, eru ruddir og landið nýtt til beitar eða ræktunar. Árleg koltvísýringsmengun af þessum sök- um svarar til alls útblásturs í Kína eða Bandaríkjunum. Allt veltur á skógunum Í skýrslu, sem kom út sl. haust á vegum breskra stjórnvalda, segir, að alþjóðlegir samningar um verndun skóganna gætu dregið úr kostnaði við baráttuna gegn loftslagsbreyt- ingum um allt að 50% fram til 2030. „Þetta yfirstandandi ár er eins konar ögurstund í baráttunni gegn loftslagsbreytingum,“ sagði Dan Bebber, yfirmaður loftslagsrann- sókna hjá Earthwatch-stofnuninni. „Ef við sláum ekki skjaldborg um skógana og notum þá sem tæki í þessari baráttu, þá er hún dæmd til að mistakast.“ Ögurstund í umhverfismálum Eyðing Skógunum, „lungum jarð- arinnar“, er skipulega útrýmt. „Við eigum að hafa hugrekki til að gera ekki nokkurn skapaðan hlut,“ sagði breski lávarðurinn Christopher W. Monckton er fulltrúadeild Bandaríkjaþings efndi til um- ræðu um umhverfismálin. Monckton er formaður sam- taka, sem halda því fram, að hlýnun andrúmsloftsins og loftslagsbreytingar séu bara skröksaga og tilbúningur og undir það tók líka séra Calvin Beisner, talsmaður Cornwall Alliance, bandarískra samtaka presta, guð- fræðinga og annarra trúarleiðtoga. „Heimsmynd Biblíunnar er sú, að jörðin og vistkerfin séu sköpun guðs og þess vegna muni þau sjá um sig sjálf eins og vera ber með sköpunarverk mikils verkfræð- ings,“ sagði Beisner og Joe Barton, þingmaður fyrir Texas, sagði, að menn löguðu sig alltaf að nýjum aðstæðum og það væri ekki svo erfitt að laga sig að breyttu loftslagi. Eins og vænta mátti féllu þessar skoðanir ekki í frjóan jarðveg hjá þing- mönnum yfirleitt og ekki eru allir drottins þjónar vissir um, að guð muni kippa öllu í liðinn. Rowan Williams, erkibiskup af Kantaraborg, sagði fyrir fáum dögum, að mannkynið væri að kalla yfir sig dómsdag í umhverf- ismálum. Guð hefði gefið okkur frjálsan vilja og því væri engu um að kenna nema skammsýni okkar og heimsku. Dómsdagur heimskunnar Sr. Rowan Willi- ams erkibiskup GRIKKIR héldu upp á sinn þjóðhátíðardag í fyrradag, 25. mars, en þann dag árið 1821 risu þeir upp gegn yfirráðum Ottómana-veldisins tyrkneska, sem ráðið hafði Grikklandi í 400 ár. Herþyrlurnar tvær fljúga hér yfir Parþenon, Aþenuhofið á Akrópólis, en það var reist á fimmtu öld fyrir Krists burð. Þar hafði áður staðið annað Aþenuhof miklu smærra en Persar eyðilögðu það 480 f.Kr. Parþenon er glæstasta afrek grískrar byggingarlistar en það kostaði líka sitt. Það var reist á árunum 447 til 432 og enn eru til reikningar ef svo má segja yfir út- gjöldin. Af þeim má sjá, að langdýrasti liðurinn var að flytja allan steininn um 16 km langan veg frá Pentelicus-fjalli til Akrópólis. svs@mbl.is AP Þjóðhátíð í Grikklandi FORSÆTISRÁÐHERRA Ítalíu, milljarðamæringurinn Silvio Ber- lusconi, sagði í gær atvinnulausum löndum sínum að koma sér út úr húsi og fara að leita sér atvinnu. „Ekki myndi ég sætta mig við að þiggja bara bæturnar en gera síðan ekkert í mínum málum. Ég myndi finna mér eitthvað að gera, t.d. stofna mitt eigið fyrirtæki,“ sagði Berlusconi er hann skoðaði sig um í litlu þorpi skammt frá Napólí en þar er atvinnuleysið mjög mikið. Berlusconi, sem er skráður hjá Forbes-tímaritinu sem annar rík- asti maður á Ítalíu, lét svipuð um- mæli frá sér fara á miðvikudag: „Fólk, sem missir vinnuna, ætti að gera eitthvað. Ekki myndi ég láta nægja að sitja með hendur í skauti.“ Stjórnarandstaðan á Ítalíu er æf yfir ummælunum. „Dáðlaus dusil- menni. Það er álit forsætisráð- herrans á löndum sínum, fólki, sem hefur misst vinnuna,“ sagði Anton- io Di Pietro, einn leiðtoga stjórn- arandstöðunnar. Atvinnuleysi á Ítalíu er nú 7%. svs@mbl.is Farið út og leitið að vinnu Ummæli Berlusconis vekja hneykslun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.