Morgunblaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 23
Umræðan 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009
GREIN þessi var
skrifuð í september
síðastliðnum en fékkst
ekki birt fyrir hrun og
ríkisvæðingu Glitnis
örlagadaginn 29. sept-
ember.
Hér eru tekin fyrir
fjögur atriði með
ákveðin innbyrðis
tengsl þótt þau verði ekki krufin til
mergjar á þessu stigi. Legg áherslu
á það sem tengist myntinni og eft-
irlitsstofnunum, eins og andvaraleysi
síðasta ár leiddi í ljós.
ESB og myntin
Ísland er eitt minnsta hagkerfi
veraldar með sjálfstæða mynt. Í al-
þjóðlegu umhverfi hefur verið sífellt
erfiðara að halda krónunni úti.
Helsta aðdráttarafl hennar hafa ver-
ið ofurvextir sem löðuðu að erlenda
fjárfesta vegna vaxtamunar sem
hægt var að græða á. Lækkandi
vextir, órói og óöryggi fældu að sama
skapi fjármagnið frá Íslandi með
fallandi gengi. Þetta hækkaði svo
verð innfluttra vara og jók verðbólgu
og því hefur verið um ákveðinn víta-
hring að ræða. Yfir 70% skulda ís-
lenskra fyrirtækja eru í erlendri
mynt. Það virðist óumflýjanlegt að
áður en langt um líður verði teknar
upp aðildarviðræður við ESB og þá
væntanlega tekin upp evra ef þjóðin
samþykkir að ganga inn. Um það
hafa fjölmargir og æ fleiri aðilar
ályktað, meðal annars meirihluta að-
ildarfélaga innan Samtak atvinnu-
lífsins, fjármálastofnanir, kaup-
menn, iðnrekendur, neytendur og
ótal fleiri. Reynsla síðustu mánaða
sýnir að krónan sem framtíðargjald-
miðill í opnu hagkerfi er dauð.
Eftirlitsstofnanir
Það hefði þurft að stórefla miklu
fyrr eftirlitsstofnanir svo sem Fjár-
málaeftirlitið, Samkeppniseftirlitið,
Neytendastofu, Neytendasamtökin
og Skattrannsóknastjóra, þannig að
þær geti brugðist hratt og markvisst
við athugasemdum og kærum og
kannað grunsamleg atvik í markaðs-
og fjármálum. Þetta er tvímælalaust
hagur almennings. Mál dagar oft
uppi í kerfinu og svör koma seint um
síðir. Leikreglur á markaði eru oft
ekki nógu skýrar og gráa svæðið
ákaflega vítt og aga- og ábyrgð-
arleysi mikið. Þetta er ákaflega
brýnt í dag að þessar stofnanir verða
sterkar og til þeirra ráðist hæft fólk.
Það er skýlaus krafa í hinu „Nýju Ís-
landi“ að mannskapur og mannauður
sé til staðar hjá þessum stofnunum
að þær séu í stakk búnar til að sinna
fljótt, vel og skilvirkt eðlilegu reglu-
verki í þjóðfélaginu og óháðar póli-
tískum afskiptum.
Menntun og framleiðni
Sem ráðgjafi fyrirtækja og ein-
staklinga hef ég því miður séð fjöl-
mörg dæmi þess að fólk hefur verið
mjög auðveld „bráð“ bankanna, fjár-
mögnunarfyrirtækja og annarra
þegar kemur að óskynsamlegum lán-
tökum. Bankarnir hafa nær einkum
hugsað um arð eigenda sinna burt-
séð frá því hvort skyn-
semi felist í lántökunni.
Gott og skylt dæmi um
það eru 90% lánin sem
var eitt helsta slagorð
Framsóknarflokksins í
síðustu kosningum og
sök þeirra því mikil!
Í flestum tilfellum
hefur bankinn tryggt
sig fyrir áhættu í gagn-
vart lánum til ein-
staklinga. Auglýsingar
banka hafa oft verið vill-
andi og misvísandi,
dæmi um það eru margar auglýs-
ingar varðandi erlend lán á árunum
2007 og 2008. Ég fullyrði að það væri
þjóðhagslega mjög hagkvæmt að
bæta námskeiði inn í námskrá
grunnskóla og menntaskóla, þó ekki
væri nema einni önn sem væri
grunnur í hagfræði og fjármálum.
Því miður þekkja margir til dæmis
ekki mun á nafnvöxtum og raunvöxt-
um eða mismunandi vísitölum, jafn-
vel þótt um sé að ræða fólk sem lokið
hafi háskólanámi. Þetta hef ég að
meira að segja rekið mig á hjá þjón-
ustufulltrúum í bönkum, sem í mörg-
um tilfellum hafa ekki haft tilskilda
þekkingu til að ráðleggja fólki. Þetta
er ein af stórum orsökum þeirra gíf-
urlegu skuldabyrði sem margt fólk
býr við í dag.
Kennitöluskipti
Fyrirtæki okkar lendir í því árlega
að einn eða tveir viðskiptavinir eða
samkeppnisaðilar fara í þrot eða ár-
angurslaust fjárnám. Þetta getur að
sjálfsögðu komið fyrir grandvart og
heiðarlegt fólk. Því miður sýnir
reynslan að margir koma sér undan
skuldunum með að stofna nýtt félag
um reksturinn, en skuldirnar falla á
kröfuhafa, oft lífeyrissjóði og op-
inbera aðila. Oft eru það sömu að-
ilarnir sem þetta stunda oftar en
einu sinni enda siðferðisþröskuld-
urinn lágur hvað þetta varðar hjá
sumum.
Flestar Evrópuþjóðir takmarka
svigrúm stjórnenda sem lenda í
gjaldþroti til þess að stofna og stýra
nýjum fyrirtækjum með það að
augnamiði að koma í veg fyrir svik
og kennitöluskipti. Íslendingar eru
mjög miklir eftirbátar annarra í
þessum efnum. Þó þetta hafi eitt-
hvað batnað með árunum er í raun
fáránlegt hve auðvelt er að skipta
um rekstrarfélög og losna við hluta
skulda.
Meiri menntun í fjármálum og
hagfræði og áætlanagerð myndi hér
hjálpa mikið til. Í Iðnskólanum og
Hótel- og veitingaskólanum ætti til
dæmis að leggja mikla áherslu á
kennslu í þessum fögum þar sem
nemendur þessara skóla fara oft út í
rekstur. Í ferðaþjónustu, þar með
talinn veitingarekstur, eru gjaldþrot
því miður of tíð. Meiri kunnátta í
fjármálum og áætlanagerð kæmi að
miklu gagni.
Eftirlitsstofnanir
og fleira
Hákon Þór Sindra-
son skrifar um
gildi þess að hafa
kunnáttu í fjár-
málum og hagfræði
Hákon Þór
Sindrason
»Meiri menntun í fjár-
málum og hagfræði
og áætlanagerð myndi
hér hjálpa mikið til.
Höfundur er rekstrarhagfræðingur,
hakon@netid.is
mbl.isókeypis smáauglýsingar
Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is
G
ra
fí
k
a
2
0
0
9
GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA
TEPPI FYRIR HEIMILIÐ