Morgunblaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 2
UM 15 milljónir króna söfnuðust í sameiginlegri landssöfnun Rauða kross Íslands og Hjálparstarfs kirkjunnar sem fram fór undir ein- kunnarorðunum Stöndum saman – gefum hundraðkall á haus vikuna 16.-22. mars síðastliðinn. Upphæðin jafngildir því að um helmingur þjóðarinnar hafi hlýtt kalli Rauða krossins og Hjálp- arstarfs kirkjunnar, segir m.a. í til- kynningu. Söfnunarfénu verður varið til matvælaaðstoðar á vegum Hjálp- arstarfs kirkjunnar um allt land og Rauði krossinn mun veita sálrænan stuðning og hjálpa fólki við að halda sér virku í samfélaginu þrátt fyrir áföll í kjölfar efnahagshruns- ins. Öll símafyrirtæki í landinu gáfu eftir kostnað og þjónustugjöld við símasöfnunina. 50 krónur á haus 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is STÓRMEISTARARNIR Héðinn Steingrímsson, Henrik Danielsen og Hannes Hlífar Stefánsson voru allir í 6.-17. sæti með tvo og hálfan vinning að lokinni 3. umferð Reykjavíkurskákmótsins í gærkvöldi. Þröstur Þórhallsson stórmeistari sést hér í þungum þönkum. Í mótinu taka þátt 110 skákmenn sem er met. Þar af eru 19 stórmeistarar og tveir stórmeistarar kvenna. Morgunblaðið/Ómar Í þungum þönkum VINSTRI grænir, Framsóknar- flokkurinn og Borgarahreyfingin bæta við sig fylgi í nýjustu skoð- anakönnun Gallup fyrir Morgun- blaðið og RÚV miðað við síðustu könnun fyrir viku. Vinstri grænir fara á einni viku úr 24,6% í 26,2% en flokkurinn var með landsfund um síðustu helgi. Samfylkingin heldur þó stöðu sinni sem stærsti stjórnmálaflokkur- inn, með 30% fylgi, rúmu prósentu- stigi minna en fyrir viku. Um var að ræða net- og símakönnun sem var gerð dagana 18. til 25 mars. Heildar- úrtaksstærð var 1.424 manns 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 63,2%. Fylgi Sjálfstæðisflokksins fer nið- ur í 24,4%, var 26,5% fyrir viku, og hefur ekki verið minna í könnunum Gallup síðan í nóvember, er það mældist 20,6%. Í janúar sl. var fylgið einnig 24,4% en í síðustu þingkosn- ingum fékk flokkurinn 36,6% at- kvæða. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 12,5% fylgi, var 11,3% í síðustu könnun. Fylgið nú er mjög svipað og það var í mælingum Gallup vikurnar þar áður. Flokkurinn fékk 11,7% at- kvæða í síðustu kosningum. Frjáls- lyndi flokkurinn er aðeins með 1,2% sem er minnsta fylgi sem Gallup hef- ur mælt frá síðustu kosningum, er flokkurinn fékk 7,3% atkvæða. Hlutfallslega bætir Borgarahreyf- ingin við sig mestu fylgi frá síðustu könnun, eða úr 2,5% í 3,4%. Samkvæmt könnuninni fengi Samfylkingin 20 þingmenn, Vinstri grænir 18, Sjálfstæðisflokkurinn 17 og Framsóknarflokkurinn átta. Fylgi við ríkisstjórnina er 63,8%, svipað og síðast, og fleiri segjast ætla að kjósa, eða 76%. bjb@mbl.is VG upp fyrir Sjálfstæðisflokkinn                                  !       " #  $ %" #    &   %                 &$$'  &'  $ '     %%'                   () () *+ ,+ ,- * ( .   /0 ( .   /01 * 1   /0 ,1   /0 ,1   /0 * 1  /0 2 /3  - 1 $  $$ $  $ 45 6 /7     '       !   ""#$%#           4 5 '        45 '        4 5 '          4 5 '  Samfylkingin áfram stærsti flokkurinn samkvæmt könnun Gallup  VG fer upp fyrir Sjálfstæðis- flokkinn sem ekki hefur verið með minna fylgi frá í nóvember  Borgarahreyfingin bætir mestu við sig Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „ÞAÐ vekur alltaf mikla athygli þegar Sjálfstæðisflokkurinn lendir í þriðja sæti í skoðanakönnunum en munurinn er nú mjög lítill,“ seg- ir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, um nýja skoðanakönnun Capacent Gallup á fylgi stjórn- málaflokkanna. „Það hefðu nú einhvern tímann þótt tíðindi að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mældust samanlagt með 37% fylgi,“ segir Ólafur. Niðurstöður skoðanakann- ana síðustu vikur endurspegla óvenjulegar aðstæður í íslensku stjórnmálalífi að mati Ólafs. Einna athyglisverðast sé að sjá að nýtt landslag í íslenskum stjórnmálum hafi nú haldist í nokkuð langan tíma, nokkuð sem verði merkilegra með hverri vikunni sem líði. Enn er allt opið „Þetta nýja landslag sem við höf- um séð undanfarið hefur nú í gróf- um dráttum haldist óbreytt í 5-6 vikur, þar sem núverandi stjórn- arflokkar hafa verið með mjög góð- an meirihluta og stuðningur við stjórnarflokkana mælst í kringum tveir þriðju hlutar,“ segir Ólafur. Hann segir einnig athyglis- vert að sjá að Frjálslyndi flokkurinn mælist nú í ann- að skiptið í röð með minna fylgi en Borgara- hreyfingin og listi Fullveldis- sinna. Ólafur segir þó að enn sé allt opið og margt geti breyst á þeim fjórum vikum sem enn séu til kosn- inga. Enn sé of snemmt að segja til um endanlegar niðurstöður. Væru óvenjuleg úrslit Hann segir að yrðu úrslit kosn- inganna eins og þessi nýjasta könnun segi til um væri það mjög óvenjulegt „því þetta er svo ólíkt hefðbundnum úrslitum í íslenskum stjórnmálum“, segir Ólafur. Hann segir að sé litið til kosn- inga síðustu 20-25 árin hafi það stundum gerst á síðasta mánuði kosningabaráttu að flokkar bæti við sig eða tapi allt að 5-10% fylgi. Það séu því breytingar sem gera megi ráð fyrir á komandi vikum. „Það gildir bara áfram að margt getur breyst fram til kosninga,“ segir Ólafur. Óvenjulegt að mynstrið haldi Niðurstöður Gallup sýna óvenjulega tíma Ólafur Þ. Harðarson TILKYNNT var um neyðarblys í Álftanesvogi seinnipartinn í gær. Tveir björgunarsveitarbátar voru sendir til leitar auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar, sem hafði verið við æfingar fyrr um daginn, flaug yfir svæðið. Ekkert sást sem benti til þess að blysinu hefði verið skotið frá báti í neyð. Að sögn varð- stjóra í lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu er helst talið að neyð- arblysinu hafi verið skotið á loft af landi. Leituðu en fundu ekki neitt MP Banki hyggst hefja ein- staklingsþjón- ustu fljótlega, að sögn Margeirs Péturssonar stjórnarfor- manns. „Við höfum öll leyfi til að gera þetta,“ sagði Margeir. Hann sagði fjölda fólks hafa haft sam- band við MP Banka undanfarið til að leita eftir bankaþjónustu. „Við fáum fjölda fyrirspurna á hverjum degi,“ sagði Margeir. „Það eru margir sem átta sig á því að við erum eini bankinn sem er með sín mál á hreinu. Við finnum fyrir miklum velvilja og trausti og erum tilbúin að vera valkostur gagnvart ríkisbankakerfinu.“ MP fljótlega í ein- staklingsþjónustu Margeir Pétursson segðu smápestum stríð á hendur! Fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.